Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sumarhúsafólkið leggur heil- mikið til þess samfélags þar sem bústaður viðkomandi stendur. Álögð fasteignagjöld geta verið talsverðar upphæðir en þjónustan sem á móti kemur er takmörkuð. Raunar sáralítil. Fyrir um tuttugu árum voru þess gjöld lækkuð um fimmtung en þá komu í staðinn skattar eyrnamerktir hreinsun á sopri og seyru en allur gangur er síðan á framkvæmd,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður og for- maður Landssamtaka sumarhúsa- eigenda. Verðmat sé ekki vísiregla Í upphafi samtals upplýsir Sveinn að þrátt fyrir embættið eigi hann engan sumarbústað sjálfur. Sér dugi að starfa og sinna þjónustu við eigendur húsanna, sem á landinu eru öllu er um 14 þúsund talsins. Fjarri fer þó að all- ir séu í samtökunum, félagsmenn eru um 4.000 talsins. „Þetta byrjaði þannig að árið 1991 kom eldri maður, Kristján Jóhannsson, til mín og þurfti þjón- ustu lögmanns við að stofna sam- tökin. Ég tók málið að mér og svo fór boltinn að rúlla. Kristján er lát- inn fyrir margt löngu en ég var áfram með samtökin í fanginu sem hefur verið drjúg vinna. Starfið felst meðal annars í almennri hagsmunagæslu gagnvart opin- berum aðilum og fleirum,“ segir Sveinn. Ósanngjarnt skattur „Einnig erum við í sam- skiptum við sveitarfélögin, til dæmis vegna fasteignagjaldanna, skipulagsmála og raunar margs annars. Álagningin er mjög breytileg en svo ég tiltaki sveit- arfélögin þar sem bústaðir eru einna flestir þá eru hún 0,6% af fasteignamati í Bláskógabyggð, í Grímsnesi 0,475% og Borgar- byggð 0,45%. Verðmat á sumar- húsum var hækkað verulega í fyrra og af þeim sökum hækkuðu gjöldin talsvert á nokkrum stöð- um. Verðmat á samt ekki að vera vísiregla í skattlagningu, enda voru gjöldin á sumarhús lækkuð í Borgarfirðinum í kjölfar nýs verð- mats þar í fyrra. Það fannst mér til fyrirmyndar.“ Algengt er þegar árin færast yfir minnki fólk við sig og selji sumarhúsin sín. Af því leiðir að fólk þarf að greiða fjármagns- tekjuskatt, sem við þessar að- stæður er 11% af söluverði eignar. Þessa skattheimtu segir Sveinn vera ósanngjarna. Fjármagns- tekjuskattur sé almennt ekki greiddur þegar fólk selji eignir sínar, hvar það hefur átt lögheim- ili. Það hljóti þá að gilda um sum- arhúsin; sem séu annað heimili margra. „Þegar fólk selur bústaðinn sinn, sælureit sem það hefur kannski átt í áratugi og á bara góðar minningar frá, getur það hreinlega lent í klemmu í kerfinu. Segjum sem svo að bústaðurinn sé seldur á 30 millj. kr. gera það 3,3 millj. kr. í fjármagnstekjuskatt, auk þess sem þessar upphæðir hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og fleira. Lögum um þetta er mik- ilvægt að breyta og vissulega hafa mörg okkar hagsmunamál þokast áleiðis. Réttindi húseigenda á leigulóðum hafa verið styrkt og núna eru eldvarnir ofarlega á baugi. Huga þarf að til dæmis brunavörnum, eflingu slökkviliða og komi upp skógareldar þurfa að vera merktar flóttaleiðir, eins og nú komnar eru í Skorradal.“ Líf í sveitina Sumarhús eru eins misjöfn og þau eru mörg. Fyrr á tíð var al- gengt að fólk byggði sér lítil og einföld hús sem kostuðu ekki ýkja mikið. Í dag eru húsin hins vegar yfirleitt stærri, vandaðri og þar með dýrari – og þá er algengt að pakkinn allur kosti 30 millj. kr. „Þetta eru auðvitað tals- verðar upphæðir en fólk fær líka talsvert í staðinn. Leggur jafnfamt mikið af mörkum til dæmis í skóg- rækt og landbótastarfi, kemur með líf í sveitina og tekur jafnvel þátt í samfélaginu á hverjum stað. Sjálfur segi ég að sumarhúsafólk sé aufúsugestir á hverjum stað.“ Eldvarnir og afnám fjármagnstekjuskatts af söluverði eru hagsmunamál sumarhúsaeigenda Morgunblaðið/Hari Formaður Álögð fasteignagjöld á sumarhús geta verið talsverðar upp- hæðir en þjónusta sveitarfélaganna er takmörkuð, segir Sveinn. Þjónusta fylgi fasteignagjöldum  Sveinn Guðmundsson fædd- ist 1958, las lög við HÍ og öðl- aðist réttindi sem lögmaður ár- ið 1996. Var fyrr á árum meðal annars lögregluþjónn og fast- eignasali. Hefur starfrækt eigin lögmannsstofu frá 1993.  Hefur sinnt fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum s.s. fyrir skátahreyfinguna og er formaður Hjartaheilla og Landssamtaka sumarhúsaeig- enda frá 1996. Hefur jafnframt sinnt ýmsum fjáröflunarverk- efnum fyrir félagssamtök á sviði velferðarmála. Hver er hann? Morgunblaðið/Ómar Kjósin Sumarhús á landinu öllu eru alls um 14.000 og hefur fjölgað hratt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.