Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 18

Morgunblaðið - 05.07.2019, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 30-50% afsláttur ÚTSALA karlmenn Flottir í fötum Í tilefni tíu ára af- mælis hrunsins langar mig til að setja nokkur orð á blað. Ég er ekki í hús- næðisvandræðum en mér er ekki sama um samborgara mína eins og stjórnvöldum virtist vera á árunum eftir hrun. Ég þekki nokkur ljót dæmi frá Dróma og mig langar til þess að nefna tvö til þrjú þeirra af handahófi í tilefni af- mælisins. Drómi varð til úr Spron og Frjálsa fjárfestingarbankanum eftir hrun. Ég þekki gamlan mann sem stóð í stríði við Dróma í ca. sex ár eftir hrun. Tvö þúsund svefnlausar nætur sem lauk haustið 2016 með fullnað- arsigri gamla mannsins. Það var eins og innheimtumenn Dróma hefðu ekkert siðferði. Þeir lögðu loksins inn á reikning gamla manns- ins upphæðina sem deilt var um, daginn áður en taka átti upp málið fyrir héraðsdómi. Ég spyr mig, hvað voru margir búnir að gefast upp fyrir Dróma þegar þarna var komið sögu? Græðgin gerir menn blinda, enda hafði norræna velferðarstjórn- in sett þessa innheimtumenn Dróma á prósentur til að fremja glæpinn. Þá má nefna það líka að á haust- dögum 2016 kom fram í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í viðtali við Jóhannes Karl Sveinsson, hæsta- réttarlögmann og einn af aðalsamn- ingamönnum norrænu velferð- arstjórnarinnar við hrægammasjóðina, að hann hefði viljað að ríkisvaldið hefði farið öðru- vísi að gagnvart Dróma. Árna Páls-lögin svokölluðu Mig langar til að nefna annað dæmi þar sem fjölskylda keypti íbúð tveimur árum fyrir hrun og borgaði 50% útborgun. Það var allur þeirra sparnaður til margra ára og þar með taldir fermingar- peningarnir. Svo tóku þau 50% erlent lán þar sem afborg- unin var ca. 150 þúsund á mánuði. Sú upphæð fór í um 400 þúsund á mán- uði eftir hrun og þau börðust við að borga af láninu þar til í mars 2010 og fóru eftir öllum skilmálum lánsins. Í kjölfarið fóru þau að gefa eftir og borguðu ekki fullar afborganir í fáa mánuði eða fram á vor 2010. Í júní 2010 dæmdi Hæstiréttur þessi er- lendu lán ólögleg en Drómi segir blessuðu fólkinu að þar sem þau hafi ekki staðið 100% í skilum með allar afborganir af láninu fram að dómi (júní 2010) þá verði þau að fara eftir einhverjum reglum sem þeir sjálfir setja, sem voru reyndar glæpsam- legar og óraunhæfar og höfðu eitt- hvað með svokölluð „Árna Páls-lög“ að gera. Þetta fólk er enn þá að berj- ast fyrir rétti sínum núna tíu árum eftir hrun! Þriðja dæmið sem ég nefni hér, er um fjögurra manna fjölskyldu sem Drómi, sem ekki hafði einu sinni inn- heimtuleyfi, hrakti úr landi til Noregs á árunum eftir hrun. Um var að ræða algjörlega glæpsamlegt at- hæfi af þeirra hálfu. Nú er þetta sama fólk komið aftur til Íslands að leita réttar síns því það hefur komið 2.000 svefnlausar næ Eftir Halldór Úlfarsson Halldór Úlfarsson Lífið er ljóðasafn. Hver upplifun, sérhver minning, hvert andar- tak er ljóð sem safnast saman og verða að ljóðasafni áður en þú veist af. Lífið er nefnilega ekki bara eitt ljóð og ekki bara ein ljóðabók frá ákveðnu tímabili heldur þegar allt kem- ur til alls heilt ljóðasafn. Lífið er núna Lífið, það er núna. Það tekur sinn tíma. Gefðu þér stundarkorn og njóttu þess að fylgja með. Vertu ekki sífellt að bíða eftir einhverju sem verður kannski seinna. Lifðu lífinu lifandi núna. Láttu það eftir þér, því að núna er þín stund. Vertu ekki eins og skugginn af sjálfum þér. Að lifa lífinu er að gefa sér tíma, núna. Tíma til að staldra við og njóta þess að vera í núinu, í ljósi ei- lífðarinnar. Tíma sem er dýrmætur og flýgur hratt. Tíma sem ekki kemur aftur. Vertu því á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. Andartak eilífðar Ef von mín hins veg- ar næði aðeins til þess- arar ljúfsáru allt of stuttu ævi, þá væri ég afar aumkunarverður maður. Þá væri lífið hreinlega allt of stutt, heldur napurt, full snautt og jafnvel steindautt. Eilífðin er nefnilega augnablik sem aldrei líður. Þar sem ólýsanlegar minningar. Hin dásamlegustu augnablik verða að eilífð. Því að einn dagur er sem þúsund ár hjá Guði og þúsund ár sem einn dagur. Andar- takið getur sannarlega verið stutt en varað út eilífðina. Ævin er stutt en lífið er langt Ævin er stutt en lífið er langt. Ævin er eins og meðganga sem fylgir samdráttur og oft harðar fæðingar- hríðir inn til lífsins ljóma. Þeirrar dýrðar sem koma skal og engan endi mun taka. Ævin er stundleg og stutt en lífið er tímalaus eilífð. Ævi mannsins er nefnilega eitt en líf hans annað. Þó samofin þar til dauðinn skilur að. Ævinni lýkur við síðasta andvarp. En lífið heldur áfram. Það heldur á fund eilífs friðar og lífs hjá Guði. Því er svo dýrmætt að geta notið hverrar stundar í ljósi eilífðarinnar. Þökk sé þér kærleiksríki Guð, höf- undur og fullkomnari lífsins. Þökk sé þér Jesús Kristur sem ert vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Þú sem ert upprisan og lífið sjálft. Og þökk sé þér heilagi góði lífsins andi sem biður fyrir okkur með andvörpum þínum sem minna okkur á hversu dýrmæt við raunverulega erum í augum skaparans. Þökk sé þér sem styður okkur og styrkir hverja stund og varðveitir ljóðin okkar hver sem þau eru, sár sem ljúf. Og upplifanir allar, bænir, þrár og beiðnir sem verða að fallegu ljóðasafni þegar yfir lýkur. Já, gott er að fá að hvíla með þakklæti í lífsins undri. Með einlægri sumar-, kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Lífið er ljóðasafn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Hver upplifun, sér- hver minning, hvert andartak er ljóð sem safnast saman og verða að ljóðasafni áður en þú veist af. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.