Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 ✝ HafsteinnSteinsson fædd- ist á Hrauni á Skaga 7. maí 1933. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 25. júní 2019. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hrepp- stjóri, f. 17. janúar 1886, d. 27. nóvem- ber 1957, og Guðrún Krist- mundsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1892, d. 24. október 1978. íðsdóttur sjúkraliða frá Þórshöfn á Langanesi, þeim varð ekki barna auðið en barngóð voru þau bæði og stóð heimili þeirra frændsystkinum sem og öðrum ávallt opið. Upp úr tvítugu hóf Hafsteinn ásamt tveimur bræðra sinna bú- skap á Hrauni en hóf svo nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í rennismíði 1962 og meistaranámi árið 1969. Hafsteinn starfaði í Vélsmiðjunni Hamri um árabil en starfaði síðan hjá Nælonhúðun í Garðabæ þar til starfsævi lauk. Á efri árum ein- beitti Hafsteinn sér að alls kyns listsköpun, tréskurði, postulíns- málun og ekki síst málaði hann fuglamyndir á flísar og hélt sýn- ingu á þeim oftar en einu sinni. Útför Hafsteins verður gerð frá Bústaðarkirkju í dag, 5. júlí 2019, klukkan 13. Hafsteinn var næstyngstur í hópi 12 systkina en þau eru í aldursröð: Gunnsteinn, Guð- rún, Rögnvaldur, Svava, Guðbjörg, Tryggvina, Krist- mundur, Svanfríð- ur, Sveinn, Ásta og Hrefna sem lést í frumbernsku, enn eru á lífi þau Tryggvina, Svanfríður og Sveinn. Hafsteinn kvæntist hinn 15. júní 1968 Kristínu Þórdísi Dav- Fallinn er frá góður vinur okk- ar og mágur, Hafsteinn Steins- son. Minningarnar eru margar og góðar. Við ferðuðumst mikið með þeim hjónum, Dísu og Hafsteini. Okkur er minnisstætt þegar við fórum með þeim að Hrauni á Skaga og að Kolluvatni í veiði- hús. Hafsteinn naut sín sjáanlega vel í heimahögunum. Það var einnig einstakt að ganga um varpið með Hafsteini og sjá hve vel fór um kollurnar. Við fórum einnig oft í sum- arbústað með þeim hjónum. Eft- irminnileg er ferðin í bústaðinn að Snæfoksstöðum eina páskana. Mikið harðfenni lá yfir öllu og Hafsteinn skar kubba úr snjón- um og hjálpaði strákunum okkar að búa til snjóhús. Það var einstaklega gott að sækja þau hjón heim og börnin okkar voru alltaf yfir sig spennt að fara í heimsókn til þeirra í Sörlaskjólið. Að leiðarlokum minnumst við Hafsteins fyrir tryggð og góð kynni. Blessuð sé minning hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Jónína Davíðsdóttir og Einar Ólafsson. Dísa og Hafsteinn hafa verið stór hluti af lífi mínu frá því að ég man eftir mér og jafnvel vel fyrir það. Við fjölskyldan eyddum flest- um sumarfríum og frídögum saman á ferðalagi, hvort sem það var í tjaldi eða sumarhúsum, eða við veiðar úti um land allt. Ég mun aldrei gleyma árleg- um Þingvallaferðum okkar þar sem við dvöldum jafnan yfir helgi, með báða bílana yfirfulla af dóti, veiddum og höfðum það náðugt. Hafsteinn var með ein- dæmum þolinmóður maður og gaf okkur krökkunum allan sinn tíma og naut hverrar stundar. Það voru ófáar klukkustundirnar sem hann sat við að rekja upp flækt girni eða laga veiðihjól sem maður hafði í klaufaskap sínum náð að skemma. Sörlaskjólið, sem var lengst af heimili þeirra Dísu og Hafsteins, á sérstakan stað í hjarta mér. Þar var ým- islegt brallað og við Hafsteinn bróðir vorum yfir okkur spenntir þegar við fengum að fara til