Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 20
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9 -12.
Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45.
Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-
12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
s: 535-2700.
Boðinn Mánudagur: Félagsvist kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringborðið
kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn
kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið
kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi
kl. 13.00.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.15 Canasta.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum
með Margréti kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45,upplestur
kl.11, hádegisverður kl.11.30, ganga m.starfsmanni kl.14, síðdegiskaffi
kl.14.30, bíó í betri stofunni kl.15.30.Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl.10:30, létt ganga sem allir geta
tekið þátt í kl. 13.30, vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 18:30.
Við minnum á upprifjunar námskeið á snjallsíma á morgun (9. júlí)
kl.10.00 og spjaldtölvu á miðvikudaginn (10. júlí) kl. 13.00.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
✝ Helgi Þór-arinsson fædd-
ist á Þorbrands-
stöðum í
Vopnafirði 12. maí
1929. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 7.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru Salína Aðal-
björg Einarsdóttir,
f. 5.4 1889, d. 27.6.
1952, og Guðmundur Þórarinn
Ketilsson, f. 7.11. 1875, d. 3.11.
1948. Systkini Helga voru Jón-
ína Sigurlaug, f. 26.3. 1920, d.
8.11. 1990, Ólafur, f. 2.9. 1921, d.
10.2. 1954, og Friðjón, f. 10.11.
1925, d. 27.1. 1975. Samfeðra
systkin Helga voru Ólafur, f.
15.10. 1897, d. 11.4. 1916, Berg-
ljót Sigrún, f. 3.5. 1900, d. 31.10.
1973, Signý, f. 18.8. 1901, d.
28.12. 1990, Guðni Ágúst, f. 17.7.
1906, d. 15.5. 1987, Alfreð, f. 9.7.
1911, d. 5.4. 1992.
Helgi kvæntist árið 1954 Ásu
Kristínu Hermannsdóttur, f.
22.4. 1928. Börn þeirra eru: 1)
Ólafur Þórarinn, f. 30.5. 1954, í
sambúð með Lindu Sunn-
anväder, f. 10.9. 1949; sonur
Ólafs Þórarins af fyrra hjóna-
bandi er Jonas Patrick Tallroth,
f. 17.9. 1981, kvæntur Samönthu
Peat Tallroth, dóttir þeirra er
Freyja. Börn Lindu af fyrra
hjónabandi og stjúpbörn Ólafs
Þórarins eru Petra og Christian.
1998, Mist, f. 19.10. 2001, og
Anna, f. 26.10. 2004. Börn Gerð-
ar og stjúpbörn Þrastar eru Ið-
unn Anna og Oddur Bragi. Syn-
ir Ásu Kristínar af fyrra
hjónabandi eru: 1) Kolbeinn
Hermann Brynjólfsson, f. 10.
júlí 1948, stjúpsonur Helga,
kvæntur Eygló Lilju Ásmunds-
dóttur, f. 6.6. 1952, sonur Her-
manns af fyrra hjónabandi er
Brynjólfur Jón, f. 31.3. 1968,
kvæntur Guðrúnu Döddu
Ásmundardóttur, börn þeirra
eru Guðrún, Kolbeinn og Kjart-
an. 2) Reynir Brynjólfsson, f.
28.9. 1951. Helgi og Ása Kristín
skildu árið 1980.
Helgi var í sambúð með Sig-
ríði Þorláksdóttur, f. 15.4. 1934,
börn hennar af fyrra hjónabandi
eru: Anna, f. 16.7. 1954, Magnús,
f. 4.10. 1956, Hildur Kristjana, f.
29.7. 1960, og Guðfinna, f. 25.1.
1968.
Helgi bjó í Vopnafirði til 17
ára aldurs, lengst af á
Þorbrandsstöðum í Hofsárdal,
en fór til náms í Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1946. Þaðan lauk
hann prófi í trésmíðum og svo
meistaraprófi í húsasmíðum ár-
ið 1951. Hann var húsasmíða-
meistari í Reykjavík til ársins
1969 er hann flutti ásamt fjöl-
skyldunni til Svíþjóðar. Þar
starfaði hann sem trésmiður til
ársins 1974 er fjölskyldan flutti
aftur heim. Helgi stundaði tré-
smíðar í Reykjavík það sem eftir
var starfsævinnar.
Útför Helga fer fram frá
Seljakirkju í dag, 8. júlí 2019, og
hefst athöfnin klukkan 13.
2) Salína Aðal-
björg, f. 16.11.
1958, gift Einari
Long, f. 2.9. 1958,
börn þeirra eru:
Kristín Björk, f.
31.10. 1984, í sam-
búð með Atla Má
Þorgrímssyni, dæt-
ur þeirra eru Hekla
og Silfa Mjöll. Þór-
ir, f. 7.3. 1989, í
sambúð með Lilju
Björk Runólfsdóttur. 3) Guð-
mundur Örn, f. 28.8. 1961, í sam-
búð með Hildi Jósefsdóttur, f.
