Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019 LÍFSSTÍLL Þegar Þórunn Þórðardóttir varí barnaskóla heima í Ögurvíkvið Ísafjarðardjúp á stríðs- árunum þótti henni fátt skemmti- legra en landafræði. Hún lærði nöfn á löndum, borgum og ám af miklu kappi og horfði björtum augum út í hinn stóra heim; ekki síst til fjar- lægra og framandi landa. Himalaja- fjöllin heilluðu hana sérstaklega og þangað dreymdi hana um að ferðast, meðal annars til hins landlukta kon- ungsríkis Bútans. Á langri ævi hefur Þórunn ferðast ótrúlega víða; fljótlegra yrði líklega að telja upp löndin sem hún hefur ekki komið til en hin. Það var þó ekki fyrr en fyrir þremur árum að langþráður draumur rættist um að heimsækja Bútan, eða „Land þrumuguðsins“, eins og það merkir. Voru þá liðnir ríflega sjö áratugir frá því að hún virti þetta smáríki fyrst fyrir sér á landakortunum í barnaskólanum í fásinninu fyrir vestan. „Ég hef farið víða um Asíu og þeg- ar ferðaskrifstofan Vita auglýsti hópferð til Bútans árið 2016 lét ég mig ekki vanta á kynninguna. Dag- inn eftir var ég búin að borga farið,“ segir Þórunn. Ferðamenn bannaðir til 1974 Óhætt er að fullyrða að Bútan sé ekki í alfaraleið, allra síst fyrir fólk á norðurslóðum, og Þórunn segir fyrirspurnum hafa rignt yfir sig, meðal annars frá skólasystrum sín- um úr MR, en þær hittast alltaf einu sinni í mánuði. Hvers vegna Bútan? „Svarið er svo sem ekkert flókið; ég hef alltaf haft áhuga á ólíkum löndum, menningu og lifnaðarhátt- um og þess vegna hef ég ferðast mikið á fjarlægum slóðum. Bútan fellur vel að þeim áhuga; ég held að Íslendingar viti almennt mjög lítið um þetta merkilega land,“ segir hún. Lengi vel var heldur ekki sjálf- gefið að fara til Bútans en konung- urinn leyfði ekki ferðamenn fyrr en árið 1974. „Í Bútan er fólk upptekn- ara af því að rækta sjálft sig en að hugsa um peninga og fyrir vikið datt lengi vel ekki nokkrum manni í hug að græða á fjöldaferðamennsku. Þetta hefur þó aðeins breyst gegn- um tíðina; þegar landið var opnað, 1974, fengu 200 ferðamenn að heim- sækja landið [þetta er ekki prent- villa, innsk. blm.] en árið 2016 voru þeir um eitt hundrað þúsund.“ Hópurinn var á Indlandi í tvo daga áður en haldið var til Bútans og segir Þórunn þessi tvö lönd gjör- ólík. „Það voru mikil viðbrigði að koma frá Indlandi til Bútans. Fyrir það fyrsta getur mannfjöldinn á Indlandi verið yfirþyrmandi og svo er allt miklu hreinna og tærara í Bútan. Við lentum í Paro, sem er vestasta borgin í Bútan, og þegar þangað var komið leið mér eins og allt hefði verið skúrað,“ segir Þór- unn og hlær. „Loftið í Bútan er mjög tært og þetta var eins og að koma í annan heim,“ bætir hún við en Paro er í 2.300 metra hæð yfir sjávarmáli. Lengi býr að fyrstu gerð Að sögn Þórunnar er afskaplega fal- legt í Bútan og stórbrotin náttúran og landslagið heilluðu hana upp úr skónum, ekki síst fjalllendið. „Land- ið er skógi vaxið en við vorum mikið fyrir ofan skógarmörk sem féll mér vel enda ólst ég upp við berangur og fjallendi. Ég geri mér fulla grein fyr- ir því að við þurfum nauðsynlega á trjágróðri að halda en það breytir ekki því að mér finnst skógur ekkert sérstaklega fallegur. En það er bara mín sérviska. Lengi býr að fyrstu gerð. Ég ætla ekki að skrökva því að ég hafi ekki fundið fyrir loftþynning- unni þarna uppi en ég var eigi að síð- ur hress allan tímann og sofnaði vel á kvöldin,“ segir Þórunn en hæst var farið í 3.400 metra yfir sjávarmál. Hópurinn fór vítt og breitt um landið, meðal annars til höfuðborg- arinnar, Timfú, en þar búa um 117 þúsund af tæplega 800 þúsund íbú- um landsins. Þrátt fyrir fjöldann eru engin umferðarljós í Timfú, aðeins lögregluþjónar í kössum sem stjórna umferðinni á fjölförnum gatnamót- um. Það þótti Þórunni sjón að sjá. „Ætlar þú með?