Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisútvarpiðleikur laus-um hala á
auglýsingamark-
aði, nánast eftir-
litslaust, og nýtir
sér þar fimm millj-
arða forskot frá skattgreið-
endum. Þetta hefur ítrekað
komið í ljós og í tengslum við
stærri viðburði, líkt og heims-
meistaramótið í knattspyrnu
eða Eurovision-söngvakeppn-
ina, hefur stofnunin leyft sér
að ganga enn lengra en hún
annars gerir.
Stjórnendur stofnunarinnar
kannast aldrei við yfirgang
sinn og brot og þeir sem eftirlit
eiga að hafa með þeim og gæta
þess að þeir hegði sér í sam-
ræmi við stöðu stofnunarinnar
og lög sem um hana gilda, eða
almenn samkeppnissjónarmið,
gera lítið sem ekkert til að
hemja þessa yfirgangssömu
stofnun.
Á dögunum gerðist það þó að
Fjölmiðlanefnd, sem hefur al-
mennt lokað augum og eyrum
fyrir framkomu Ríkis-
útvarpsins en um leið einbeitt
sér að því að þvælast fyrir
einkareknum miðlum, úrskurð-
aði gegn Ríkisútvarpinu. Stofn-
unin hafði gengið allt of langt í
kostun á þáttum í tengslum við
Eurovision. Í lögum um Ríkis-
útvarpið er almennt bann við
kostun, þó með þeim undan-
tekningum að beita megi kost-
un „við útsendingu íburðarmik-
illa dagskrárliða til að mæta
útgjöldum við framleiðslu eða
kaup á sýningar-
rétti“ og „við út-
sendingu innlendra
íþróttaviðburða og
umfjöllun um þá“.
Ríkisútvarpið
ákvað að setja sér
reglur um auglýsingar út frá
lögunum og bætti inn í þær að
stofnunin mætti beita kostun í
þeim tilvikum sem lögin greina
og auk þess í því sem Ríkis-
útvarpið kallar „afleidda dag-
skrá“. Með þessari viðbót, sem
er án lagastoðar, hefur Ríkis-
útvarpið selt mun víðtækari
kostun en heimild er fyrir.
Fjölmiðlanefnd finnur að þessu
og segir Ríkisútvarpið hafa
brotið lög, en bætir því við að
vegna fyrri samskipta við Fjöl-
miðlanefnd, þar sem nefndin
stóð sig ekki sem eftirlitsaðili,
þá sé fallið frá sektarákvörðun
í þeim málum sem um ræðir.
Þetta hjáróma tiltal Fjöl-
miðlanefndar verður tæplega
til að Ríkisútvarpið breyti
framgöngu sinni á auglýs-
ingamarkaði. Þeir sem stofn-
uninni stýra hafa séð að þeir
komast upp með nánast hvað
sem er og þegar þeir brjóta lög
um auglýsingar, og brjóta þar
með gegn keppinautum á
markaði, meðal annars Síman-
um, sem er sá sem kvartaði
undan ofangreindum brotum,
þá fá þeir ekkert annað en
laufléttar skammir og geta
haldið áfram að leita að nýjum
leiðum til að teygja og toga þau
lög sem stofnunin á að fara eft-
ir.
Ríkisstofnun brýtur
lög með ósvífnum
hætti og kemst upp
með það }
Lögbrot Ríkisútvarpsins
Nýleg skoð-anakönnun
breska fyrir-
tækisins YouGov
var forvitnileg,
ekki síst fyrir þær
sakir að breski Verkamanna-
flokkurinn, sem hefur verið
annar af lykilflokkum breska
flokkakerfisins í rúmlega
hundrað ár, mældist þar með
um 18% fylgi, það minnsta í
áratug, og lenti í fjórða sæti.
Ýmsar ástæður mætti tína til
fyrir þessu fylgishruni. Til
dæmis hefur stefna flokksins
færst allt of langt til vinstri og
forysta flokksins hefur ekki
verið trúverðug þegar kemur
að útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu. Þá hefur flokk-
urinn á síðustu misserum mátt
glíma við þá ömurlegu ímynd að
innan vébanda hans blómstri
nú fólk sem hatist út í gyðinga.
Allar þessar ástæður og fleiri
eiga rót í einum og sama mann-
inum, formanninum Jeremy
Corbyn. Þar hefur ekki síst
spilað inn í óákveðni í Brexit-
málunum, þar sem hjarta Cor-
byns virðist slá með út-
göngusinnum, á
sama tíma og flest-
ir af þingliði og for-
ystu flokksins vilja
helst reyna að
koma í veg fyrir að
Bretar yfirgefi sambandið.
