Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 28
SJÓNVARP Marta Kauffman, einn af höfundum
hinna sívinsælu gamanþátta Friends, er ekki
hrifin af þeirri hugmynd að taka upp þráðinn á
ný, en hálfur annar áratugur er nú liðinn frá
því að þættirnir runnu sitt skeið á enda. Ein
af aðalleikendunum, Jennifer Aniston, er
meðal þeirra sem gefið hafa hugmyndinni
undir fótinn og hefur hún sagt hina leik-
arana fimm mjög líklega einnig til í tuskið.
„Hvers vegna að eyðileggja það sem er gott
og skemma fyrir aðdáendunum?“ sagði Kauff-
man við AP-fréttastofuna í vikunni, en hún hefur
áður talað fyrir sama sjónarmiði. Tími Friends
sé liðinn.
Jennifer Aniston
sló í gegn í Fri-
ends-þáttunum. AFP
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019
LESBÓK
Ég keypti miða gegnum aðdá-endaklúbbinn og ætla að mætatímanlega og stilla mér upp
fremst við sviðið og fá þetta beint í
æð,“ segir Ómar Dagbjartsson, beit-
ingamaður í Bolungarvík, en hann
hefur um áratugaskeið verið einn
helsti aðdáandi bresku popp-
hljómsveitarinnar Duran Duran á Ís-
landi og missir að sjálfsögðu ekki af
tónleikum hennar í Laugardalshöll á
þriðjudaginn. Ómar verður ekki einn
á ferð en nokkrir félagar hans að vest-
an munu slást í hópinn, auk Marínar,
yngri dóttur Ómars, sem vitaskuld
hefur alist upp með Duran Duran,
eins og eldri systir hennar, Lilja, en
þess má geta að Marín varð fimmtán
ára 20. júní síðastliðinn sem einnig er
afmælisdagur Johns Taylors, bassa-
leikara Duran Duran. „Hún er mjög
stolt af þeirri staðreynd,“ segir faðir
hennar og skellir upp úr.
Ómar á von á sínum mönnum
eiturferskum á þriðjudaginn enda
mun bandið vera í fínu formi. „Það
hefði að vísu verið gaman að fylla
stóru Laugardalshöllina en ætli
sumum þyki ekki bara nóg að sjá
Duran Duran einu sinni,“ segir Óm-
ar og vísar í tónleika þeirra í Egils-
höll árið 2005, þar sem mun fleiri
mættu til leiks. „Það var mikill
sláttur á bönkunum á þeim tíma og
þeir voru duglegir að splæsa miðum
á viðskiptavini sína.“
Ómar kveðst vera alæta á tónlist
og hefur ýmsa listamenn í hávegum.
„En ef maður er að baka góða köku
þá er Duran Duran rjóminn! Þeir
standa hjarta mínu næst.“
Það er ekki bara tónlistin en Ómar
bendir á að Duran Duran hafi líka
haft mikil áhrif á klæðaburð ung-
menna og framkomu á níunda ára-
tugnum. Þeir og Grýlurnar, eins og
kom fram í félagsfræðibók sem hann
las í skóla. Og flest bönd stunduðu
gjálífið af meiri þunga. „Duran Dur-
an flaggaði yfirleitt ekki áfengi eða
sígarettum og átti ábyggilega sinn
þátt í því að bekkurinn minn í Bol-
ungarvík var reyklaus.“
Ómar var að vonum duglegur að
safna plötum, plaggötum og öðru
efni sem tengdist Duran Duran og
hefur haldið upp á þetta allt saman.
„Ég er ekki með plaggöt uppi á vegg
lengur en geymi þetta vel og vand-
lega í kössum,“ segir hann hlæjandi.
Það kom sér vel þegar gamli bekk-
urinn hans kom saman fyrir
skemmstu en þau fagna öll fimm-
tugsafmæli sínu á árinu. „Ég dustaði
þá rykið af gömlu bútaplaggati úr
Pop Rocky sem er einhverjir tveir og
fimmtíu á hæð, Nick Rhoades hljóm-
borðsleikari stendur uppi á stól.
