Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslenski matvælasprotinn Lava Cheese hefur lokið við tæplega 100 milljóna króna hlutafjáraukningu. Fjármagnið, sem safnaðist í gegnum hópfjármögnunarfyrirtækið Fund- erbeam, verður að sögn annars af stofnendum fyrirtækisins, Guð- mundar Páls Líndal, notað til að sækja fram á markaði erlendis og til að auka framleiðslugetuna. Leiðandi fjárfestir í hlutafjár- aukningunni var sænski frum- kvöðullinn og fyrrverandi þingmað- urinn Gunnar Axén. Storknaður ostur Lava Cheese er, eins og nafnið ber með sér, ostasnakk sem líkist hrauni. Hugmyndina fengu Guð- mundur og félagi hans Jósep Birgir Þórhallsson þegar þeir brögðuðu ost sem hafði storknað á samlokugrilli. Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að það sé gömul saga og ný að einföldu hlutirnir virki best. „Við vorum ekkert að stefna á að verða eitthvert risafyrirtæki en fólk vildi meira og meira og við þurftum að stækka og stækka til að anna eftirspurn.“ Guðmundur segir að þegar þeir Jósep tóku þátt í matarmarkaði Búrsins hinn 10. desember 2016 hafi allt orðið vitlaust, eins og hann orðar það, og fjallað var um Lava Cheese í kjölfarið á matarvef mbl.is. „Eftir það vissum við að það væri kannski eitthvert fyrirtæki að fæðast þarna. Í framhaldinu gekk vel að koma vör- unum inn í verslanir.“ Hann segir að nafnið Lava Cheese hafi verið notað frá upphafi, en flög- urnar verða til eins og hraun. Ost- urinn bráðnar, lekur og storknar, og áferðin líkist hrauni. „Það er heldur ekki leiðinlegt utan landsteinanna að hafa svona tengingu við Ísland.“ Spurður um vöruþróun segir Guð- mundur að fyrsta varan sem gekk vel hafi verið með chilibragði. Næst prófuðu þeir félagar lakkrísbragð. „Það gekk ekki nógu vel og við hætt- um með það. Herskáir lakkrísunn- endur brugðust illa við því og kvört- uðu sáran. Ég ákvað því að senda nærri allan lagerinn til þessa fólks til að friða það,“ segir Guðmundur og hlær. Komið til Stokkhólms Næst var ákveðið að framleiða ostasnakk úr reyktum osti. Það gekk betur en lakkrísinn að sögn Guð- mundar, sérstaklega hjá Banda- ríkjamönnum. Þá ákváðu þeir, vegna mikillar eftirspurnar, að framleiða ostaflögur úr hreinum cheddarosti. „Við viljum ekki vera með of margar bragðtegundir í aðalfram- leiðslunni en munum í staðinn fram- leiða flögur í ýmsum bragðtegund- um í takmörkuðu upplagi. Þá kemur lakkrísinn kannski aftur inn.“ Snakkið er komið inn í stórversl- anir og sérverslanir í Stokkhólmi. „Þetta er á byrjunarreit þar ennþá en við erum í samningaviðræðum við stóran dreifingaraðila í Skandinavíu og viljum fylgja því vel eftir og sjá til þess að öll gæðamál séu 100%. Pen- ingarnir sem við fengum í gegnum Funderbeam eiga að fara í þá mark- aðssókn og styrkja framleiðsluna um leið. Eins og staðan er í dag þurfum við að halda aftur af okkur í mark- aðssetningu til að ráða við eftir- spurnina.“ Dreifa um alla Skandinavíu Hraun Stofnendurnir Jósep Birgir Þórhallsson og Guðmundur Páll Líndal.  Lava Cheese fékk inn 100 milljónir í hlutafé í gegnum Funderbeam  Stofnend- urnir áfram með meirihluta  Fyrrverandi þingmaður og frumkvöðull fjárfesti Ostur » Áætlað er að 220 þúsund Lava Cheese-öskjur seljist á þessu ári á Íslandi. » Velta fyrirtækisins mun tvö- faldast á þessu ári frá fyrra ári. Árið 2018 tvöfaldaðist veltan frá árinu 2017. » Ráða bara flóttamenn. sem voru eigendur Valitors á tíma brotsins. Greiðslan skiptist þeirra á milli. Forsögu framangreindrar greiðslu má rekja aftur til ársins 2011, þegar Datacell og Sunshine Press Production voru að afla fjár fyrir WikiLeaks. Á þeim tíma var WikiLeaks að fjalla um umdeild mál í Bandaríkjunum, og Valitor, sem er með samninga við stór fyrirtæki þar í landi, var beitt þrýstingi til að loka á þjónustuna. Í kjölfarið rauf Valitor greiðslugátt- arþjónustu við fyrirtækin og var af þeim sökum stefnt af Datacell og Sunshine Press Production. Þjón- usturofið var talið ólögmætt í dómi héraðsdóms, en til stóð að áfrýja honum. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Svo virðist sem fréttirnar hafi lítil áhrif haft á gengi hlutabréfa Arion banka, eiganda Valitors. Verð bréfanna hélst óbreytt í gær. Leiða má líkur að því að fjárfestar hafi í talsverðan tíma verið undir það búnir að til sambærilegrar greiðslu kæmi, hvort sem það væri vegna samkomulags eða sökum dómsúrskurðar. Valitor er nú í miðju söluferli en ráðgert er að því ljúki síðar í mán- uðinum. Að undangengnu hagsmunamati og með það fyrir augum að eyða óvissu ákvað stjórn Valitors að ganga frá samningum við Datacell og Sunshine Press Production, út- gáfufélag WikiLeaks. Það var gert í stað þess að áfrýja dómi héraðs- dóms til Landsréttar. Samkomu- lagið felur í sér greiðslu 1,2 millj- arða króna í skaðabætur, sem er sú upphæð sem Héraðsdómur Reykja- víkur hafði dæmt Valitor til að greiða. Ljóst er að greiðslan er talsvert fjárhagslegt högg fyrir Landsbankann og Arion banka, Valitor greiðir rúman milljarð króna  Gengu frá samkomulagi um greiðslu skaðabóta til að eyða allri óvissu Valitor Fyrirtækið mun greiða rúm- an milljarð króna í skaðabætur. ● Orkuveita Reykjavíkur skráði í gær fyrsta græna skuldabréfaflokk sinn á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Verðmæti skuldabréfa- flokksins er um 7,5 milljarðar króna að nafnvirði og er til 36 ára. Fyrsta útgáfa flokksins var gefin út 18. febrúar sl., en OR hyggst halda áfram að gefa út skuldabréf í flokknum næstu ár. Við út- gáfu bréfanna fylgdi OR grænum ramma sem tryggir að fjármagnið sem fæst við útgáfuna verði nýtt í umhverf- isvæn og samfélagslega ábyrg verkefni. Haft er eftir Bjarna Bjarnasyni, for- stjóra OR, í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér í gær að mikil ánægja sé með viðtökur útgáfunnar. Þá virðist sem mikil eftirspurn sé eftir bréfunum meðal fjárfesta. Fyrstu grænu skulda- bréf OR skráð á markað 5. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.13 125.73 125.43 Sterlingspund 157.37 158.13 157.75 Kanadadalur 95.49 96.05 95.77 Dönsk króna 18.93 19.04 18.985 Norsk króna 14.614 14.7 14.657 Sænsk króna 13.434 13.512 13.473 Svissn. franki 127.05 127.75 127.4 Japanskt jen 1.1617 1.1685 1.1651 SDR 173.31 174.35 173.83 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.5458 Hrávöruverð Gull 1425.1 ($/únsa) Ál 1754.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.8 ($/fatið) Brent Landsbankinn og Landsbréf hafa ákveðið að kaupa svokallaða UFS- greiningu af fyrirtækinu Reitun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Greining af þessu tagi er til þess gerð að leggja hlutlægt mat á um- hverfislega og félagslega þætti sem og stjórnarhætti við mat á fjárfest- ingarákvörðunum. Markmiðið með slíku mati er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma, eins og segir í tilkynningunni. Með samstarfinu er það vilji bank- ans og dótturfélagsins Landsbréfa að leggja fyrrnefnt mat á útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa sem eru í þessu tagi víða erlendis á undanförn- um árum. Með greiningunni er ekki aðeins lagt mat á umhverfislega og félagslega þætti auk stjórnarhátta heldur gerir einkunnagjöf á grunni þessa mats einnig mögulegt að bera viðkomandi fyrirtæki saman við önn- ur. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaða hjá Lands- bankanum, og Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segja fyrirtækin taka mikilvægt skref í átt að ábyrgari fjárfestingum með samstarfinu við Reitun. „Við settum okkur metnaðarfulla stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar strax á árinu 2013 og höfum síðan þá inn- leitt þá stefnu í fjárfestingarákvarð- anir. Þessum þjónustusamningi er ætlað að gera þá vinnu skilvirkari og faglegri miðað við nýjustu viðmið á hverjum tíma.“ ses@mbl.is stýringu félaganna tveggja.Hin svo- kallaða UFS-reitun hefur verið sam- starfsverkefni milli Reitunar, Klappa – grænna lausna og Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við Háskóla Íslands. Þessir aðilar hafa byggt upp og þróað greininguna með innlendan markað í huga. Mikill vöxtur hefur verið í þjónustu af Taka upp UFS-reitun  Landsbankinn og Landsbréf setja sér ný viðmið Ábyrgar fjárfestingar Landsbank- inn og Landsbréf taka af skarið. ● Litlar hreyfingar voru á gengi bréfa í kauphöllinni í gær. Verð á hlutabréfum í Högum hækkaði mest, eða um 1,84% í 94 millj- óna króna við- skiptum. Næst- mest var hækkunin hjá Eik og Reitum, eða um 1,55% í annars vegar 104 milljóna króna við- skiptum og hins vegar í 32 milljóna króna viðskiptum. Einungis hlutabréfa- verð Símans lækkaði í dag, eða um 0,33% í 19 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfin í Högum hækkuðu mest í gær Kauphöll Hagar hækkuðu mest. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.