Morgunblaðið - 05.07.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Jakki
Verð nú
3.950
af öllum vörum
nema skarti
50%AFSL.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sendinefnd Norður-Kóreu hjá Sam-
einuðu þjóðunum kvartaði í gær yfir
því að Bandaríkjastjórn væri „hel-
tekin af refsiaðgerðum“ og full
fjandskapar í garð Norður-Kóreu-
manna.
Tilefni kvörtunarinnar var bréf
sem Bandaríkjastjórn sendi ásamt
Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til
allra aðildarríkja Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem ítrekað var að þeim
bæri samkvæmt ályktunum örygg-
isráðsins að senda heim alla verka-
menn frá Norður-Kóreu fyrir árslok
2019.
Sagði sendinefndin í yfirlýsingu
sinni að ekki væri hægt að líta
framhjá því að bréfið hefði verið sent
29. júní, sama dag og Donald Trump
Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un,
leiðtogi Norður-Kóreu, hittust
óvænt á landamærum Kóreuríkj-
anna tveggja og samþykktu að hefja
aftur viðræður um kjarnorkuafvopn-
un Norður-Kóreu.
Segir í yfirlýsingu sendinefndar-
innar að það sýni að Bandaríkja-
stjórn sé „full fjandskapar“ í garð
Norður-Kóreu og leggi á ráðin um
aðgerðir gegn ríkinu á sama tíma og
sóst sé eftir viðræðum. Bréfið er
hins vegar dagsett hinn 27. júní.
Tugþúsundir sendar úr landi
Samkvæmt áætlunum Sameinuðu
þjóðanna eru tugþúsundir Norður-
Kóreumanna sendar úr landi á ári
hverju og látnar vinna við erfiðar að-
stæður gegn greiðslu til stjórnvalda
í Pyongyang. Munu flestir þeirra
vera sendir til Kína og Rússlands.
Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð-
anna kveða á um að bannað sé að
gera nýja samninga við verkafólk frá
Norður-Kóreu og eru aðildarríki
samtakanna skuldbundin til þess að
senda þá sem þegar eru innan land-
svæðis þeirra aftur til Norður-Kóreu
fyrir árslok.
Bandaríkin „full fjandskapar“
Stjórnvöld í Norður-Kóreu kvarta
undan refsiaðgerðum Bandaríkjamanna
AFP
Söguleg stund Trump og Kim
samþykktu nýjar viðræður.
Mikið var um dýrðir í Washington í gær þegar Banda-
ríkjamenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan. Að
þessu sinni var efnt til mikillar skrúðgöngu og tóku um
800 hermenn þátt í henni. Engir skriðdrekar voru með,
þar sem óttast var að þeir myndu skemma götur borg-
arinnar, en nokkrir bryndrekar voru til sýnis við minn-
ismerkið um Abraham Lincoln þar sem Donald Trump
Bandaríkjaforseti flutti hátíðarræðu um kvöldið.
AFP
Sjálfstæðinu fagnað fjórða júlí
Sergei Shoigu,
varnarmálaráð-
herra Rússlands,
sagði í gær að
eldsvoðinn í kaf-
bátnum sem varð
14 rússneskum
sjóliðum að bana
hefði komið upp í
rafgeymi bátsins,
og að kjarna-
kljúfur hans hefði
ekki verið í hættu vegna eldsins.
Áhöfn bátsins, sem var skipuð
háttsettum sjóliðsforingjum, kom að
sögn Shoigus í veg fyrir að eldurinn
næði til kjarnakljúfsins. Sagði
Shoigu einnig að mögulegt yrði að
gera við kafbátinn.
Nafn bátsins hefur ekki verið birt
opinberlega, og sögðu stjórnvöld í
Kreml að mikið af upplýsingum í
tengslum við atvikið yrði áfram
hjúpað leynd. Báturinn mun þó hafa
verið að kortleggja landgrunn Rúss-
lands á norðurslóðum þegar elds-
voðinn kom upp.
