Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 B reski Íhaldsflokkurinn tekur sér þrjá- tíu daga í póstkosningar sínar. Það er spenna í lofti hjá flokksmönnum núna. Sakamálahöfundurinn frægi, Federick Forsyth (Dagur Sjakalans) er einn þeirra og honum liggur á. Kraftmikill fullveldismaður Forsyth segir að auðveldlega hafi mátt ljúka þessum póstkosningum á viku enda megi lítinn tíma missa og brýnt að skipta um í brúnni. Rithöfundurinn afkasta- mikli leynir aldrei stjórnmálalegri skoðun sinni og hefur iðulega kvartað undan aumingjadómi. Hann er í Íhaldsflokknum og fær því að póstsenda atkvæði sitt. Hann hefur lengi talist til efasemdar- manna um veru Breta í ESB. Ferill rithöfundarins er óvenjulegur. Forsyth var herflugmaður í nokkur ár og því næst fréttaritari, bæði fyrir Reuters og BBC og fór þá víða og helst þangað þar sem hættuspilið var mest eins og á stríðs- slóðum. Hann var um tíma fréttaritari í Frakklandi og fjallaði sérstaklega um morðtilræðin við Charles de Gaulle og kom það honum vel þegar hann setti í rithöfundagírinn. Og þá var eiginlega sett í fluggírinn því að Forsyth samdi Sjakalann á 35 dögum. Einstakt tímarit En þar hefur fleira hjálpað til en það eitt að hafa kortlagt árásirnar á de Gaulle. Því löngu síðar var upplýst að Frederick Forsyth hafði jafnframt öðrum verkum sínum verið njósnari fyrir bresku leyniþjón- ustuna MI6 og þau tengsl hafi haldist í tvo áratugi. Póstkosningarnar eru leynilegar en ekki er mikil leynd yfir því hvernig atkvæði Fosyth fellur. Auk þess sem að framan er talið var Forsyth fastur penni í tímaritinu Spectator, sem fyrst kom út hinn 6. júlí 1828. Á nærri tveimur öldum hafa margir kunnir menn ritstýrt Spectator, þar á meðal menn sem síðar urðu kunnir ráðherrar, eins og Nigel Lawson fjármála- ráðherra (faðir matgæðingsins fagra) sem lengi var í ríkisstjórn frú Thatcher og hefur fram til þessa verið einn af aðal talsmönnum þeirra sem vilja Brexit. Hann er 87 ára og enginn af þeim forystumönnum Íhaldsflokksins sem hallir eru undir ESB hafa lagt til hans vegna þess. Og svo Johnson Annar ritstjóri tímaritsins, sem á sennilega eftir að verða enn kunnari en Lawson, er Boris Johnson sem var ritstjóri 1999-2005. Þegar Johnson ritstjóri rak augun í það að erlendur forsætisráðherra væri á meðal áskrifenda að tímarit- inu hans fékk hann íslenskan blaðamann í Bretlandi til að skrifa um þann stuttan pistil í ritið. Bréfritari hefur aðeins hitt Boris Johnson einu sinni. Það var á bankastjóraárunum, þegar að eld- urinn brann hvað heitast. Einhver kynnti þá tvo. Það vantar ekki að Boris Johnson getur var glaðbeittur og frakkur: „Þið skuldið okkur fjármuni,“ var það fyrsta sem hann sagði eftir hafa heilsað bréfritara. Ekki var þeirri fullyrðingu hans tekið betur en ástæða var til. Fleiri voru þarna í kring og eru ekki efni til að rekja þetta tal frekar að sinni. En þrátt fyrir þetta þykkjuefni þóttist bréfritari skynja að þar færi mjög áhugaverður maður. Hann skrifaði bók um Churchill, sem erfitt er að skrifa um nú orðið, af þeirri ástæðu einkum að flest hefur þegar verið skrifað. En Johnson náði samt persónulegri og áhugaverðri nálgun á þessu umskrifaða viðfangsefni sínu. Hér á landi er stundum gapað mikið yfir því að þessi eða hinn geti brugðið fyrir sig fjölmörgum tungumálum þótt hinn sami eigi bágt með að opna munninn án þess að missa úr úr sér vitleysu á móður- málinu. Slíkum mönnum er ábyrgðarhluti að kenna tungumál. Engin hætta er þó á því að tungumála- færni verði greindum manni og fjölfróðum eins og Boris byrði. En þeir eru til sem óttast að