Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019
✝ Jens IngiMagnússon
fæddist á Meist-
aravöllum í Reykja-
vík 22. júlí 1943.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 25. júní 2019.
Foreldrar Jens
voru Una Eyjólfs-
dóttir saumakona,
f. 4. febrúar 1925,
d. 6. maí 1988, og
Magnús Ólafsson múrari, f. 19.
júlí 1923, d. 29. nóvember 2017.
Fósturfaðir Jens var Eiríkur
Sigfússon verkamaður, f. 20.
janúar 1923, d. 29. maí 2008.
Sammæðra syskini Jens eru:
1) Kristbjörn Margeir, f. 25.
mars 1946, kona hans er Aldís.
2) Sigfús, f. 7. maí 1947, kona
hans er Hanna. 3) Finnur Eyjólf-
ur, f. 7. febrúar 1949, kona hans
er Gunnhildur. 4) Guðbrandur
Búi, f. 18. desember 1953, d. 21.
maí 1986. 5) Halla Matthildur, f.
25. desember 1955, maður henn-
ar er Fróði, og 6) Sigríður Una,
f. 14. janúar 1957, maður henn-
ar er Guðmundur.
Samfeðra systkini Jens eru:
7) Sigurður Valur, f. 11. nóv-
Önnu Rósar með seinni barns-
föður sínum Guðlaugi Birgissyni
eru 1c) Ástrós Erla, f. 1. júní
1998, 1d) Birgir, f. 5. júlí 2001.
Börn Guðjóns Inga með
barnsmóður sinni Gretu Hesse-
lund eru 2a) Anna, f. 7. sept-
ember 1991, 2b) Jasper, f. 30.
janúar 1994, 2c) og Tara, f. 13.
desember 1996. Barn Guðjóns
með seinni barnsmóður sinni
Katrine Brødreskift 2d) er
Benjamín, f. 1. apríl 2011.
Jens, eða Jenni eins og hann
var alltaf kallaður, átti heima í
Reykjavík allt til níu ára aldurs.
Árið 1952 er Jenni var níu ára
gamall flutti hann með móður
sinni og fósturföður ásamt
þremur yngri bræðrum að
Stóru-Hvalsá í Hrútafirði.
Árið 1965 kom Jenni til Akra-
ness og réð sig á vertíðarbátinn
Sæfara. Um þetta leyti kynntist
Jenni eftirlifandi eiginkonu
sinni, Önnu. Þau hófu búskap á
Suðurgötu 23 á Akranesi, síðar í
Merkigerði 10.
Jenni vann ýmis verkamanna-
störf. Meiraprófið tók Jenni árið
1974 og starfaði lengst af sem
bifreiðarstjóri. Um miðbik æv-
innar vann Jenni sem rútubíl-
stjóri og var í áætlunarferðum.
Síðustu árin fór Jenni af og til í
ferðir innan ferðamanna-
bransans.
Jens Ingi verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 5. júlí
2019, klukkan 13.
ember 1941, 8)
Svandís, f. 3. janúar
1949, 9) Guðmann,
f. 24. ágúst 1955,
10) Sigurður
Bjarki, f. 10. nóv-
ember 1963, og 11)
Kristín Halla, f. 27.
júlí 1976.
Jens kvæntist
Önnu Hannesdótt-
ur, f. 16. nóvember
1945, hinn 31. des-
ember 1969. Þau eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru: 1) Unnar Eyj-
ólfur, f. 26. maí 1966, 2) Anna
Rós, f. 1. desember 1969, 3) Guð-
jón Ingi, f. 1. desember 1969, og
4) Garðar Kristinn, f. 15. febr-
úar 1978.
Barnabörnin eru átta og
barnabarnabörnin þrjú. Börn
Önnu Rósar með barnsföður sín-
um Ásgrími Ásgrímssyni eru 1a)
Lilja Björk, f. 4. desember 1986,
maður hennar er Siggeir, f. 30.
júlí 1984. Börn þeirra eru: 1aa)
Sunneva, f. 24. janúar 2011, og
1ab) Gísli Dór, f. 21. júlí 2014.