27.2. 1965, dóttir þeirra er
Helga Vilborg, f. 13.3. 1996, í
sambúð með Jacob Erik Atte-
hed, dóttir þeirra er Ellí Hildur
María; synir Guðmundar Arnar
af fyrra hjónabandi eru Emil
Þór, f. 30.3. 1984, í sambúð með
Valgerði Halldórsdóttur, sonur
þeirra er Halldór Eldur. Krist-
ján Oddur, f. 6.10. 1989, í sam-
búð með Veroniku Sól Jóns-
dóttur, sonur þeirra er Líam
Þór. Dætur Hildar og stjúpdæt-
ur Guðmundar eru Lena Sigríð-
ur, f. 11.6. 1985, gift Glenn
Hemmingsen, dætur þeirra eru
Jenny Mairin, Saga Elise og
Freyja Mund. Íris Andrea, f.
13.4. 1987, í sambúð með Stefan
Wallnerström Karlsson. 4)
Þröstur, f. 13.10. 1967, í sambúð
með Gerði Jónsdóttur, f. 7.6.
1979; dætur Þrastar af fyrra
hjónabandi eru Hlökk, f. 15.5.
Pabbi talaði um það síðustu dag-
ana að hann þyrfti fljótlega að
komast austur. Það var ekkert
nýtt. Hann var eiginlega alltaf á
leiðinni austur. Hann var fæddur á
Þorbrandsstöðum í Hofsárdal í
Vopnafirði. Þar stóð torfbær sem
var heimili hans þar til hann var 17
ára og fór til náms í Reykjavík.
Hann missti föður sinn 19 ára og
móður 23 ára. Hann var yngstur í
stórum hópi systkina sem öll eru
fallin frá fyrir margt löngu. Systk-
inin voru pabba mjög kær og hann
hélt góðu sambandi meðan þau
lifðu. Þetta var glaðsinna og
skemmtilegt fólk. Ég held hann
hafi saknað þeirra mikið eins og
æskuslóðanna. Hann var í essinu
sínu þegar hann rifjaði upp gamla
tíma, sagði sögur af fólki úr sveit-
inni og fór með kveðskap. Ég skildi
þetta alveg því ég var fjögur sumur
í sveit á Þorbrandsstöðum hjá
Hallgrími og Rúnu sem bæði voru
skyld okkur. Þarna er dásamleg
sveit og gott fólk.
Pabbi var hlýr maður, yfirveg-
aður og ákaflega lítið frekur, en
ákveðinn þegar hann vildi það við
hafa. Hann var þolinmóður pabbi
og skilningsríkur, felldi ekki dóma
þótt manni yrði á. Það var alltaf
gott að leita til hans. Stundum
sagði hann ekki margt en það sem
hann orðaði skipti máli. Hann hafði
lag á því að miðla af reynslu sinni á
jákvæðan hátt, án þess að boða eða
banna. Ég fékk að vinna með hon-
um yfir sumarmánuði á mennta-
skólaárunum. Þar kynntist ég öðr-
um hliðum á honum. Hann var
mikill fagmaður og slakaði aldrei á
kröfum um gott handverk og vand-
virkni. Hann var góður leiðbein-
andi en skortur á verkviti fór í
taugarnar á honum, jafnvel svo að
jafnlyndi hans var ögrað. En mér
þótti líka skemmtilegt að heyra
hann rökræða af festu um fagið
sitt, pólitík og önnur málefni. Hon-
um gat þó blöskrað þegar óvarleg
orð voru látin falla enda sjálfur
ekki maður stórra yfirlýsinga.
Pabbi hafði óþrjótandi áhuga
á fólki og sögum þess. Hann las
reiðinnar býsn af ævisögum,
þjóðlegum fræðum, átthagarit-
um að austan, ættfræði, hvers
konar sagnfræðiritum og skáld-
skap. Hann var auðvitað áskrif-
andi að Glettingi, tímariti um
austfirsk fræði. Maður kom aldr-
ei að tómum kofunum ef talið
barst að Austfirðingum, hvað þá
austfirskum skáldum. Gunnar
var þar aðalmaðurinn en líka
Páll, Kristján fjallaskáld, Erla
o.fl. Og öll skyld okkur auðvitað.
Pabbi hafði sögur af sérkenni-
legu fólki í hávegum og hafði
sjálfur þann ágæta eiginleika að
sjá iðulega eitthvað frásagnar-
vert í fari fólks. Oft var eins og
það söfnuðust að honum áhuga-
verðir karakterar. Hann lá inni á
spítulum síðustu mánuðina og
það brást ekki að hann hafði frá
skemmtilegu fólki að segja í
hverri einustu heimsókn.
