Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
15-20%
afsláttur af ÖlluM
AEG VÖruM OrMssOn
DAGAR
RUSLAFÖTUR
Lágmúla 8 - 530 2800
OG BÚSÁHÖLD
20%
afsláttur
20-25%
afsláttur
POTTAR OG
PÖnnUR
15%
afsláttur
15%
afsláttur
20%
afsláttur
15%
afsláttur
ÞVOTTAVÉLAR
HELLUBORÐ VEGGOFnAR OG FLEIRI HEIMILISTÆKI
ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR
Kurr meðal verkfræðinga
Kjarasamningur VFÍ við FRV var samþykktur með mjög naumum meirihluta
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands
(VFÍ) við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV)
var samþykktur naumlega í rafrænni atkvæða-
greiðslu sem lauk 24. júní. Já sögðu 50,8% en
nei sögðu 49,2%. Á kjörskrá voru 607 og tóku
59,3% þátt í atkvæðagreiðslunni. Samningarnir
voru samþykktir með sex atkvæða meirihluta.
VFÍ er stéttarfélag verkfræðinga og tæknifræð-
inga en FRV er hagsmunafélag verkfræðistofa
á Íslandi og á aðild að Samtökum iðnaðarins.
Kjarasamningurinn var undirritaður 29. maí.
Í honum felast sambærilegar laukahækkanir og
ákvæði um styttingu vinnuviku og hagvaxtar-
auka og samið var um í lífskjarasamningi aðild-
arfélaga ASÍ og SA í apríl sl. Samningurinn fel-
ur einnig í sér eingreiðslu upp á 26.000 krónur
sem samsvarar orlofsuppbótarauka samkvæmt
lífskjarasamningnum.
Launahækkanir verða sem hér segir: 1. maí
2019 hækkuðu mánaðarlaun um 17.000 kr. 1.
júní 2019 kom eingreiðsla upp á 26.000 kr. 1.
apríl 2020 hækka mánaðarlaun um 18.000, 1.
janúar 2021 um 15.750 og 1. janúar 2022 um
17.250 krónur.
Efnt var til rafrænnar atkvæðagreiðslu um
kjarasamninginn vegna eindreginna óska, að
því er segir í frétt VFÍ. Rafrænir atkvæðaseðl-
ar voru sendir út 18. júní og átti kosningu að
ljúka á hádegi 21. júní. Þá kom í ljós að ekki
höfðu allir fengið sendan kjörseðil. Ástæðan var
sú að félagaskráin sem stuðst var við var ekki
rétt, samkvæmt heimildum. Þetta var lagfært
og atkvæðagreiðslan framlengd til hádegis 24.
júní.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
óánægju gæti innan VFÍ með kjarasamninginn.
Óánægjan mun m.a. hafa komið fram á opnum
kynningarfundi um samninginn 13. júní sl.
Dræm mæting var en góðar umræður, sam-
kvæmt frétt VFÍ. Einnig munu sumir félags-
menn hafa viðrað óánægju sína í lokuðum face-
bookhópi, samkvæmt heimildum. Gagnrýnendur
niðurstöðunnar hafa m.a. bent á að meðeig-
endur verkfræðistofa í FRV hafi atkvæðisrétt
sem félagsmenn í VFÍ um kjarasamninga og
sitji þannig í raun báðum megin við borðið þeg-
ar kemur að kjaramálum.
Elsa María Rögnvaldsdóttir, sviðsstjóri
kjaramála hjá VFÍ, kvaðst ekki hafa fengið
skilaboð um óánægju meðal félagsmanna eftir
að atkvæðagreiðslunni lauk, umfram það sem
leiða má af niðurstöðu kosningarinnar. „Það er
augljóst þegar munar ekki nema sex atkvæðum
að það eru ekki allir sammála,“ sagði Elsa.
Kosið verður um
sameiningu
Borgarfjarðar-
hrepps, Djúpa-
vogshrepps,
Fljótsdalshéraðs
og Seyðisfjarðar-
kaupstaðar 26.
október.
