Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 05.07.2019, Síða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2019 Pepsi Max-deild karla Valur – KA ................................................ 3:1 Staðan: KR 11 8 2 1 21:10 26 Breiðablik 11 7 1 3 22:13 22 Stjarnan 11 5 3 3 19:16 18 ÍA 10 5 2 3 15:12 17 Valur 12 5 1 6 21:18 16 Fylkir 10 4 3 3 18:18 15 FH 10 3 4 3 15:17 13 KA 11 4 0 7 16:19 12 Víkingur R. 10 2 5 3 15:17 11 Grindavík 10 2 5 3 7:9 11 HK 10 2 2 6 11:14 8 ÍBV 10 1 2 7 8:25 5 Inkasso-deild karla Keflavík – Haukar ................................... 1:1 Dagur Ingi Valsson 42. – Ásgeir Þór Ing- ólfsson 90. (víti). Leiknir R. – Fjölnir ................................. 0:2 Jóhann Árni Gunnarsson 16., Ingibergur Kort Sigurðsson 71. Staðan: Fjölnir 10 7 1 2 20:9 22 Grótta 9 5 2 2 19:13 17 Fram 9 5 2 2 15:11 17 Þór 9 5 1 3 15:10 16 Keflavík 10 4 3 3 15:11 15 Leiknir R. 10 5 0 5 16:17 15 Víkingur Ó. 9 4 2 3 9:6 14 Þróttur R. 9 3 1 5 16:15 10 Haukar 10 2 4 4 14:16 10 Afturelding 9 3 0 6 12:21 9 Njarðvík 9 2 1 6 8:17 7 Magni 9 1 3 5 10:23 6 2. deild karla ÍR – Dalvík/Reynir.................................. 3:3 Axel Kári Vignisson 38., Már Viðarsson 50., Viktor Örn Guðmundsson 83. – Borja Lo- pez 44., 46., 90. (víti). Víðir – Þróttur V. .................................... 0:1 Alexander Helgason 45. Kári – Tindastóll...................................... 4:0 Guðfinnur Þór Leósson 19., 40., Andri Júl- íusson 44., Hilmar Halldórsson 75. Staðan: Leiknir F. 9 6 3 0 20:8 21 Selfoss 9 5 2 2 21:10 17 Víðir 10 5 1 4 17:14 16 Vestri 9 5 0 4 12:15 15 Völsungur 9 4 2 3 11:12 14 Fjarðabyggð 9 4 1 4 13:11 13 Þróttur V. 10 3 4 3 12:14 13 Dalvík/Reynir 10 2 6 2 13:13 12 ÍR 10 3 3 4 13:13 12 KFG 9 4 0 5 16:19 12 Kári 10 3 2 5 20:21 11 Tindastóll 10 0 2 8 8:26 2 4. deild karla A Ísbjörninn – Björninn .............................. 1:3 Vatnaliljur – SR........................................ 2:1 Árborg – Ýmir .......................................... 2:1 Staðan: Björninn 8 8 0 0 31:6 24 Árborg 8 5 1 2 14:7 16 Ýmir 8 4 1 3 23:12 13 SR 8 3 2 3 16:19 11 Vatnaliljur 8 3 0 5 17:20 9 Samherjar 7 2 2 3 11:12 8 Mídas 7 2 0 5 11:24 6 Ísbjörninn 8 1 0 7 10:33 3 KNATTSPYRNA HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Fjögur karlalið og eitt kvennalið frá Íslandi verða að öllum líkindum meðal þátttakenda í Evrópukeppn- unum í handbolta á næstu leiktíð. Umsóknarfrestur um að taka þátt í keppnunum rann út síðasta þriðju- dag en handknattleikssamband Evrópu mun svo tilkynna í næstu viku hvaða lið fá keppnisrétt og á hvaða stigum hverrar keppni þau munu hefja leik. Eins og frægt er orðið var Ís- landsmeisturum Selfoss í karla- flokki synjað um þátttöku í sterk- ustu keppninni, Meistaradeild Evrópu, vegna þess að liðið gat ekki leikið á heimavelli með nægi- legum fjölda áhorfendasæta. Þess vegna munu Selfyssingar senda lið sitt til leiks í EHF-keppninni, næststerkustu keppninni, en þar eru kröfurnar ekki eins miklar. Í umsókn Selfoss fyrir Meistara- deildina var gert ráð fyrir því að spila á Ásvöllum en liðið vonast til þess að geta spilað heimaleiki sína í EHF-keppninni á Selfossi, rétt eins og á síðustu leiktíð. Fari svo að Selfoss komist í gegnum undan- keppnina og áfram í riðlakeppnina, eins og litlu munaði í fyrra, þarf liðið þá hins vegar líklega að færa sig yfir á Ásvelli. Haukar báðu um uppfærslu Auk Íslandsmeistaranna munu að minnsta kosti bikarmeistarar FH spila í EHF-keppninni. FH- ingar slógu Dubrava frá Króatíu út í 1. umferð undankeppninnar í fyrra en féllu út gegn Benfica í 2. umferð. Deildarmeistarar Hauka og Valsmenn sóttu um sæti í Áskor- endakeppninni og hafa rétt á sæti þar en Haukar báðu um í sinni um- sókn að verða færðir upp í EHF- keppnina sem þriðja íslenska liðið þar. Ísland fékk þrjú sæti í EHF- keppninni í fyrra og því mögulegt að sú verði einnig raunin nú. Í