Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
50 ára Svanborg ólst
upp í Garði en hefur bú-
ið á Akranesi frá 1980.
Hún er leikskólakennari
að mennt og vinnur á
Teigaseli.
Maki: Heimir Krist-
jánsson, f. 1969, vél-
smiður hjá Akraborg.
Börn: Tómas, f. 1989, Kristján Atli, f.
1997, og Andri Bergsteinn, f. 2003.
Barnabörnin eru orðin tvö.
Foreldrar: Bergmann Þorleifsson, f.
1943, húsasmiður, og Auður Sigurðar-
dóttir, f. 1943, skrifstofutæknir. Þau eru
búsett á Akranesi.
Svanborg
Bergmannsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekki stórmannlegt að geta
ekki beðist afsökunar á mistökum sínum.
Þú getur auðveldlega náð fram mark-
miðum þínum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft ekki að hafa uppi neina til-
burði til þess að vekja athygli. Langi þig í
einhvern hlut skaltu hinkra við og sjá svo
til, hvort hann er ennþá ómissandi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú leggur áherslu á að hlusta
og taka á móti visku annarra muntu
koma mjög miklu í verk með mjög litlu
erfiði. Láttu útlit ekki blekkja þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Örlögin eru í þínum höndum. Þú
ert orkumikil/l og finnst þú eiga heiminn.
Fall er fararheill.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það vefst eitthvað fyrir þér að taka
ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli.
Langlundargeð þitt er á vörum allra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það gengur svo mikið á í kringum
þig að þú þarft að gæta þess að verða
ekki stressinu að bráð. Peningar koma og
fara.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur verið varasamt að hlaupa
upp til handa og fóta af minnsta tilefni.
Vertu óhrædd/ur og farðu eftir eðlis-
ávísun þinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það eru miklar breytingar í
gangi í kringum þig. Reyndu að skyggn-
ast undir yfirborð hlutanna áður en þú
tekur afstöðu til þeirra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Minningar úr æsku þinni
munu hugsanlega koma upp í hugann.
Ekki hræðast það óþekkta. Láttu slag
standa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt ekki í erfiðleikum með
að gera langtímaáætlanir í dag. Þú færð
öllu þínu framgengt ef þú hækkar ekki
róminn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur verið dýrkeypt að
blanda sér í annarra mál að ástæðulausu.
Þú lætur freistast til að kaupa hlut sem
þig hefur lengi langað í.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fólk hlustar þegar þú talar, en í
dag læturðu meira gott af þér leiða með
því að hlusta. Reyndu að kynnast þér
með því að vera ein/n í ró og næði.
og sat í stjórn Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni um árabil.
„Ég lít á mig sem frekar félagslynda
persónu og átti mjög ánægjulegt starf
sem stjórnarmaður í Félagi eldri borg-
ara og mjög ánægjuleg samskipti við
menn og málefni innan Rotaryhreyf-
ingarinnar bæði hérlendis og erlendis.
Nú á ég fyrirmyndarsamskipti við fólk-
ið þar sem ég bý í nágrenni Ríkis-
útvarpsins í Hvassaleiti en þar er
skemmtilegur félagsskapur. Svo fer ég
í heimsókn á RÚV öðru hverju, en
dóttir mín vinnur þar og sonur minn
vann þar lengi. Ég fylgist enn með
hvað er í sjónvarpinu og er haldinn af
fréttasýki. Sem betur fer fer síðan tölu-
verður tími í að fylgjast með fjölskyld-
unni. Ég hef alveg nóg að gera og eftir
að hafa afgreitt erfið veikindi fyrir 40
árum er ég við mjög góða heilsu og
reyni að nýta mér það eins og ég get.
Yfirleitt eru dagarnir frekar stuttir, ég
bíð allajafna ekki eftir því að tíminn
líði.“
Hinrik og kona hans voru lengi
áhugasamir safnarar gamalla gripa; 31.
maí 2006 færðu þau Sjóminjasafninu í
Reykjavík safn sitt að gjöf, alls rúm-
lega 700 muni. „Þetta eru munir sem
við söfnuðum frá okkar upphafsstöðum
en konan mín er úr Blöndudal. Við vild-
ár að vinna sérverkefni fyrir Markús
Örn Antonsson sjónvarpsstjóra.“
Hinrik sat í stjórn Bandalags ís-
lenskra listamanna 1972-76, í fram-
kvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins
1979, í stjórn kvikmyndasjóðs í nokk-
ur ár frá 1979, auk þess sem hann
hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
í stéttarfélögum kennara, borgar-
starfsmanna og fyrir Félag kvik-
myndagerðarmanna. Þá hefur hann
starfað ötullega innan Rotaryhreyf-
ingarinnar á Íslandi, var m.a. íslensk-
ur ritstjóri Rotary Norden 2006-2009,
H
inrik Bjarnason fædd-
ist 8. júlí 1934 í Rana-
koti á Stokkseyri. „Ég
er afsprengi fólks sem
vann sjálfsþurftar-
búskap til lands og sjávar, það voru
ekki miklir peningar í umferð en það
leið enginn skort. Þetta voru vinnu-
samir og hamingjuríkir dagar bæði í
mýrinni og fjörunni. Ég ólst upp í
Ranakoti fram yfir fermingu og fór
þá til borgarinnar að borgarvæða mig
og var í þeim uppeldismálum sjálfur.
