Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Síða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
Nú er ljóst að ríkisstjórninætlar að samþykkja mat-arinnflutningspakkann.
Um er að ræða mál sem varðar
stefnu Evrópusambandsins þannig
að Samfylking og Viðreisn verða
með stjórnarflokkunum og í ljósi
sögunnar Píratar að líkindum líka.
Saga málsins er sú að fyrir um
áratug samþykktu Íslendingar mat-
vælapakkann svokallaða sem opnar
fyrir innflutning á hráu kjöti. Málið
var umdeilt innan þings og utan.
Niðurstaðan varð sú að til að friða
andstæðinga þessa „pakka“ Evrópu-
sambandsins voru settir fyrirvarar í
íslensk lög sem áttu að tryggja for-
ræði íslenskra stjórnvalda yfir því
hvernig þessum innflutningi yrði
háttað og hann takmarkaður eftir
atvikum.
Þessum fyrirvörum sem Alþingi
setti með lögum hnekkti ESA-
dómstóllinn hins vegar og voru ís-
lenskir skattgreiðendur í refsiskyni
þvingaðir til að greiða innflutnings-
fyrirtækjum skaðabætur upp á þrjú
þúsund milljónir. Enginn fjölmiðill –
að því er ég best veit – hefur séð
ástæðu til að fylgja þessum pen-
ingum eftir niður í þá vasa þar sem
þeir höfnuðu.
Við svo búið var bent á að sam-
kvæmt EES-samningnum væri
heimilt að láta mál er varða heil-
brigði vega þyngra en viðskipta-
hagsmuni. Vísindamenn sem vel
þekkja til bentu á að einmitt það
væri rétt að gera í þessu tilviki. Var
nú hvatt til þess að Íslendingar ósk-
uðu eftir því á grundvelli lýðheilsu-
sjónarmiða að pakkinn yrði opnaður
á nýjum forsendum. Þessar nýju for-
sendur hefðu verið að skýrast und-
anfarin ár og þá með svo ógnvæn-
legum hætti að heita mætti að menn
væru að vakna upp við vondan
draum.
Þannig væri sýklalyfjaónæmi að
breiðast út, og mætti meðal annars
rekja þetta til gríðarlegrar aukn-
ingar á notkun lyfja fyrir búfé.
Hraðvaxandi verksmiðjubúskapur
væri ein skýringin.
Hér stæðu Íslendingar hins vegar
vel að vígi í samanburði við aðrar
þjóðir því notkun sýklalyfja væri
miklu minni í landbúnaði hér en
gerðist annars staðar enda sjúkdóm-
ar fátíðari. Þessa sérstöðu ættum við
að vernda.
Nú voru góð ráð dýr í herbúðum
þeirra sem telja öllu máli skipta að
hvika hvergi frá ítrustu tilskipunum
Evrópusambandsins. Bent var á –
og það réttilega – að útlendingar
kæmu hingað til lands í vaxandi
mæli og Íslendingar færu utan. Í
báðum tilvikum skapaðist hætta á að
sýklalyfjaónæmi bærist hingað til
lands.
Einhver taldi að fuglar sem hér
lentu eða millilentu gætu borið ein-
hverja óværu og svo mætti vissulega
grípa til mótvægisaðgerða, leita og
skima!
Nokkrir vísindamenn fóru að taka
undir þessar raddir en aðrir héldu
áfram að vara við og bentu á að jafn-
vel þótt allt það sem nefnt væri að
skapað gæti hættu kynni að vera
rökrétt væri engu að síður fráleitt að
veikja þá sterku stöðu sem við óneit-
anlega höfum með tiltölulega
sjúkdómafría matvælaframleiðslu
og okkur bæri að gera allt sem í okk-
ar valdi stæði til að lágmarka alla
hættu. Hvers vegna í ósköpunum
ættum við að láta stjórnast af við-
skiptahagsmunum þegar heilbrigði
dýra (gleymum þeim ekki) og lýð-
heilsa væru í húfi?
Sú stofnun sem mest hefur rann-
sakað dýrasjúkdóma á Íslandi um
áratugaskeið er Tilraunastöð Há-
skóla Íslands á Keldum. Þaðan hafa
og borist trúverðug varúðarorð, ekki
bara að undanförnu heldur allar göt-
ur frá því hún var sett á laggirnar
um miðja síðustu öld. Þá hefur
sýkladeild Landspítalans hvergi
dregið af sér í varnaðarorðum enda
sú deild sjúkrahússins sem hefur
þurft að glíma við sýklalyfjaónæmi
og getur því talað af þekkingu og
reynslu.
Í ljósi alls þessa má spyrja hversu
vel til fundið og smekklegt það hafi
verið hjá ríkisstjórninni að halda
fréttamannafund um undanhald sitt
á hlaðinu á Keldum, og þá kannski
einnig hjá Sjónvarpinu að sniðganga
þá sérfræðinga sem helst hafa varað
við innflutningi á hráu kjöti en bjóða
hins vegar í beina útsendingu til að
botna fyrrnefndan fréttamannafund
sérfræðingi sem talað hefur máli
„mótvægis“ í kjölfar undanhalds.
Auglýsingastofa hefði ekki getað
hannað þessa sviðsetningu betur.
Auglýsingastofa hefði
ekki gert betur
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’Í ljósi alls þessa máspyrja hversu vel tilfundið og smekklegt þaðhafi verið hjá ríkisstjórn-
inni að halda fréttamanna-
fund um undanhald sitt á
hlaðinu á Keldum, og þá
kannski einnig hjá Sjón-
varpinu að sniðganga þá
sérfræðinga sem helst hafa
varað við innflutningi á
hráu kjöti …“
Árni Sæberg
Fagnaðu
áfanganum
í Hörpu
Veislurými af öllum stærðum og gerðum
Nánar á harpa.is/veislur