þeirra hjóna í næturpössun. Við lifðum kóngalífi af því er okkur fannst, drukkum kók, borðuðum snakk og fengum að fara í Nes- vídeó og velja vídeóspólu, þar sem kvikmyndin Three Amigos varð ítrekað fyrir valinu. Sóley systir kallaði Hafstein afa sem barn enda voru fáir gæddir þeim mannkostum sem hann hafði til að bera; blíður, umhyggjusamur og umfram allt góður. Dísa og Hafsteinn gáfu okkur systkinunum ekki einungis tíma, heldur hafa þau alla tíð verið ör- lát og stutt okkur með veglegum gjöfum. Einna vænst þykir mér um dúnsæng sem ég fékk í jólagjöf fyrir fáeinum árum, úr andadúni sem þau höfðu tínt á Hrauni á Skaga og Dísa látið sauma. Með kortinu fylgdi kveðja með áletr- uninni: „Vonandi finnur þú góða konu undir sængina“. Þessi orð koma ef til vill frá Hafsteini og lýsa honum vel. Hlýr með vott af kímni. Ég fann konuna skömmu síð- ar og sængin hlýja er enn í notk- un. Hvíl í friði, elsku Hafsteinn. Þín verður sárt saknað. Nói Steinn Einarsson. Sorgin er mikil nú þegar elsku Hafsteinn okkar er fallinn frá. Við eigum ótal fallegar minning- ar en hann var okkur systkinun- um alltaf góður og ávallt til í að bralla eitthvað með okkur. Hann var einstaklega barn- góður og með eindæmum þolin- móður þó við værum ekki alltaf til friðs. Við systkinin hlökkuðum alltaf til þess að fara í heimsókn til Hafsteins og Dísu þar sem æv- inlega var tekið vel á móti okkur. Það var sérstaklega gaman að fara í útilegur með þeim á sumrin en þar naut Hafsteinn sín ein- staklega vel. Skipulagshæfileikar hans komu vel í ljós þegar raða þurfti í bílinn og gat enginn leikið eftir að koma slíku magni af úti- legubúnaði fyrir á svo snyrtileg- an hátt. Hann var auk þess mikill hagleiksmaður en hann smíðaði sitt eigið ferðagrill og fallegan trékassa utan um sem var notað í útilegunum. Hann fór reglulega með okkur í veiðiferðir að eigin frumkvæði og það var notalegt að upplifa kyrrðina við vatnið með Hafsteini. Einnig var hvenær sem er hægt að biðja hann um að laga eitthvað og það voru ófá skiptin sem hann smíðaði og lagaði körfuboltahringi fyrir okkur og margt fleira. Hann fann auk þess fleiri leiðir til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn, en hann tók meðal annars upp bókband og út- skurð. Undir það síðasta málaði hann fallegar myndir af fuglum á flísar sem við systkinin erum heppin að eiga eintak af. Mörg börn sem komu í Sörlaskjólið muna eftir kúluspilinu skemmtilega sem hann smíðaði og vakti það alltaf mikla lukku. Þegar Sóley var tveggja ára gömul tók hún upp á því að kalla hann afa og hann kunni því vel. Þau gerðu margt skemmtilegt saman og samdi hann þessa fal- legu vísu sem lýsti sambandi þeirra einstaklega vel: Sóley hún er sómafljóð sem um margt vill skrafa. Hún er líka hýr og góð, hlær stundum við afa. Elsku Dísa okkar, þinn miss- ir er mikill og sendum við þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Að lokum minnumst við Haf- steins fyrir allar góðu stundirn- ar, blessuð sé minning hans. Hafsteinn Þór, Sóley Ósk og fjölskyldur. Steini og Dísa, Dísa og Steini. Allt mitt líf hafa þessi tvö nöfn jafnan verið nefnd í sömu and- ránni og voru órjúfanlegur hluti af barnæskunni, unglingsárun- um og þroskaferli svo fjöl- margra sem tengst hafa þessum góðu hjónum fjölskyldu- og vinaböndum, og nú