1b) Bergþór Dagur, f. 9. mars
1993. Barn hans með barnsmóð-
ur sinni Aniku er 1ba) Hafþór
Breki, f. 13. júlí 2011. Börn
Árið 1965 kom Jenni á Akra-
nes. Það var þá sem hann kom
inn í líf okkar. Jenni vann ýmis
verkamannastörf um ævina.
Meiraprófið tók Jenni árið 1974.
Vann hann mest sem bifreiðar-
stjóri á vörubíl sínum. Síðustu
árin fór Jenni af og til í ferðir
með ferðamenn um landið. Þrátt
fyrir tungumálaörðugleika heill-
aði Jenni ferðamennina upp úr
skónum með glaðlegri fram-
komu sinni, hlátri, útsjónarsemi
og fúsleika til þjónustu. Jenni
var einnig duglegur að ferðast
um landið hvort sem það var
einn síns liðs eða með öðrum
fjölskyldumeðlimum. Lét Jenni
sig sjaldan vanta á mannamót.
Börn og barnabörn voru heim-
sótt innanlands sem utan og
mætti hann í alla viðburði þeim
tengda.
Jenni var mikill bílaáhuga-
maður sérstaklega gagnvart
eldri bílum. Hann hafði unun af
því að tala um gamla bíla og
minntist hann stundum á að bil-
anir og vandræði í sambandi við
tölvur í nýju bílunum væri hon-
um ekki að skapi.
Þá var Jenni mikið fyrir
harmonikkutónlist og gat hann
spilað á nikkuna tímunum sam-
an. Seinast var Jenni beðinn um
að spila hjá Strandamannafélag-
inu í maí sl. sem hann og gerði
enda var hann bónfús maður og
stökk til þess að hjálpa ef þess
var nokkur kostur.
Jenni glímdi lengi við Bakkus.
Hafði hann þó betur í þeirri
glímu fyrir rest. Tímamót urðu í
janúar sl. er hann fagnaði 20 ára
edrúafmæli. Hann var sáttur
með að hafa náð þeim áfanga.
Heimadeild Jenna var hjá AA-
samtökunum á Akranesi og var
hann þeim ævinlega þakklátur.
Jenni var hláturmildur maður
og hló hann hátt og mikið með
miklum tilþrifum. Oft sagði hann
brandara og hló manna mest
sjálfur og hafði gaman af.
Jenni var mannkær maður og
fannst honum mjög gaman að
spjalla um daginn og veginn.
Það skipti hann engu máli hver
eða hvar viðkomandi var, Jenni
gaf sér ávallt tíma til að sinna
náunganum.
Þá var Jenni mjög barngóður
maður. Hann hafði gaman af því
að skemmta börnum með leik og
galsagangi þannig að þau hóp-
uðust iðulega í kringum hann
þar sem hann var staddur.
Barnabörn og barnabarnabörnin
hans voru honum dýrmæt.
Nýverið hafði Jenni fengið
þær fregnir frá lækni að heilsa
hans væri góð. Það var því reið-
arslag fyrir okkur fjölskylduna
er Jenni hné niður að morgni 25.
júní sl. Jenni barðist hart fyrir
lífi sínu allt til þess síðasta. Allt
tiltækt lækna- og hjúkrunarlið
Sjúkrahússins á Akranesi og
Landspítala gerði allt hvað það
gat. Bestu þakkir eru færðar því
heilbrigðisstarfsfólki er sinnti
Jenna síðustu stundir hans.
Jenni var þakklátur og sáttur
er hann leit til baka og hafði haft
á orði að hann hefði ekki getað
gert hlutina öðruvísi en hann
gerði miðað við það sem hann
hafði úr að spila.
Við kveðjum þig nú, kæri
Jenni okkar. Minningarnar um
þig munu lifa í hjarta okkar um
ókomna tíð. Góðmennsku þinni,
einlægni, kjarkinum, dugnaðin-
um, staðfestu þinni og krafti að
halda áfram, þó að oft hafi á
móti blásið, var aðdáunarvert að
fylgjast með og til eftirbreytni
fyrir okkur hin sem eftir lifum.
Þú gafst aldrei upp.
Blessuð sé minning þín.
Meira: mbl.is/minningar
Anna Hannesdóttir
og börn.