Það kann því að vera nokkuð
fyrirsjáanlegt að aðildarsinnar
innan Verkamannaflokksins
flykkist frekar að Frjáls-
lyndum demókrötum, sem hafa
verið einarðir í andstöðu sinni
við Brexit. Þá hefur Brexit-
flokkurinn veitt útgöngusinn-
um, einkum úr Íhaldsflokknum
en einnig Verkamannaflokkn-
um öruggt skjól. Corbyn er í
klemmu, þar sem hann hefur
fælt frá sér báðar hliðar.
Víst er að þetta vonleysi
Verkamannaflokksins er
heimatilbúinn vandi, en á sama
tíma virðist Íhaldsflokkurinn
vera að byrja að ná vopnum sín-
um, þrátt fyrir að formanns-
kjöri þar sé ekki enn lokið. Fátt
bendir þó til þess, að Corbyn sé
á útleið og líklega mun hann
þurfa að gjalda afhroð í kosn-
ingum til þess að stöðu hans
verði ógnað.
Vonleysi Verka-
mannaflokksins
skýrist af Corbyn}
Forystuleysið hefnir sín
H
vernig lífið blómstrar, hvernig
við gleðjumst og brosum hvert
til annars þegar sólin skín. Ég
er í raun svo auðmjúk og glöð
yfir því hvernig lífið skiptir um
lit þegar sólin umvefur okkur eins og hún hef-
ur gert nú í sumar. Ég spái ekki einu sinni í
það hvernig það er á Kanarí, hvernig það er á
Tenerife eða hvernig það er hvar sem er.
Heima er langbest akkúrat núna.
Að stofna stjórnmálaflokk sem berst gegn
fátækt ætti að höfða til allra þeirra sem ég er
að berjast fyrir. Ekkert hefur verið ofar í
huga mínum frá upphafi en að útrýma fátækt
á Íslandi. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort
fólkið mitt eins og ég vil kalla það, hvort ör-
yrkjar og allir þeir sem eiga undir högg að sækja í sam-
félaginu hafi ekki áttað sig á því að þeir eiga málsvara á
Alþingi Íslendinga. Ég spyr: hvers vegna ekki að skoða
eitthvað annað en það sem hefur ekki virkað hingað til?
Svona er það bara.
Ég er kannski ekki eins og formaður stjórn-
málaflokks á að vera. En hvernig á hann að vera? Ég vil
vera einlæg, sönn og tæta niður spillinguna sem er hér
allt um kring.
Ég skrifa hér litla pistla á 9 daga fresti, mig langar
svo mikið til að þið heyrið það sem ég er að segja.
Hvernig þessir litlu pistlar mínir enduróma
Flokk fólksins og það sem við stöndum fyrir.
Ég vil, til að mynda, alhæfa að án Flokks
fólksins væri umræðan um bágindi og fá-
tækt okkar minnstu bræðra og systra ekki
eins og hún er nú.
Allir stjórnmálaflokkar keppast við að
þykjast vilja hjálpa en staðreyndin er sú að
þeir hafa allir haft ærin tækifæri en hafa
ekkert gert og er nákvæmlega sama. Ég er
gjörsamlega furðu lostin því að í mínum
huga getur það ekki annað en blasað við
hvernig hefur verið farið með viðkvæmustu
samfélagshópana í boði ekki bara núverandi
stjórnvalda heldur þeirra sem á undan voru?
Gullfiskaminnið
Að öðru. Er það ekki skrítið að fyrrverandi forsætis-
ráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi til
dæmis ekki gert neitt í því að koma í veg fyrir innleið-
ingu orkupakka þrjú þegar hann gat það, heldur stígur
nú fram eins og eitthvert óskabarn þjóðarinnar án þess
að láta sjá sig í fyrstu umræðu um orkupakkann? Bara
lítið dæmi um það hvernig pólitíkin virkar og allir eru
búnir að gleyma öllu þegar tjaldið fellur. Því miður.
Inga Sæland
Pistill
Sumar og sól
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Aðgerðir þar sem lögreglaleggur hald á mikið magnfíkniefna hafa yfirleitteinungis lítil áhrif á fíkni-
efnamarkaðinn, bæði hérlendis og
erlendis, og eru áhrif þeirra yfirleitt
í mesta lagi tímabundin. Þetta segir
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og prófessor í félagsfræði við
Háskóla Íslands, í samtali við Morg-
unblaðið en nýlega hafa verið flutt-
ar fréttir af því að þrír ungir menn,
rétt yfir tvítugt, sitji í gæslu-
varðhaldi eftir að hafa verið teknir
með risastóran skammt af kókaíni á
Keflavíkurflugvelli í maí. Sagði
fréttastofa RÚV frá því að um 16
kílógrömm væri að ræða, sem væri
um fjórðungur alls magns kókaíns
sem lögregla hefði lagt hald á á ára-
bilinu 2014-2018.
