Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 10
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Fjölmennt var á hinni árlegu gos-
lokahátíð í Vestmannaeyjum sem
haldin var um helgina en 100 ára af-
mæli Vestmannaeyjakaupstaðar var
einnig fagnað á Heimaey á föstudag-
inn var. Samkvæmt upplýsingum frá
Herjólfi flutti ferjan rúmlega 6.000
farþega til Vestmannaeyja frá
fimmtudegi til sunnudags.
Dagskrá goslokahátíðarinnar
hófst með 100 ára afmælishátíð á
Skanssvæðinu á föstudaginn þar
sem Leikhópurinn Lotta setti upp
sýningu og stutt ávörp voru flutt
m.a. af fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
Bjarna Benediktssyni og Sigurði
Inga Jóhannssyni, auk þess sem
Eliza Reid forsetafrú sagði nokkur
orð. Fullbókað var á stórtónleika
sem haldnir voru á föstudagskvöldið
í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, í
tilefni af afmælishátíðinni.
„Það hefur gengið ofboðslega
vel. Dagskráin var mjög fjölbreytt
og svo hefur veðrið leikið við okkur,
menningin og mannlífið hefur
blómstrað um helgina,“ segir Íris
Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, í samtali við Morgun-
blaðið. „Ef ég á að velja eitthvað sem
stendur upp úr þá var það athöfnin
úti á Skansi og afmælistónleikarnir
en mér fannst öll dagskráin heppn-
ast mjög vel. Allt hefur iðað af lífi,
mjög margir sóttu okkur heim,“ seg-
ir Íris sem bætir við að allir hafi not-
ið sín sérstaklega vel vegna veður-
blíðunnar. Hún segir auk þess að
dagskráin hafi gengið frábærlega á
laugardaginn en mikið var um vera
bæði yfir daginn og um kvöldið.
„Þetta var allt mjög vel heppnað.
Mikil áhersla var á menningar- og
listatengda viðburði og frábær þátt-
taka í öllu.“
Veðurblíða lék við gesti á goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar
Skansinn Fjölmennt var á 100 ára afmælishátíð á Skansinum á föstudaginn
þar sem Leikhópurinn Lotta skemmti gestum í veðurblíðunni.
Gaman Mikið var um að vera fyrir börn á hátíðinni en þau gátu skemmt sér
konunglega í leiktækjum sem komið var fyrir við Stakkagerðistún.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Göngumessa Landakirkja hélt sérstaka göngumessu í tilefni af goslokahá-
tíðinni þar sem gengið var frá kirkjunni að krossinum við Eldfell.
Tónlist Fjölmennt var á stórtónleikum sem haldnir voru í tilefni 100 ára
afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar á föstudaginn.
Blíðvirði Jafnt börn sem fullorðnir nutu veðurblíðunnar til hins ýtrasta á
goslokahátíðinni og margir völdu að snæða úti til að njóta sólarinnar.
Mannlífið blómstraði
á goslokahátíðinni
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
15-20%
afsláttur af ÖlluM
AEG VÖruM OrMssOn
DAGAR
RUSLAFÖTUR
Lágmúla 8 - 530 2800
OG BÚSÁHÖLD
20%
afsláttur
20-25%
afsláttur
POTTAR OG
PÖnnUR
15%
afsláttur
15%
afsláttur
20%
afsláttur
15%
afsláttur
ÞVOTTAVÉLAR
HELLUBORÐ VEGGOFnAR OG FLEIRI HEIMILISTÆKI
ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR
Engin gögn liggja því til grundvall-
ar að starfsmenn sem unnu hjá Eld-
um rétt hafi verið látnir sæta
ósæmilegri meðferð eða brotið hafi
verið gegn réttindum þeirra, eins og
látið er liggja að í tilkynningu Efl-
ingar. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Eldum rétt í kjölfar
þess að Efling – stéttarfélag greindi
frá því í fyrradag að fyrirtækið
hefði hafnað sáttatilboði stétt-
arfélagsins á fundi á föstudags-
kvöld.
Málið snýst um laun fjögurra
starfsmanna sem unnu hjá Eldum
rétt í gegnum starfsmannaleiguna
Menn í vinnu en samkvæmt Eflingu
voru mennirnir látnir sæta þving-
unum, vanvirðandi meðferð og brot-
ið var á ýmsum réttindum þeirra í
samræmi við kjarasamninga.
„Það er hörmulegt að fyrirtækið
haldi áfram þessum leik að skýla sér
á bak við einhverja lagatæknilega
fimleika,“ segir Viðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Eflingar, og gef-
ur lítið fyrir röksemdir Eldum rétt.
Morgunblaðið/Hari
Kjaramál Sáttaumleitanir Eldum
rétt og Eflingar enn árangurslausar.
Hafna ásök-
un Eflingar
Neita ósæmilegri
meðferð á starfsfólki
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæð-
inu dróst saman um 9,7% milli maí-
og júnímánaðar. Nam fasteignavelta
á höfuðborgarsvæðinu alls 29.275
milljónum kr. í júní sem er rúmum
3.000 milljónum kr. minna en í maí-
mánuði. Þetta kemur fram vef Þjóð-
skrár Íslands. Fjöldi þinglýstra
kaupsamninga dróst saman einnig
um 20,4% á sama tímabil. Meðalupp-
hæð á hvern kaupsamning var 59
milljónir króna.
Fasteignavelta utan höfuðborgar-
svæðisins dróst einnig saman í júní-
mánuði og nam alls 10.154 millj-
ónum króna, sem er rúmlega 2.000
milljónum minna en í maímánuði.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um
fasteignir á Norðurlandi í júní 2019
var 101, mest allra landsvæða utan
höfuðborgarsvæðisins. Heild-
arveltan var 3.338 milljónir króna
og meðalupphæð á samning 33 millj-
ónir króna.
Fasteignavelta dróst
saman milli mánaða