söknum við vinar í stað. Hafsteinn Steinsson var yngstur þeirra ellefu systkina frá Hrauni sem komust á legg, dugmikilla og vandaðra barna afa míns og ömmu. Hann stund- aði búskap um tíma á Hrauni en þegar pabbi tók alfarið við flutti hann suður, lauk meistaranámi í rennismíði og vann mestan part starfsævinnar við járniðn af ýmsum toga. Karlmenn af Hraunsættinni hafa sumir hverjir verið nokkuð seinir til að festa ráð sitt, viljað vanda valið og það gerði Steini svo sannar- lega þegar Þórdís Davíðsdóttir, ung kona frá Þórshöfn kom inn líf hans. Og ekki bara hans held- ur allra þeirra fjölmörgu ætt- ingja og vina sem átt hafa sam- leið með þessum heiðurshjónum í meira en hálfa öld sem hjóna- band þeirra hefur varað. Steini og Dísa. Hann hægur og grandvar nánast hlédrægur en sérdeilis eftirtektarsamur. Hún síkát og lífsglöð miðpuntur alls á gleðistundum, mannkostir beggja einstakir. Því miður varð þeim hjónum ekki barna auðið, en við systkinabörnin höfum notið þeirra hlunninda að vera sem þeirra eigin, þegið húsa- skjól, hlýju og hlátur við ótelj- andi tilefni. Á bernskuárum okk- ar bræðra á Hrauni var þess beðið með óþreyju á sumrin að Steini og Dísa kæmu norður. Þau báru með sér tilbreytingu og ferskan andblæ að ógleymd- um öllum gjöfunum sem flutu með og hjálpsemi utan dyra sem innan. Rætur Hafsteins stóðu djúpt á Skaganum. Er starfsæv- inni lauk dvöldu þau oft vikum saman á Hrauni á vorin og lögðu gjörva hönd á dúntekju og dún- hreinsum og fleiri verk sem gjarnan biðu þeirra. Þá fór Steini einnig að rækta þá sköp- unarhæfileika sem hann og systkinin bjuggu ríkulega yfir en gafst ekki tækifæri til að sleppa lausum fyrr. Útskurður, postu- línsmálun og síðast fuglamyndir málaðar á keramikflísar sýndi svo ekki varð um villst hve mikill listamaður hann var. Sem betur fer auðnaðist að halda nokkrar sýningar á verkum hans svo fleiri fengju notið. Ekki má gleyma kveðskapnum en hann átti auðvelt með að setja saman vísur og eitt af hans síðustu verkum var að skrifa hann upp af miðum og umslögum til varð- veislu. Síðustu ára hafa þau Dísa notið í fallegri þjónustuíbúð við Suðurlandsbrautina þar sem þau hafa tekið þátt í að skapa ein- staklega hlýlegt andrúmsloft meðal íbúa. Þar átti Hafsteinn gott ævikvöld með Dísu sinni og heimili sem staðið hefur öllum opið. Nú gat hann sinnt marg- víslegum hugðarefnum eins og nefnt hefur verið, en einnig þjóð- legum fróðleik, fylgst með fram- gangi frændfólksins eða afla- brögðum á Hrauni. Þessi minningarorð eru rituð í töfrandi skagfirsku kvöldsólarskini og því viðeigandi að ljúka þeim með orðum Steina sjálfs. Nóttlaus tími nú er hér á norð- urslóðum. Gleður það mitt gamla hjarta að ganga út í vorið bjarta. Guð blessi minningu Steina og Dísu okkar allra. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Hrauni Gunnar Rögnvaldsson. Hafsteinn Steinsson Þegar ég var barn var mín mesta martröð sú að missa mömmu og pabba. Næstverst var til- hugsunin um að Dista frænka mína færi frá okkur. Hún átti svo stóran sess í lífi okkar systkinanna, hún var svo ómissandi í stóru fjölskyldu- myndinni. En sem betur fer Dýrfinna Helga Klingenberg Sigurjónsdóttir ✝ DýrfinnaHelga Klingen- berg Sigurjóns- dóttir fæddist 5. júlí 1931. Hún lést 29. maí 2019. Útförin fór fram 20. júní 2019. vorum