Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 12
H
elgi Tómasson, goðsögn í lif-
anda lífi, er í óða önn að kenna
tugum ungmenna í stórum sal
í leikhúsinu Sadler’s Wells í
Lundúnaborg. Blaðamaður
fær að vera fluga á vegg og fylgjast með upp-
hitunaræfingum þessara frábæru ballettdans-
ara, en dansflokkur Helga er í algjörum
heimsklassa. Píanóleikarinn kemur hlaupandi
inn, aðeins of sein og afsakar sig í bak og fyrir.
Hún sest við píanóið og tónlistin fyllir salinn.
Dansarar af báðum kynjum standa við slár;
líkamar þeirra fagurlega skapaðir. Vöðvar eru
spenntir á hverjum kálfa og á hverjum hand-
legg; sviti perlar á ennum. Dansarar eru ein-
beittir, enda meistarinn að fylgjast með. Helgi
gengur teinréttur á milli, réttir úr rist og
bregður handleggjum upp fyrir höfuð. Hann
virðist yfirvegaður; talar lágt og hreyfingarnar
eru mjúkar og áreynslulausar. Helgi svífur létt
á milli unga fólksins og augað er vökult. Það er
ekki að sjá að hann sé að verða 77 ára á árinu.
Hann hefur engu gleymt.
Túlkun í gegnum líkamann
Um kvöldið var tjaldið dregið frá. Fallegu
ungu dansararnir frá því fyrr um daginn voru
nú komnir í búninga og stigu ekki feilspor.
Tjáning og fegurð ballettdansins fyllti salinn
undir lifandi tónlist sinfóníuhljómsveitar.
Shostakovich Trilogy var á dagskrá en dans-
höfundur verksins er Alexei Ratmansky. Unun
var að horfa og njóta.
Kvöldið eftir fékk blaðamaður aftur að
njóta; í það skiptið var endað á verki sem nefn-
ist Björk Ballet; sem eins og nafnið gefur til
kynna er saminn við tónlist Bjarkar. Líklega
skildu fáir nema undirrituð íslenskuna sem
ómaði um salinn. Verkið var ólíkt hinum fyrri;
litríkt, kraftmikið og poppað; veisla fyrir augu
og eyru.
Átta kvöld alls sýndi dansflokkurinn fyrir
fullu húsi í London, en San Francisco-ballettinn
ferðast á hverju ári út fyrir landsteinana með
sýningar. Yfir hundrað manns voru með í för til
London; 72 dansarar, stjórnendur, búninga-
meistarar, förðunarmeistarar, ljósmyndari,
sviðsmyndafólk og aðstoðarmenn.
Óhætt er að segja að það opnaðist nýr heimur
hjá blaðamanni sem ekki hefur oft séð ballettsýn-
ingar um ævina. Það er einn tilgangurinn að
sögn Helga; að kynna ballettinn fyrir nýju fólki.
„Þetta er það falleg listgrein. Það er margt
sem hægt er að túlka í gegnum tónlist og lík-
amann. Líkaminn getur sagt svo mikið án þess
að nota tal. Áhorfendur geta alveg skilið til-
finningar eða hvað er að gerast á milli dansara.
Það er þetta sem ég hef alltaf verið svo hrifinn
af, þessi túlkun í gegnum líkamann. Þegar hið
talaða orð er ekki til staðar fær ímyndunarafl
áhorfandans meira frelsi,“ segir Helgi.
„Það er það sem á að gerast. Þegar fólk
horfir á dans í sjónvarpi, horfir það á það sem
myndavélinni er beint að en í lifandi leikhúsi
sér fólk allt sviðið og hugmyndaflugið fær að
njóta sín.“
Sýningin sem öllu breytti
Við hverfum langt aftur í tímann, til sumarsins
1947. Það má kannski segja að æviferill Helga
hafi verið ráðinn strax það sumar. Helgi var á
fimmta ári; lítill drengur í Vestmannaeyjum
þegar hann sá fyrst ballettdans. Þannig vildi
það til að þrír ungir ballettdansarar frá ball-
ettflokki Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn lögðu leið sína til fámennrar og af-
skekktar eyju norður í hafi en einn dansarinn
var íslenskur í föðurætt og ættaður frá Vest-
mannaeyjum. Aldrei fyrr hafði ballett sést á
sviði í Eyjum og ákvað móðir Helga, Dagmar
Helgadóttir, og tvíburasystir hennar Laufey,
að skella sér á sýninguna, enda stór viðburður
í bænum og ekki oft sem slík afþreying var í
boði. Í hléi nefnir Laufey við systur sína að
Helgi myndi líklega hafa gaman af þessu. Móð-
irinn hljóp heim og sótti Helga sem sá þá
seinni hlutann. Barnið var frá sér numið og
mátti ekki heyra tónlist eftir þetta án þess að
baða út handleggjum og taka undir sig stökk.