Elsku pabbi minn. Við vorum
bara rétt að hefja okkar nýju
vegferð. Fyrir stuttu áttum við
saman verðmæta stund þegar
við áttum saman djúpt samtal
um æskuár þín og lífshlaup.
Ómetanlegt er það mér í dag.
„Ég er eitthvað svo léttur allur,“
sagðirðu eftir á og ég hugsaði
með mér að þetta yrði endurtek-
ið en það varð hins vegar bara
þetta eina skipti. Fyrir það er ég
þó þakklát. Þú varst sáttur er þú
leist yfir farinn veg og lifðir í
auðmýkt þess sem lífið hafði
fært þér. Samband okkar varð
betra og betra með árunum sem
liðu. Þú komst hlýlega fram við
mig og minnti ég þig oft á hana
mömmu þína sem þú unnir svo
heitt. Hversu stoltur þú varðst
þegar ég var búin með námið
mitt og hvað þér fannst alltaf
gott að koma til mín í sterkt
kaffi og þetta var sko kaffi!
sagðirðu við mig kíminn. Í æsku
lékst þú oft við okkur systkinin
sem hélt áfram er ég eignaðist
mín eigin börn og barnabörn. Þú
varst einstaklega barngóður og
ég fann hvað þú tengdist þínu
innra barni í gegnum leik þinn
við önnur börn. Iðulega var
barnahópur sem þyrptist í
kringum þig á mannamótum
með tilheyrandi leiktilþrifum,
hlátrasköllum og ærslagangi. Og
það sem þú spilaðir mikið á
harmónikkuna þína í gegnum ár-
in. Ég hlýddi á þig spila á nikk-
una í hinsta sinn eftir samtalið
okkar góða þegar þú vildir leyfa
mér að heyra hljóminn í nýju
nikkunni sem þér hafði hlotnast.
Dýrmætt það augnablik er nú í
minningunni um þig, elsku pabbi
minn.
(…)
Þú hafðir öllum hreinni reiknings-
skil.
Í heimi þínum gekk þér allt í vil.
Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og
auð,
því hógværð þinni nægði daglegt
brauð.
(Davíð Stef.)
Þú varst farinn að sjá veröld-
ina svo fögrum litum. Tilfinn-
ingar voru farnar að þjóna nýj-
um tilgangi í þínu lífi, elsku
pabbi minn, og ég var rétt farinn
að kynnast þessari mýkt sem þú
áttir innra með þér og varst far-
inn að geta sýnt mér. Þið
mamma voruð órjúfanleg heild
og hefðuð átt gullbrúðkaup í lok
þessa árs. Ég hugsaði oft til þess
hversu mikið þið mamma höfðuð
farið í gegnum í lífinu en alltaf
voruð þið til staðar fyrir hvort
annað. Og það sem mamma gat
hlegið að þér, enda fannst henni
þú óstjórnlega fyndinn. Ég skal
reyna að passa sem best upp á
mömmu fyrir þig og gæta
bræðra minna sem syrgja þig nú
sárt. Það er reiðarslag fyrir okk-
ur öll að missa þig frá okkur svo
óvænt. Það tekur mig sárar en
ég get fært í orð að kveðja þig
nú, elsku pabbi. Ég á mér þá ósk
að þú fáir þín notið í nýjum
heimkynnum og orna mér við þá
tilhugsun að Una amma og
elskulegi bróðir þinn Búi, sem
þér þótti svo vænt um, hafi tekið
á móti þér opnum örmum í ljóss-
og sálarheimum. Guð og engl-
arnir varðveiti þig, pabbi minn.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Mér þótti svo vænt um þig,
pabbi. Þar til við sjáumst á ný.
Þín einkadóttir,
Anna Rós.
Elsku afi okkar og langafi hef-
ur nú kvatt þessa tilvist. Andlát
hans bar skjótt að. Erfitt er að
kveðja þegar aðdragandinn að
áfallinu er þetta stuttur. Hins
vegar veitir það manni huggun í
sorginni að afi hafi ekki þjáðst,
honum leið vel og var nokkuð
heilsuhraustur allt til síðasta
dags.
