Morgunblaðið - 08.07.2019, Síða 24
Íslensku stúlkurnar í U17 ára lands-
liðinu í knattspyrnu mæta heimaliði
Svía í dag um bronsverðlaun á Norð-
urlandamótinu. Um er að ræða hálf-
gerðan úrslitaleik Norðurlandaliða, því
Þýskaland og England mætast í úr-
slitaleik mótsins. Ísland fór taplaust í
gegnum riðlakeppnina eftir 1:1 jafn-
tefli í lokaleiknum gegn Dönum á laug-
ardag. Amanda Jacobsen Andradóttir
skoraði markið og skoraði því í öllum
þremur leikjum Íslands í riðlinum.
Körfuknattleikslið Tindastóls og
Þórs frá Þorlákshöfn bættu bæði við
sig erlendum leikmönnum í gær. Þórs-
arar sömdu við Omar Sherman, 23
ára bandarískan framherja, á meðan
Tindastóll tilkynnti um samning við
Jasmin Perkovic. Sá er 38 ára gamall
Króati og varð deildarmeistari í Sló-
vakíu á síðustu leiktíð, en þar á undan
varð hann deildarmeistari í Austurríki.
Íslensku stúlkurnar í U18 ára lands-
liðinu í körfuknattleik töpuðu í gær
öðrum leik sínum í B-keppni Evr-
ópumótsins sem fram fer í Norður-
Makedóníu.
Ísland mætti
þá Portúgal
og tapaði
65:49, eftir að
hafa verið níu
stigum undir í
hálfleik. Ásta
Júlía Gríms-
dóttir fór á kostum,
var stigahæst á vell-
inum með 16 stig og
tók 11 fráköst. Ís-
land mætir Sviss í
þriðja leik á morg-
un.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019
Eitt
ogannað
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
María Rún Gunnlaugsdóttir bætti
sinn besta árangur í sjöþraut þegar
hún vann til bronsverðlauna á Evr-
ópubikarmóti í fjölþrautum sem
fram fór á portgúgölsku eyjunni
Madeira um helgina. Af sex ís-
lenskum keppendum sem skráðu
sig til leiks bættu þrír sinn besta
árangur. María hlaut alls 5.562
stig, en átti áður best 5.488.
María var í fjórða sæti af 25
keppendum eftir fyrri keppnisdag-
inn á laugardag. Hún hljóp þá 200
metrana á 25,51 sekúndu, 100
metra grindahlaup á 14,46 sek-
úndum, stökk 1,75 metra í hástökki
og kastaði 11,94 metra í kúluvarpi.
Á öðrum degi í gær stökk hún 5,44
metra í langstökki, kastaði 43,45
metra í spjótkasti og hljóp 800
metra hlaup á 2:20,50 mínútum.
Það skilaði henni bronsverðlaunum
og alls 5.562 stigum eins og áður
sagði.
Glódís Edda Þuríðardóttir varð í
13. sæti með 4.777 stig sem einnig
er hennar besti árangur. Hún hljóp
800 metrana þá meðal annars á
2:20,33 mínútum og vann sína riðla
bæði í 100 metra grindahlaupi, á
14,69 sekúndum, og í 200 metra
hlaupi á 25,60 sekúndum.
Benjamín í fimmta sætinu
Í karlaflokki hafnaði Benjamín
Jóhann Johnsen í 5. sæti í tugþraut
með 7.146 stig sem er hans besti
árangur. Hann vann meðal annars
hástökkskeppnina þegar hann fór
yfir 1,98 metra. Þá vann hann einn-
ig sinn riðil í stangarstökki þegar
hann fór yfir 4,40 metra. Þá kast-
aði hann 58,47 metra í spjótkasti,
sem var næstlengsta kastið í hans
riðli og kom fjórði í mark í 1.500
metra hlaupi á 4:40,95 mínútum.
Ísak Óli Traustason hafnaði í 13.
sæti með 6.695 stig, sem er nálægt
hans besta árangri. Hann vann
sinn riðil í 100 metra hlaupi á 11,18
sekúndum og var annar í sínum
riðli í 400 metra hlaupi á 50,37 sek-
úndum.
Andri Fannar Gíslason hætti
keppni á öðrum degi í gær eftir að
hafa fellt byrjunarhæð í stangar-
stökki og þá hætti Sindri Magnús-
son vegna meiðsla á fyrri keppnis-
degi.
