Morgunblaðið - 08.07.2019, Page 6
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti hrepps-
nefndar Árneshrepps, segir að
Drangavíkurkortið sem Sigurgeir
Skúlason landfræðingur teiknaði að
beiðni Sifjar Konráðsdóttur, fyrrver-
andi aðstoðarmanns Guðmundar Inga
Guðbrandssonar umhverfisráðherra
stangist á „við öll önnur kort af svæð-
inu“. Fréttamiðilinn Bæjarins besta
(BB) greindi frá því um helgina að
kortið hefði verið gert að beiðni Sifjar.
Samkvæmt frétt BB kemur þetta fram
í bréfi sem Guðrún Anna Gunnarsdótt-
ir, einn eigenda Drangavíkur, ritaði úr-
skurðarnefndumhverfis- og auðlinda-
mála. Guðrún stendur ekki að kærunni
til úrskurðarnefndarinnar þar sem
þess er krafist að framkvæmdir vegna
Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar.
Meirihluti landeigenda Drangavíkur
hefur kært deiliskipulag og fram-
kvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hval-
árvirkjunar til úrskurðarnefndarinnar.
Guðrún Anna segir í bréfinu að kort-
ið sem sýnir landamörk Drangavíkur
og fylgir kærunni hafi Sigurgeir Skúla-
son dregið upp að beiðni Sifjar. Þar
kemur líka fram að Sigurgeir hafi stað-
fest þetta og að hann hafi fyrst gert
annan uppdrátt sem hafi verið hafnað.
Guðrún segir í bréfinu að jarðamörk
Dranga, Drangavíkur og Engjaness
hafi verið óumdeild um aldir það best
sé vitað. Hún segir kort Sigurgeirs
ekki byggt á ríkjandi hefðum til fjalla
sem eru vatnaskil í þessu tilfelli. Hún
gerir formlega athugasemd við kær-
una sem hún segir vísvitandi setta
fram á fölskum forsendum einungis til
þess að valda öðrum skaða.
„Þetta er einn af þeim liðum sem er
inni í kæru þeirra á hendur okkur.
Þannig þetta fer bara löglegar leiðir,“
segir Eva spurð um kortið og næstu
skref. „Óbyggðanefnd er búin að gera
kröfu í Drangajökul hér og þeirra kort
er alveg eins og við þekkjum það.
Drangavíkurkortið, þetta nýjasta, er
alls ekki eins og önnur kort.“
Nýja kortið sýnir að jörðin Dranga-
vík eigi allt land til jökuls, handan við
Eyvindarfjarðarlónið og jörðin Engja-
nes ekkert. Eldri kort sýna að Engja-
nes eigi landið handan við lónið og
Drangavík ekkert. Ef nýja kortið yrði
viðurkennt myndi Drangavík marg-
faldast að stærð á kostnað Engjaness.
Stangast á við
öll önnur kort
Drangavíkurkort harðlega gagnrýnt
Kortið Hér má sjá mynd af korti Sigurgeirs Skúlasonar sem deilt er um.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Veitur ohf., dótturfyrirtæki
Orkuveitu Reykjavíkur, hafa aug-
lýst eftir verktaka til að örva lág-
hita borholu á Norðurnesi, norð-
anverðu Geldinganesi.
Hola RV-43, eins og hún er
nefnd, er stefnuboruð á rúmlega
1.830 metra dýpi og var boruð á
árinu 2001. „Örvunin fer fram
með pakkara sem verktaki kemur
fyrir í holu,“ segir í útboðslýsing-
unni.
„Pakkari er einskonar tappi
sem er hægt að setja í borholur
til að stýra því hvert vatnið, sem
við dælum ofan í holuna undir
þrýstingi, fer,“ segir Ólöf Snæ-
hólm Baldursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Veitna, þegar hún var
spurð nánar um þetta fyrirbæri.
Hún bætir við að áform séu um
að bora aðra vinnsluholu á svæð-
inu.
Geldinganes er lághitasvæði,
svipað og svæðin í Laugarnesi og
Elliðaárdal. Rannsóknir benda til
að þarna sé hár hiti nálægt yf-
irborði, en ekki er vitað hvort
svæðið gefi af sér mikið vatn. Á
nesinu er ein borhola, boruð 2001,
sem ef til vill má nýta til jarðhita-
vinnslu, en fleiri holur hafa verið
boraðar í rannsóknaskyni. Holan
er mjög heit en gefur lítið af
vatni.
Ætlunin er að örva holuna til
vatnsframleiðslu með pakkara,
þ.e. dæla vatni í hana undir
þrýstingi, eins og gert var við
nánast allar aðrar borholur á höf-
uðborgarsvæðinu svo að þær
framleiði meira vatn.
Mögulega tengd við kerfið
Engar holur á Geldinganesi eru
tengdar inn á hitaveitu Veitna, en
ef örvun og borun gengur vel
stendur til að tengja þær inn á
kerfið, að sögn Ólafar.
