Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 16

Morgunblaðið - 05.07.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Minningar yfir 70 ára skeið er dýrmætur sjóður. Sjóður, sem vex með hverju ári. Það var félagsleg ögr- un og áskorun fyrir fullvaxta fólk að sam- lagast heimavistaraga þess tíma, er þá ríkti í heimavistarskólum. Þessi áskorun heppn- aðist átakalítið. Það var áskorun að nema íþrótta- fræðin. Það var áskorun að skynja þann siðferðilega aga sem kenn- arinn verður að tileinka sér og trún- að gagnvart nemendum sínum. Það var 12 manna hópur ungs fólks sem kvaddi Íþróttakennara- skólann hinn 30. júní 1949 fullt eftir- væntingar. Með bjartsýni og starfs- gleði að leiðarljósi lögðum við út á lífsbrautina. Fimm úr hópnum eru búin að kveðja. Blessuð sé minning þeirra. En við hin höldum hópinn. Margar samverustundir höfum við átt á liðnum árum. Þessar stund- ir hafa verið okkur gleðigjafi í hin- um ljúfa minningarsjóði. Á 70 ára afmælinu 30. júní sl. var gleði- kyndillinn tendraður enn á ný og samþykkt að láta ljósið loga enn glaðar en áður, meðan lífsfjör okkar varir og heilsan leyfir. Það er sitt hvað aldur eða elli. Aldurinn er staðreynd en ellin er afstæð og er ekki enn svo mjög til tafar. Íþróttaiðkun og holl hreyfing, samfara hóflegu mataræði og almennri heilsurækt var það fararnesti sem við fengum fyrir 70 árum. Þetta nesti hefur dugað okk- ur betur en flestir geta trúað, en fyrir okkur hefur það reynst far- sælt. Það lifir vel í ljúfum minningarglæðum Eftir Hjört Þórarinsson » 30. júní sl. var 70 ára afmæli íþrótta- kennara frá Laugar- vatni 1949 fagnað. Hjörtur Þórarinsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Elsa Christiansen 70 ára júbílantar Hjörtur Þórarinsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurlaug Zophoníasdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Svavar Lárusson. Á myndina vantar Sigríði Böðvarsdóttir. Brautskráning 30. júní 1949 á Laugarvatni Fremsta röð. Björn Jakbosson skólastjóri, Ingigerður Jóhannsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Sigurlaug Zophoníasdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigríður Valgeirsdóttir kennari. Miðröð: Svavar Lárusson, Ástbjörg Gunnarsdóttir, Sigríur Böðvarsdóttir Aftasta röð: Hjörtur Þórarinsson, Jóhann Daníelsson Páll Guðmundsson, Ingimar Elíasson Á myndina vantaði Sigríði Pálsdóttur. Ég er nýbúin að ljúka lestri á stór- fróðlegri og bráð- skemmtilegri bók Guð- jóns Friðrikssonar um Alþýðuflokkinn. Frá og með blaðsíðu 493 er fjallað um baslið, sem fylgdi því að innleiða EES-samninginn. Það sprengdi þásitjandi ríkisstjórn, hvorki meira né minna, þar sem þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, og þá- verandi formaður Alþýðubandalags- ins, Ólafur Ragnar Grímsson, höfðu stórar efasemdir um, að samningur- inn stæðist stjórnarskrána. Þeir vildu ekki láta innleiða samninginn nema að undanfarinni þjóð- aratkvæðagreiðslu, auk þess sem þeir áréttuðu, að það þyrfti greini- lega að breyta stjórnarskránni vegna valdaframsals. Takið eftir þessu. Ólafur Ragnar lét hafa eftir sér, að hann hafi ekki viljað kljúfa flokk sinn, Alþýðubandalagið, með því að samþykkja innleiðingu samn- ingsins (bls. 503). Sömuleiðis lýsti hann sig og þingflokkinn andvígan innleiðingu hans og þeir myndu því greiða atkvæði gegn honum. Þá var nýkominn inn á þingið fyrir Alþýðu- bandalagið Steingrímur nokkur Jó- hann, sem var ekki síður andsnúinn EES og ESB en félagar hans í flokknum. Þetta er sá sami Stein- grímur, sem nú situr í forsetastól Al- þingis, og berst fyrir því að orku- pakki þrjú með því valdaframsali, sem hann hefur að geyma og vafa um að standist stjórnarskrána, verði samþykktur þjóðinni í óhag. Svona geta menn breyst eftir því, hvað flokkarnir heita, sem þeir eru í, þrátt fyrir andstöðuna við ESB. Þegar ákveðið var að stofna einn stóran, allsherjar