Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 29
Hann fór reyndar á tvenna tónleika í þeirri ferð, í Glasgow og Aberdeen. Þá voru að vísu bara tveir menn eftir í bandinu, téðir Le Bon og Rhoades. „Bandið hljómaði auðvitað aðeins öðruvísi á þessum tíma, var heldur hrárra, en þetta voru samt stórkost- legir tónleikar og loksins rættist draumurinn um að sjá þá „live“.“ Fullmannað var þegar Ómar sá Duran Duran næst, á Wembley Arena í Lundúnum 2004; Taylor- arnir allir komnir heim, John bassa- leikari, Roger trymbill og Andy gít- arleikari. „Það voru geggjaðir tónleikar. Planet Earth var lag núm- er tvö og þakið rifnaði hreinlega af höllinni. Ég var frekar aftarlega í salnum og fyrir framan mig var kona um sjötugt sem söng hástöfum með. Þarna sá maður að Duran Duran nær til allra kynslóða.“ Ómar var að sjálfsögðu á tónleik- unum í Egilshöll ári síðar og segir þá hafa verið mjög góða. „Það var hörkustuð í Egilshöllinni en það jafn- ast samt ekkert á við það að sjá bandið á heimavelli í Bretlandi; það er alltaf eins og þeir gefi aðeins meira í þar,“ segir hann. Vorið 2011 ætlaði Ómar á þrenna tónleika í Bretlandi en þeim var af- lýst vegna raddleysis Simons söngv- ara. Raddböndin eitthvað viðkvæm í karlanganum. Hann náði þó fljótt heilsu og Ómar komst á alla þrenna tónleikana fyrir jólin sama ár. Þarna var Duran Duran að fylgja eftir nýrri plötu, All You Need Is Now, en Ómar hefur gert það að venju að sjá sína menn þegar nýtt efni hefur komið út. Seinast ætlaði hann að fara út að sjá Duran Duran árið 2015 en þá gripu veðurguðirnir í taumana; það gerði storm með þeim afleiðingum að flugi var seinkað og Ómar missti af tónleikunum. „En þeir lofa nýrri plötu á næsta ári og þá flýg ég út.“ Hæðir og lægðir Duran Duran var stofnuð árið 1978 og Ómar viðurkennir að bandið hafi bæði farið gegnum hæðir og lægðir á langri vegferð. Gullöldin var snemma á níunda áratugnum þegar Duran Duran var ein vinsælasta hljómsveit í heimi. Hratt fjaraði und- an bandinu er leið á þann áratug. „Þar var ekki gott að tala mikið um að maður væri að hlusta á Duran á þessum árum. Radíusbræður gerðu mikið grín að þessu í uppistandi sínu og sögðu aðdáendur Duran Duran þurfa að fela sig inni í skáp með tón- listina,“ rifjar Ómar upp hlæjandi. Sveitin náði sér ágætlega á strik aftur eftir að hin svokallaða Brúð- kaupsplata kom út 1993 en Ómar seg- ir tímabilið í kringum aldamótin hafa verið strembið. Seinustu árin þykir honum Duran Duran hafa verið á góðri siglingu. „Hljómsveitin hefur gefið út nýtt efni jafnt og þétt gegn- um tíðina og seinustu plötur hafa ver- ið ljómandi góðar. Það þekkja kannski ekki eins margir þetta nýrra efni en það er ekkert verra fyrir það. Duran Duran hefur alltaf gengið vel að laga sig að straumum og stefnum á hverjum tíma og lítið verið í því að endurtaka sig enda þótt það sé alltaf einhver Duran Duran-hljómur fyrir hendi. Svolítið eins og hjá Bubba Morthens hérna heima.“ Og það eru ekki gömlu lummurnar sem draga Ómar í Laugardalshöllina á þriðjudaginn. „Ég er að fara til að hlusta á nýtt efni – og mögulega eitt og eitt gamalt lag sem ég hef ekki heyrt áður.“ Ómar og Lilja, dóttir hans, á tröppunum heima í Bolungarvík íklædd bolum með mynd af fjórtándu hljóðversplötu Duran Duran, Paper Gods. Marín, yngri dóttir Ómars, deilir af- mælisdegi með John Taylor, 20. júní. 23.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 MÁLAFERLI Gömlu brýnin í rokk- bandinu Mötley Crüe hafa hótað sjónvarpsstöðinni Reelz lögsókn vegna umfjöllunar um bandið í þáttaröðinni Breaking the band. Bæði Vince Neil söngvari og Nikki Sixx bassaleikari staðfesta að þeir hafi ekki haft neina aðkomu að gerð þáttarins sem byggist á upp- lýsingum frá fyrrverandi umboðs- manni þeirra, Doug Thaler, og frá- sögn hans af því þegar Neil var vikið úr bandinu árið 1992 sé inni- lega misvísandi og bjöguð. Mötley Crüe hótar lögsókn Mötley Crüe-liðar hressir að vanda. AFP BÓKSALA 12.