Svo er annarra að meta hvernig til
hefur tekist.“
Hinrik lauk kennaraprófi frá KÍ
1954, var í leikskóla Lárusar Páls-
sonar 1952-54, stundaði nám í fé-
lags- og uppeldisfræðum í Dan-
mörku og Svíþjóð 1958-59 og var
Fulbright-styrkþegi í Bandaríkj-
unum 1959-60, sótti námskeið í gerð
og upptökustjórn sjónvarpsþátta
hjá sænska sjónvarpinu 1968 og hef-
ur sótt fjölda námskeiða í uppeldis-
og kennslufræði, tómstunda- og
æskulýðsstarfi, kvikmyndagerð og
sjónvarpsstörfum.
Hinrik var starfsmaður á Kefla-
víkurflugvelli 1953-56, skólastjóri á
Vistheimilinu í Breiðuvík 1956-58,
kennari við Breiðagerðisskóla 1960-
63 og Réttarholtsskóla 1963-71,
framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur 1971-79, stundaði
þáttagerð við Sjónvarpið 1966-75,
var frumkvöðull að gerð barnaefnis
fyrir Sjónvarpið og fyrsti umsjón-
armaður Stundarinnar okkar.
Hann starfaði hjá Nordvision við
gerð samnorrænna barna- og ung-
lingaþátta 1969 og 1970, var deildar-
og dagskrárstjóri lista- og skemmti-
deildar Sjónvarps 1979-85 og mark-
aðsdeildar Sjónvarps frá 1985-2000,
er hann fór á eftirlaun. „Það vildi
þannig til að þegar ég var kennari þá
var ég með börn í framsögn og leik-
list og vegna þeirrar athygli sem það
vakti var mér boðið að taka það að
mér að sjá um barnaefni í sjónvarp-
inu,“ segir Hinrik aðspurður. „Það
var mjög áhugavert og mikill aflvaki
í mínu lífi. Ég vann frá haustinu
1966 við að undirbúa opnun sjón-
varpsins og fram á nýja öld, því þeg-
ar ég fór á eftirlaun 2000 var ég í eitt
um koma mununum á góðan stað og
erum mjög ánægð með þetta ráðslag.“
Fjölskylda
Hinrik kvæntist 23.3. 1963 Kolfinnu
Bjarnadóttur kennara, f. 30.5. 1937, d.
18.7. 2016. Hún var dóttir hjónanna
Bjarna Jónassonar, bónda og fræði-
manns í Blöndudalshólum, og Önnu
Sigurjónsdóttur, bónda og húsfreyju.
Börn Hinriks og Kolfinnu eru: 1)
Bjarni, f. 6.9. 1963, myndasöguhöf-
undur og þýðandi, sambýliskona hans
er Susan Diol leikkona, en sonur hans
og Dönu Fisarova Jónsson er Breki
vinnusálfræðingur, f. 12.1. 1994; 2)
Anna, f. 9.6. 1965, fjölmiðlafræðingur
og yfirþýðandi við RÚV, sonur hennar
er Hinrik Kolmar Önnuson, f. 23.7.
2011.
Systkini Hinriks: Valgerður, f. 7.8.
1936, húsmóðir í Reykjavík; Kristín
Sigrún, f. 26.5. 1938, húsmóðir í
Reykjavík; Sigurður, f. 10.11. 1940,
fyrrv. tannlæknir í Reykjavík; Guðjón,
f. 10.11. 1940, d. 12.9. 2011, húsvörður í
Reykjavík.
Foreldrar Hinriks voru hjónin
Bjarni Sigurðsson, f. 6.8. 1893, d. 16.11.
1954, bóndi og formaður í Ranakoti, og
Þuríður Guðjónsdóttir, f. 19.4. 1900, d.
10.4. 1963, húsfreyja.
Hinrik Bjarnason, fyrrverandi dagskrárstjóri á RÚV – 85 ára
Nýárskvöld á Tenerife 2012 F.v.: Hinrik B., Bjarni, Anna, Kolfinna með Hinrik Kolmar og Breki.
Sjónvarpið var mikill aflvaki
Á Ítalíu Hinrik Kolmar og Hinrik B.
á bryggju í Akropoli við Napólíflóa
sunnanverðan í maí síðastliðnum.
40 ára Margrét er
Reykvíkingur, býr í
Grafarholti og er bók-
ari að mennt.
Maki: Hafsteinn Þór
Eggertsson, f. 1982,
múrarameistari og
rekur eigið fyrirtæki,
sem nefnist HM múr.
Börn: Freyja Lind, f. 1998, Birta
Sól, f. 2008, og Henrik Logi, f.
2010.
Foreldrar: Ásgeir J. Kristjánsson, f.
1958, kranamaður hjá DS lausnum,
og Hólmfríður Árný Vilhjálmsdóttir,
f. 1960. Þau eru búsett í Reykjavík.
Margrét Halldóra
Ásgeirsdóttir
Til hamingju með daginn
Húsavík Heimir Dór Arnþórsson fæddist
á Sjúkrahúsinu á Akureyri klukkan 7.33
þann 2. nóvember 2018, tæpum 6 vikum
fyrir tímann. Hann vó 2.400 grömm og var
45 cm að lengd. Foreldrar hans heita
Ásrún Ásmundsdóttir og Arnþór
Hermannsson.
Nýr borgari