Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
Sá stærsti Risavaxinn gámakraninn gnæfir yfir umhverfið á Sundabakka í Sundahöfn á athafnasvæði Eimskips. Framkvæmdir í Sundahöfn eru í fullum gangi við hafnarbakkagerðina.
Árni Sæberg
Ein merkasta upp-
finning mannsandans á
eftir gúmmístígvélum
er markaðurinn. Hvort
tveggja þarfnast hug-
vits til að verða til.
Efnafræðikunnátta
nýtist við framleiðslu
gúmmístígvéla. Tísku-
straumar leiddu til
þess að bomsur urðu
til, fyrir heldri konur.
Markaðurinn varð til þegar mað-
urinn uppgötvaði verkaskiptingu og
hagkvæmni hennar. Sennilega hefur
efnafræði heilans haft nokkuð um að
segja. Einnig kemur til samkeppni
en samkeppni er drifkraftur fram-
fara og lífskjara.
Markaðslögmálið byggist á fram-
boði og eftirspurn. Eftir því sem
verðið er hærra þeim mun meira
framboðs má vænta á markaðinn.
Því er öfugt farið með eftirspurnina,
því lægra verð, þeim mun meiri
spurn er eftir vöru eða þjónustu.
Þegar báðir aðilar eru sáttir við
verðið, sem er samnefnari fyrir
framboð og spurn eftir vöru eða
þjónustu, eiga sér stað viðskipti. Í
flestum tilfellum eru báðir aðilar
ánægðir. Þó ber svo við að aðili utan
við viðskiptin er óánægður með við-
skiptin og telur verðið rangt. Það er
alviturt ríkisvald.
Verðvitund kaupanda
og seljanda
Almennt er það svo að kaupandi
vöru og þjónustu veit ekkert hvað
varan og þjónustan „kostar“ í fram-
leiðslu.
Enginn með fullu viti myndi
kaupa Coca Cola ef hann vissi um
framleiðslukostnaðinn á Coca Cola í
dós!
Það er aðeins ein vara í heiminum,
sem hefur verið seld á
áætluðu kostnaðar-
verði, en það eru ís-
lenskar landbúnaðar-
afurðir. „Sex manna
nefndin“ taldi sig fara
nærri um sannanlegan
framleiðslukostnað, en
það var víðs fjarri því
sem neytendur vildu
greiða. Þannig voru
myglaðar kartöflur
seldar á kostnaðar-
verði. Yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegs-
ins vissi mjög mikið um það verð,
sem kaupendur sjávarafurða voru
tilbúnir að greiða. Nú er þekking
verðlagsráðs horfin. Hún var þó
framför frá því er Útflutningssjóður,
frá 1957 til 1960, vissi nákvæmlega
um framleiðslukostnað allra sjávar-
afurða, og greiddi það sem vantaði
þegar söluverð skilaði ekki fram-
leiðslukostnaði. Nákvæmnin var
með þremur aukastöfum í prósentu,
og útreikningarnir miðuðust við
vetrar-, vor- og haustvertíðir.
Vinstri „intelegensían“ vissi allt um
verð og hvernig átti að vinna fisk og
markaðssetja.
Markaðsbúskapur
og vinstri hugsjón
Þegar stjórnvöld í Þýska alþýðu-
lýðveldinu gáfust upp á áætlana-
búskap sínum um 1990, rómuðu þau
mjög yfirburði markaðsbúskapar,
sem þau hefðu „fundið upp“. Það
entist um skamman tíma, því landið
sameinaðist Þýska sambandslýð-
veldinu, en þar hefur verið markaðs-
búskapur frá dögum Otto von Bis-
marck.
Þegar vörugjöld voru afnumin af
heimilistækjum töldu verkalýðs-
hreyfing og vinstra lið að með af-
námi vörugjalda væri verið að ívilna
efnafólki og hátekjufólki.
Heimilistæki eru til á öllum heim-
ilum, hjá tekjulágum sem tekju-
háum. Vörugjöld eru íhlutun í mark-
aðsstarfsemi, því þau brengla
verðhlutföllum. Vinstra lið hafnar
markaðsbúskap en vill taka upp
skattlagningu af ýmsu tagi til að
„leiðrétta“ og stýra vali borgaranna.
Afnám vörugjalda á heimilistækjum
er stórkostleg kjarabót fyrir venju-
legt fólk. Ísskápar eru þarfaþing
fyrir alþýðu.
„Leiðrétting“ eða neyslustýring
með sköttum miðar að því að fá
hegðun að skapi „intelegensíu“
vinstri flokka því „intelegensían“
veit hvað þjóðinni kemur vel! Íhlut-
un og alvit „intelegensiunnar“ kem-
ur að ofan, niður til fólksins. Venju-
lega er það fólkið, sem er vald-
gjafinn. Ég veit aftur á móti betur
en aðrir hvað mér kemur vel.