„Þegar þú ert
að leggja upp
svona stóra sam-
einingu er áskorunin fyrst og fremst
að halda tengslum við íbúana, að íbú-
ar, sérstaklega á svæðum sem eru
hvað lengst frá þungamiðju þjónustu
og stjórnsýslu, upplifi ekki að vera
afskiptir,“ segir Stefán Bogi Sveins-
son, forseti bæjarstjórnar Fljóts-
dalshéraðs.
Sameiningar og umræður um
sameiningar sveitarfélaga á Austur-
landi hafa verið tíðar síðustu ár.
Stefán segir dæmi um að einstök
sveitarfélög á Austurlandi hafi hafn-
að sameiningartillögum en hann er
þó bjartsýnn á að þessi sameining-
artillaga verði samþykkt.
„Þetta verður öflugri eining sem
er betur í stakk búin til að takast á
við verkefni sem sveitarfélögum ber
að sinna, það er meiri massi þarna á
bak við og meiri geta til þess að
standa undir þjónustunni.“
Minni sveitarfélög erfiða
Aðspurður segir Stefán að minni
sveitarfélögum á Austurlandi reyn-
ist sífellt erfiðara að standa undir
sinni þjónustu.
„Bæði lagakröfur og kröfur íbúa
um þjónustu hafa verið að aukast.
Ákveðin mannekla háir líka allra
minnstu sveitarfélögunum, ekki
bara fáir íbúar heldur þurfa líka ein-
hverjir að vera tilbúnir að sinna
verkefnum sveitarfélagsins og það
er ákveðin áskorun þegar fámennið
er orðið mikið.“
Stefán segir að sveitarfélögin hafi
rýnt í það hvernig hægt sé að sjá til
þess að íbúar hafi eitthvað um sín
mál að segja.
„Við leggjum upp með að það
verði settar upp heimastjórnir. Það
er skrefi lengra en að setja upp
hverfis- eða svæðisráð. Heima-
stjórnirnar munu hafa ákveðin verk-
efni sem kannski snerta íbúa í við-
komandi kjarna á viðkomandi
svæðum meira heldur en íbúa sveit-
arfélagsins sem heildar. Þannig leit-
umst við við að tryggja að íbúar fái
ekki þá tilfinningu að allt vald og öll
áhrif séu farin í einhverja óskil-
greinda miðju sem gleypir allt.“
ragnhildur@mbl.is
Áskorun
að halda
tengslum
Stefán Bogi
Sveinsson
Kosið um samein-
ingu á Austurlandi
Dagskrá Goslokahátíðarinnar í Vestmannaeyjum,
sem haldin er í tengslum við hátíðarhöld vegna
100 ára kaupstaðarafmælis Vestmannaeyjabæjar,
hófst síðdegis í gær og rekur hver viðburðurinn
annan. Síðdegis í gær lögðu fjölmargir gestir leið
sína í Svölukot þar sem Svavar Steingrímsson
opnaði ljósmyndasýninguna Umbrotatímar með
Svabba Steingríms.
Fjöldi annarra sýninga var opnaður í gær. Tolli
Morthens opnaði myndlistarsýningu í flugstöð-
inni. Sigurfinnur Sigurfinnsson opnaði myndlist-
arsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Í
Safnahúsinu var opnuð samsýning Jóns Óskars og
Huldu Hákon „Fjallið eina og önnur verk“. Mynd-
listarsýning Gíslínu Daggar Bjarkadóttur „Mitt á
milli“ var opnuð í safnaðarheimilinu og á Skipa-
sandi var opnuð sýning bæjarlistamannsins Við-
ars Breiðfjörð „Millilending“.
Hver viðburðurinn rekur annan
Ljósmynd/ Óskar P. Friðriksson
Vegleg dagskrá á Goslokahátíð og afmælisfögnuði vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Vestmannaeyja