Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019
Afstaða lækna til boðaðrarheilbrigðisstefnu virðistnokkuð ráðast af því hvar
þeir eru starfandi. Afstaða samtaka
lækna er svo aftur varfærin, þeir
vilja greinilega sem fæsta styggja
og minna á veðurfræðinginn sem
sagður var hafa spáð fyrir versl-
unarmannahelgi: „Gert er ráð fyrir
breytilegu veðri – um allt land.“
Það sannleikskorn er í þessari
aulafyndni að spá um slæmt veður
um verslunarmannahelgi getur
valdið mótshöldurum sem fjárfest
hafa í skemmtanahaldi tjóni. Spáin
getur svo reynst röng eins og dæm-
in sanna en þá er skaðinn skeður,
örfáar hræður á sólríku mótssvæði,
allt illum veðurfræðingunum að
kenna. Réttast væri að fara í mál
við þá!
Nálægð við peningahagsmuni
getur gert lífið flókið. Og þannig er
því tvímælalaust háttað í sambúð
ríkisvalds og heilbrigðiskerfis. Þar
er um mikla hagsmuni að tefla. Og
nú finnst sjálfstætt starfandi lækn-
um hagsmunir þeirra fyrir borð
bornir í nýsamþykktri heilbrigð-
isstefnu. Hún taki aðeins til 70%
kerfisins, segir talsmaður lækna-
samtaka. Hún taki ekki til þess
hluta sem er einkarekinn.
Ekki ætla ég í umræðu hér um
stefnuna í smáatriðum. En hitt vil
ég segja: Allt of lengi hefur það
verið svo að sá hluti kerfisins sem
telst opinber í þeim skilningi að
hann er fjármagnaður og rekinn af
hinu opinbera hefur þróast í anda
bráðamóttöku svo notað sé líkinga-
mál úr heilbrigðisþjónustunni.
Ákvarðanir hafa oftar en ekki
verið viðbrögð við bráðavanda.
Atburðarásin hefur þá verið
þessi: Skorið er niður í opinbera
kerfinu. Fyrir vikið hefur það ekki
ráðið við að sinna eftirspurn. Þá
lengjast biðraðir og spurt er hvers
vegna í ósköpunum sjúklingar séu
ekki sendir til útlanda eða á Klíník-
ina eða annað þar sem fjárfestar
hafa verið tilbúnir að setja fé sitt
vitandi að verði á annað borð gefið
grænt ljós á að sjúklingarnir komi
til þeirra með samþykki kerfisins,
þá fylgja greiðslur úr ríkissjóði,
gagnstætt því sem gerist þegar
sjúklingurinn er sendur á allt of
smáar aðgerða- og göngudeildir op-
inberu sjúkrahúsanna.
Ef ekki er orðið við þessu kalli –
að opna fyrir ríkisfjármagnaðar að-
gerðir á Klíníkinni – þá er heil-
brigðisráðherrann skammaður og
þá gjarnan núið um nasir að sýna
af sér mannvonsku. Mér sýnist nú-
verandi heilbrigðisráðherra vera að
bregðast við vandanum á annan
hátt en þann sem líkja mætti við
skyndiaðgerð á bráðamóttöku held-
ur með það fyrir augum að op-
inbera kerfið verði losað úr þeim
vítahring sem hér hefur verið lýst.
Það er gott.
Fram hefur nefnilega komið að
til standi að stórefla göngudeildir
sjúkrahúsanna og þar með gera það
gerlegt til frambúðar að veita þá
þjónustu þar sem ætlast er til af
kerfinu.
Oft hafa skipuleggjendur innan
opinberu heilbrigðisþjónustunnar
unnið að því að horft verði til fram-
tíðar með þessum hætti og þá reytt
hár sitt þegar fjárveitingarvaldið
hefur haft tillögur þeirra að engu.
Um þetta get ég borið vitni frá
minni tíð sem heilbrigðisráðherra.
Á Íslandi hefur ekki verið um
það deilt að opinbert heilbrigð-
iskerfi og opinberlega fjármögnuð
einkarekin þjónusta eigi að geta
þrifist hlið við hlið. Það sem hins
vegar hefur verið deilt um er
tvennt. Í fyrsta lagi hvort hægt sé
að ætlast til þess af skattgreið-
endum að þeir fjármagni fyrirtæki
á heilbrigðissviði sem greiða eig-
endum sínum arð eins og í hverjum
öðrum bisness. Því er ég fyrir mitt
leyti algerlega andvígur og grunar
mig að þorri landsmanna sé einnig
á því máli. Í öðru lagi hefur verið
deilt um mörkin á milli opinbers
reksturs og einkareksturs, hvar
landamærin eigi að liggja.
Í seinni tíð hafa landamærin ver-
ið að færast á kostnað opinberu
þjónustunnar.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigð-
isráðherra, er hins vegar að rétta af
kúrsinn og er það vel. Þá er að vita
hvað Bjarni gerir Benediktsson.
Hann heldur um pyngjuna. Ef bið-
raðir lengjast ættu menn að spara
gífuryrðin í garð heilbrigð-
isráðherrans en beina sjónum að
Stjórnarráðinu í heild sinni og Arn-
arhváli sérstaklega. Þar er fjár-
málaráðuneytið til húsa og þar er
geymt gullið sem margir vilja seil-
ast í.
Heilbrigðisráðherrann er ekki
einráður um framlögin til síns
málaflokks. Ráðherrann mótar
stefnuna en aðrir telja í hann krón-
urnar. Fjöldi þeirra krónupeninga
getur skilið á milli feigs og ófeigs.
Og í þessu samhengi meira að segja
í óhugnanlega bókstaflegum skiln-
ingi.