Afa verður minnst með gleði
og þakklæti fyrir góðar stundir
liðin ár. Afi var einstakur með
börn, þreyttist aldrei á að leika
við okkur barnabörnin, og síðar
barnabarnabörnin. Afi var með
hjartað á réttum stað og vissi
hvað það er sem raunverulega
skiptir máli. Hann sagði eitt
sinn, þegar við vorum öll saman
á fallegum haustdegi að taka upp
kartöflur uppi á Skaga, að þetta
væri lífið. Og það var rétt.
Þær minningar sem við eigum
eru dýrmætar og munu aldrei
gleymast.
Hvíldu í friði, elsku afi okkar
og langafi.
Lilja Björk og fjölskylda.
Vil minnast afa í gegnum bíl-
ana þar sem honum þótti
skemmtilegast að vera. Hann
kenndi mér að keyra á Volvonum
gamla og að skrúfa í bílum. Afi
kenndi mér á vörubílinn þegar
hann tók mig með út að keyra og
má segja að hann kom mér í
rauninni inn í bifvélavirkjann.
Ég man öll löngu samtölin okkar
um bíla og Volvoinn hans afa,
sem hann var alltaf að vinna í.
Ég ætla að klára hann fyrir afa
með hann í huga.
Bergþór hans afa.
Ég get sagt að afi minn var
einstakur maður. Ég mun alltaf
muna eftir heimsóknunum til
hestanna. Hvernig þú spilaðir á
harmónikkuna og hvernig hlátur
þinn vakti bros á andliti allra í
kring. Elsku afi minn, ég vona
svo innilega að þú eigir eftir að
finna frið á þeim stað sem lífið
hefur leitt þig á. Ég bið guð og
englana að fylgja þér í gegnum
ferðalagið. Vonandi líður þér bet-
ur þarna. Minning þín lengi lifi.
Ástrós Erla.
Elsku afi. Ég mun alltaf muna
eftir þér sem þessum góða
manni sem sýndi mér alltaf
áhuga á því sem var í gangi í
mínu lífi og kom mér í gott skap
með sínum yndislega persónu-
leika. Aldrei kom skipti þar sem
mér var ekki tekið opnum örm-
um og talað um skólaaðstæður
eða vinnu, áhuginn var alltaf til
staðar. Ég veit að þú ert kominn
á góðan stað núna og efast ég
ekki um það að þú sért að laga
einhverja bíla þarna uppi. Þú
munt alltaf lifa í minningum
okkar fjölskyldunnar og mun ég
alltaf muna eftir þér, elsku afi.
Þinn
Birgir.
Bóndinn á bænum bjó við
heilsuleysi og mikið af vorstörf-
unum lenti á okkur Jenna bróð-
ur sem við leystum í sameiningu.
Síðla kvölds kom náttfallið yf-
ir og þá sáust vel förin eftir
áburðardreifarann þegar verið
var að bera á túnin í stillunni um
nætur. Það var mikill metnaður
hjá okkur bræðrum að hvergi
sæjust rendur, hvorki of né van,
varðandi áburðardreifinguna.
Minn stóri og sterki bróðir
hrærði saman áburðartegundir
og ég hossaðist svo um á pínulít-
illi dráttarvél við að bera á tún-
in.
Við horfðum stoltir á hand-
verk okkar þegar við miðuðum
við næstu bæi – í samvinnu okk-
ar bræðranna. Þetta nýttum við
marga nóttina þangað til morg-
undöggin hjálpaði til og vind-
urinn fór að blása aftur þegar
kom fram á morguninn – áburð-
urinn þoldi það ekki að vind-
urinn færi að blása.
Hrútafjörðurinn er þannig að
á daginn var mikil innlögn – en
stillti til um nætur.
Vornæturnar – það var
ógleymanlegt þegar sólin skreið
eftir haffletinum undan Stranda-
fjöllunum – á leið eftir flóanum
og vakti allt fuglalífið í kringum
okkur.
Ótal margt annað má upp
telja sem við bræðurnir unnum
saman – og þetta voru nánast
fullorðinna manna verk – en við
stóðum saman bræðurnir í þessu
og vorum oft stoltir af að horfa
yfir verk okkar.
Hægt væri að segja margar
prakkarasögur – en hvenær má
það?