“ Meðal þess sem heimsótt var í Timfú voru útimarkaður, pappírsverk- smiðja, handverksmiðstöð, lands- bókasafnið, listaskólinn og þjóð- menningarsafnið. Þá skoðaði hópurinn fræga Búddastyttu, eina þá stærstu sinnar tegundar, á hæð suður af borginni. Þá var ferðast til Bumthang og um Punakha-dalinn, þar sem útsýnið er stórfenglegt, að sögn Þórunnar. Þar upplifði Þórunn nokkuð sem hún hafði aldrei gert áður, flúðasigl- ingu. Fararstjórinn rak upp stór augu þegar í ljós kom að hún var klár í þann slag, 83 ára. „Ætlar þú með?“ spurði hann. „Að sjálfsögðu,“ svaraði hún að bragði. „Ég missi ekki af þessu.“ Samgöngur eru víða bágbornar í Bútan og vegir þröngir. Hvergi sjást stærri rútur en átján manna enda bera vegirnir ekki stærri farartæki. Að sögn Þórunnar var auðveldara að fara yfir fjallgarðinn til Tíbets, en að ferðast innanlands, áður en Kínverj- ar tóku Tíbet yfir. Þetta hefur marg- vísleg áhrif á mannlífið í landinu, til að mynda talar þjóðin mörg mis- munandi tungumál vegna þess hve takmarkaðar samgöngur hafa verið gegnum tíðina og sum héröð ein- angruð. „Þetta hefur þó smám sam- an verið að breytast en segja má að meira hafi breyst í Bútan síðustu fimmtíu árin en næstu fimm hundr- uð ár þar á undan,“ segir Þórunn. Óttast sjónvarpið mest Ferðamenn eiga sjálfsagt einhvern þátt í þeirri þróun en innfæddur leiðsögumaður Þórunnar og hóps Ís- lendinganna, Sonam Wangchuk, við- urkenndi þó að heimamenn óttuðust sjónvarpið meira en ferðamennina – áhrif þess á samfélagið væru víðtæk- ari. Þess má geta að sjónvarp var bannað í Bútan allt til ársins 1999. „Ég kveikti einu sinni á sjónvarpinu meðan ég var þarna og þá var Bol- lywood-mynd í gangi. Ég fann ekki mikið fyrir vestrænum áhrifum en sá þó nokkra unglinga í gallabux- um,“ segir Þórunn. „Annars læðast þessi áhrif inn með nýjum straum- um; það þekkjum við Íslendingar mjög vel enda breyttist landið mikið þegar herinn kom. Neyslumenn- ingin er á uppleið í Bútan, eins og víðar, og þess utan hafa þeir áhyggj- ur af því hvað þeir eru háðir Indverj- um um margt. Bútanar selja Ind- verjum rafmagn og núna eru þeir síðarnefndu að þrýsta á um nýja virkjun til að útvega meira rafmagn. Það er umdeilt enda búa um 80% landsmanna í sveit og unna nátt- úrunni. Bútanar óttast að verða of fjárhagslega háðir Indverjum eins og annað konungsríki, Sikkim, sem varð á endanum fylki innan Indlands árið 1975.“ Annars eru Bútanar mjög íhalds- samir, að sögn Þórunnar. Það sést Þórunn Þórðardóttir loksins komin til Bútans og með Himalajafjöllin í baksýn. Lögregluþjónn í kassa stjórnar umferðinni í Timfú af röggsemi. Í landi þrumuguðsins Þórunn Þórðardóttir hefur ferðast ótrúlega víða um dagana og lætur aldurinn ekki trufla sig, orðin 86 ára, enda engin ástæða til. Hún hefur sér- stakt dálæti á Himalajafjöllunum og lét fyrir þremur árum æskudraum sinn rætast og heimsótti konungsríkið Bútan. Og féll í stafi yfir landi og þjóð. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tveir ungir munkar sem urðu á vegi Þórunnar. Bútanar aðhyllast búddisma. Leiðsögumaðurinn, Sonam Wangchuk, í þjóðbúningi Bútans. Minjagripir til sölu í Punakha-dalnum. Þórunn segir Bútana elskulegt fólk. Þórunn hefur ekki í annan tíma klifið fjall á hestbaki. Það var ógleymanlegt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.