Segir Helgi að þessar fréttir
séu kannski eins konar „endur-
speglun á ástandi“ hér á landi og
séu í takt við fréttir sem fluttar
voru í vor af því að magn kókaíns í
frárennslisvatni frá Reykjavík hefði
margfaldast miðað við fyrri ár.
„Mesta furða“
„Við höfum sögu af þessu hér
heima. Við höfum fengið stór mál og
höfum þá getað séð það hversu mik-
il áhrif þetta hafði á markaðinn í
kjölfarið, og það hefur í mesta lagi
áhrif í mjög skamman tíma,“ segir
Helgi spurður um hvaða áhrif stór-
ar aðgerðir eins og sú sem nefnd er
að ofan hafi á fíkniefnamarkaðinn.
Nefnir hann í þessu dæmi mál eins
og „skútumálið“ og „stóra fíkniefna-
málið“ og segir: „Það er mesta
furða, finnst manni stundum, hvað
þetta hefur oft lítil áhrif á mark-
aðinn.“ Segir hann að svo virðist
sem fíkniefnainnflytjendur„hinkri“ í
skamma stund eftir að stórar að-
gerðir komast í hámæli. „Menn eru
þá kannski komnir með efni inn í
landið, og draga þá aðeins andann,
og svo er þetta oft komið í sama
horfið aftur mjög fljótt. Þetta kem-
ur heim og saman við rannsóknir
erlendis varðandi stórar aðgerðir
þar sem lagt er hald á mikið magn
fíkniefna. Þær hafa í sjálfu sér
voðalega lítil áhrif á framboð eða
markaðinn.“
Spurður hvaða vísbendingar
um þróun fíkniefnamarkaðarins mál
eins og ofannefnt gefa segir Helgi:
„Það virðist vera mikil eftispurn.
Það virðist vera talsvert mikið um
þessi efni í okkar samfélagi,“ og vís-
ar aftur á aðra mælikvarða eins og
mælingu magns kókaíns í frárennsl-
isvatni.
„Því miður“ opinn markaður
Spurður um aðgerðir af þess-
um toga, þar sem hald er lagt á
mikið magn fíkniefna, segist Mar-
geir Sveinsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá miðlægri rannsókn-
ardeild lögreglunnar, eiga erfitt
með að segja til um hversu mikil
áhrif slíkar aðgerðir hafi en segir
það „klárt mál“ að mál á þessu stigi
hafi einhver áhrif á fíkniefnamark-
aðinn. „Þetta er eins og með annað.
Þegar lítið framboð er á einhverju,
sama á hvaða vöru það er, þá má
búast við að verð hækki,“ segir
hann og bætir við: „Hvort þetta
þýðir að neysla á öðrum efnum
aukist get ég ómögulega
sagt til um.“ Eins og
Helgi segir Margeir að
áhrifin séu vitanlega
tímabundin og segir:
„Svona mál hafa auðvitað
áhrif en ég get ómögulega
sagt til um hversu lengi
þau vara. Við erum
bara að fást við
opinn markað,
það er bara
því miður
þannig.“
Áhrif aðgerðanna
einungis tímabundin
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefnainnflutningur Á árunum 2014-2018 lagði lögreglan hald á um
65 kílógrömm af kókaíni. Í maí lagði hún hald á 16 kílógrömm á einu bretti.
„Samkvæmt rannsóknum er-
lendis er þumalfingursreglan að
það sé lagt hald á um það bil tíu
prósent [innfluttra fíkniefna],“
segir Helgi aðspurður. „Það er
metið út frá alls kyns gögnum
sem menn eru með. Sjálfur hef
ég alltaf metið sem svo að við
séum með heldur hærra hlut-
fall,“ bætir Helgi við og segist
hafa byggt það á því að Ísland sé
eyja og því séu leiðir til landsins
torfærari heldur en „til dæmis í
Evrópu þar sem menn geta ek-
ið á milli landa og landamærin
eru miklu opnari“. Segir hann
hins vegar að þegar hann hafi
viðrað þetta mat sitt meðal
samstarfsmanna hér á landi,
hafi það verið annarra mat að
hlutfallið sé líklega það
sama hér á landi
og annars stað-
ar. „Þess
vegna
minna.“
Leggja hald
á um 10%
HLUTFALLIÐ LÍKLEGA
ÞAÐ SAMA Á ÍSLANDI
Helgi
Gunnlaugsson