Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 24
Þó að símar nútímans séu dásamlegir þá getur hljóðið frá þeim og óhófleg notkun þeirra verið til ama. Það á enginn að þurfa að hlusta á hálft lag á hæsta styrk með Lady Gaga eða verulega yfirþyrmandi þungarokkslag í hringingum. Auðvelt er að lækka í hringingunni eða taka hana alveg af. Sama á við um borðsíma. Þá er sjálfsögð kurteisi að fara afsíðis til að tala í símann. Tölum lágt þegar við erum í símanum þar sem allir heyra. Símar 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019 LÍFSSTÍLL Hugsunin með opnum vinnurýmum er að auðvelda og bæta sam-skipti starfsmanna. Ný rannsókn frá Háskólanum Karlstad sýnirhins vegar hið gagnstæða. Því fleiri sem deila vinnustaðnum því minni er ánægja starfsfólks og samskipti yfirmanna við samstarfsmenn sína erfiðari. Það er hins vegar bæði notalegt og styðjandi að hafa gott samstarfsfólk nálægt sér, samstarfsfólk sem er jákvætt, hrósandi og tekur þátt í uppbyggilegum umræðum. Hins vegar getur verið snúið að vinna í opnu rými og fjölmargt sem þarf að hafa í huga svo að allt gangi upp. Í stórri könnun sem gerð var kemur meðal annars fram að fólk sem vinnur í opnu skrifstofurými verður fyrir truflun á ellefu mínútna fresti. Fólk þarf stundum að taka á honum stóra sínum til að halda ein- beitingunni. Hins vegar er margt hægt að gera til að fólki líði sem best í opna rýminu. Hér eru tíu góð ráð. Umgengni og kurteisi í opnum vinnurýmum Hvað skal gera? Albert Eiríksson albert.eiriksson@gmail.com Hver og einn heldur sínu skrifborði eða svæði snyrti- legu. Það skemmir fallega heildarmynd ef utanaðkom- andi kemur inn í opið vinnu- rými og á einu skrifborði er allt á rúi og stúi. Snyrtilegt Það er nú svo í íslensku að við eigum orð sem táknar bæði hávaða og þögn: HLJÓÐ. Okkur mannfólkinu fylgja hljóð sem verða til af okkar völdum. Sumir hamra á lyklaborðið sitt á meðan aðrir hlamma niður hælunum í hverju skrefi og enn aðrir teygja úr sér eða geispa með hljóðum. Til að halda athygli og ná góðri einbeit- ingu þurfum við líka hljóð. Eyrnatappar geta stundum átt við en þá er fólk svolítið í eigin heimi og getur verið erfitt að ná at- hygli þess ef eitthvað er. Þá má alltaf vera með eyrnatól og hlusta á þægilega tónlist, sögur, náttúruhljóð eða annað sem fer vel í eyru. Til að fá algjöran vinnufrið er hægt að semja um að ef fólk er með heyrnartól á eyrunum má alls ekki trufla, en það má senda því skilaboð ef mikið liggur við. Hljóð Sleppum því að matast við skrifborðið. Skrjáf í bréfi, matarilmur eða búkhljóð getur truflað samstarfsfólkið. Þegar opin rými eru hönnuð er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk til að matast. Umgangast þarf kaffivélar, hvaða nafni sem þær nefnast, með það í huga að einhver annar kemur á eftir okkur til að fá sér kaffi. Gott er að skipta með sér kaffiumsjón og þar með ábyrgð á snyrtilegri kaffivél og umhverfi á kaffistofu. Matur Það getur verið erfitt að einbeita sér þar sem mikill erill er eða hávaði. Örfundir eru gagn- legir en gæta þarf þess að þeir fari helst ekki fram í opnum rýmum þannig að heyrist um allt. Við sleppum því að koma aftan að fólki þar sem það situr við tölvuna sína eins og ver- ið sé að njósna hvað er á skjánum hjá því. Lítil fundaherbergi eru því gulls ígildi og ættu að notast oft og mikið. Finna þarf bók- unarkerfi á því hvernig fólk bókar funda- herbergin. Sum geta staðið öllum opin alltaf á meðan bóka þarf önnur með fyrirvara. Einbeiting Þolinmæði þrautir vinnur allar, segir málshátturinn. Við og við þarf að bíta sig í tunguna. Fólk sem vinnur í opnum rýmum finnur vel fyrir því. Við getum ekki ráðið því sem gerist og sjáum ekki allt fyrir. Þolinmæði krefst sjálfsstjórnar og kennir okkur umburðarlyndi gagnvart öðrum og sjálfum okkur. Þol- inmæði hjálpar okkur að vera föst fyrir þegar verkefni okkar eru erfið eða þreytandi. Við höldum okkar striki allt til enda, þótt við sjáum kannski ekki laun erfiðisins fyrr en seint og um síðir. Þolin- mæði urnar þarf að endurskoða og uppfæra reglulega. Eitt og annað breytist eftir því sem árin líða og verkefni breytast. Samráðshópurinn þarf að hafa í huga að einhver þarf að taka við ábending- um, annaðhvort yfirmenn, formaður samráðshóps eða trúnaðarmaður. Æskilegt er að á vinnustöðum með opið rými sé ákveðinn hópur sem set- ur reglurnar og endurskoðar þær. Best er að fólk af öllum sviðum eða deildum hafi sinn fulltrúa og að hver og einn sé ekki of lengi í hópnum; eitt til eitt og hálft ár er mátulegt. Regl- Samráðshópur Einn af mörgum mikilvægum þáttum í opnum vinnurýmum er virðing fyrir samstarfsfólkinu og þess svæði. Ef heftið í heft- aranum klárast þá förum við ekki í skúffu samstarfsfólksins og náum okkur í án þess að fá leyfi, jafnvel þó að við vitum ná- kvæmlega hvar heftin eru. Sem dæmi um virðingu má nefna að óæskilegt er að trufla fólk sem er í samræðum eða er greini- lega upptekið. Við virðum svæði annarra og tölum lágt. Virðing Colorbox. Góður starfsandi er ómetanlegur og ALLIR starfsmenn bera ábyrgð á að vinnuandinn sé góður. Vinnuandi er ekkert sem kemur í hraðsendingu frá AliExpress. Allir þurfa að leggja sig fram, bæði í litlum atriðum sem og stærri. Föstudagskaffi, skemmtinefnd, árshátíð, pub quiz, tiltektardagur, vorgrill eru dæmi um atriði sem hafa góð áhrif. Mikilvægur hluti af góðum starfsanda er að bjóða fólki glaðlega góðan dag og þakka fyrir daginn við heimferð og kveðja. Meiri afköst eru mælanleg þar sem vinnuandinn er góður. Vinnuandinn Á vinnustöðum skapast ákveðin vinnu- staðamenning og til verða hefðir, eins- konar óskrifaðar reglur, um hvað á við í samskiptum. Það getur verið erfitt að brjóta upp munstur sem hefur þróast eða viðhaldist lengi. Árekstrar verða á vinnu- stöðum og ekki er hægt að koma í veg fyr- ir þá. Fólk er misvel upplagt og það eitt getur reynst eldfimt. Hins vegar er fjöl- margt hægt að gera til þess að forðast árekstrana. Stundum myndast spenna sem magnast upp án þess að fólk viti hvernig hún varð til. Það er ekki alltaf vinsælt að brjóta ísinn og benda samráðshópi á erfið samskipti en eftir á eru flestir þakklátir. Árekstrar Ný kynslóð málningarefna SÍLOXAN Viltu betri endingu? u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti u Einstök ending á steyptum veggjum Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.