jafnaðarmanna- flokk úr Alþýðuflokknum, Alþýðu- bandalaginu og smábrotunum, sem höfðu kvarnast úr þeim með ár- unum, svo og Kvennalistanum, þá klofnaði Alþýðu- bandalagið í tvennt og Kvennalistinn sömu- leiðis. Þá voru nokkrir þegar farnir úr þessum tveimur flokkum, eins og t.d. Hjörleifur Gutt- ormsson. Steingrímur sagði sig úr flokknum, skömmu áður en Alþýðubandalagið klofnaði, enda var það alveg öruggt mál, að harðasti kjarninn var ekkert alltof hrifinn af því að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn, hvorki fyrr né síðar. Þarna var gamall draumur að verða að veruleika, sem aldrei hafði verið möguleiki á að koma í verk, mest vegna andstöðu hörðustu kjarna flokksmanna í báðum flokkum. Þessi harðasti kjarni í Alþýðubandalaginu stofnaði því Vinstri grænt framboð eða það VG, sem við þekkjum í dag. Steingrímur gekk í þann flokk, og framhaldið þekkjum við, en eitthvað virðist þetta fyrrverandi Alþýðu- bandalagsfólk eiga í einhverjum vandræðum með stefnu sína, ekki síst, eftir að Berlínarmúrinn féll og Sovétið leið undir lok. Þó hefði mátt ætla, að andstaða þeirra við Nató, EES og ESB myndi lítið breytast, sú andstaðan alveg jafn hörð og fyrrum, og þau sæju allt svart og rautt, þar sem þessi þrjú bandalög væru annars vegar, og gætu því ekki hugsað sér að samþykkja eitt eða neitt, sem frá Brussel kemur, þó að mér sýnist, sem þau ætli sér að svíkja þann málstað í dag. Ég veit vel um andstöðu Alþýðubandalags- ins varðandi EES og ESB, þar sem ég var á þeim tíma í flokknum og sagði mig úr honum nokkru áður, en hann sprakk í sundur, en það síð- asta, sem ég gerði þar, var að sækja ráðstefnu um EES og ESB, þar sem var varað stórlega við öllu því, sem frá þeim félagsskap kom, og fjand- inn sást alls staðar í þeim efnum, kannske ekki að ósekju, eins og hef- ur komið á daginn síðar. Svo kom Viðeyjarstjórnin, þótt hún ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum heldur, en þó nóg til þess að við tengdumst EES-samningnum eftir mikið japl, jaml og fuður, mót- mæli og efasemdir. Brátt fór þó að síga á ógæfuhliðina og myndast deil- ur út af ýmsum málum, sem ollu ríkisstjórninni erfiðleikum, og voru ófyrirséðir, enda býst ég við, að Jón Baldvin hafi alls ekki átt von á slíku, þegar hann vildi innleiða þennan samning hérna, þó að reynsla hans í áranna rás hafi sýnt honum og þjóð- inni og sannað annað, og við erum að súpa seyðið af nú í dag varðandi orkupakkana. Það var því rétt hjá þeim Steingrími og Ólafi Ragnari að setja stórt spurningarmerki við, hvort samningurinn stæðist stjórn- arskrána. Það hefur hann greinilega aldrei gert, sýnist mér á öllu, meira eða minna í allan þann tíma, sem við höfum þurft að vera tengd honum, enda hefur náttúrlega enginn getað séð þær breytingar fyrir, sem orðið hafa síðar og okkur heldur til óheilla en hitt. Það er því eðlilegt, að Jón Baldvin, Davíð og þeir aðrir, sem fannst það í lagi í fyrstu að tengjast samningnum, séu orðnir harðir and- stæðingar hans núna, þegar sýnt er, á hvaða leið Brusselvaldið er í þess- um efnum. Ég tel því, að það væri réttast fyrir okkur að reyna að losa okkur úr þessu EES-rugli sem fyrst, þar sem samningurinn er okkur frekar til mikillar óþurftar en hitt, og hefur að mínu mati alltaf verið það. Ég botna ekkert í VG, Sjálf- stæðismönnum og Framsókn að ætla virkilega að neyða þennan ósóma upp á landann og selja okkur undir erlenda valdastofnun í raf- orkumálum. Ég mótmæli slíku og tek undir með þeim, sem segja: Ís- landi allt! Heimild: Guðjón Friðriksson: Úr fjötrum. Saga Alþýðuflokksins. – Rv. Forlagið, 2016. Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Það væri réttast fyr- ir okkur að reyna að losa okkur úr þessu EES-rugli sem fyrst. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur, fræðimaður og félagi í Heimssýn. Enn um orkupakka þrjú og EES

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.