við svo gæfusöm að hafa þau öll með okkur til fullorðinsára og vel það. Fyrir það er ég þakklát. Árið er 1979, ég 19 ára stelpuskott nemi í Verslunar- skóla Íslands ný- komin með kær- asta sem einnig er nemi í sama skóla. Rétt er að geta þess að sá er í dag maðurinn minn, Gísli Gísla- son. En þarna sem sögu er komið eigum við von á okkar fyrsta barni. Ekki fannst frænku minni, Dýrfinnu, þetta vera vandamál, var fljót að hefja undirbúning ungu for- eldranna, ásamt mömmu minni, fyrir væntanlega fæðingu, sem var sett í mars á komandi ári. Þessar frábæru systur undir- bjuggu allt með litlu, verðandi mömmunni, eins vel og hægt var að gera fyrir frumburð. Það er komin 17. mars og ég er komin með verki, svokall- aðar hríðir, eitthvað sem ég hafði bæði hlakkað til og kviðið fyrir. Verkirnir stigmagnast með deginum. Dista er komin heim til að vera með mér í gegnum fæð- inguna (hafði verið á næturvakt nóttina áður). Hún var svo sannarlega ósérhlífin. Hún seg- ir við mig: Jóhanna mín, við verðum heima eins lengi og hægt er, það er svo miklu betra að vera heima í rólegheitum á meðan hríðirnar ganga yfir. Klukkutíma fyrir fæðingu för- um við upp á Fæðingarheimilið í Reykjavík og varla komin þangað þegar sú stutta fæðist. Þvílíkur snillingur sem hún frænka mín var að taka á móti litlu stúlkunni okkar. Hún var svo örugg og róleg, jafnframt því sem hún studdi ungu mömmuna til dáða, endalaust að láta mig vita þvílík hetja ég væri og ótrúlega dugleg. Þarna kynntist ég þeirri hlið á frænku minni sem ég hafði heyrt svo margar konur segja að væri einstök ljósmóðir. Öruggu, hlýju og mjúku hendurnar hennar ýmist að nudda bakið á mér eða að reyna að finna út hvað hentaði best til að lina þessa miklu verki sem fylgja því að fæða barn. Dista frænka mín var hetjan mín. Hún var ekki bara besta frænkan heldur líka besta ljósmóðirin, einstök kona. Þvílík gæfa að fá að hafa hana hjá sér og taka á móti öll- um okkar börnum. Við hjónin eigum fimm börn og þegar sá yngsti mætti til leiks í september 2002, þá var frænka mín hætt störfum og því ekki opinberlega hægt að fá hana til yfirsetu. En í miðjum fæðingarhríðum með þann yngsta var eins og ég væri hreinlega að gefast upp; bjarg- ið mitt í fyrri fæðingum, Dista mín ekki hjá mér, hvernig átti ég að klára fæðinguna án henn- ar. Það var hreinlega ekki hægt og ég segi það við manninn minn sem hringir í frænku mína sem var komin á spítalann innan fárra mínútna til að vera viðstödd fæðinguna, sem að sjálfsögðu endaði með því að hún tók á móti þeim stutta. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þessa frábæru frænku mína í lífi mínu, frænku sem var ekki bara systir mömmu minnar og besti vinur, heldur líka konan sem stóð vaktina með ungu mömmunni við að fæða börnin sín og svo fylgdi hún okkur eftir þegar heim var komið, þvílík fag- manneskja. Svo er því við að bæta að hún mundi öll afmæli bæði, okkar systkinanna og barnanna okkar – hún var Frænka með stórum staf, sem fór með okkur í gegnum sorg og gleði. Það verður engin sem kemur í hennar stað, hún var bara best. Jóhanna Björnsdóttir. Í dag hefði Dista móðursyst- ir mín orðið 88 ára gömul, en hún lést 29. maí sl. eftir langa og skilvirka, gæfu- og gifturíka ævi, yfirburða kona í lífi sínu og starfi. Satt best að segja