haldi hann ekki niðri lausbeisluðum galgopahætti gæti hann misstigið sig. Boris er sagður tala ítölsku og frönsku reiprennandi, tala (gamla) grísku og lesa latínu auð- veldlega, og bjarga sér auðveldlega á þýsku og spönsku og sé þá ekki allt talið. Hin hlið mannsins Nýjar kannanir sýna að Bretar telja Theresu May vera lélegasta forsætisráðherra sem þeir hafi búið við frá stríðslokum. Sumir vilja þó meina að Anthony Eden (Súez) hafi verið verri. Þá er gleymt að Eden átti glæsilegan feril sem utanríkisráðherra áður en að hann fór í toppstöðuna sem hann hafði svo lengi vænst. Ekkja hans, Lady Avon, Clarissa Churchill, bróðurdóttir Churchills, var nýlega í viðtali og talaði af sanngirni og aðdáun um hinn fræga frænda sinn en nálgaðist af elsku ýmsar hliðar goðsins sem haldið hefur verið til hlés. Sumt af því sem hún sagði gæti verið efni í Churchillbók sem yrði ólík öllum öðrum. Clarissa tekur með stillingu talinu um hinn mis- heppnaða stjórnmálamann, eiginmann sinn, en segir hæversk „að allt hafi gengið vel hjá honum og þeim hjónum þar til að Súezskurðurinn tók að flæða um allar stofurnar þeirra.“ Afburðamaður afskrifaður Eden var tungumálamaður og raunar mjög óvenju- legur. Hann var annálaður fyrir kunnáttu sína á pers- nesku og var talinn í hópi örfárra Breta sem töldust mestir fróðleiksmenn um persneska ljóðagerð. Hann var fær í arabísku og kom Nasser forseta á óvart þeg- ar hann vitnaði til arabískra spakmæla. Hann talaði þýsku og þegar þeir Hitler sátu hvor gegn hinum við kvöldverðaborð árið 1935 rann upp fyrir þeim að þeir höfðu verið á næstu grösum hvor á móti öðrum í skot- gröfunum tæpum tveimur áratugum fyrr. Þeir urðu hinir áköfustu og drógu upp stöðuna fyrir hvorn um sig á bakhlið matseðilsins, þar við borðið. Hinn franski starfsbróðir Edens sem fylgdist með, sagði við hann á eftir að hefði hann notað skotfærið betur þá hefði hann sparað heiminum stórkostleg vandræði. Eden var fæddur inn í hástéttirnar en fjarlægðist þær eftir sem á leið. Hann hafði ímigust á snobbaðri klúbbatilveru og sótti sífellt meir til annarra stétta. Hann kynnti sér rækilega þau hverfi breskra borga sem veikust og fátæklegust voru og var sagður hafa vonast til að hans eigin flokkur og forsætisráð- herrans töpuðu kosningunum 1945, eins og varð og þótti óvænt. Eden skar sig frá þingbræðrum sínum vegna ein- lægs áhuga síns á fögrum listum og varð á undan mörgum öðrum ákafur aðdáandi Cécanne, Braque og Picasso. Hann varð snjall safnari myndlistar og lagði mikla vinnu í hlutverk sitt sem fulltrúaráðsmaður í Listasafni ríkisins. Hann var með óþrjótandi bók- menntaáhuga og ekki var vitað um nokkurn annan breskan stjórnmálamann sem gat farið með nánast hvaða texta sem var úr verkum Shakespeare „eftir pöntun.“ Hann varð eftir að úr stjórnmálavafstri dró stjórnarformaður Royal Shakespeare leikhússins og stóð fast við bak þeirra Peter Hall og Peter Brook þegar að stormurinn næddi um þá á „avant-garde“ tímum. Hann fann harðlega að því opinberlega og varð af því mikill uppsláttur í fjölmiðlum hvernig Macmillan eftirmaður hans fór með Selwyn Lloyd fjármálaráð- herra á „nótt hinna löngu hnífa.“ Sama hafði Chruchill gert við hann og Margret Thatcher iðulega við Major, sem var sérlega mis- Vondur dagur hjá sjakölum ’Sífellt fleiri þeirra sem til almennings telj-ast og eru neyddir með atbeina skattstjór-ans ti að halda þessari stofnun uppi gegnvilja sínum og með vaxandi ógleði átta sig á því hvað hin misnotað auglýsing „stofnunin okkar“ þýðir. Reykjavíkurbréf21.06.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.