Heilbrigðisráðherra vill út
úr bráðamóttökunni
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is ’
Mér sýnist núverandi
heilbrigðisráðherra vera
að bregðast við vandanum
á annan hátt en þann sem
líkja mætti við skyndiað-
gerð á bráðamóttöku heldur
með það fyrir augum að op-
inbera kerfið verði losað úr
þeim vítahring sem hér hef-
ur verið lýst.
Atvinna
Mynd Baltasars Kormáks 101Reykjavík var algjör snilld og varfyrsta skrefið á ferðalagi hans til
heimsfrægðar. Hún er byggð á frábærri bók
Hallgríms Helgasonar um Hlyn Björn, reyk-
vískan lúða sem er stórkostlega misheppn-
aður en samt er hægt að finna til með hon-
um.
Myndin kom út árið 2000 og síðan höfum
við ekkert séð meira af þessu fólki. Sem er
ákveðinn skellur. Það á nefnilega helst alltaf
að gera framhaldsmynd, þó ekki væri nema
til að gefa okkur einhverja niðurstöðu í
þessu máli. Closure er það kallað í útlönd-
um.
Og það vita náttúrlega allir að stundum
gerist það að framhaldsmyndir verða jafnvel
betri en fyrsta myndin. Það á til dæmis við
um Batman, Superman og Spiderman. Og ég
hef lengi haldið því fram að City Slickers 2
sé í raun betri en fyrri myndin. Bara svo
það komi fram.
En einhverra hluta vegna höfum við aldrei
fengið framhaldið á 101. Mér finnst við eiga
það inni. Rétt eins og 102 Dalmatíuhundar
þá ætti að vera til 102 Reykjavík. Sem hefur
náttúrlega ekki gengið enda ekkert slíkt til.
En loksins er það möguleiki, þökk sé hinni
illræmdu póstnúmeranefnd.
En það er erfitt að fylgja svona mynd eft-
ir. Ekki síst í ljósi þess að Hlynur Björn
væri orðinn soltið miðaldra og skoðanir hans
og viðhorf til kvenna eiga kannski ekki alveg
upp á pallborðið hjá fólki lengur (hafi þær
einhvern tímann átt það). Það mætti að
minnsta kosti búast við sæmilegum hvelli á
Twitter ef hann héldi áfram að verðmeta
konur eins og hann gerði og vera almennt
svona mikill drullusokkur.
En er þá ekki bara komið frábært tæki-
færi að finna nýjan flöt á sögunni? Hlynur
Björn var þrítugur þegar við skildum við
hann í myndinni. Nú er hann 49 ára (eða 53
ef við förum eftir útgáfutíma bókarinnar)
íbúi í Skerjafirðinum sem kemst að því að
vondi borgarstjórinn (Björn Thors) ætlar að
skipta um póstnúmer í hverfinu hans.
Hlynur, sem er strangt til tekið í atvinnu-
leit, leggur allt í sölurnar. Hann fær með sér
íbúa í hverfinu og svona frekar átakasækinn
borgarfulltrúa (Brynhildur Guðjónsdóttir) og
saman berjast þau gegn þessu af öllum lífs-
og sálarkröftum.
Ég sé þetta meira fyrir mér sem spennu-
mynd. Æsilegir og ótrúlega spennandi
fundir í borgarstjórn, svo ekki sé talað um
borgarráð og allar nefndirnar. Leynifundir
póstnúmeranefndar, magnþrungnir
Facebook-þræðir og heitar umræður í
pottunum í Vesturbæjarlauginni (af því að
það er engin sundlaug í Skerjafirði).
Inn í þetta blandast svo spennandi auka-
persónur sem eru íbúar í hverfinu. Til dæm-
is rauðbirkinn lögfræðingur á fertugsaldri
sem er þurr en þó gull af manni (Víkingur
Kristjánsson), glaðlega skáldkonan (Saga
Garðarsdóttir), ofurhressi fréttalesarinn
(Randver Þorláksson) og fyrrverandi borg-
arstjórinn (Örn Árnason).
Ég sé lokaatriðið fyrir mér. Björn Hlynur
nær að sannfæra skipulagsnefnd borg-
arinnar með mikilli eldræðu í ráðhúsinu og
saman taka þau strætó á fund póstnúm-
eranefndar á Stórhöfða og ná að hnekkja
þessari vitfirrtu ákvörðun. Kemur sem sagt í
ljós að formaður póstnúmeranefndar (Jón
Gnarr) ætlaði að lækka verðið á öllum eign-
um í Skerjafirði, kaupa öll húsin og skipta
svo aftur í 101.
Lokaskotið (tekið úr krana) er svo af þeim
gangandi meðfram flugvellinum, með kvöld-
sólina í bakið og á móti þeim kemur glaðlegi
bréfberinn (Ólafur Darri), sem leggur frá
sér pokann og segir: Takk fyrir að standa
með okkur.
Ég get bara ekki ímyndað mér að þetta
gæti klikkað.
102 Reykjavík
Á meðan ég man
Logi Bergmann Eiðsson
logi@mbl.is ’En einhverra hluta vegnahöfum við aldrei fengið fram-haldið á 101. Mér finnst við eigaþað inni. Rétt eins og 102 Dal-
matíuhundar þá ætti að vera til
bíómyndin 102 Reykjavík. Sem
hefur náttúrlega ekki gengið
enda ekkert slíkt til. En loksins er
það möguleiki, þökk sé hinni ill-
ræmdu póstnúmeranefnd.
Holtagörðum, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Opið 11-16
laugardag
Fyrir ferðalagið framundan
aGO
5.995 kr.
Þú finnur útskriftargjöfina í Fakó
Settu þína
ráðstefnu
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur