Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 13
Ásmundar steypt með. Liturinn á verkinu, sem hafði veðrast, sýndist okkur hafa verið svar- grænn en ekki svartur, eða almúgagrænn, eins og Danir kalla það. Danir eiga mörg orð sem vísa í alþýðu manna. Þeir tala til dæmis um sól fátæka mannsins; það er sól sem kastast frá öðrum og efnameiri mönnum,“ segir Sveinn glottandi en hann lærði og starfaði um sjö ára skeið í Danmörku, hjá meistara Tage Andersen. „Ég kann vel við Dani. Þeir eru ágætir.“ Þetta er ekki fyrsta listaverkið sem Sveinn gerir við en stærsta viðgerðarverkefni hans til þessa. Hann hefur mikið aðstoðað myndhöggv- ara við gerð þeirra verka. Auk þess að smíða allt milli himins og jarðar, mest húsgögn, franskar hurðir og glugga og innréttingar, gerir hann við húsgögn og allskyns gamla hluti. „Það er lifi- brauðið, svo dunda ég mér við sitthvað annað inn á milli,“ segir Sveinn sem á í góðu samstarfi við snillingana í Suðurlist í Hafnarfirði. „Ég smíða smærri hluti fyrir þá og þeir stærri hluti fyrir mig. Það samstarf virkar mjög vel.“ Forréttindi að vinna heima Sveinn hóf störf sem málmsmiður og hand- verksmaður á Íslandi eftir að hann kom heim frá Danmörku árið 1994. Fyrstu fimm árin var hann með verkstæði og verslun á Vesturgötu 3 í Reykjavík, Hlaðvarpanum, en flutti í Hafnar- fjörðinn árið 1999. Frá 2001-06 vann hann á vet- urna hjá Járnsmiðju Óðins og er ennþá í góðu samstarfi við þá snillinga. „Það eru algjör for- réttindi að vera með verkstæðið hérna heima og ráða sér sjálfur. Detti mér eitthvað í hug fram- kvæmi ég það bara,“ segir hann og sýnir okkur í því sambandi skál úr eirplötu og eir- og kop- arrörum sem fengið hafa að veðrast. „Hvað á að gera við þetta?“ spyr Árni Sæ- berg og vísar til þess að skálin er götótt enda botninn úr rörum. „Sérðu það ekki, Árni minn?“ spyr Sveinn á móti. „Þessi skál er fyrir þá sem vilja borða minna af súkkulaðirúsínum!“ Nema hvað? „Maður lendir stundum í vandræðum með að útskýra þegar maður daðrar við list!“ heldur Sveinn áfram, sposkur á svip. Aldarfjórðungur er langur tími í málmsmíði. Grunnurinn ristir þó mun dýpra. „Ég er alinn upp í járnsmíði í vélsmiðjunni Héðni,“ segir Sveinn en langafi hans, Markús Ívarsson, stofn- aði fyrirtækið árið 1922 og það er enn í fjöl- skyldunni, rekið af föðurbræðrum Sveins og Ragnari frænda hans. „Ég byrjaði á tólfta ári á sópnum í Héðni en var farinn að fikta við smíðar áður, svona átta eða níu ára. Fólk sagði snemma að ég væri á réttri hillu en að mínu viti fann ég ekki hilluna mína – hún fann mig. Umhverfið hefur svo mikið að segja; hefðu afi og pabbi verið bændur eða trésmiðir hefði ég eflaust orðið það líka.“ List fyrir gluggum Hina listrænu taug hefur hann líklega líka fengið í beinan karllegg. „Markús langafi minn var svakalegur lista- verkasafnari. Eftir að hann dó var fjöldi olíumálverka gefinn Listasafni Íslands. Langafa dreymdi alltaf um að stofna sitt eigið listasafn en entist ekki aldur til þess. Að honum gengnum þótti þetta skynsamlegri ráðstöfun. Langafi vildi að list væri fyrir al- mannaaugum en ekki lokuð inni í geymslum. Hann studdi alla tíð dyggi- lega við bakið á listamönnum, Kjarval og fleirum og smíðaði meðal annars leirbrennsluofn fyrir Guðmund frá Miðdal á Skólavörðuholtinu. Þegar veggplássið á heimilinu var á þrotum hugðist hann setja spónaplötur fyrir gluggana til að koma fleiri verkum fyrir. Þá var langömmu, Kristínu Andrésdóttur, nóg boðið: Hingað og ekki lengra, Markús! Þarna læddist inn í ættina listfengi og áhuginn er útbreiddur meðal skyld- menna minna í dag og yngra fólkið hefur margt hvert farið í listir.