Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 15
Það er þjóðkirkjan í mínum huga,“ segir Agnes. Hún nefnir dæmi um lönd þar sem ríki og kirkja eru aðskilin en ríkið hefur gert samninga við kirkjuna um að sinna ákveðnum hlutverkum samt sem áður. Hún segir að það verði alltaf einhver tengsl vegna þess sem áður hefur verið, bara eins og þegar fólk skilur að skiptum. Hún heldur að við séum á þeirri leið að aðskilja ríki og kirkju eins mikið og hægt er. „Ég held að þjóðin ákveði þetta á endanum, hvað vill þjóðin? En þá þurfum við líka, eins og alltaf þegar við tökum ákvarðanir, að gera okkur grein fyrir hvað verður og hvað breytist og ef það verða breytingar, viljum við þær breytingar eða ekki. Það þarf að skoða þetta gaumgæfilega og þetta er viðkvæmt mál,“ segir Agnes. „Það er flókið fyrir þjóð- kirkjuna að þurfa að vera fjárhagslega upp á ríkið komið“ Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, segir að að sínu mati þurfi að verða fjárhagslegur aðskilnaður á milli ríkis og kirkju. „Hann [aðskilnaðurinn] verður að eiga sér stað fyrr en síðar, vegna þess að það er engu félagi hollt að vera í jafn nánum tengslum við ríkið og við erum. Og það er ekki hollt fyrir þjóðkirkjuna að vera fjárhagslega upp á ríkið komin. Það þarf að eiga sér stað eitthvert upp- gjör, þar sem klippt verður á þessi fjárhagslegu tengsl. Ég held að það verði hollt fyrir öll,“ segir Guðbjörg. Hún segir að þetta sé flókið viðfangs- efni í eðli sínu og því verði hægara sagt en gert að finna lendingu sem öll verði sátt við. Hún segir þó mikilvægt að finna lendingu sem báðir aðilar verði sáttir við og geti gengið frá með reisn. „Á sama tíma held ég að það sé mjög mikil- vægt að blanda ekki umræðu um sóknargjöldin í umræðu um aðskilnað, því þar er ríkið í raun- inni að innheimta félagsgjöld,“ segir Guðbjörg. Hún segir að það sé ekki sjálfsagt að ríkið inn- heimti sóknargjöld en telur það vera hluta af því að stuðla að heilbrigðu trúarlífi í landinu. „Við erum með eina frjálslyndustu kirkju á Vesturlöndum og ég held að það sé jákvætt og gott að reyna að stuðla að því að frjálslyndir trúarsöfnuðir séu sterkir og geti starfað af krafti í samfélögum,“ segir Guðbjörg. Hún segir það ekki vera upplifun sína að hún vinni hjá ríkiskirkju en sú tilfinning sé ekki langt undan þegar launin hennar eru greidd af ríkinu. Hún telur að aðskilnaður ríkis og kirkju muni halda áfram og breytingarnar muni gerast stig af stigi. Hún heldur að þegar þessi end- anlegi fjárhagslegi aðskilnaður verður þá verði það öllum til góðs. „Það mun bara skýra og styrkja starfsemi þjóðkirkjunnar,“ segir Guð- björg. Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarnes- kirkju, segir að hugmyndin um aðskilnað ríkis og kirkju hljómi vel. „Ég óttast ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Ég treysti algjörlega samfélag- inu okkar til að finna leiðir í sameiningu til að skapa umhverfi þar sem við lifum við opið trú- frelsi,“ segir Hjalti Jón. Hann segir að opið trú- frelsi feli það í sér að allir geti sagt sína sögu og hvað þeir hafi gengið í gegnum án þess að hljóta mismunun á grundvelli trúarafstöðu sinnar. Hjalti Jón segir að enginn eigi að þurfa að fela trúarafstöðu sína og það sé mikilvægt inn í öll kerfi samfélagsins. „Við verðum að eiga samtal og fólk verður að vera tilbúið til að spyrja heimskulegra spurninga og maður verður að vera tilbúinn til að hafa rétt fyrir sér, sem okkur finnst erfitt. Og maður verður að vera tilbúinn til að hafa rangt fyrir sér, sem okkur finnst erf- iðara,“ segir Hjalti Jón. Enn ein ríkisstofnunin? Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stofnanabragurinn hái kirkjunni að ein- hverju leyti. Hún segist greina mikinn vilja til félagsins eru athafnastjórar og segir Siggeir að athafnaþjónustan sé nokkurn veginn sjálfbær, en félagið veitir félögum ríflegan afslátt af at- höfnum. Siggeir heldur að það sé langt í að ríki og kirkja aðskiljist og að þetta kerfi verði endur- skoðað. „Ef sóknargjöldin verða þurrkuð út á einni nóttu þyrftum við að endurhugsa alla okk- ar starfsemi,“ segir Siggeir og bætir við að þau hjá Siðmennt séu óhrædd við breytingar. Þrátt fyrir að Siðmennt reki sig á þeim fjár- munum sem ríkið innheimtir efast Siggeir um þetta fyrirkomulag. „Þessi umgjörð utan um þetta allt saman hefur fengið á baukinn, sér- staklega með þessu zúista-dæmi. Fólk er að átta sig á því að þetta kerfi er frekar sérstakt allt saman,“ segir Siggeir og bendir á að það eigi ekki endilega að vera hlutverk ríkisins að halda lista yfir trúarskoðanir fólks. Zuism er trúfélag sem var stofnað með þeim tilgangi að endurgreiða sóknargjöldin til félagsmanna. „Það þarf að finna einhvern núllpunkt og skera á þetta“ Siggeir telur að Sjálfstæðisflokkurinn og önnur íhaldsöfl standi hvað mest í vegi fyrir því að ríki og kirkja aðskiljist. „Kannski lagast þetta með yngri sjálfstæðismönnum sem hafa ekki svona sterkar skoðanir og tengingar, en manni finnst að þeir hafi ekki sýnt vilja til að breyta þessu. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG ætlaði sér að fara af stað með endurskoðun á kirkju- jarðasamkomulagi en það varð eitthvað lítið úr því starfi ef ég man rétt. Þetta er mjög yfir- gripsmikið og í mörg horn að líta, það þarf að vinda ofan af fullt af hlutum, en það þarf bara að byrja í staðinn fyrir að hver ríkisstjórnin á fætur annarri velti þessu á undan sér. Um leið og þessi umræða fer af stað þá heyr- ist alltaf frá kirkjunni að þau séu búin að leggja svo mikla peninga inn í ríkið og að ríkið skuldi þeim. Það þarf þá bara að reikna þetta út og fá það á hreint hvort einhver skuldar einhverjum,“ segir Siggeir. „Ég held að miðað við þá óformlegu útreikn- inga sem ég hef séð þá hefði kirkjan aldrei get- að rekið sig án þess að ríkið kæmi inn í þetta. Þannig að það þarf að finna einhvern núllpunkt og skera á þetta fjárhagssamband,“ segir Sig- geir. Hann segir að það sé mjög óeðlilegt að ríkið hampi einu trúfélagi fram yfir önnur. Að- spurður hversu fáir þurfi að vera í þjóðkirkjunni til þess að við hættum að tala um þjóðkirkju segir hann að við þyrftum að hætta því strax. „Jafnvel þótt það væru 99,5% þjóðarinnar í henni þá finnst mér það samt ekki passa. Þú ert alltaf að fara að útiloka einhvern hluta af þjóð- félaginu úr menginu. En það þarf auðvitað að breyta stjórnarskránni til að formfesta þetta,“ segir Siggeir. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, telur líklegt að ríki og kirkja muni skiljast að í framtíðinni. „Maður sér það bara í þeim fjölda sem er skráður í þjóðkirkjuna í samtímanum. Það er mjög líklegt að þessi þró- un muni halda áfram og það verður hálf- einkennilegt að halda úti þjóðkirkju þegar meira en helmingur landsmanna er ekki í henni. Þá held ég að sjálfkrafa verði styrkur umræð- unnar um aðskilnaðinn meiri. Það eru enn þá ágæt rök fyrir því að halda úti þjóðkirkju,“ segir Henry. Hann segir að trúarþörfin verði enn til staðar þó ríki og kirkja aðskiljist. Hann segir að við verðum að eiga samtal um hvað muni taka við ef ríki og kirkja verði aðskilin. „Fólk leitar eftir andlegri hlið tilverunnar. Ég vara oft við því þegar fólki finnst eitthvað rangt við það að hafa þjóðkirkju. Ef hún verður aflögð þá verður eftir ákveðið markaðsumhverfi til að svala þessari þörf fólks. Þetta markaðsumhverfi getur orðið kaótískt og einfaldlega skrítið að fylgjast með því fyrir okkur sem þekkjum yfir- vegaðra umhverfi þar sem þjóðkirkja er. Þar er þá verið að lofa sem mestu til að fá fólk til að koma til sín og mikil samkeppni ríkjandi á milli trúfélaga. Við þurfum að hafa það í huga hvað breytingarnar muni hafa í för með sér,“ segir Henry. þess að hverfa frá þessum stofnanabrag innan kirkjunnar. „Ég held að við séum örugglega að færast í þá átt að kirkjan verði sjálfstæðari, bæði um sín innri málefni, eins og hún er orðin að miklu leyti, og einnig um fjárhagsleg málefni,“ segir Sigríður. Fljótlega eftir að hún kom inn í dóms- málaráðuneytið fyrir rúmlega tveimur árum lagði hún áherslu á að fjármál kirkjunnar yrðu einfölduð til muna. Samningarnir miða að því að gera fjármálin gegnsærri svo það sé auðveldara að sjá hversu mikið kirkjan fær frá ríkinu og gera það