Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.07.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 2019 ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég fæddist inn í braghefðina og ólst upp með henni og mér hefur alltaf þótt hún skemmtileg. Þetta var hluti af tungumálinu sem var talað á heimili mínu þegar ég var að alast upp,“ segir Ragnar Ingi Aðal- steinsson, ritstjóri Stuðlabergs, tímarits helgaðs hefðbundinni ljóð- list. „Svo gerist það í kringum menntaskólaárin að þessari hefð er svolítið ýtt út í horn og þá þótti ekki fínt að vera hagyrðingur. Ekki nóg með það heldur varð ég var við að menn væru að setja saman kveð- skap sem var ekki rétt gerður og það fór aðeins í skapið á mér. Mér fannst þessi hefð falleg svo að ég tók mjög snemma svolítið upp þykkjuna fyrir hana og gaf út ljóða- bækur með hefðbundnum ljóðum. Sú fyrsta kom út 1974 og svo fleiri í framhaldinu af því. Það var alls ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti óhefðbundnum ljóðum, þau geta verið alveg yndisleg.“ Ötull í að kynna hefðina Ragnar segist ekki vera einn um það að berjast fyrir varðveislu brag- hefðarinnar. „Það eru margir fleiri en ég sem hafa verið að berjast fyr- ir þessu og ég hef því aldrei tekið mér einhverja jarlstign í þessu sam- bandi en ég hef verið ötull í að kynna hefðina og kenna mönnum að gera þetta rétt. Ég legg mikla áherslu á að ef menn nota hefð- bundin ljóðform þá eigi að gera það rétt. Það er fullt af fólki sem kann þetta algjörlega og heyrir um- svifalaust ef reglur eru brotnar. Svo eru aðrir sem alast ekki upp við þetta og hafa gaman af að kynnast þessu.“ Ragnar hefur kennt og skrifað kennslubækur um braghefðina. Hann segir yngri kynslóðina hafa gaman af því að spreyta sig á hefð- bundnum kveðskap. „Þegar ég kenndi í Foldaskóla kenndi ég krökkunum bragfræði og þá runnu upp úr þeim vísurnar hárrétt gerð- ar. Þau hafa óskaplega gaman af þessu og læra þetta eins og skot. Þetta er ekkert kynslóðabundið; það er alveg eins yngra fólkið sem hefur gaman af þessu eins og hinir eldri.“ Áhuginn lengi farið vaxandi Ragnar segist ekki hafa tölu á því hvað hagyrðingar landsins séu margir. „Ég hef stundum velt því fyrir mér en ég kynnist því sér- staklega í gegnum Stuðlabergið að samfélag hagyrðinga er alltaf að stækka. Ég er alltaf að sjá fleiri og fleiri hagyrðinga og það er enginn endir á því. Áhuginn fyrir þessu hefur farið vaxandi síðustu 20 til 30 árin.“ Hefðbundna ljóðlist segir Ragnar eiga sama erindi við samtímann og aðrar listgreinar og áhugamál. „Sumir hafa gaman af þessu og aðr- ir af einhverju öðru. Mannskepnan er afskaplega fjölbreytt og flókin og það eru alls konar áhugamál sem koma upp. Sumir gleyma sér alger- lega í golfi. Ég hef aldrei skilið það af því ég kann ekkert í golfi. Svo eru aðrir sem hafa gaman af orðsins list og þessi hefð er einn þáttur hennar.“ Ragnari þykir sú menningar- varðveisla sem felst í því að halda hefðbundinni ljóðlist á lofti merki- leg og aðdáunarverð. „Hefðin er mjög sterk. Við erum enn með sömu braghefðina og tíðkaðist í Noregi fyrir landnám og skilum henni al- gerlega óbreyttri af okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir þessari hefð og fyrir þessari varðveislu, mér finnst hún stórkostleg.