Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 8
FERÐAMENN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 Sólskinið kom á óvart Ferðamenn streyma enn til landsins og má bóka að margir heimsæki Hallgrímskirkju. Blaðamaður lagði leið sína á Skólavörðuholtið og tók púlsinn á túristum einn sólskinsdag í júní til að forvitnast um hvað þeir væru að vilja hingað á hjara veraldar. Flestir komu til að njóta náttúrunnar og lofuðu landslagið í hástert. Það sem kom öllum á óvart var veðrið; það bjóst enginn við blíðviðri og sól og kom það þeim skemmtilega á óvart. Texti og ljósmyndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Við gamla fangelsið gengu hönd í hönd hjónin Shieraaj og Nazley America frá Suður-Afríku. „Við komum hingað því ferðin er hluti af vinnu- staðahvatningu. Við erum hér 25 saman í hóp sem vinnum saman og ferðumst við til nýs lands á hverju ári og í ár varð Ísland fyrir val- inu,“ segir Shieraaj sem vinnur hjá fjárfest- inga- og fjármálafyrirtæki í Capetown. „Mökum er boðið með,“ segir hann og getur þess að börnin þeirra tvö hafi orðið eftir heima. „Við höfum verið hér í nokkra daga og gert alveg helling. Við höfum farið í Bláa lónið og upp á jökul á snjósleða. Það var þessi langi jök- ull, ég veit ekki hvað hann heitir,“ segir hann og brosir breitt. „Það var svakalega skemmtilegt. Sólin skein og það var alveg fullkomið. Svo fórum við á Geysi og svo höfum við heimsótt ýmsa veit- ingastaði,“ segir Shieraaj. „Í dag er hvíldardagur og ekkert plan. Við ætlum að kíkja í búðir og skoða bæinn,“ segir Nazley. Spurð um hvað hafi helst komið á óvart stendur ekki á svari. „Það er miklu hlýrra en við áttum von á! Svo er landslagið hér ólíkt öllu öðru sem við höfum séð. Við kunnum vel að meta Ísland,“ segja þau. „Eina sem við hefðum viljað sjá sem ekki er hægt að sjá eru norðurljósin en við skiljum að þetta er ekki rétta árstíðin,“ segir hann og kveður með virktum. Hjónin Shieraaj og Nazley frá Capetown í Suð- ur-Afríku komu hingað í boði fyrirtækis hans. „Sólin skein og það var alveg fullkomið“ SUÐUR AFRÍKA Popa-fjölskyldan frá Texas var mætt á Skóla- vörðustíg einn sólskinsdag í síðustu viku. Hjónin voru á ferð með tveimur uppkomnum börnum og tveimur litlum börnum. Spurð um ástæðu þess að Ísland hafi orðið fyrir valinu segir móðirin Robyn: „Við erum alltaf að leita að áhugaverðum áfangastöðum til að heimsækja og reynum að finna staði sem eru ekki í alfaraleið allra túr- ista. Þar sem við erum að ferðast með tvo litla krakka vildum við líka fara til staðar sem væri bæði öruggur og ekki yfirfullur af ferðamönn- um.“ Þegar blaðamann bar að garði höfðu þau aðeins dvalið tvo daga á Íslandi og ferðin því rétt að hefjast. Þau voru alsæl með lífið. „Veðrið er dásamlegt og við erum núna í airbnb-íbúð. Í gær gengum við um bæinn og í dag ætlum við að keyra út á land og sjá heita hveri og fossa,“ segir hún og nefnir að þau hafi leigt sér bíl, og það stóran. Þau hyggjast dvelja hér í viku og halda svo heim á leið til Banda- ríkjanna. „Við ætlum að njóta náttúrunnar hér og fara í alls kyns göngur. Svo bara að slappa af og borða góðan mat. Það lengsta sem við för- um er í Jökulsárlón, fram og til baka á einum degi.“ Þegar blaðamaður nefnir að það sé ansi mikil keyrsla segir hún: „Það er allt í lagi, hér er mikið dagsljós.“ Hjónin segjast hafa uppgötvað eftir að þau keyptu miða hingað að nokkrir vinir og ná- grannar hefðu komið hingað. „Þau sögðu okk- ur frá fegurð landsins, þannig að við vorum mjög spennt. Hingað til hefur þetta verið góð ákvörðun,“ segir faðirinn Florin. „Það er helst veðrið sem hefur komið á óvart; við héldum að það yrði kaldara,“ segir hann. „Það hafa allir verið svo vingjarnlegir og það kemur líka á óvart hvað allir tala góða ensku hér,“ segir Robyn. Florin, Robyn, Josh, Nicole, Elyse og Asher ætla að njóta lífsins á Íslandi í eina viku. „Hér er mikið dagsljós“ BANDARÍKIN Tvær ungar konur standa fyrir ut- an Hallgrímskirkju og virða fyrir sér mannlífið í gegnum dökk sól- gleraugu. Þetta eru vinkonurnar Yimin Wang og Nan Zhuang frá Kína. Þær segja vinsælt hjá Kínverjum að koma til Íslands og að þeir séu duglegir að miðla til vina sinna upplýsingum um landið og sýna myndir úr ferðum sínum hingað. Segjast þær báðar hafa heyrt mikið um Ísland frá löndum sínum, en sem stendur búa þær í Sheffield í Englandi þar sem þær eru við nám. Þær voru nýlentar og á dagskrá var að dvelja viku á Íslandi en þær leigðu sér íbúð í miðbænum. Þar sem þær voru nýkomnar höfðu þær enn ekki ferðast mikið en gullni hringurinn var á planinu. „Við ætlum líka á demanta- ströndina,“ segir Nan. Þær segja veðrið koma skemmti- lega á óvart. „Í London og Sheffíeld er skýjað og rigningarlegt en þegar við kom- um hingað – sólskin!“ Yimin og Nan voru ánægðar með sólina. „Sólskin!“ KÍNA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.