Ég á eftir að sakna samtala við
pabba um skáld og bækur og ég á
eftir að sakna þess að heyra hann
segja sögur af fólki og skella upp
úr með honum. Ég sé eftir því að
hafa ekki lært eitthvað af þeim
aragrúa vísna sem hann hafði á
hraðbergi um fólk og fyrirbæri;
geri ekki ráð fyrir að þær varð-
veitist í munni margra úr þessu.
Ég vildi að ég hefði átt fleiri
stundir með honum og sömuleið-
is dætur mínar. Ég minnist með
hlýju ferðalaga með honum sem
áttu einhvern veginn alltaf upp-
haf, miðju eða endi fyrir austan,
veiðitúra upp í Ánavatn, rúnta á
bílasölur bæjarins, bíóferða á
unglingsárum og ótal stunda við
bókaskápana; þar byrjaði lestr-
aráhugi minn. Umfram allt er ég
þakklátur fyrir góðhjartaðan
föður.
Þröstur Helgason.
Á björtum og fallegum sum-
ardegi kvaddi stjúpi minn, Helgi
Þórarinsson. Við kynntumst
fyrst 1955, hann og móðir mín,
Ása, höfðu þá hafið sambúð og
bjuggu á Bragagötunni. Ég hafði
búið hjá ömmu og afa á Ísafirði
en átti nú að hefja skólagöngu og
flutti því til þeirra. Pabbi byrjaði
á að labba með mér í mjólkur-
búðina, spjölluðum við saman á
leiðinni og hann stakk upp á að
ég kallaði hann pabba sem
gladdi mig mikið og það hef ég
gert síðan og mjólkurbrúsann
sem við vorum með á ég enn.
Ólst ég upp á þessu yndislega
heimili ásamt systkinum mínum
Óla, Línu, Gumma og Þresti.
Pabbi las mikið og var mjög fróð-
ur sem kom vel fram í óteljandi
tjaldferðum okkar fjölskyldunn-
ar um landið. Pabbi og Friðjón
bróðir hans voru miklir áhuga-
menn um bíla og var oft var
drjúgum tíma eytt á bílasölum
að skoða og fannst mér það hinar
skemmtilegustu ferðir. Pabbi
kenndi mér að keyra og umgang-
ast bílinn og halda snyrtilegum
og hreinum. 1969 flytur fjöl-
skyldan til Malmö í Svíþjóð og
heimsóttum við Lilja þau þang-
að. Það var auðvitað drifið í að
fara í útilegu vítt og breitt um
Skán og eigum við góðar minn-
ingar úr þeirri ferð. 1974 flytur
fjölskyldan heim aftur og sest að
í Breiðholti. Mamma og pabbi
skildu. Nokkru síðar kom Didda
þá inn í líf hans og bjuggu þau
saman upp frá því og voru þau
dugleg að ferðast og njóta lífsins
saman.
Pabbi starfaði við smíðar alla
tíð og voru verkefnin ærið mis-
jöfn og mörg allt frá því að
hjálpa okkur Lilju að byggja
hesthús yfir í að ljúka starfsæv-
inni á því að byggja Seljakirkju.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar og Diddu og fjöl-
skyldu. Takk fyrir allt, pabbi
minn, hvíl í friði.
Hermann Brynjólfsson.
Elsku afi Helgi, eins og við
kölluðum þig alltaf, frá þeim degi
þegar Sigríður Telma fæddist.
Þegar þú varðst níræður 12.05.
2019 voru nákvæmlega 35 ár síðan
ég hitti þig í fyrsta skipti með
mömmu. Við höfum átt margar
skemmtilegar stundir saman. Á
tímabili voru Tommi og Jenni í
sjónvarpinu, nákvæmlega kl. 19.55,
ef ég var heima, kallaðir þú á mig
og við horfðum á þá saman. Þú
minntist á þetta þegar við hittumst
í vor og við fórum að skellihlæja.
Þegar við eignuðumst Sigríði
Telmu hændist hún að afa sínum,
þið gátuð setið og lesið saman í
tíma og ótíma og margt annað
lærði hún af afa sínum sem hún tal-
ar ennþá um.
Elsku afi Helgi, við gætum hald-
ið áfram út í hið óendanlega en við
kveðjum þig núna, elsku afi, takk
fyrir ferðalagið sem við höfum átt
saman.
Elsku mamma, þú hefur misst
góðan mann og vin en minningin
lifir.
Við vottum börnum Helga,
barnabörnum og mökum innilega
samúð.
Góða ferð, elsku afi Helgi.
Kveðja,
Guðfinna, Eiríkur og
Sigríður Telma.
