Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 20
Facebook-hópurinn Ræktaðugarðinn þinn - Garðyrkju-ráðgjöf var stofnaður árið 2009, en Í dag er meðlimafjöldi tæp- lega 35 þúsund manns. Deila með- limir ráðum um allt á milli innipotta og blómabeða, frá fjarlægingu ill- gresis til áburðar á kartöflugarða. Auk þess deila meðlimir gjarnan skemmtilegum garðyrkju- eða plöntutengdum fróðleik. Hópurinn er, án nokkurs vafa, miðpunktur ís- lenskrar garðyrkjuumræðu á Facebook. „Ég hafði starfað sem blaðamaður og hafði skrifað talsvert mikið af greinum um garðyrkju sem birtust hér og þar. Síðan kom hrunið.“ segir Vilmundur Hansen, stofn- andi Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf, en hann missti vinnuna 2009 og stofnaði hópinn í atvinnuleysinu. „Upprunalegur til- gangur var bara að koma flestum garðyrkjugreinunum saman á einn stað. Svo var þetta bara svo mér leidd- ist ekki,“ segir Vil- mundur. Hópurinn stækkaði fljótt og tæplega ári síðar voru meðlimir hópsins orðnir 1.000. „Svo fór þetta að hlaða hratt upp á sig,“ segir Vilmundur, en þeg- ar Sunnudagsblaðið fór í prentun var meðlimafjöldi tæplega 35 þús- und manns. Þótt virkni sé mest á vorin og sumrin segir Vilmundur líflegar um- ræður eiga sér stað allan ársins hring. „Á haustin eru umræður um haustlauka og á veturna umræður um jólatré og plöntur sem tengjast jólunum. Svo koma vorverkin aftur.“ Í dag starfar Vilmundur bæði í blaðamennsku og garðyrkju, en hann veitir ráðgjöf og heldur fyrir- lestra um garðyrkjutengd málefni. Ráðleggingar um blómabeð Meðlimur birtir mynd af auðu blómabeði við skjól- vegg og spyr hvað skal hafa í huga þegar nýjar plöntur eru gróðursettar. Hjálp- samur meðlimur ráðleggur að hafa nóg bil milli plantna, sérstaklega ef gróðursetja skal runna. Annar bendir á að ef runni yrði gróður- settur yrði erfitt að setja fúavörn á skjólvegginn, og skuli spyrjandi frekar gróðursetja sumarblóm. Deila garð- yrkjuráðum á netinu Meðlimir Facebook-hóps sem tileinkaður er garðyrkju nota sína grænu fingur til að deila heilræðum um garð- og plönturækt á netinu. Tæplega 35 þúsund manns eru skráðir í hópinn. Pétur Magnússon petur@mbl.is Ofsleginn blettur Áhyggjufullur garðyrkjumaður biður um ráðleggingar um lagfæringu á grasi sem hefur verið slegið á of lágri stillingu. Margir ráðleggja að láta grasið eiga sig, enda muni það vaxa aftur. Aðrir mæla með hinum ýmsu kúnstum til að lagfæra blettina, til dæmis að sá grasfræi eða blákornum og vökva með volgu vatni. Staðsetning plómutrés Metnaðargjarn meðlimur hópsins biður um aðstoð við staðsetningu plómutrés í garði sínum. Benda ýmsir á að erfitt sé að rækta slík tré hér á landi, en það sé mögulegt fái plantan næga sól, vökvun og skjól. Aðrir benda á að plómutré á Íslandi séu ekki líkleg til að skila mörgum plómum. Illgresi í hellum Einn meðlimur hópsins biður um ráð um hvernig skal fjarlægja ill- gresi sem vex á milli hellna. Ráð meðlima eru eins mismunandi og þau eru mörg. Sumir mæla með að rífa hellurnar upp og skipta um jarðveg, á meðan aðrir mæla með að hella sjóðandi vatni, ediki eða salti á illgresið. Enn aðrir æðrulausari meðlimir mæla með að fá sér kaffibolla og hlusta á hljóðbók á meðan illgresið er rifið upp. Kettir í blómabeðum Spurt er hvernig skal halda ketti út úr blómabeði. Stungið er upp á skrautlegum lausnum á borð við að strá kanil, pipar, kaffikorg eða neftóbaki á beðin. Aðrar vinsælar kattafælur eru appelsínubörkur, hvítlaukur, mynta og plastgafflar, en aðrir stinga upp á að skvetta vatni á ketti sem reyna að laumast í blómabeð. Vilmundur Hansen 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019 LÍFSSTÍLL Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Skinnhúfa kr. 19.800 Vargur kr. 37.000 Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hálsmen kr. 13.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.