-18. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir 2 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 3 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson 4 Engin málamiðlun Lee Child 5 Móðir Alejandro Palomas 6 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 7 Gullbúrið Camilla Läckberg 8 1793 Niklas Natt och Dag 9 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 10 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 1 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 2 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 3 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 4 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 5 Þín eigin saga – piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 6 Risasyrpa – íþróttakappar Walt Disney 7 Handbók fyrir Ofurhetjur 4 – vargarnir koma Elias/Agnes Vahlund 8 Elmar á afmæli David McKee 9 Svarta kisa – barnið Nick Bruel 10 Svarta kisa – móri frændi Nick Bruel Allar bækur Barnabækur Bókin Óvinafagnaður – Fjórar skáldsögur um Sturlungaöld er komin út hjá Máli & menningu. Um er að ræða sagnabálk Einars Kárasonar um átök, mannvíg, skáld og höfðingja Sturlungaaldar. Óvinafagnaður, Ofsi, Skáld og Skálmöld birtast hér allar í einni bók, raðað eins og rás atburða kallar á og því er yngsta bókin fremst. Höfundur skrifar sjálfur inngang. „Sagnalist eins og hún ger- ist best,“ segir í kynningu útgefanda. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég myndi segja að ég væri ómark- viss og hægur lesandi. En oft glögg- ur. Verð reyndar að lesa talsvert vegna vinnu minnar en ég kenni ís- lensku við Fjölbrautaskóla Suður- lands. Í kennslunni kýs ég frekar að velja nýjar bækur til lestrar en að lesa þær gömlu aft- ur. Endurlas og kenndi á vorönninni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefáns- son og upplifði dýrð- ina í þessu verki á nýjan hátt. Stórkostlegur sagna- sveigur með yfir 50 persónum sem Bjartur verður að endurútgefa. Ég er í ljóðafélagi á Selfossi þar sem við hittumst nokkrir sérvitr- ingar og lesum og greinum ljóð. Þetta er reyndar mjög áhugavert áhugamál. Núna les- um við ljóðabækur Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blót- gælur, Skrælingja- sýninguna og Storm- viðvörun. Hún er róttæk og berorð og brýtur nánast af sér allar viðjar í ljóðagerð. Svo er ég að smjatta á Ritgerð minni um sársaukann eftir Eirík Guðmundsson sem kom út fyrir síðustu jól. Mér finnst gott að lesa hana með hægð. Hin fastmótaða atburðarás er horfin í þessu verki. Hugleiðingin stendur eftir í búningi ferðalags. Mér finnst Eiríkur bæði fyndinn og frábær textahöfundur sem nýtir sér stílbrögð eins og end- urtekningu á nýjan og ferskan hátt. Síðast en ekki síst verð ég að nefna nýútkomna skáldsögu Berg- sveins Birgissonar Lifandi lífslæk sem ég las í vor. Saga með at- burðarás sem skipt- ir máli. Mótífið hið sama og í Heart of Darkness og Kristni- haldi undir Jökli. Besta skáldsaga sem ég hef lesið í langan tíma. Alltaf þegar ég finn við lestur sagna að umfjöll- unarefnið er mennskan (eða sú spurning hvað gerir okkur að manneskjum?) fæ ég lestrarfiðring sem lýsir sér í því að þegar ég hef náð sambandi við bókina (með lestri) og er að sinna mínum dag- legum störfum þá verður mér hugsað til hennar (og sakna henn- ar) og hlakka til að hitta hana að nýju. JÓN ÖZUR ER AÐ LESA Ómarkviss en glöggur Jón Özur Snorrason er íslenskukenn- ari við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.