Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Blaðsíða 17
heppnaður leiðtogi. Enginn hefur þó fengið aðrar
eins gusur frá sínum fyrirrennurum og Jeremy Cor-
byn frá þeim Blair og Brown. Er það handan við öll
mörk.
Dregið hefur verið í efa að nokkur annar þingmað-
ur en Eden hefði náð í öllum sínum önnum að lesa
ítrekað Proust, Balzac, Maupassant, Zola og Sten-
dhal, og á sama tíma að sökkva sér niður í arabískar
og persneskar bókmentir á frummálinu. Eden, sem
átti létt með að spjalla á góðri þýsku við Adolf Hitler
og gefa frönskum starfsbróður svo úrdrátt af samtal-
inu á óaðfinnanlegri frönsku og dengja síðan arbísk-
um spakmælum á Nasser situr hins vegar uppi með
þann dóm í skoðanakönnunum nú að hann væri versti
forsætisráðherra Breta ef Theresa May, lukkutröllið
hans, hefði ekki komið til. Og á þessu er hamrað svo
sennilega verður það á endanum það eina sem um
Antony Eden verður vitað. Vissulega gerðu þessi
miklu hæfileikar hans á ýmsum sviðum hann ekki
endilega að góðum stjórnmálamanni. En kannski
urðu þeir til þess að hann sá á undan mörgum öðrum
þá ógn sem Bretum, meginlandi Evrópu og stórum
hluta mannkyns myndi stafa af Adolf Hitler. Þess
vegna snerist hann til fylgilags við Winston Churchill
sem þá var í litlum metum hjá þingheimi, þótt þjóðin
væri smám saman að opna augu sín fyrir honum. Það
er svo víða sem þingheimur vaknar síðastur.
Enn hleypur gönuhlaupari á sig
Ríkisútvarpið er sérkennileg stofnun, sem auglýsir
oft á viku sjálfa sig með því að segja að þetta „sé
stofnun okkar.“ Það þarf ekki að auglýsa. Stofnunin
og svokölluð fréttastofa hennar sérstaklega hefur
lengi umgengist þessa opinberu stofnun sem „stofn-
unina sína“ og þverbrotið daglega þær reglur sem um
hana gilda. Sífellt fleiri þeirra sem til almennings telj-
ast og eru neyddir með atbeina skattstjórans til að
halda þessari stofnun uppi gegn vilja sínum og með
vaxandi ógleði átta sig á því hvað hin misnotaða aug-
lýsing „stofnunin okkar“ þýðir.
„RÚV“ dregur á hverjum degi taum vinstri flokk-
anna, Samfylkingar og VG, og tekur aðra smáflokka á
vinstri kantinum með þegar það hentar þessum
tveimur. RÚV er með frátekin sæti í aðdáendaklúbbi
Vinstrimeirihlutans í Reykjavík og nálgast hann aldr-
ei með gagnrýnum hætti. Og svo á stofnunin sína
óvini. Bréfritari er stoltur af því að teljast til þeirra,
þótt stofnunin hafi engar lagaheimildir til að leggja
stjórnmálalega andstæðinga sína í einelti. Þegar
bréfritari hélt á sínum tíma ræðu á landsfundi, frjáls
úr hlutleysiskröfu bankastjóra, þar sem margt frétt-
næmt var sagt, hljóp fréttamaður RÚV á það að bréf-
ritari hefði líkt sjálfum sér við Jesú Krist. Að svo
miklu leyti sem bréfritari líkti sér við einhvern eða
einhverja í þeirri ræðu þá hefðu menn í erindagjörð-
um, eins og RÚV gjarnan er, getað sloppið með að
segja að Davíð Oddsson hefði líkt sjálfum sér við
ræningjana sem hengdir voru Kristi til samlætis. En
sú frétt hefði ekki bent til að maðurinn væri orðinn
galinn.
Sjálfsagt gat þessi undarlega „frétt“ skrifast á
heimsku þess tiltekna fréttamanns sem í hlut átti. En
þegar ekkert var leiðrétt né sjálfsögð afsökun send
sást hvað hékk á spýtunni.
Svo var það fyrir 10 árum
Þegar tveir ritstjórar voru ráðnir að einkafyrir-
tækinu Morgunblaðinu fyrir tæpum 10 árum var
RÚV með mikinn æsing í kvöldfréttatímum sínum
um þetta einkafyrirtæki og samkeppnisaðila gegn 7
milljarða forskoti þess. Hringt var „live“ inn í frétta-
tímann og sá kynntur sem starfsmaður og sagði hann
að „fólk gengi grátandi um ganga Morgunblaðsins.“
Á daginn kom að heimildin hafði ekki verið á staðnum
vikum saman. Sagt var frá miklu uppsögnum á
áskriftum og „RÚV“ gaf upp símanúmer sem áskrif-
endur gætu hringt í til að segja upp áskrift að
blaðinu!!!
Næstu tvo daga birti textavarp Ríkisútvarpsins
símanúmerið sem ætti að hringja í til að segja upp
Morgunblaðinu!
Ríkisútvarpið (það er klíkan sem þykist eiga það og
auglýsir þá eign), hefur aldrei beðið afsökunar á þess-
ari einstöku framkomu.
