Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 17
stæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráð-
um yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana
Evrópusambandsins.“ Nú reyna menn með einkar
aumu og satt best að segja algjörlega óboðlegu
yfirklóri, langt fyrir neðan sína virðingu, að láta
eins og almennt hjal, sem verið hefur í almennum
yfirlýsingum fundarins og einskis getið við af-
greiðslu þess hafi eytt fyrrnefndri ákvörðun með
göldrum.
Þessir klaufalegu kollhnísar hófust þó ekki fyrr en
á lokametrunum. En sjálfstæðismenn töldu ekki
ástæðu til að óttast.
Landsfundarákvörðunin lá fyrir og sjálfur formað-
ur flokksins hafði í áheyrn alþjóðar úr ræðustól Al-
þingis tekið af öll tvímæli vorið 2018 og aldrei gefið
til kynna að hann myndi snúast í sams konar hring
og hann gerði í Icesave forðum, svo flokksmenn
undruðust og horfðu hryggir á.
Bjarni Benediktsson sagði: „Hvað í ósköpunum
liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raf-
orkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með
okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum
hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald
þessara stofnana? […] Eru það rök að þar sem Evr-
ópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi
undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til
að ganga lengra? […] Hérna erum við með kristal-
tært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki
innri-markaðsmál.“
Hver hottar á?
Ári síðar öllum að óvörum lagðist hann svo þvert á
sín sjónarmið og Sjálfstæðisflokksins án þess að
geta um hvað hefði hrakið hann frá afstöðu sem
hafði verið óbreytt í heilt ár! Allan þann tíma hafði
Morgunblaðið ástæðu til að vera í góðri trú. Ekki
einn einasti þingmaður hefur gert sér ferð á rit-
stjórnarskrifstofur blaðsins þar sem þeim hefði ver-
ið tekið opnum örmum og fengið kaffi og kruðerí.
Góður þingmaður flokksins á Vesturlandi fór
ásamt ráðherranum, sem einnig er þingmaður þar.
Þar fóru fram málefnalegar umræður, en af nokkr-
um þunga. Enginn fundarmanna tók undir sjónar-
mið ráðherrans eða þingmannsins! Vonandi hafa
þeir gert þingflokknum grein fyrir umræðunum.
Dinglað með dómstólana
En í Bretlandi hafði Boris Johnson fengið stefnu
fyrir að hafa ekki sagt satt um tiltekið atriði í þjóð-
aratkvæðinu fyrir allmörgum árum. Áfrýjunardóm-
stóll henti þeim málatilbúnaði út en sagði þó að jafn-
an væri reynt að hafa sanngjarnt svigrúm fyrir
einstaklinga til að leita atbeina dómstóla.
Eftir þessa niðurstöðu var sagt að lukkan væri
Johnson hliðholl. Það var skrítin kenning. Hefði
Johnson verið dreginn fyrir dómara fyrir að vera
ónákvæmur í pólitískum áróðri fyrir kosningar, eins
og allir hinir, þá hlyti sú spurning að vakna: En hvað
um embættismennina? Allir vita hvernig Seðlabank-
inn hagaði sér í baráttunni um Icesave. Hann snerist
jafnan og hatrammlega gegn almenningi. Og síðar
kom á daginn að ekki var fótur fyrir hrakspám hans
og hótunum. Og hvað með alla launuðu fræðimenn-
ina í háskólunum sem hafa ríkulegri skyldur en
frambjóðendur sem eru ekki með próf upp á að geta
sagt satt um slík atriði. Tugum ef ekki hundruðum
saman tóku þeir þátt í ósvífnum áróðri stjórnvalda.
Ekki af því að þeir standa almennt með stjórnvöld-
um. Þetta var allt saman flokkslegur áróður manna
sem var veifað af „hlutleysi og fræðimennsku“. Hót-
anir forstjóra Landsvirkjunar um að ekki yrði hægt
að virkja án samþykktar Icesave? Í ljós kom að það
voru hrein ósannindi. Hvað gerði stjórn fyrir-
tækisins? Hvað gerði ráðherrann sem er æðsta
stjórnvald þess? Ekkert. Og allir vita hvers vegna.
Kanadíski seðlabankastjórinn í Englandsbanka
hefði staðið illa ef stjórnmálamanninum Boris hefði
verið þvælt fyrir dómstóla. Nú eru liðin mörg ár síð-
an hann fullyrti af sannfæringarkrafti að Bretar
myndu skjálfa fátækir og aumir frá fyrsta degi,
samþykktu þeir Brexit. Ekki reyndist glóra í því. Og
BBC sem var lítið betra en „RÚV“ hér heima? Það
hefur ekki mátt vera að því að biðjast afsökunar. Og
„RÚV“ er svo upptekið við að ganga erinda samfylk-
ingarflokkanna, Viðreisnar og fyrirmyndarinnar, að
það getur ekki beðist afsökunar fyrr enn suður-
heimskautið hefur bráðnað.
Morgunblaðið/RAX
9.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17