Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 19
9.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
meðal annars á klæðaburði en allir
opinberir starfsmenn þurfa að klæð-
ast þjóðbúningi í vinnunni. „Þetta
fólk er mjög stolt af uppruna sínum
og leggur mikla áherslu á að við-
halda þjóðmenningunni.“
Þórunn segir Bútana afskaplega
elskulegt fólk og gestrisið. Sjálf hef-
ur hún verið í Tíbet og segir margt
líkt með Tíbetum og Bútönum, ekki
síst útlitið. „Bútanar eru mjög aðlað-
andi þjóð sem tekur vel á móti ferða-
mönnum. Þeir tala upp til hópa
prýðilega ensku og það var mjög
ánægjulegt að spjalla við þá. Þeir
segjast vera hamingjusamasta þjóð í
Asíu og því get ég vel trúað. Það
hlýtur að skila sér að beina athygl-
inni í svo ríkum mæli að sínu innra
lífi og láta veraldlega hluti mæta af-
gangi.“
Bútanar aðhyllast búddisma og
segir Þórunn þá mjög stolta af sinni
trú, án þess þó að troða henni upp á
gesti. „Þeir voru mikið að snúa
bænahjólum og fara með möntrur
en trúin er samt alls ekki eins sýni-
leg og víða annars staðar sem ég
hef komið. Í því sambandi má nefna
Íran, þar sem trúin getur verið
mjög yfirþyrmandi. Í Bútan er
þetta mun eðlilegra og í takti við
annað í þjóðfélaginu. Ekki til í
dæminu að það sé öfgakennt eða yf-
irþyrmandi. Trúin fellur vel inn í
andrúmsloftið og satt best að segja
er búddisminn dálítið spennandi
trúarbrögð.“
Laga góðan mat
Ekki er skólaskylda í Bútan en Þór-
unn segir eigi að síður 95% barna
stunda nám enda leggi þjóðin mikið
upp úr góðri menntun.
Talið berst að matarmenningu og
Þórunn segir Bútana laga mjög góð-
an mat. „Ég kann svo sem ekki að
skilgreina það nákvæmlega enda
ekki mikil matreiðslukona,“ segir
hún hlæjandi, „en mikið er um alls
konar kjúklingarétti. Allar máltíð-
irnar sem ég borðaði þarna voru
ljómandi góðar, nema ein. Þá feng-
um við fisk og hann var ekki nægi-
lega góður. Það er svo sem ekki að
marka mig; pabbi minn var útgerð-
armaður fyrir vestan og maður fékk
alltaf ferskan fisk í bernsku. Það er
mun lengra á miðin í Bútan.“
Þegar allt er saman tekið var ferð-
in til Bútans með þeim eftirminni-
legri sem Þórunn hefur farið í.
„Landið er mér ákaflega hugstætt
og ég varð fyrir alls konar áhrifum
meðan á dvöl minni stóð þarna sem
ég get ekki komið orðum að. Ég á
eftir að ferðast oft í huganum til
Bútans.“
Gengið um allt Ísland
Þórunn flutti fjórtán ára gömul til
Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum
eftir að heimili þeirra í Ögurvík varð
eldi að bráð. Að loknu stúdentsprófi
frá MR hófst heimshornaflakk Þór-
unnar, þegar hún fór til náms í
Bandaríkjunum. Til að byrja með
ferðaðist hún mest um Vestur-
Evrópu en með tímanum fór hún að
færa sig yfir í aðrar heimsálfur. Auk
Bútans eru Tíbet, Búrma, Kúba,
Georgía og Úsbekistan í sérstöku
uppáhaldi. Hún hefur einnig komið
til Kína, Úkraínu, Rússlands og Guð
má vita hvaða landa. Einu sinni fór
hún til Mallorca. „Ég vil alls ekki
gera lítið úr sólarlandaferðum en
það hentaði mér ekki. Fulllítið við að
vera,“ segir hún hlæjandi.
Það er ekki bara heimurinn; Þór-
unn þekkir Ísland líka eins og lófann
á sér. Eftir að hún missti eiginmann
sinn, Hjálmtý Pétursson kaupmann,
árið 1974 tók hún BA-próf í ensku
frá Háskóla Íslands og gerðist í
framhaldinu leiðsögumaður hjá
Ferðafélagi Íslands. „Ég vann í tæp
þrjátíu ár sem leiðsögumaður og
kynntist landinu okkar mjög náið.
Ég hef gengið um allt Ísland, nema
jöklana, ég er engin skíðakona.
Þetta var yndislegt starf og þvílík
gæfa fyrir mig. Frá fyrstu tíð hef ég
notið þess að vera með náttúrunni
og láta smáatriðin í henni gleypa
hugann. Ísland breytir stöðugt um
svip. Við áttum okkur ekki alltaf á
því hvað við eigum fallegt land. Mað-
ur hvílir hugann og meðtekur svo
margt úti í náttúrunni og það er svo
merkilegt að oft verða hughrifin
mest eftir að maður er kominn heim.
Ég kynntist ekki bara landinu, held-
ur ekki síður sjálfri mér í gegnum
starfið; með því að vera með annað
fólk.“
Miðar aldrei við sjálfa sig
Þórunn er orðin 86 ára en er hvergi
nærri hætt að ferðast; næsta ferða-
lag verður á Kjöl í sumar. Þegar
spurt er um ný lönd sem hana langar
að sækja heim stendur ekki á svari:
„Tatsíkistan og Kírgistan. Ég hef
mikinn áhuga á löndum í austurvegi.
Evrópa er ágæt en ég hef meira yndi
af því að koma til landa þar sem lífið
gengur allt öðruvísi fyrir sig en hér.
Á ferðalögum ætti maður aldrei að
miða við sjálfan sig!“
Búddalíkneskið stóra sem
er á hæð suður af höfuð-
borginni Timfú.
Ljósmyndir/Þórunn Þórðardóttir
Hópurinn skellti sér í flúðasiglingu á Mo Chu, eða Móðuránni. Það hafði Þórunn ekki upplifað áður.