Kjarnakljúfurinn
ekki í hættu
Sergei
Shoigu
RÚSSLAND
Tveir aðdáenda-
klúbbar tónlist-
armannsins
Michaels Jack-
sons í Frakklandi
lögðu í gær fram
kæru á hendur
þeim James Safe-
chuck og Wade
Robson fyrir að
ófrægja minn-
ingu Jacksons,
en mennirnir tveir sökuðu hann um
að hafa beitt sig kynferðislegu of-
beldi í heimildarmyndinni Leaving
Neverland sem kom út fyrr á þessu
ári. Samkvæmt frönskum lögum er
óheimilt að rægja látna menn, en
slíka heimild er ekki að finna í lög-
gjöf Bandaríkjanna eða Bretlands.
Safechuck og Robson hunsuðu
kæruna og sendu ekki fulltrúa þeg-
ar hún var tekin fyrir í frönskum
rétti í gær. Dánarbú Jacksons hefur
þegar kært framleiðslufyrirtækið
HBO og krafist skaðabóta.
Kæra meint fórn-
arlömb fyrir róg
Michael
Jackson
FRAKKLAND
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Íran fordæmdu í gær
það sem þau sögðu vera „ólöglega
stöðvun“ á einu af olíuflutningaskip-
um sínum við Gíbraltar í gær.
Breskir landgönguliðar fóru um
borð í skipið og stöðvuðu för þess,
en grunur leikur á að för þess hafi
verið heitið til Sýrlands í trássi við
refsiaðgerðir Evrópusambandsins.
Fabian Picardo, heimastjórnar-
ráðherra Gíbraltar, sagði í yfirlýs-
ingu sinni um málið í gær að rök-
studdur grunur léki á því að skipinu
hefði verið ætlað að flytja hráolíu til
Banyas-olíuhreinsistöðvarinnar,
sem tilheyrir sýrlenskum stjórn-
völdum. Evrópusambandið hóf
refsiaðgerðir gegn þeim árið 2011,
sem fela meðal annars í sér við-
skiptabann á olíu.
Josep Borrell, utanríkisráðherra
Spánar, sagði hins vegar að skipið
hefði verið stöðvað að beiðni Banda-
ríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bret-
lands sendi einnig frá sér yfir-
lýsingu, þar sem aðgerðum
stjórnvalda í Gíbraltar til stuðnings
refsiaðgerðum gegn sýrlenskum
stjórnvöldum var fagnað.
Írönsk stjórnvöld kölluðu sendi-
herra Bretlands í landinu á sinn
fund í kjölfar stöðvunarinnar og af-
hentu honum harðorð mótmæli.
Nokkur spenna ríkir þegar í sam-
skiptum Írans og Bretlands, þar
sem Íranar tilkynntu fyrir
skemmstu að þeir hygðust rjúfa
ýmsa skilmála kjarnorku-
samkomulagsins frá 2015, meðal
annars með því að auðga úran fram
yfir það hlutfall sem samkomulagið
heimilar þeim. Hafa bresk stjórn-
völd varað við afleiðingum þess.
Mótmæla yfir-
töku olíuskips
Breskir land-
gönguliðar stöðva
för íransks skips
AFP
Risaskip Olíuflutningaskipið liggur
nú undan ströndum Gíbraltar.
Landhelgisgæslan í Túnis sagði að
meira en 80 flóttamenn væru týndir
eftir að bátnum þeirra, sem var á
leiðinni frá Líbýu til Ítalíu, hvolfdi
undan ströndum landsins. Tókst ein-
ungis að bjarga fjórum af flótta-
mönnunum 86 sem sagðir voru um
borð í bátnum, en einn þeirra lést á
sjúkrahúsi síðar um daginn. Sá kom
frá Fílabeinsströndinni, en hinir þrír
frá Malí. Var einn þeirra á gjör-
gæslu í gær.
Samkvæmt frásögnum þeirra sem
björguðust voru 86 flóttamenn um
borð í bátnum, sem var uppblásinn,
þegar hann hóf ferð sína frá Líbýu
yfir Miðjarðarhafið.
Mikill straumur flóttamanna hef-
ur farið gegnum Líbýu á undan-
förnum árum á leiðinni til Ítalíu.
Ferðalagið yfir hafið er hins vegar
erfitt og eru fregnir af slysum tíðar.
Þannig drukknuðu að minnsta kosti
65 í maí síðastliðnum við svipaðar
aðstæður.
Óttast að
meira en 80
séu látnir
Bátur með flótta-
mönnum fór á hvolf