Plaggatið vakti mikla kátínu.“
Ómar batt sitt trúss við Duran
Duran árið 1981. Í minningunni réð
tvennt mestu þar um. „Ég hlustaði
mikið á Kim Wilde á þessum tíma;
raunar svo mikið að Hermanni Jóns-
syni, félaga mínum í Bolungarvík,
þótti nóg um og bauð mér því heim til
sín að hlusta á nýja hljómsveit sem
honum þótti miklu betri – Duran Dur-
an. Eftir það varð ekki aftur snúið.
Eins gleymi ég aldrei þegar ég heyrði
lagið Girls On Film fyrst í útvarpinu;
ætli það hafi ekki verið í Óskalögum
sjúklinga. Ég tók lagið upp og hlust-
aði á það aftur og aftur. Það átti engin
hljómsveit lag í þessum gæðaflokki í
vopnabúri sínu og það hefur ekkert
breyst, Girls On Film er ennþá uppá-
haldslagið mitt,“ segir Ómar.
Fall er fararheill
Hann hefur verið duglegur að sjá
bandið á tónleikum gegnum tíðina. Í
því sambandi sannast þó hið forn-
kveðna, að fall sé fararheill. „Ég fór
fyrst út til að sjá Duran Duran árið
1992 í Bretlandi. Þetta var fyrir tíma
internetsins og ekki eins auðvelt að
nálgast upplýsingar og í dag. Fyrir
vikið greip ég í tómt. Þegar ég mætti
á svæðið hitti ég fyrir tvær tárvotar
unglingsstúlkur í miðasölunni sem
tjáðu mér að tónleikunum hefði verið
aflýst vegna þess að Simon Le Bon
hafði misst röddina á tónleikum í
Rotterdam skömmu áður. Það voru
mikil vonbrigði.“
Átta ár liðu þangað til Ómar gerði
aðra tilraun og þá gekk allt að óskum.
Ómar Dagbjartsson, til hægri, og
Hermann Jónsson, vinur hans,
sem kynnti hann fyrir Duran
Duran árið 1981, við bútaplag-
gatið góða úr Pop Rocky.
Duran Duran
er rjóminn
Ómar Dagbjartsson hefur haldið upp á Duran
Duran í bráðum fjóra áratugi, safnar ýmsu sem
tengist bandinu og hefur verið duglegur að sjá
það spila gegnum tíðina. Hann verður að sjálf-
sögðu í Laugardalshöllinni á þriðjudaginn.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
HEILSA Óskum um skjótan bata hefur rignt yfir Dave
Mustaine, forsprakka þrassbandsins Megadeth, en upp-
lýst var í vikunni að hann hefði hafið meðferð við
krabbameini í hálsi. Dóttir hans, kántrísöngkonan
Electra, tísti: „Ég mundi gefa allt fyrir þennan mann.
Pabbi ... ég elska þig svo mikið. Þú kenndir mér allt um
ást, áreiðanleika, þrautseigju, skuldbindingu ... og síð-
ast en ekki síst styrk. Nú þegar þú þarft á því að halda
gef ég þér minn.“ David Ellefson, bassaleikari Mega-
deth, óskaði félaga sínum líka góðs gengis í samtali við
The Classic Metal Show og staðfesti að hljómsveitin
myndi leggja allt sitt til hliðar meðan á meðferðinni
stæði en hún var að taka upp nýja plötu og stefndi á tón-
leikaferð. „Þetta [meðferðin] fær algjöran forgang.“
Óska Mustaine bata
Dave Mustaine á
Nasa árið 2005.
Morgunblaðið/Sverrir
Ekki sniðugt að endurnýja vináttuna
NÝ ÞJÓNUSTA
FYRIR ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