Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 50

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S igurjón Bragi Geirsson neitar því ekki að hann hafi orðið svolítið órólegur þegar hann sá, með aðeins dags fyrirvara, að í keppn- inni um titilinn kokkur ársins 2019 þyrfti að matreiða úr flúru og kónga- krabba. „Ég hafði aldri áður eldað úr þessu hráefni og hefði verið gott að hafa lengri tíma til undirbúnings. Er flúran óvenjulegur fiskur við að eiga enda með roð sem minnir á há- karl og er eins og sandpappír við- komu.“ Gerði Sigurjón sér samt lítið fyrir og tókst á fimm tímum að elda þrjá veislurétti fyrir tólf manns, og bar sigur úr býtum. Sigurjón hefur kom- ið víða við í veitingageiranum, starf- aði m.a. á Kolabrautinni um langt skeið og er reglulegur gestur í eld- húsum betri veiðihúsa landsins. Þá er hann í íslenska kokkalandsliðinu og fáir standast honum snúning með pönnu, spaða við góða eldavél. Eftir að hafa spreytt sig á flúrunni og kóngakrabbanum segir Sigurjón að það sé lítill vandi að elda úr þessu sjávarfangi. Er það alvanalegt í keppninni að láta elda úr hráefni sem ekki er alla jafna mikið notað á veitingastöðum, bæði til að auka fjöl- breytnina og sjá hvernig kokkarnir takast á við áskorunina. Til að gera matreiðsluna enn meira krefjandi þurftu keppendur líka að nota ís- lenskt wasabi og skyr í forréttinn og fullnægja ýmsum öðrum skilyrðum. Skötuselur í uppáhaldi Sigurjóni þykir gaman að elda fisk- rétti og lumar á mörgum góðum ráð- um handa þeim sem vilja galdra fram fullkominn þorsk eða algjör- lega ómótstæðilegan lax. Er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því þegar Sigurjón hóf kokkanámið enda segist hann varla hafa kunnað svo mikið sem að nota djúpsteikingartæki þegar hann ákvað að gerast matreiðslumaður. Sú fisktegund sem er í mestu uppáhaldi hjá Sigurjóni er skötu- selurinn, og minnist hann þess þegar hann fékk fyrst að smakka þennan ljúffenga fisk. „Þá var ég í starfs- þjálfun og yfirkokkurinn á veit- ingastaðnum átti lítinn bita eftir handa mér, eftir að hafa eldað skötu- selsrétt fyrir gest. Hann gaf mér að smakka með þeim orðum að svona ætti að elda skötusel,“ segir Sig- urjón og man vel hvað það sló hann hve bragðgóður fiskurinn var. Er enda fátt sem jafnast á við vel heppnaðan skötusel, og er bragðinu af þessum ófríða fiski gjarnan líkt við bragðið af humri. „Skötuselurinn er á vissan hátt kjötlegur og þarf að elda hann og síðan hvíla, elda svo aftur og hvíla, og loks gefa honum góðan hita í endann. Þá er útkoman safaríkur fiskbiti sem er þó ekki ofeldaður.“ Fínt lag af salti á þorskinn Sigurjón hefur lært ýmis handtök í eldhúsinu sem gera jafnvel hvers- dagslegustu fisktegundir enn betri á bragðið. Svo byrjað sé á aðalútflutn- ingstegundinni, sjálfum þorskinum, þá segir Sigurjón gott að bera fínt Man vel þegar hann fékk að smakka skötusel í fyrsta sinn Með nokkrum einföldum ráðum frá meistara- kokki má gera enn betri steiktan þorsk og soðna ýsu. Að grilla lax þarf heldur ekki að vera svo snúið svo fremi að grillið sé vel heitt og alveg tandurhreint. Morgunblaðið/Ómar Seint verður hægt að kalla skötuselinn fallegasta fiskinn í sjónum, en Sigurjón heldur mjög upp á bragðið. Morgunblaðið/Eggert Sigurjón lumar á ráðum til að matreiða enn betri soðna ýsu, grilla lax eins og fagmaður og galdra fram smjörbaðaðan pönnusteiktan þorsk sem gerir allt vitlaust. Með litlum breytingum má fá fram mikinn mun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.