fyrirsjáanlegra. Greiðslum í sjóði kirkjunnar verður steypt saman í eina greiðslu sem rennur til kirkjunnar og hún sér svo sjálf um að ráðstafa þessu fé. Í fjárlögum ársins 2019 er gert ráð fyrir að ríkið leggi 6.588 milljónir í trúmál. Sigríður segir að kirkjujarðasamkomulagið hafi ekki verið hagstæður samningur fyrir ríkið þegar hann var gerður. Hún segir þó að ríkið sé skuldbundið til að efna hann að fullu og hafi ver- ið að gera það undanfarin ár. Þær samninga- viðræður sem hafa farið fram í ráðherratíð hennar miða ekki að því að vinda ofan af kirkju- jarðasamkomulaginu eða að því að aðskilja ríki og kirkju, að sögn Sigríðar. „Jafnvel þótt við klárum þessar viðræður þá held ég að það samtal muni alltaf halda áfram um hvort menn vilji ekki smám saman fara kannski úr þessu sóknargjaldamódeli yfir í það að kirkjan innheimti sjálf hjá sínum félags- mönnum,“ segir Sigríður. Henni finnst fólk vera meðvitað um mikilvægi kirkjunnar í sínu sam- félagi. „Ég held að kirkjan þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að fólk sé ekki tilbúið til þess að taka þátt í rekstrinum á kirkjunum og kirkju- starfinu í landinu,“ segir Sigríður. Menningarleg arfleifð sem við eigum að hlúa að Sigríður segir að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna endurspegli menningarleg tengsl kirkjunnar og þjóðarinnar. „Ég er þeirrar skoð- unar að meðal annars í ljósi þess að kristnin er okkar arfleifð þá eigum við að hlúa að henni. Og þá er ég ekki endilega að tala um fjárhagslega. Það eru í dag nokkur fjárhagsleg tengsl sem ég held að sé skynsamlegt að aðgreina frekar. Ég held samt sem áður að við ættum að hlúa að þessum menningartengslum, bara eins og við hlúum að öðrum menningararfi. Þetta er hluti af okkar samfélagi,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort það sé eðlilegt að ríkið geri einu trúfélagi hærra undir höfði en öðrum, segir Sigríður að það leiði vissulega af stjórnarskránni að hin lút- erska evangelíska kirkja njóti ákveðinnar sér- stöðu hér á landi með þeirri vernd sem stjórn- arskrárákvæðið kveður á um. Hins vegar sé mönnum hér um leið tryggt trúfelsi og öðrum trúfélögum hafa verið tryggð sambærileg rétt- indi með lögum og þjóðkirkjunni. „Í þessu ljósi er kannski erfitt í dag að tala um að þjóðkirkj- unni sé gert hærra undir höfði umfram önnur trúfélög,“ segir Sigríður. „Ríkisvaldinu ber jú að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Að styðja þýðir ekki endilega fjárhagslega, heldur bara það að það sé borin tilhlýðileg virðing fyrir kristninni. Þetta ákvæði er sprottið upp úr þeirri arfleifð sem okkar menning byggist á. Hvort þetta ákvæði eigi endilega heima í stjórn- arskrá til framtíðar skal ég ekki segja um. Mér hefur þó virst mjög almennur og breiður stuðn- ingur við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar í dag,“ segir Sigríður. Eitt af yfirlýstum markmiðum lífsskoðunar- félagsins Siðmenntar er að ríki og kirkja að- skiljist. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segist vera hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Hann segist oft vera spurður að því hvort félagsmenn Siðmenntar séu ekki hræsnarar að hafa það að yfirlýstu markmiði að aðskilja ríki og kirkju en á sama tíma vera skráð lífsskoðunarfélag sem fær sóknargjöld innheimt af ríkinu. „Við viljum bara vera á sama sam- keppnisgrundvelli og aðrir. Við viljum bara af- nema þetta kerfi og munum þá takast á við möguleg vandamál þegar að því kemur,“ segir Siggeir. Rekstur Siðmenntar grundvallast á sóknar- gjöldunum, en Siggeir er eini starfsmaður Sið- menntar sem er á launum. Þau innheimta einnig félagsgjald, sem er valkvætt, en sá liður er ekki lykilþáttur í rekstri Siðmenntar í dag. Á vegum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðbjörg Jóhannesdóttir Henry A. Henrysson Hjalti Jón Sverrisson Hjalti Hugason Sigríður Á Andersen Siggeir F Ævarsson Agnes M. Sigurðardóttir 23.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Þetta er önnur greinin af þremur um málefni þjóðkirkjunnar. Greinarnar eru lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.