Tilboðum skal skilað eigi síðar
en kl. 11.00 hinn 1. ágúst 2019 í
gegnum útboðsvef Orkuveitu
Reykjavíkur.
Í Wikipediu, frjálsa alfræðirit-
inu, segir að Geldinganes sé all-
stórt nes eða eyja í Reykjavík
fyrir norðan Eiðisvík og liggi að
hluta til samsíða Viðey. Norðan
við Geldinganes er Þerney. Geld-
inganes er tengt landi með eiði
sem nú er ökufært, en var áður
fyrr aðeins fært á fjöru. Geld-
inganes er óbyggt, en þar voru á
sínum tíma geldsauðir aldir fyrir
fálkarækt þá sem fór fram á Val-
húsahæð á Seltjarnarnesi. Þessi
geldsauðir áttu að verða fálk-
unum fóður þegar þeir voru flutt-
ir utan. Er nafnið þannig til-
komið.
Seinna áttu menn lengi haga-
göngu hrossa á Geldingarnesi og
átti t.d. Hestamannafélagið Fák-
ur slíka hagagöngu þar á þriðja
áratug 20. aldar. Síðar var þar
lengi skotæfingasvæði og seinna
grjótnáma en úr henni hafa verið
teknar þúsundir tonna af grjóti.
Stefnt var að því að á nesinu yrð
byggt íbúðahverfi fyrir yfir
15.000 manns á 2,20 km² svæði.
Ekki sé gert ráð fyrir að íbúð-
arbyggð rísi í Geldinganesi á tíma
núgildandi aðalskipulags sem
gildir til 2030 en samþykkt hefur
verið að úthluta þar svæði fyrir
kirkjugarð.
Morgunblaðið/Ingó
Geldinganes Rannsóknir benda til að þarna sé hár hiti nálægt yfirborði en óvíst er hvort nýtanlegt vatn finnist.
Hyggjast örva bor-
holu á Geldinganesi
Holan mjög heit en gefur lítið af vatni enn sem komið er
Ríflega tvö ár eru síðan þáverandi
dómsmálaráðherra, Sigríður Á. And-
ersen, sagði í svari við fyrirspurn um
umsóknarferli hjá sýslumönnum að
þegar í stað myndi hún „setja af stað
undirbúning þess að heimila töku
stafrænna mynda af umsækjendum
um ökuskírteini á starfsstöðvum
sýslumanna, í samráði við samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra“.
Ekkert virðist hafa breyst í þess-
um málum en málið varðar það fyr-
irkomulag að þeir sem sækja um öku-
skírteini þurfa að láta fylgja
passamynd á pappír með umsókninni.
Ekki er heimilt að senda myndina
rafrænt og ekki er mögulegt að not-
ast við myndir sem teknar hafa verið
til afnota í vegabréf, að því er fram
kemur á vefsíðu sýslumanna. Á skrif-
stofum sýslumanna er ekki boðið upp
á töku passamynda af þessari tegund
en hins vegar eru þar teknar myndir
fyrir vegabréf.
Reglur um þetta eru bundnar í
reglugerðir en hjá sýslumanni feng-
ust þær upplýsingar að reglugerðir
kveði á um að ekki sé heimilt að af-
henda myndir úr vegabréfaskrá,
nema til nánustu ættingja ef vega-
bréfshafi er látinn. Þá er skylt að af-
henda mynd á ljósmyndapappír þeg-
ar sótt erum ökuskírteini. Þórólfur
Halldórsson, sýslumaður á höfuð-
borgarsvæðinu, kveðst ekki hafa
heyrt af vinnu við að breyta fyr-
irkomulaginu og segist telja að hann
myndi hafa heyrt af því ef svo væri.
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segist ekki þekkja
rökin á bak við reglurnar en furðar
sig á því að þær hafi ekki verið færðar
til nútímans. „Þetta eru einhverjir
hnökrar í stjórnkerfinu. Í öðru tilvik-
inu er tekin mynd á staðnum og hinu
ekki. Þetta eru kannski einhverjar
leifar frá gamalli fornöld.“ Þá bætir
hann við: „Maður hefði haldið að upp-
lýsingatæknibyltingin ætti að minnka
vesen og skera burt milliliði.“
Í svari frá dómsmálaráðuneytinu
við fyrirspurn Morgunblaðsins sagði
m.a.: „Þessa dagana leiðir fjármála-
og efnahagsráðuneytið vinnuhóp með
fulltrúum allra ráðuneytanna, sem
hefur það hlutverk að greina löggjöf
sem heyrir undir hvert ráðuneyti
þannig að eyða megi lagahindrunum
fyrir stafrænni þjónustu. Öku-
skírteini heyra undir samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneyti, þótt fram-
kvæmdin sé á vegum sýslumanns-
embætta. Sýslumenn geta því ekki
breytt verklagi sínu nema til komi
breytingar á lögum eða reglugerð-
um.“ teitur@mbl.is
Verða enn að skila
passamynd á pappír
Ný ökuskírteini fást á gamla mátann