Á fimmtudagkvöld var fengið frægt samfylkingar-
tröll úr Hafnarfirði og Háskólanum sem lengi hefur
afflutt stöðu andstæðinga Samfylkingar á kosn-
inganótt og fengið borgað fyrir. Nú var hann pant-
aður til að ráðast á bréfritara. Enda frægur orðinn
fyrir ótrúlegt ofstæki í þeim efnum og þá persónu-
legu fæð sem hann leggur á þann mann. Verstu dæm-
in hefur hann afsakað með sömu rökum sem RÚV
tekur ekki gild gagnvart þingmönnum sem það hefur
á heilanum.
Út á þekju
Eins og sagt var í fréttum : „Ólafur Þ. Harðarson,
prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands tal-
aði um Davíð Oddsson og stöðuna innan Sjálfstæðis-
flokksins, en Ólafur var gestur í kvöldfréttum RÚV.
Ólafur: „Ég man eiginlega ekki eftir dæmi þar sem
að gamall formaður hundskammar eftirmenn sína
eða nýja forystu eins og óþekka krakka.““
Það eru reyndar til margar fréttir um slíkt og sum-
ar nýlegar, aðrar nokkra mánaða eða ára og úr öllum
áttum. Til dæmis þessi alveg splunkuný:
„Baklandið innan Framsóknarflokksins er óánægt
með stöðu mála og kom það skýrt fram í máli margra
fulltrúa á miðstjórnarfundi nýverið. Hélt þar Guðni
Ágústsson, fv. formaður flokksins, mikla eldmessu og
vandaði flokkssystkinum ekki kveðjurnar.“
Í valdatíð Sigmundar Davíð krafðist Guðni
Ágústsson þess opinberlega að Sigmundur hætti
sem formaður. Það er svo sem enginn ágreiningur
um að Ólafur Harðarson sé ekki beisinn fræðimaður
en varla svona yfirgengilega slappur að hann kann-
ist ekki við dæmi og segir þau ekki til þótt horft sé
áratugi aftur í tímann. Hvernig hafa formennirnir
Jón Baldvin og Ingibjörg Sólrún talað við hvort ann-
að? Hvernig hefur gamall formaður Alþýðflokksins
talað um framgöngu sinna flokksystkina í orkupökk-
um.
Þótt Ólafur Harðarson sé með eindæmum slappur
fræðimaður og það sé ágreiningslítið, þá hlýtur hann
þó að frétta eitthvað að minnsta kosti um það sem
gerist á hans eiginn bæjum. Hann getur varla alltaf
og ætíð haft sömu afsökunina, þá sem hann notaði
þegar hann deleraði síðast og fyrr var getið um.
Fræðimaður feilar
Svo kom þessi furðu setning: „Ég man eiginlega
ekki eftir dæmi um gamlan foringja sem hefur
skammað eftirmenn sína jafn rækilega og ritstjóri
Morgunblaðsins gerir núna, síðan að Jónas Jónsson
frá Hriflu, um miðja síðustu öld hafði mjög svipað
orðbragð um eftirmenn sína: Hermann Jónasson og
Eystein Jónsson.“ Er það virkilega Ólafur?
Af handahófi hafa hér verið nefnt brot af ótal
dæmum sem til eru og allir að jafnaði allsgáðir menn
sem leggja sig eftir slíku, mundu þekkja.
En Ólafur fer út af í fyrstu beygju. Jónas var ekki
fyrrverandi formaður þegar hann fór í Hermann og
Eystein.
Þegar Jónas Jónsson var að finna að þeim Her-
manni og Eysteini þá gerði hann það ekki sem gam-
all fyrrverandi formaður. Hann var enn formaður
flokksins þá.
Maður sem eitthvað kann fyrir sér í sögu, eða í
stjórnmálafræðum og er að jafnaði allsgáður, myndi
vita þetta og ekki gera sig enn einu sinni að kjána.
Vill Ólafur færa fram staðreyndir sem sýna að
bréfritari hafi haft „svipað orðalag“ og Jónas frá
Hriflu um Hermann og Eystein?
Ólafur „fræðimaður“ RÚV sagði einstætt að Davíð
Oddsson hefði fram að færa athugasemdir um eftir-
menn sína í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrirrennarar Davíðs Oddssonar í formannsæti í
Sjálfstæðisflokknum og eða í forsætisráðuneytinu
eru: Jón Þorláksson, Ólafur Thors, Dr. Bjarni Bene-
diktsson, Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson,
Gunnar Thoroddsen og Þorsteinn Pálsson. Ef Ólaf-
ur Harðarson væri á fyrsta ári í stjórnmálafræði
gæti honum dottið í hug, auðvitað að undangenginni
ítarlegri fræðilegri rannsókn, að ástæða þess að hin-
ir fyrstu 6 töldu höfðu aldrei gert athugasemd við
störf bréfritara í forsætisráðuneytinu væri sú, að
þeir voru allir látnir þegar að hann kom þangað!
Sá 7. sat hins vegar hjá bréfritara í ríkisstjórn og
var svo veitt sendiherraembætti að eigin ósk og því
óhægt um vik um pólitískar athugasemdir.
Þótt Ólafur Harðarson hafi margoft sannað fræði-
lega veikleika sína opinberlega er ekki hægt að
ásaka fréttastofuna fyrir að kalla ekki þennan póli-
tíska sálufélaga sinn jafnan aftur til „vísindalegra og
hlutlausra umsagna.“ Um það gildir hending Sig-
urðar jarðfræðings: Okkur mun sambúðin endast
vel, úr því að...
Þarna er mikið jafnræði í hlutleysis- og hæfi-
leikaskorti.
Grátlega mikið.
Morgunblaðið/RAX
23.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17