Að „draga úr drykkjuskap
og að auka tekjur ríkissjóðs“
Fjármálaráðherra úr Framsókn-
arflokki vildi „hækka verð á áfengi
til að draga úr drykkjuskap og auka
tekjur ríkissjóðs“. Hvort tveggja gat
ekki gerst, því verðhækkun á að
draga úr spurn eftir vöru og því var
annað tveggja hægt að gera, þ.e. að
draga úr drykkjuskap eða auka
tekjur ríkissjóðs. En vegna mark-
aðsbresta óteyginnar spurnar eftir
áfengi jukust aðeins tekjur ríkis-
sjóðs, áfengiskaup voru óbreytt. Því
miður er það svo að lögmál mark-
aðarins verka ekki alltaf á þann veg
sem menn helst vildu. Það eru brest-
ir! Drykkjumaður einn í borginni
hafði eitt sinn orð á því að áfengi
væri orðið svo dýrkeypt að hann
hefði ekki ráð á því að kaupa sér skó.
Markaðslögmál í
heilbrigðisþjónustu
Vinstri „intelegensían“, sem hefur
mikla trú á markaðslögmálum við
stýringu á neyslu, telur alveg fráleitt
að heilbrigðisþjónusta sé veitt á
„markaði“. Hinn eini rétti vett-
vangur á veitingu heilbrigðisþjón-
ustu er sjúkrahús á vegum ríkisins
og heilsugæslustöðvar á vegum rík-
isins. Þar er búið að finna út hvað sé
eðlilegur biðtími á kvölum eða sjón-
leysi. Mikinn hluta heilbrigðisþjón-
ustu er hægt að veita utan sjúkra-
húsa. Þá kvartar „intelegensían“
yfir því að sjúkrahúsin sitji uppi með
verstu tilfellin. Það er nefnilega
þannig að sjúkrahús eiga að með-
höndla verstu tilfellin, annað er
hægt að annast utan sjúkrahúsa.
Hvað sem þessu líður þá geta þeir,
sem þess óska gefið skít í vinstri
„intelegensíu“, farið út úr biðröðinni
og keypt sér þjónustu hérlendis eða í
útlöndum og borgað allt sjálfir, þrátt
fyrir sjúkratryggingu í sköttum.
Nýtt æði í markaðsmálum
Nú er runnið upp nýtt æði við
notkun markaðslögmála. Bætist það
á annað æði, sem er hvers kyns kol-
efnaskattar, en þeir eiga að leiða til
þess að fólk fái flugviskubit af því að
ferðast. Nú er talið að þjóðin sé úr
hófi of feit. Til að draga úr þessum
skavanka er helst eitt ráð en það er
að hækka verð á þeim vörum, sem
taldar eru valda hinni meintu offitu.
Því er haldið fram að sykur af öllu
tagi valdi þessari offitu. Sennilega er
hann einn skaðvaldurinn. Stóri skað-
valdurinn er ofát vegna leti, væru-
kærðar og hreyfingarleysis.
Skattlagning á sykur og sykraða
vöru er flókin og flækjustig hátt.
Sértæk skattlagning af þessu tagi er
sennilega mjög dýr í framkvæmd og
afmörkun skattlagningar umdeilan-
leg. Sértæk skattlagning er einnig
andstæð meginreglum um einföldun
skattlagningar. Til þess eru tekju-
skattur og virðisaukaskattur. Út-
færsla þeirra skatta er tiltölulega
einföld þrátt fyrir tveggja þrepa
virðisaukaskatt, sem ríkisskattstjóri
hefur náð þokkalegum tökum á, sér-
staklega eftir að áfengi var fært í
lægra þrep virðisaukaskatts.
Eru til önnur ráð en
sérhannaðir skattar?
Það fer stundum um huga þess er
þetta ritar hvort megi ekki ná skyn-
samlegum markmiðum með fræðslu.
Fræðsla og kynning eru stórkost-
lega vanmetin við umfjöllun á heilsu-
tengdu líferni. Það má nota mark-
aðslögmálin á annan veg en hingað
til í heilbrigðisþjónustu.
Það má verðleggja lífsstílstengda
heilbrigðisþjónustu eftir vigt þess er
þjónustuna kaupir. Það er einnig
hægt að neita þeim sem reykja um
þjónustu vegna reykingatengdra
sjúkdóma nema með ofurgjaldi.
Mér er kunnugt um vanda þess að
falla í freistni. Ég veiti mér það
reglulega að falla í freistni og fæ
mér gosdrykk, alls ekki sykur-
lausan, um helgar. Læt ég þá „fað-
irvorið“ mig litlu varða. Ég veit hvað
ég þarf að hreyfa mig fyrir gosdós-
ina.
En er ekki alltaf sama hugsunin
undirliggjandi í fagurri hugsjón
megrunar og neyslustýrandi skatta
hjá vinstri „intelegensíu“; að draga
úr ofáti og auka tekjur ríkissjóðs?
Eins og með áfengið hjá framsókn-
arráðherranum forðum daga! For-
gangsröðunin er oft önnur en ætla
mætti.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Ég veiti mér það
reglulega að falla í
freistni og fæ mér gos-
drykk, alls ekki sykur-
lausan, um helgar. Læt
ég þá „faðirvorið“ mig
litlu varða.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Markaðslögmál og brestir