Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
-25%
S U M A R Ú T S A L A
Unfurl svefnsóf i kr . 109 .900
nÚ kr. 87.920
10 - 50 % afsláttur af öllum vörum
The Telegraph velti um daginnvöngum yfir því hversu margir
af áköfustu stuðningsmönnum að-
ildar Bretlands að ESB gætu út-
skýrt hvernig sambandið veldi í
æðstu stöður. Og blaðið sagði að ef
þeir þekktu þetta ekki, eins og það
gerði ráð fyrir, þá væru þeir hrifnir
af „hugmyndinni um
ESB, ekki ólýðræðis-
lega skrifræðis-
brjálæðinu sem ESB
er í raun“.
Ákafir stuðnings-menn aðildar,
hvort sem er í Bret-
landi eða annars staðar, með Þýska-
land sem mögulega undantekningu,
þekkja ekki heldur þann sem varð
ofan á í vali sem næsti forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, Ursula von
der Leyen.
Þessi varnarmálaráðherra Þýska-lands hefði aldrei náð kjöri í
lýðræðislegum kosningum til æðsta
embættis slíks ríkjasambands, en
ESB lýtur ekki lýðræðislegum lög-
málum svo það kom ekki að sök.
En hver er Ursula von derLeyen? Á mbl.is um helgina
var bent á að hún hefði „ítrekað lýst
þeirri skoðun sinni á liðnum árum
að hún vilji að Evrópusambandið
verði að sambandsríki á svipuðum
nótum og Bandaríkin eða Sviss. Þá
hefur hún einnig verið mikill tals-
maður þess að sambandið komi sér
upp eigin her.“ Bent var á að fleiri
forystumenn innan Evrópu-
sambandsins hefðu talað á sömu nót-
um á undanförnum árum.
Þá kemur fram að forseti sam-taka sem vilji að ESB verði
sambandsríki segi að auðveldara
verði að ná þessu markmiði eftir að
Bretland yfirgefi sambandið, þar
sem það hafi staðið gegn þessari
þróun.
Ursula
von der Leyen
ESB þokast nær
sambandsríki
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
611 umsóknir bárust umboðsmanni
skuldara frá fyrsta janúar til fyrsta
júlí í ár.
Það er talsvert minna en á sama
tímabili síðustu þrjú ár eða 15%
minna en á sama tímabili í fyrra þeg-
ar umsóknirnar voru 718 talsins.
Þetta kemur fram í minnisblaði
umboðsmanns skuldara.
Þó bárust fleiri umsóknir vegna
greiðsluaðlögunar einstaklinga en á
sama tímabili síðustu þrjú ár. 258
umsóknir bárust vegna þess þetta
árið og er það tæplega fjórðungi
meira en á sama tímabili í fyrra.
Í greiningu umboðsmanns skuld-
ara á aldursskiptingu umsækjenda
um greiðsluaðlögun kemur fram að á
síðustu árum hafi orðin ákveðin kyn-
slóðaskipti í þeim hópi. Árið 2012
voru einstaklingar á aldrinum 17-29
ára 4,86% umsækjenda en hlutfall
þeirra hefur vaxið jafnt og þétt og
var hópurinn 27,3% umsækjenda í
fyrra.
Einstaklingum 40 ára og eldri sem
sækja um greiðsluaðlögun hefur far-
ið fækkandi frá árinu 2012.
Stærstur hluti þeirra sem sóttu
um greiðsluaðlögun í fyrra, rétt eins
og fimm ár þar á undan, var fólk á
aldrinum 30-39 ára. Sá aldurshópur
var í fyrra 30,1% af umsækjendum.
ragnhildur@mbl.is
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Hlutfall ungs fólks hefur vaxið úr
tæpum 5% í rúm 27% á sex árum
Morgunblaðið/Hari
Umboð Húsnæði umboðsmanns
skuldara stendur við Kringluna.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins
hafa á síðustu dögum orðið varir við
fljúgandi asparfræ, sem minna á
snjódrífu, víða um borgina.
Grasafræðingurinn Jóhann Páls-
son segir í samtali við Morgunblaðið
að öspin felli fræ óvenjusnemma í ár.
Fella fræ þremur vikum fyrr
„Venjulega eru aspirnar að fella
fræ um mánaðamótin júlí-ágúst. Það
er ekki komin nema rúm vika af júlí
þegar hún byrjar núna,“ segir
Jóhann og bætir við að ástæðan fyrir
því sé hversu snemma voraði. „Það
er eiginlega allur gróður þremur
vikum fyrr á ferðinni en venjulega.“
Jóhann segir merkilegt hversu
mikið sé af asparfræjum miðað við
hversu mikill þurrkur hafi verið
þetta sumarið. Segir hann að rign-
ingin sem hafi komið eftir þurrkinn
hafa bjargað gróðrinum.
„Þetta er eiginlega alveg eins og
dúnn. Mikið af hárum og örlítið fræ í
þessu. Ef maður leggur þetta í raka
mold þá spírar þetta á tveimur til
þremur dögum og litlar aspar-
plöntur koma upp.“
Jóhann segir asparfræ venjulega
ekki valda ofnæmi og kveðst halda
flest ofnæmisvaldandi frjókorn séu
hætt í dreifingu.
„Svo held ég að flest grös séu bú-
in, að minnsta kosti hér í byggð,“
segir Jóhann en bætir við að enn
geti einhver grös valdið ofnæmi
enda eigi einhver eftir að blómgast
eða blómgist aftur eftir að gras er
slegið.
Sumarsnjór víða
í höfuðborginni
Morgunblaðið/Baldur
Sumarsnjór Asparfræin vöktu at-
hygli vegfarenda á leið um Skeifuna.
Asparfræin óvenjusnemma á ferðinni