“ Spurður hvort hann líti sjálfur á sig sem lista- mann svarar Sveinn: „Ég er ekki listlærður en margt af því sem ég geri er auðvitað listskotið. Kjarni málsins er sá að ég fæ góða útrás fyrir mína sköpunarþörf í mínu starfi. Ég er það sem ég smíða og ég er það sem ég er.“ Sveinn fann sig ekki í bóknámi í æsku. „Ætli það hafi ekki verið athyglisbrestur og almennur óróleiki á þeim tíma. Seinna lærði ég handverk í Danmörku og fyrir tæpum áratug skráði ég mig í Iðnskólann í Hafnarfirði til að hvíla mig á kreppunni. Tók tvær annir og fékk frá 8 og upp í 10 í öllum áföngum sem ég tók. Þá fékk ég stað- festingu á því að ég get alveg lært og er ekkert vitlaus,“ segir hann brosandi. „Annars skiptir áhuginn öllu máli í námi. Maður verður að sjá tilganginn. Ég fór ekki í iðnskólann af skyldu og þörf, heldur af einbeittum áhuga.“ Á húðkeip í Tarzanskýlu Sveinn fann snemma að handverkið hentaði honum betur en bóknámið og byrjaði, sem fyrr segir, ungur að smíða, hanna og teikna. Átta ára gamall gerði hann húðkeip sem flaut í læknum í Garðabænum. Um líkt leyti bjó hann til forláta Tarzanskýlu eftir uppskrift úr Andrésblaði. Þegar móðir hans sá skýluna spurði hún hvar hann hefði fengið efnið. Ekki stóð á svari: Úr mokkakápunni hennar. – Sá hún ekkert eftir kápunni? „Jú, hún gerði það. Samt gat hún ekki fengið af sér að skamma strákinn; hann hafði sýnt svo mikið frumkvæði og hæfileika á sviði hönnunar. Móðir mín, Helga Mattína Björnsdóttir, hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Nú koma skyndilega dropar úr lofti og við horfum í forundran hver á annan; ætli þurrka- tíðin sé á enda? Spjallið hafði borist út í garð en nú er ekki annað í boði en að flýja aftur inn á verkstæðið. Og við endum þar sem við byrjuðum, á Hvítu fiðrildunum hans Ásmundar. Sveinn kveðst hafa haft mikið yndi af því að gera við verkið og vonar að verkefnin fyrir Listasafn Reykjavíkur verði fleiri. Annars segir hann orðsporið alltaf þjóna sér best. „Geri maður eitthvað vel og einhver sér það geta allskyns dyr opnast.“ Segðu! Listfengið læddist inn Sveinn Markússon, málmsmiður og handverksmaður, fékk það verkefni fyrr á þessu ári að gera við listaverkið Hvítu fiðrildin eftir Ásmund Sveinsson sem legið hafði undir skemmdum í aldarfjórðung. Hann segir verkefnið hafa verið óvenju skemmtilegt og gefandi enda læddist listfengið inn í ætt hans fyrir margt löngu. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þ að rennur allt saman hjá Sveini Markússyni í Hafnar- firði; heimilið, smíðaverk- stæðið og garðurinn, þar sem kanínan Rakel, ættuð úr Öskjuhlíðinni, skoppar um stéttina í blíðunni innan um bonsai-trén sem eru listaverkum líkust. Inni á verkstæðinu hamast nokkrar finkur við að hafa orðið en þær eru þangað komnar til sumar- dvalar. Á veturna eru þær inni á heim- ilinu. Veit þó ekki hvort þær átta sig á þessu enda ekki gott, eins og ég segi, að gera sér grein fyrir hvar öðru sleppir og hitt byrjar. Páfagaukurinn Dísa fær þó alltént frí frá finkunum en hún er áfram á sínum stað inni í gömlu og huggulegu húsinu. Eins hamsturinn. Tveir gestkom- andi hundar raska ró Rakelar í garðinum um stund en heimilishundurinn lagði upp í langa ferðalagið fyrir ári. Sömu leið fóru svörtu gullfiskarnir Dauði og Djöfull. – Dauði og Djöfull? „Já, þeir hétu það. Móður minni líkaði það þó alltaf illa og harðbannaði mér að kalla þá þess- um nöfnum – alltént fyrir framan þá.