Margar voru engjaferðirnar
og heyhirðingaræfingarnar þeg-
ar við drógum heygaltana á
traktornum að hlöðunni og þar
naut maður stóra bróður við að
koma svo heyinu inn í hlöðuna
og ganga frá. Þegar féð var rek-
ið í réttir og í sundurdrættinum
var gott að hafa stóra bróður.
Það var margt fé á bænum –
og smalamennska að ná þessu fé
af fjalli og þarna fórum við upp
fyrir féð. Nestistöskurnar voru
alltaf aftan við hnakkinn – vel
útilátnar frá mömmu. Meðal
annars voru þar bæði sviða-
kjammar og brauð fyrir klárana
– og hundarnir fengu svo beinin
af sviðakjömmunum
Góðum bræðrum fylgdu auð-
vitað ýmiskonar prakkarastrik.
En hvað nú? Nú er kannski
betra að fara varlega.
Svo liðu árin í góðu sambandi
og alltaf gat ég leitað til stóra
bróður.
Það var margt brasað svo sem
hent upp grásleppu – hvað sem
aðrir voru að fitja upp á trýnið
yfir því.
Ekki vantaði nú bílagrúskið
og allt fiktið yfir því.
Kristbjörn bróðir.
Það var haustið 1984 og ég
var staddur í vinnu minni á laug-
ardagsmorgni niðri í Artík –
þegar ég hafði fyrst samband við
kallinn – þegar það vantaði vöru-
bíl. Liðu aðeins nokkrar mínútur
þar til hann var kominn á vín-
rauða Volvo-vörubílnum sínum
og búinn að bakka upp að Artík-
húsinu að aftanverðu og klár í að
taka á móti hlassinu sem átti að
taka.
Þarna byrjaði vinátta okkar
sem var það sterk að ekki komst
hnífur á milli okkar og mikið um
alls kyns fíflagang og sprell í
okkur og það varð svo óslitið til
dauðadags.
Ein minning er svohljóðandi
að fyrir u.þ.b. 15 árum varð mér
þannig um að senda kallinum
smá píp í gegnum símann um
væntanlega mikla vinnu daginn
eftir – og sá spádómur stóðst.
Minnist ég þess í gegnum árin
þegar við vorum hérna heima við
hjá þér í skotinu sem við vorum
oft í og brölluðum ýmislegt og
töluðum mikið um bíla. Þegar ég
var að taka meiraprófið var það
minnisstætt og gaman að vita og
finna að Jenni var að fylgjast
með meiraprófsferlinu hjá mér
og hringdi í mig um kvöldið þeg-
ar ég svo náði prófinu.
Í lokin vil ég biðja guð föður
minn á himnum að varðveita
fjölskylduna hans Jenna.
Þinn vinur
Ásgeir.
Jens Ingi
Magnússon
Hjartans þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elsku mömmu okkar,
DÝRFINNU HELGU KLINGENBERG
SIGURJÓNSDÓTTUR
ljósmóður.
Guð blessi ykkur öll.
Elinborg Sigurðardóttir Guðmundur Ingólfsson
Elinóra Inga Sigurðardóttir Júlíus Valsson
Magnús J. Sigurðsson Margarita Raymondsdóttir
Þórey Stefanía Sigurðard.
Sigríður Helga Sigurðard. Guðmundur Vernharðsson
Jón Helgi Sigurðsson Inga Hafdís Sigurjónsdóttir
Sigrún Jóna Sigurðardóttir Kristófer Arnfjörð Tómasson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLMAR ÁRNI SIGURBERGSSON
hljóðfærasmiður,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
19. júní. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13.
Jóhanna Snorradóttir
Vilberg Pálmarsson
Lydía Pálmarsdóttir Vigfús Gunnar Gíslason
Ágústína G. Pálmarsdóttir Sigurður Örn Sigurðarson
Einar Bergur Pálmarsson
Unnur Pálmarsdóttir Gylfi Már Ágústsson
afabörn og aðrir aðstandendur
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur og afi,
EINAR BOGI SIGURÐSSON,
Suður-Reykjum 3,
Mosfellsbæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
hinn 30. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristján Ingi Jónsson
Ágúst Rafn Einarsson Rakel Guðmundsdóttir
Matthías Einarsson Clare Patricia Dilworth
Sigurður Ágúst Finnbogason Guðríður Einarsdóttir
og barnabörn