Í dag kveð ég Helga Þórarins-
son frænda, yngstan ömmusystk-
ina minna, Bergljótar Sigrúnar. Þó
vald örlöganna stýrði því svo að við
vissum hvor af öðrum, en kynnt-
umst ekki náið fyrr en seint á lífs-
leiðinni, sköpuðust frændsemi og
tryggðarbönd sem héldu til hinsta
dags.
Fyrir níu árum komst á fjöl-
mennt ættarmót í móðurætt mína.
Allt frá Kleif á Fljótsdal til
Grunnavatns í Jökuldalsheiði, um
Vopnafjörð og Akureyri til Reykja-
víkur. Staða- og ættarsöguna frá
þeirri tíð þekktu fáir betur en
Helgi og flutti hann framsögu af
þekkingu og myndarskap. Þar urð-
um við frændsystkinin og vensla-
fólk margs vísari, enda Helgi mál-
efninu kunnur.
Við heimsókn á Landakot
nokkru fyrir andlát, var okkur báð-
um ljóst hvert stefndi. Tilfinninga-
rík kveðjustund. Takk fyrir sam-
fylgd og tryggð minn kæri frændi.
Aðstandendum votta ég samúð.
Þorberg Ólafsson.
Okkur langar til að minnast
Helga sem amma kynnti til leiks á
Hótel Sögu þegar Hildur og Atli
voru nýbúin að gifta sig. Hann varð
strax órjúfanlegur hluti af fjöl-
skyldu okkar.
Helgi kom með ný sjónarmið og
góðan anda inn í fjölskylduna.
Hann studdi ömmu Diddu og börn-
in hennar með ráðum og dáðum.
Hann var klettur sem hægt var
styðja sig við, smiður sem var oft
leitað til, höfðinginn í útilegunni á
Stóra Hofi og afi sem brúaði bil á
milli kynslóða og tók vel á móti nýj-
um fjölskyldumeðlimum. Ómetan-
legt að amma hafi fundið hann.
Hann var ómissandi hluti af
jólahaldi fjölskyldunnar. Það var
keppst við að skoða allar bækurnar
sem hann fékk og stundum voru
þær fengnar að láni. Hann vildi
kjötið sitt ávallt vel steikt. Engar
áhættur teknar þar. En skoðanir
hans á jólabókaflóðinu og málefn-
um líðandi stundar voru öllu djarf-
ari og sköpuðu umræður fram eftir
kvöldi.
Þrátt fyrir að halda í hefðirnar
var Helgi umburðarlyndur og
ákaflega vel lesinn. Hann miðlaði
visku sinni listilega áfram án þess
að skyggja á aðra.
Það er ekki hægt að minnast
Helga án þess tala um hversu gott
var að hlæja með honum. Þá notaði
hann minni sitt, þekkingu og góðan
húmor til að gleðja aðra. Minningin
um einstakan mann lifir.
Ásgeir Runólfsson, Hulda
Björk Halldórsdóttir,
Guðbjörg Runólfsdóttir,
Anna Arnardóttir og
Runólfur Rúnar Bjarna-
son.
Helgi Þórarinsson
Ástkær móðir mín, unnusta, systir, mákona
og frænka,
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést á Kaiser-sjúkrahúsinu í Los Angeles
hinn 25. júní.
Útför verður auglýst sýðar.
Aðalsteinn Dan Árnason
John Bergeson
Ragnar S. Aðalsteinsson Jónína Magnúsdóttir
Eggert B. Aðalsteinsson
Svanlaug Aðalsteinsdóttir Sigurjón Kristinsson
systkinabörn
Elsku engillinn okkar, mamma,
tengdamamma, amma og langamma,
MARÍA SIGURBORG JONNÝ
RÓSINKARSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Melseli 8,
kvaddi á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 1. júlí.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju 18. júlí klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar og B2 fyrir fagmennsku,
alúð og manngæsku.
Ottó K. Ólafsson Björk Baldursdóttir
Jakob Ólafsson Helena S. Leósdóttir Little
Rósinkar S. Ólafsson Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir
Guðný Ólafsdóttir Ómar Þ. Gunnarsson
Ásgeir K. Ólafsson Aðalheiður Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GUÐRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR,
áður til heimilis á Lindargötu 66 og
síðustu mánuði á Droplaugarstöðum,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 2. júlí 2019. Útför
hennar fer fram frá Grensáskirkju hinn 12.
júlí kl. 15.
Innilegar þakkir til starfsfólks A6 sem annaðist hana og okkur
aðstandendur af einstökum hlýhug og nærgætni við andlát
hennar.
Edda Arndal Todd Zuvich
Sunna Rún Baldvinsdóttir og fjsk.
Sesselja Friðriksdóttir og fjsk.
Þórður Friðriksson og fjsk.
og afkomendur Kristínar Friðriksdóttur