“ Gestgjafinn skellir upp úr. Átti að smíða skilti Sveinn er það sem kallað er „altmuligmand“ þegar kemur að smíði og ekkert verkefni vex honum í augum, hvorki stórt né smátt. Tilefni heimsóknar okkar Árna Sæberg ljósmyndara er það að sá síðarnefndi fylgdist með Sveini meðan hann var að gera við málmlistaverk eftir Ásmund Sveinsson, Hvítu fiðrildin, sem lengi hafði legið undir skemmdum. „Þetta kom þannig til að fyrir tveimur árum var ámálgað við mig að ég myndi smíða inn- gangsskilti fyrir Ásmundarsafn. Í framhaldi af því barst í tal að Hvítu fiðrildin þyrftu lagfær- ingar við og í mars síðastliðnum var komið með verkið til mín. Viðgerðin tók um tvo og hálfan mánuð og nú er verkið aftur komið á sinn stað fyrir utan safnið. En ég hef á hinn bóginn ekki ennþá smíðað eitt einasta skilti,“ segir Sveinn sposkur á svip, þar sem við höfum komið okkur makindalega fyrir inni á verkstæðinu. Sveinn veit ekki hvers vegna verkið fékk nafnið Hvítu fiðrildin en Ásmundur gæti auðvit- að hafa verið að hugsa um ljóðið fræga eftir Sveinbjörn Egilsson. „Þar var höfundur þó að tala um snjóflyksur, eins og við þekkjum.“ Hvítu fiðrildin tóku sér upphaflega stöðu í garðinum við Ásmundarsafn árið 1968 og við það tækifæri smellti Ólafur K. Magnússon, ljós- myndari Morgunblaðsins, mynd af myndhöggv- aranum og eiginkonu hans, Ingrid Sveinsson, við verkið. Sú ljósmynd hjálpaði Sveini mikið við viðgerðina enda hafði verkið látið verulega á sjá gegnum tíðina; veðrast vel á túninu, þangað til því var komið fyrir í geymslu árið 1994. Hvað má gera? Ekki er sama hvernig gert er við verk af þessu tagi og fyrir vikið fóru Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rann- sókna hjá Listasafni Reykjavíkur, og Viktor Smári Sæmundsson forvörður vandlega yfir málið með Sveini áður en hann mundaði verk- færi sín. Hvað þarf að gera og hvað má gera? „Það vantaði til dæmis alveg einn vindfang- ara á verkið; hann var alveg horfinn. Ég fann hins vegar álsnefil í sárinu og vissi þannig að hann hefði verið úr áli. Hinir vindfangararnir tveir eru úr ryðfríu stáli. Þá voru vængirnir orðnir tærðir og illa farnir, þannig að ég smíðaði nýja eftir gömlu vængjunum, nýja jafnvæg- isstöng með blýlóðum og var gamla blýið hans ’Ég er ekki listlærður enmargt af því sem éggeri er auðvitað listskotið.Kjarni málsins er sá að ég fæ góða útrás fyrir mína sköpunarþörf í mínu starfi. Ég er það sem ég smíða og ég er það sem ég er. Verkinu komið fyrir á sínum stað í garði Ás- mundarsafns að viðstöddum Kristjáni Þór Gúst- afssyni, Sigurði Trausta Traustasyni deildarstjóra og gestastarfsmanni Listasafns Reykjavíkur. Sveinn rýnir í ljósmynd Ólafs K. Magnússonar frá árinu 1968 sem hann studdist við meðan hann var að gera við Hvítu fiðrildin. 23.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.