Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019 Unglingar þreytt- ir og tímalausir Unglingar eru mjög þreyttir,“ segir Þor-björg Rún Eysteinsdóttir, lýðheilsu-fræðingur og framhaldsskólakennari, en Þorbjörg framkvæmdi nýlega rannsókn á reynslu unglinga af þreytu, streitu og svefni í daglegu lífi. Rannsóknin, sem var hluti af meistaraverk- efni Þorbjargar í lýðheilsuvísindum við Há- skóla Íslands, var unnin í samstarfi við Háskól- ann í Reykjavík og rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greiningu, sem sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks. 114 grunnskólanemendur á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í rannsókninni. Svefnleysi, streita og þreyta hafa aukist meðal unglinga á síðustu áratugum og end- urspeglast það í rannsóknin Þorbjargar. „Það kom fram í öllum hópunum að þau og jafnaldrar þeirra væru oft og mikið þreytt,“ segir Þorbjörg, en þátttakendur nefndu nokkrar mögulegar ástæður fyrir því. Eðlilegt að vera upptekin Algengasta ástæða þreytunnar var ónægur svefn, en skipulagðar athafnir í lífi þátttakenda voru sagðar hafa áhrif á svefn þeirra. „Þeim finnst skólinn byrja allt of snemma,“ segir Þor- björg. Einnig nefna þátttakendur að íþrótta- æfingar hefjist gjarnan of seint á kvöldin. „Unglingum þykir eðlilegt að vera mjög upptekin í skóla og öðrum skipulögðum at- höfnum,“ segir Þorbjörg og bætir við að frítími sé jafnvel litinn neikvæðum augum. „Það er eins og það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera; að það sé sóun á tíma.“ Segjast þátttakendur í rannsókninni upplifa að þau beri sjálf ábyrgð á eigin svefni og lítil eftirfylgni sé með svefnvenjum þeirra. „Þau nefndu líka að síminn truflaði oft svefninn og það væri auðvelt að gleyma sér í símanum,“ bætir Þorbjörg við. Nær jafnt kynjahlutfall var meðal þátttak- enda, en niðurstöður rannsóknarinnar benda til munar á upplifun stráka og stelpna á þreytu og streitu. „Kynjamunurinn fólst aðallega í því að stelpur tala meira um skólann sem streitu- vald,“ segir Þorbjörg. Stelpur í rannsókninni tóku einnig frekar ábyrgð á eigin þreytu og streitu og voru líklegri til að skýra vandann með því að benda á eitthvað í eigin fari sem þyrfti að laga. „Þær segjast þurfa að skipu- leggja sig betur eða borða hollar eða fara til læknis, á meðan strákarnir segja bara „ég er þreyttur“ og útskýra það ekki nánar.“ Mikilvægt að breyta umhverfinu Þorbjörg ályktar að þörf sé á samfélagsmið- uðum inngripum til að bæta svefn og efla and- lega heilsu unglinga á Íslandi. „Rannsóknir sýna að bæði unglingar og fullorðið fólk upplifa mikla streitu og sofa of lítið, en samt eru við- horfin gagnvart öðrum grunnþáttum heilsu, eins og næringu og hreyfingu, öðruvísi. Það þarf einhvers konar viðhorfsbreytingu til að svefn sé einn af þessum mikilvægu heilsu- tengdu þáttum,“ segir Þorbjörg. „Ef ég væri með rannsókn sem segði að öll börn í áttunda til tíunda bekk væru mjög svöng og það væri enginn að fylgjast með hvort þau borðuðu eða ekki, þá yrðum við sjokkeruð.“ Þorbjörg leggur áherslu mikilvægi þess að tala við og hlusta á unglinga. Þátttakendur í rannsókninni stungu sjálf upp á breytingum á borð við að skólar hæfust seinna og íþrótta- æfingar yrðu skipulagðar á betri tíma. „Við höfum alltaf áhyggjur af að við séum þreytt og það sé mikið að gera og að við sofum lítið, en við bjóðum ekki upp á umhverfi sem býður lausnir við þessum vandamálum. Það er ekki nóg að fræða fólk um að svefn sé mikil- vægur, við þurfum að breyta umhverfinu.“ Þorbjörg Rún segir fræðslu um mikilvægi svefns ekki nóg. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Unglingar eru oft og mikið þreyttir samkvæmt rannsókn á reynslu unglinga af þreytu, streitu og svefni. Þörf er á samfélagsmiðuðum inngripum til að bæta svefn og andlega heilsu unglinga. Pétur Magnússon petur@mbl.is Það getur verið erfitt að þurfa að skilapistli í hverri viku. Ég meina: Er hægtað búast við því að það sé hægt að finna endalaus tilefni til 3.500 slaga? Í hverri viku! Þá nægir mér venjulega að líta upp og athuga hvað ástkær eiginkona mín er að gera. Hún er yndisleg en hún er líka svo stórskrýtin. Á ýmsa vegu. Ég held að ferðalögin séu verst. Það tekur hana í alvöru svona tvo daga að pakka fyrir sól- arhringsferð til Kaupmannahafnar. Í alvöru. Pökkunartíminn er stundum lengri en ferðalag- ið! Þá er ég reyndar að telja með sólarhringinn sem fer í að skipuleggja pökkun. Ég veit alltaf hvenær hann byrjar. Þá verður hún fjarræn til augnanna og telur í huganum, eins og lítið barn sem er að læra að reikna. Og hafið í huga að í þessum tíma er ég ekki að telja með dagana á undan þegar hún man allt í einu eftir því að hún er að fara. Venjulega gleymir hún nefnilega reglulega að hún sé að fara til útlanda og hrekk- ur svo upp við það að hún eigi eftir að pakka. Lengi vel reyndi ég að gera lítið úr þessu: „Hendirðu ekki bara einhverju dóti í töskuna. Ég meina þetta er bara ein nótt.“ Því er venju- lega ekki vel tekið. Þetta byrjar á því að velja réttu töskuna. Það getur tekið nokkrar tilraunir. Sérstaklega í ljósi þess að við eigum sennilega eitt stærsta ferða- töskusafn landsins. Og það er endalaust tæki- færi til að bæta við. Í útlöndum þarf ég stundum að draga hana frá töskubúðum því hún er með eitthvert mjög sérstakt tilfelli sem er blanda af pökkunarkvíða og plássleysisþráhyggju sem væri sennilega í lagi ef hún væri ekki líka illa haldin af hvaðeféggleymiaðtakameð-röskun. Svo byrjar bíóið. Taskan fer upp á rúmið og hún byrjar að tína í hana. Þá fer ég yfirleitt að dunda mér við eitthvað. Þegar ég kem aftur, kannski klukkutíma síðar, er ekkert komið í töskuna en hún er búin að finna alls konar hluti sem hún var búin að týna. Svo er hún búin að finna fötin. Það gerist venju- lega eftir nokkur: Hvað ef við förum eitthvað fínt út að borða? Eða: Ætli ég komist í ræktina? Og þá fyrst byrjar fjörið. Ein af mörgum þrá- hyggjum eiginkonu minnar er smáhlutasafnið hennar. Það er í alvöru eins og lítið krúttlegt safn sem maður sér einhvers staðar úti á landi. Hún á alls konar krem, olíur og sjampó í pínulit- um umbúðum. Þessu pakkar hún öllu og hrósar sigri yfir hálfvitalegum reglum flugvalla um stærri umbúðir með vökva. Það er í raun merki- legt að horfa á þetta. Þetta er svona eins og örk- in hans Nóa í snyrtivörum. Allt þarf að fara með, annars er voðinn vís. Þarna eru venjulega liðnir um átta tímar af pökkun. Þá finnst mér skemmtilegt að ganga inn í herbergið, taka einhverja tösku og henda, nánast af handahófi, einhverju í hana og segja svo hátt og snjallt: Jæja. Ég er tilbúinn. Því er alltaf jafn vel tekið. Eða þannig. Svo er þetta venjulega í lagi þegar við erum komin út. Þá er hún bara aftur orðin konan sem ég get alveg hugsað mér að vera giftur að eilífu. Þangað til það kemur að heimferð og það þarf að pakka aftur. Þá kemur venjulega nokkrum sinnum: „Hvað var ég að gera með að taka þetta með? Næst ætla ég ekki að taka svona mikið með mér.“ Þá hef ég lært að halda bara kjafti. Samt er það þannig með allt vesenið, pirring- inn, óþolið, röskunina og þráhyggjuna, að ég get ekki hugsað mér betri ferðafélaga og get ekki beðið eftir að komast í næstu ferð með henni. ’Það er í raun merkilegt aðhorfa á þetta. Þetta er svonaeins og örkin hans Nóa í snyrti-vörum. Allt þarf að fara með, annars er voðinn vís. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Pökkunarröskun VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.