María bætti sig
og vann bronsið
Þrjú náðu sínum besta árangri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brons María Rún Gunnlaugsdóttir bætti sinn besta árangur í sjöþraut.
Viðar Örn Kjartansson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, skoraði sitt
sjötta deildarmark fyrir Hammar-
by þegar liðið vann stórsigur á Fal-
kenberg, 6:2, í sænsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær.
Viðar Örn er í láni hjá Hammar-
by frá Rostov í Rússlandi, en láns-
samningurinn rennur út þann 14.
júlí. Hammarby á ekki næst leik
fyrr en daginn eftir og því gæti
þetta hafa verið kveðjumark Viðars
hjá liðinu. Hammarby hefur mikinn
áhuga á að halda Viðari hjá félag-
inu, en óvíst er hvort það takist.
Kveðjumark hjá
Viðari Erni?
Ljósmynd/@Hammarbyfotboll
Hammarby Viðar Örn Kjartansson
skoraði sitt sjötta mark um helgina.
Eftir tólf ára bið eftir titli fagnaði
Brasilía loks í Ameríkubikarnum í
knattspyrnu eftir sigur á Perú í úr-
slitaleik mótsins á Maracana-
leikvanginum í Ríó í gærkvöldi, 3:1.
Gabriel Jesus, leikmaður Man-
chester City, var áberandi þar sem
hann lagði upp fyrsta markið fyrir
Everton, skoraði annað markið og
var svo rekinn af velli með rautt
spjald á 70. mínútu. Það kom þó
ekki að sök því Richarlison innsigl-
aði sigur Brasilíu úr vítaspyrnu, en
áður hafði Paolo Guerrero skorað
úr víti fyrir Perú fyrr í leiknum.
Brasilía hefur nú unnið þessa
keppni níu sinnum, síðast árið 2007,
en Úrúgvæ á flesta titla að baki eða
15 talsins.
Í öðru sæti yfir flesta titla er Arg-
entína með 14 slíka, en liðið vann
ríkjandi meistara Síle, 2:1, í leikn-
um um þriðja sætið á laugardag.
Mörkin skoruðu Sergio Agüero og
Paulo Dybala áður en Arturo Vidal
minnkaði muninn. Mesta athygli
vakti þó að stærsta stjarna argent-
ínska liðsins, Lionel Messi, fékk
rautt spjald í fyrri hálfleik og neit-
aði að taka við bronsverðlaunum
sínum vegna ósættis við dómgæsl-
una í mótinu. yrkill@mbl.is
Fyrsti titill til Brasilíu í 12 ár
AFP
Meistarar Brasilíska landsliðið með sigurlaun sín í Ameríkubikarnum í gær-
kvöld, en þetta er níundi sigur liðsins í keppninni og sá fyrsti frá árinu 2007.
1991. Þá unnu Sovétríkin í síðasta
sinn, en það var raunar 17. titillinn í
röð eftir samfellda sigurgöngu frá
árinu 1960. Sovétríkin unnu alls 20
Evrópumeistaratitla, en Spánverjar
eru nú komnir í annað sætið yfir
flesta titla með fjóra talsins. Rúss-
ar, sem höfnuðu í 8. sæti mótsins í
ár, koma næstir með þrjá titla á
bakinu.
Heimakonur frá Serbíu unnu
bronsverðlaun eftir sigur á Bret-
landi í leiknum um þriðja sætið,
81:55, en þetta var í fyrsta sinn sem
Bretar komast svona langt á
Evrópumóti. yrkill@mbl.is
Spænska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik fagnaði í gærkvöldi sínum
öðrum Evrópumeistaratitli í röð
eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í
Belgrad, 86:66. Þetta er í fjórða
sinn í röð sem Frakkar fá silfur-
verðlaun um hálsinn, en þeir unnu
keppnina síðast fyrir áratug. Spán-
verjar hafa hins vegar unnið þrjár
af síðustu fjórum Evrópukeppnum
og minna á sig sem stórveldi í
körfuboltaheiminum.
Það er óhætt að segja að Spán-
verjar hafi fetað í söguleg fótspor
með því að verja titil sinn, því það
hefur engu liði tekist frá árinu
Spánverjar í söguleg fótspor
AFP
Evrópumeistarar Spænska landsliðið er hér með Evrópubikarinn á lofti í
fjórða sinn í sögu sinni eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleik í gærkvöldi.