hvarflaði eiginlega ekki að mér í bernsku að þær systur, Dista og mamma, sem lést í febrúar á þessu ári, ættu eftir að deyja, jafn lífsglaðar og jákvæðar og raun var á. En lífið spyr ekki um slíkt, heldur skal sú skuld gjaldfelld, sem lífið skuldar dauðanum, sama hver á í hlut. Það voru rúm tvö ár á milli þeirra systra, sem voru elstar sex systkina, Dista yngri. Þessi systkin ólust upp á Seljalandi, bæ sem stóð þar sem nú mæt- ast Háaleitisbraut og Ármúli. Þar stóð þrílyft hús sem losaði kannski 75 fm samtals. Þegar flest var bjuggu í þessu húsi 14 manns, fyrir utan tilfallandi kærasta og kærustur systkin- anna, þannig að nándin var mikil í litlu rými. Það voru hreinustu forrétt- indi að fá að alast upp við þess- ar aðstæður, innan um allt þetta góða fólk og fá að fylgjast með lífi þess og lífsbaráttu, sem stundum gat verið býsna snúin, því ekki var fyrir að fara veraldlegum efnum. Þess í stað voru þar gnægtir andlegra gæða, ástar, verndar og vænt- umþykju og það skipti máli. Þangað kom ekki nokkur mað- ur án þess að honum væri gert vel til með mat, kaffi eða jafn- vel gistingu, hvernig sem því varð nú við komið. Dista var flutt úr foreldra- húsum þegar ég komst til ein- hverrar meðvitundar, en hún kom oft í heimsóknir að Selja- landi til að vitja fólksins síns. Mér er í fersku minni hvað mér fannst innilega gaman þegar hún kom, því það brást ekki að hún átti alltaf í fórum sínum eitthvað sem gladdi bragðlauka barnanna og ekki það eitt, heldur gaf hún sig að okkur með sögum og strokum og faðmlagi; það yljaði um hjarta- rætur og gerir enn í minning- unni. Þær voru afar nánar syst- urnar og litu oft inn hvor hjá annarri þegar tími og tækifæri gáfust. Svo sérkennilegt sem það kann að vera, þá fór um mig sama innilega gleðin og áð- ur þegar Dista kom, jafnvel þótt ég væri stálpaður ungling- ur eða fulltíða maður. Það var eitthvað alveg óútskýranlegt sem fylgdi þessari konu; hlýj- an, rólyndið, spjallið og nær- veran öll höfðu svo sérkenni- lega góð áhrif og það fundu svo sannarlega fleiri en ég. Allur sá fjöldi kvenna sem Dista aðstoð- aði við fæðingar vitnar um það og er skemmst að minnast þess hve séra Jóna Hrönn Bolladótt- ir við útför Distu minntist hennar og þeirrar ljúfu og öruggu aðstoðar sem hún naut við fæðingu frumburðar síns. Þar lágu ekki bara orðin tóm heldur ríkar tilfinningar og magnað þakklæti sem gott var að finna. Dista var mögnuð kona, stór- botin manneskja hvernig sem á er litið. Hún var fagmanneskja fram í fingurgóma sem hafði farsæld, velferð og vellíðan skjólstæðinga sinna í fyrirrúmi. Hún var hugrökk og örugg og lét einhverjar reglur ekki aftra sér frá því að fara að óskum sængurkvennanna, skjólstæð- inga sinna, t.a.m. við heima- og vatnsfæðingar; ef konurnar treystu sér í aðstæðurnar þá gerði hún það og þar við sat. Fyrir það og öll hennar mik- ilvægu störf var hún sæmd ís- lensku fálkaorðunni. Guð blessi minningu hennar. Önundur S. Björnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAF ÓSKARSSON kennari, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 2. júlí. Útför hans verður gerð frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 14. Kristbjörg Markúsdóttir Ólafur Jón, Ragnheiður Helga, Ósk, Hans, Áróra, Óðinn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.