Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2019 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SINFONIA er einstaklega þægileg dýna með 7 hægindalögum. Lögin eru samsett úr hágæða svampi og lagi úr náttúrulegu Talalay-latexi sem saman gefa mýkt og stuðning á réttum svæðum. Sinfonia er með 5 svæðaskiptu pokagormakerfi og stýrist hreyfing gormanna af mismunandi þunga líkamssvæða. Þannig veitir dýnan alltaf hárréttan stuðning. Gormakerfið er mýkra á axlasvæðum og við mjóbak til að halda réttri sveigju á líkamanum alla nóttina. Steyptar kantstyrkingar gefa þér um 25% meira svefnrými og eykur það endingu dýnunnar. Áklæðið utan um dýnuna er úr 100% bómull og andar einstaklega vel. Í tilefni 25 ÁRA AFMÆLIS BETRA BAKS höfum við í náinni samvinnu við sérfræðinga SERTA, stærsta dýnuframleiðanda veraldar, sérhannað og framleitt Sinfoniu, einstaka heilsudýnu fyrir viðskiptavini sem kjósa gæði og gott verð. S TÆRS T I DÝNU- FRAMLE IÐAND I VERALDAR 25 ÁRA AFMÆLISDÝNA BETRA BAKS Sinfonia SERTA SINFONIA ÓTRÚLEGT AFMÆLISVERÐ STÆRÐ AFMÆLISVERÐ STÖK DÝNA AFMÆLISVERÐ MEÐ COMDORT BOTNI OG FÓTUM 120x200 cm 65.900 kr. 103.940 kr. 140x200 cm 72.900 kr. 115.875 kr. 160x200 cm 79.900 kr. 133.375 kr. 180x200 cm 89.900 kr. 152.060 kr. 180x210 cm 95.900 kr. 166.745 kr. 192x203 cm 99.900 kr. 170.745 kr. VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Inka Gísladóttir (eða Gisladottir, eins og það skrifast á ensku) hefur mjög litlu hlutverki að gegna í Tales of the City en hleður þó í tvígang í æsileg- an ástarþríhyrning með bónda sínum, Eli, og einni aðalpersónunni, Shawnu Hawkins, sem Ellen Page leikur. Ekki kemur fram hvort Inka þessi er íslensk eða af íslensku bergi brotin en í ljósi föðurnafnsins verður það að teljast afar líklegt. Við eignum okkur hana alltént þangað til annað kemur í ljós enda afar sjaldgæft að persónur í erlendum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum séu fæddar hér við nyrstu voga. Þegar íslenskir leikarar stíga inn í slíka dýrð, svo sem Hera Hilmarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson, leika þau oftar en ekki fólk af allt öðru þjóðerni. Inka er auðvitað ekki algengt nafn hér um slóðir en mögu- lega hafa handritshöfundar þáttanna ruglast í ríminu og notað k í staðinn fyrir g. Konan heiti í raun Inga Gísladóttir. Inka gæti líka hæglega verið gælunafn fyrir Ingigerði, Ingveldi eða aðrar slíkar valkyrjur. Hver veit? Laura Linney og Olympia Dukakis eru í burðar- rullum í Tales of the City. Netflix Býr Íslendingur hér? Bandaríska leikkonan Samantha Soule fer með hlutverk Inku Gísladóttur. Í Tales of the City, flunkunýrri þáttaröð á efnisveitunni Netflix, kemur við sögu kona með því ágæta nafni Inka Gísladóttir. Sjónvarpsdagskráin var með kræsilegasta móti laugardagskvöldið 23. júní 1979. Að loknum frétt- um og veðri, auglýsingum og dagskrá var röðin komin að poppþætti með hljómsveitinni Blondie sem naut lýðhylli víða um lönd á þeim tíma. „Hljómsveitin dregur nafn sitt af söngkonunni, sem er hin föngulegasta stúlka eins og sjá má af þessari mynd,“ sagði í kynningu í Morgunblaðinu Þá var komið að þætti sem hét hvorki meira né minna en Heimsmót holds og anda. „Á sjöunda tug aldarinnar var blómaskeið allskyns sértrúarsafnaða og kynlegra kvista. Margar slíkar hreyfingar eru enn við lýði þótt minna beri á þeim nú en áður. Nýverið héldu hreyfingar af ýmsu tagi sameiginlegt heims- mót í London en þar mættu til leiks hugleiðslufólk, grasa- og náttúrulækningafólk og fólk með ýmis önnur áhugamál. Sumir mótsgestanna eru svo vel að sér í náttúruvísindunum að þeir geta spjallað við blóm og jurtir,“ sagði í dagskrárkynningu. Loks var það breska gamanmyndin Læknir til taks frá árinu 1954. „Íslendingum ætti að vera hin tvíræða breska kímni allvel kunn, því sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum myndaflokk um lífsglaða lækna, en þessi mynd er raunverulega amma allra þeirra læknamynda sem framleiddar hafa verið hin síðari ár,“ stóð í dagskrárkynningu. GAMLA FRÉTTIN Amma allra læknamynda Myndin af Debbie Harry, söngkonu Blondie, sem fylgdi skrifinu á dagskrársíðu Morgunblaðsins fyrir 40 árum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR William Shatner leikari Bára Kristinsdóttir ljósmyndari Olga Færseth fyrrv. landsliðskona í fótbolta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.