Hann vildi líkja eftir þessum flinku dönsurum.
Spurður hvort hann muni eftir sýningunni
segist Helgi muna eftir ljósum og litum. „Ég
man ekki hvað var dansað en þarna var tónlist
sem ég var hrifinn af og það var gaman að sjá
dansarana. Það hafði áhrif á mig að sjá að þeir
gætu stokkið yfir sviðið; þetta frjálsræði heill-
aði mig. Móðir mín sagði að í hvert sinn sem
ég heyrði tónlist í útvarpinu eftir þetta reyndi
ég að leika eftir það sem ég hafði séð á sviðinu;
ég stökk þarna um stofuna,“ segir hann og
brosir.
Það má með sanni segja að þetta hafi verið
kveikjan að ferlinum. Voru þetta örlög eða til-
viljun?
„Það er erfitt að segja. Að mörgu leyti hefur
mér alltaf fundist innst inni að mér hafi verið
ætlað að fara þessa leið. Hver réð því, veit ég
ekki.“
Fimmtán ára í Tívolí
Hvað værir þú að gera í dag ef þú hefði ekki
fetað þessa braut?
„Ég vissi ekki lengi vel að þetta yrði mitt
lífsstarf. Þegar ég var í gagnfræðaskóla var ég
að velta fyrir mér þessum hlutum og var alltaf
hrifinn af arkitektúr. Kannski er það svolítið
svipað, því þar eru búin til form, eins og í dans-
inum. Það er líka reikningur á bakvið það, líkt
og þegar maður semur dans, eða tónlist. En
svo fékk ég tækifæri á að fara til Kaupmanna-
hafnar þegar ég var fimmtán ára, að dansa í
Tívólí-garðinum. Þá fór áhuginn að vakna enn
meir og það var gaman í Danmörku. Ég var
fimmtán ára, einn í Kaupamannahöfn og þetta
var spennandi! Ég sá um mig sjálfur og þetta
var mikið ævintýri. Svo fór ég aftur næsta
sumar, sextán ára og ákvað þá að leggja þetta
fyrir mig. Ég sá að ég var eins góður og
kannski betri en aðrir karldansarar á mínum
aldri. Þá hugsaði ég, kannski ætti ég að gera
þetta!“
Í Tívólí voru sýningar á hverjum degi en
sumaropnun var frá 1. maí til 1. september.
„Það var bara einn frídagur; uppstigningar-
dagur,“ segir Helgi og segir þetta hafa verið
hörkuvinnu.
„Þegar verið var að setja upp nýjar sýningar
þurfti að setja upp ljósin og undirbúa og það
var ekki hægt að gera það fyrr en búið var að
loka garðinum á miðnætti. Þá áttum við eftir
að æfa fyrir næsta dag. Oft til tvö, þrjú á nótt-
unni. Svo þurftum við að mæta daginn eftir og
dansa.“
Lifði ekki bóhemlífi
Hvað var það við dansinn sem heillaði þig? Var
það að koma fram, tjáningin, að skemmta fólki
eða að ná fullkomnun?
„Kannski allt af þessu. Það var gaman að
dansa á sviðinu, heyra lófaklappið, ganga vel.
Þetta var spennandi heimur,“ segir Helgi og
nefnir að sér hafi verið boðið til New York að
loknu Kaupmannahafnarævintýrinu.
„Það var dansarinn og danshöfundurinn
Jerome Robbins sem bauð mér að koma en ég
hafði hitt hann þegar hann var að dansa með
flokkinn sinn í Reykjavík. Ég bað um að fá að
taka inntökupróf til að komast inn í þann flokk
en það var bara flokkur sem hafði verið settur
saman fyrir þessa ferð. En hann mundi eftir
mér og ég fékk bréf frá honum nokkrum mán-
uðum seinna og bað hann mig að koma til New
York og fara í ballettskóla hjá Balanchine. Þar
gæti ég lært meira, þannig að ég fór þangað.
Ég var sautján ára og fór um haustið og var
fram í apríl. Þá bauðst mér að fara aftur til
Kaupmannahafnar sem ég þáði en fór svo aft-
ur til New York eftir það sumar, og þá í
Joffrey-skólann.“
Þú varst einn í New York, milljónaborg og
undir tvítugu. Varstu smeykur þarna?
„Nei, en það var ósköp einmanalegt í upp-
hafi. Ég þekkti engan og talaði ekki mikið í
ensku. Ég hafði svo mikinn frítíma eftir skóla,
þannig að ég uppgötvaði New York, ég gekk út
um allt. Svo kynntist ég unglingum á mínum
aldri í skólanum en við vorum ekki að fara mik-
ið út að borða, enda vorum við öll frekar pen-
ingalaus,“ segir hann og hlær.
Var þetta ekki bóhemlíf listamannsins?
„Ekki hjá mér. Þetta var mikil vinna þegar
ég var í skólanum og svo fór allt of mikill tími í
ekki neitt.“
Að reyna að ná fullkomnun
Varstu strax mjög metnaðarfullur og ætlaðir
þér að ná langt?
„Já, ég trúði því að ég myndi ná langt. Ég
hef aldrei efast um það,“ segir hann og bætir
við að það hafi alltaf verið gífurleg samkeppni í
dansinum, þótt hún hafi breyst í gegnum árin.
„Hún er á annan máta í dag; dansarar í dag
þurfa að geta dansað svo marga stíla af dansi,
eins og þú sást í gær. Fyrsti ballettinn var í nú-
tímaklassískum stíl, næsti var meira tilfinn-
ingaþrunginn og sá þriðji var allt öðruvísi. Það
endurspeglar danshöfundana sem eru að semja
í dag; það er svo mismunandi hvað þeir vilja fá
frá dönsurum og dansarar verða að geta dans-
að allt frá klassískum ballettum, eins og Svana-
vatninu, alveg yfir í Björk. Og allt þar á milli.“
Varstu sáttur við þinn dans eða varstu alltaf
að reyna að bæta þig?
„Ég var alltaf að reyna að gera betur. Þegar
maður er að æfa sig er maður fyrir framan
spegil og sér sjálfan sig. Það er ekki bara
kennarinn sem getur bent manni á heldur sér
maður það líka sjálfur hvað þarf að bæta. Svo
sér maður líka hina og sér hvað þeir gera bet-
ur. Það er alltaf þetta, að reyna að ná full-
komnun. Svo uppgötvar maður með árunum
að það er ekki hægt. Þá þarf að læra að sætta
sig við það.“
Fannst þér erfitt að taka gagnrýni?
„Nei, ekki á þeim tíma. Gagnrýnin í blöðun-
um var yfirleitt góð. Það var þarna danskur
kennari í Balanchine skólanum, Stanley Willi-
ams, sem ég þekkti mjög vel en hann þekkti
mig frá Tívóli. Við gátum talað dönsku saman,
en hann var afskaplega góður kennari og
hjálpaði mér mikið að bæta mig. Þannig að ég
fékk frekar oft hrós frá honum og hann lét mig
stundum sýna hinum ungu drengjunum hvern-
ig ætti að gera sporin.“
Þess má geta að það var þessi sami maður,
Williams, sem Helgi hafði séð á sviði í Vest-
mannaeyjum forðum daga. Þegar Helgi sagði
honum frá því að hann hefði verið þarna á
þessari sýningu í Vestmannaeyjum sem barn
að aldri hafði Williams rifjað upp afar langa og
Trúði því að ég
myndi ná langt
’ Ég vissi alltaf að ég ætti eftirað verða einn af þeim bestu.Ég var talinn vera einn af fimmbestu í heiminum á þessum
tíma, sem er alveg stórkostlegt.
Það var þessi innri trú, þetta
var mér ætlað; þetta var mitt
verkefni. Að gleðja fólk og gefa
því listgrein sem er mjög falleg.
Saga litla drengsins úr Vestmannaeyjum sem gerðist heimsfrægur ballettdansari og síðar list-
rænn stjórnandi San Francisco-dansflokksins er ævintýri líkust. Helgi Tómasson hefur unnið við
ballett í yfir sextíu ár en er ekki á leið á eftirlaun í bráð. Hann var staddur í London í vikunni þar
sem dansflokkur hans sýndi fyrir fullu húsi átta kvöld og fékk lof fyrir. Mikil vinna liggur að
baki ævistarfinu en Helgi hefur aldrei hræðst mikla vinnu. Iðjuleysi hins vegar hræðir hann.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019