“ Rapparar eru stórkostlegir Nýjasta fulltrúa stuðla og ríms, rappið, segir Ragnar vera öðruvísi en hinn hefðbundna kveðskap en þó af sama meiði. „Það er þörfin fyrir að tjá sig, að vinna með tungumálið og að skila því sem maður er að hugsa til áhorfenda. Það er alveg sami grunnurinn en það eru svolítið aðrar áherslur. En ég tek ofan fyrir röppurunum, þeir eru stórkostlegir. Rappið er frábært, það er alveg ljóst, en það er öðruvísi en brag- hefðin.“ Tímaritið Stuðlaberg, sem helgað er braghefðinni, kemur út tvisvar á ári og nú í maí kom út fyrsta tölu- blað áttunda árgangs þess. Ragnar er í senn útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri tímaritsins. „Það eru svona helstu titlarnir og ég fylli þá alla sjálfur. Svo hef ég fengið góða menn með mér sem skrifa stundum fyrir mig greinar.“ Hann segist þó skrifa bróðurpart efnisins sjálfur. Markhóp Stuðlabergs segir Ragnar vera alla þá sem hafa áhuga á hefðbundinni ljóðlist, vísnagerð og braghefðinni. „Ég er alltaf að upp- götva stærri og stærri hóp. Það er miklu meiri áhugi en ég gerði mér grein fyrir þegar ég fór af stað með þetta upp á von og óvon. Ég hafði ekki hugmynd um hvort það væri nokkur grundvöllur fyrir því að gefa út svona tímarit en það hefur sýnt sig að það er heldur betur grundvöllur fyrir því. Menn taka þessu mjög fagnandi og ég hef feng- ið gríðarlega góðar undirtektir.“ Hann er vongóður um að hefðin lifi áfram, sérstaklega ef menn haldi sig við reglur hennar. „Það er svo margt sem er í meiri hættu en hefð- bundna ljóðið. Það á sitt fólk og verður á sínum stað eitthvað áfram, það er alveg ljóst.“ Dægurvísur eru fastur liður Í hverju tölublaði Stuðlabergs má finna leiðara þar sem Ragnar veltir fyrir sér hefðinni. Hann fær einnig þjóðþekkta persónu til þess að velja sér uppáhaldsljóð og svo er iðulega stærra opnuviðtal við einhvern vel valinn. Sagt er frá hagyrðinga- mótum víðs vegar um land auk þess sem birtur er kveðskapur eftir unga sem aldna. Dægurvísnaþáttur er einnig fast- ur liður í blaðinu. „Þá tek ég fyrir ákveðið efni sem er að gerast í um- ræðunni og hringi í um tíu hagyrð- inga og bið þá að yrkja um það nýj- ar vísur í hvelli. Það hefur oft verið mjög gaman. Þegar síðustu forseta- kosningar voru held ég að um 20 manns hafi sent mér nýjar vísur og það var alveg yndislegt,“ segir Ragnar. „Það er svo gaman að vinna með hagyrðingunum, þeir eru skemmtilegasta fólk sem ég þekki. Þeir eru húmoristar, hafa gott vald á tungumálinu og eru skemmti- legir.“ Efni Stuðlabergs einskorðast við hefðbundinn kveðskap. „Mér finnst óhefðbundin ljóð alveg yndisleg, þegar þau eru góð. Það fer ekkert eftir því hvort þau eru hefðbundin eða óhefðbundin hvort þau séu það. Stuðlaberg er bara tileinkað hefð- bundinni ljóðlist og braghefðinni og ég er ekki með neitt annað. Ég kann þetta best og veit mest um þetta; þetta er mitt svið og ég ein- beiti mér þess vegna að þessu,“ segir Ragnar. Morgunblaðið/Hari Braghefðin „Ég ber mikla virðingu fyrir þessari hefð og fyrir þessari varðveislu, mér finnst hún stórkostleg,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson um hefð- bundinn kveðskap. Hann er ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður tímaritsins Stuðlabergs og hefur bæði fengist við kennslu og kennslubókarskrif. Hagyrðingar eru skemmtilegastir  Ragnar Ingi Aðalsteinsson gefur út tímaritið Stuðlaberg sem helgað er hefðbundnum kveðskap  „Menn taka þessu mjög fagnandi og ég hef fengið gríðarlega góðar undirtektir,“ segir ritstjórinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.