fyrra hófu FH og Selfoss keppni í 1. umferð undankeppninnar en þá- verandi Íslandsmeistarar ÍBV komu inn í 2. umferð. Selfoss var eina íslenska liðið sem komst í 3. og síðustu umferð fyrir riðlakeppn- ina en tapaði þar fyrir pólska lið- inu Azoty-Pulawy, samtals 60:54. Ekkert íslenskt lið var í Áskor- endakeppni karla á síðustu leiktíð en árin tvö þar á undan komust ís- lensk félagslið í undanúrslit, fyrst Valur og svo ÍBV. Í bæði skiptin féllu þau úr leik gegn Potaissa Turda frá Rúmeníu sem vann keppnina árið 2018. Valskonur í EHF-keppnina Aðeins eitt kvennalið verður með í Evrópukeppni á komandi leiktíð en Íslands-, deildar- og bik- armeistarar Vals hafa skráð sig til leiks í EHF-keppninni. Valskonur léku í Áskorendakeppninni síðasta vetur en féllu þar úr leik gegn Quintus frá Hollandi í leikjum um sæti í aðalkeppninni, sem hefst með 16-liða úrslitum, samtals 45:40. Ísland átti síðast fulltrúa í EHF-keppninni haustið 2015 þeg- ar Framkonur komust þar í gegn- um 2. umferð en féllu úr keppni í síðustu umferðinni fyrir 16-liða úr- slitin. Valskonur hefðu mögulega getað farið í Meistaradeild Evrópu en sjálfsagt hefði umsókn þess efnis strandað á sama skorti á nægilega stórri handboltahöll sem Selfyss- ingar fundu fyrir. Framkonur munu hafa íhugað sterklega að senda lið til Evrópukeppni en auk þeirra áttu ÍBV og Haukar rétt á því sem félögin nýttu ekki, en mik- ill kostnaður fylgir þátttöku í Evr- ópukeppnum í handbolta. Fimm íslensk handboltalið í Evrópukeppnum í haust  Tvö eða þrjú íslensk karlalið verða í EHF-keppninni  Valur eina kvennaliðið Ljósmynd/Guðmundur Karl EHF-keppnin Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki sæti í Meistaradeild Evrópu en leika í EHF-keppninni. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir mun leika í norsku úrvalsdeildinni í handbolta á komandi leiktíð eft- ir að hafa skrifað undir samning við Oppsal. Fylk- iskonan hefur síðustu tvö ár leikið með Volda, undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar, og skoraði 72 mörk í 1. deild á síðustu leiktíð þegar liðið var nálægt því að fara í umspil um sæti í úrvalsdeild. Oppsal endaði í 8. sæti af 12 liðum norsku úrvalsdeild- arinnar í fyrra. Endre B. Fintland, þjálfari liðsins, fagn- ar því að hafa fengið hina 22 ára gömlu Theu í hópinn: „Ég er mjög ánægður með þessa undirskrift og er viss um að Thea muni smellpassa inn í hópinn. Nú þegar Thea er komin er hópurinn fyrir næstu leiktíð að verða klár.“ Volda hefur aftur á móti fengið til sín annan íslenskan leikmann, hina 19 ára gömlu Söru Dögg Hjaltadóttur. Sara Dögg lék með Fjölni áður en hún fór til Noregs en hún hefur þar leikið með Kongsvinger í 2. deildinni síð- ustu tvær leiktíðir. Þessi leikstjórnandi, sem leikið hefur með yngri lands- liðum Íslands, gerði samning til tveggja ára við Volda. sindris@mbl.is Thea og Sara upp um deild Thea Imani Sturludóttir Perú leikur til úrslita í Ameríkubikarnum í fótbolta á sunnudagskvöld í fyrsta sinn í 44 ár, eða frá því að Perú vann keppnina árið 1975. Þetta varð ljóst með frábærum 3:0-sigri Perú á Síle, sigurvegara tveggja síðustu móta, í Brasilíu í fyrrinótt. Andstæðingur Perú í úrslitaleiknum verður Brasilía sem vann einmitt Perú 5:0 í riðlakeppni mótsins. Perú hefur farið heldur rólega í gegnum mótið, endaði í 3. sæti síns riðils og vann Úrúgvæ í vítakeppni í 8-liða úr- slitum, en á móti Síle gekk allt upp. Edison Flores, Yos- himar Yotún og Paolo Guerrero skoruðu mörkin. Þess má geta að í byrjunarliði Perú voru sex af þeim leik- mönnum sem byrjuðu í 3:1-sigrinum gegn Íslandi í mars á síðasta ári, þeg- ar liðin bjuggu sig undir HM í Rússlandi. Ljóst er að Brasilía verður án Chelsea-mannsins Willian í úrslitaleiknum en hann meiddist í sigrinum á Argentínu í undanúrslitum. sindris@mbl.is Perú batt enda á 44 ára bið Edison Flores Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.