Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Rekstrarhagnaður hótela á lands-
byggðinni var almennt lakari en í
Reykjavík á síðasta ári, og var
rekstrarafkoman að meðaltali nei-
kvæð á Vesturlandi og Norðurlandi
en jákvæð á Suðurlandi og Suður-
nesjum. Þá sýnir samanburður við
fyrri ár að rekstrarafkoman hefur
farið versnandi frá 2016 um allt land.
Þetta er meðal þess sem kemur fram
í nýrri könnun sem KPMG vann fyr-
ir Ferðamálastofu um afkomu hót-
elfyrirtækja 2018 með samanburði
við fyrri ár.
Í könnuninni kemur einnig fram
að laun séu að jafnaði hærra hlutfall
af tekjum hjá hótelum á landsbyggð-
inni en í Reykjavík, en laun sem
hlutfall af tekjum námu 44,8% hjá
hótelum á landsbyggðinni árið 2018,
en 36,3% hjá hótelum í Reykjavík á
sama tímabili. Segir í fréttatilkynn-
ingu Ferðamálastofu um könnunina
að útskýringuna megi að hluta til
rekja til þess að veitingasala sé al-
mennt hærra hlutfall af tekjum hjá
fyrirtækjum úti á landi en í Reykja-
vík. Þá kemur einnig fram í niður-
stöðum könnunarinnar að meðalverð
á herbergi er lægra og herbergja-
nýting minni á landsbyggðinni en í
Reykjavík.
Lakari afkoma á landsbyggðinni
Rekstrarafkoma
versnað frá 2016
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Afkoma hótela er lakari á landsbyggðinni en í Reykjavík.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
hefur nú birt þrjú mál til umsagnar
í samráðsgátt stjórnvalda, en málin
tengjast fyrirhuguðum lagabreyt-
ingum sem gera þarf vegna stuðn-
ings stjórnvalda við gerð lífskjara-
samninganna svonefndu í apríl
síðastliðnum. Eiga aðgerðir stjórn-
valda að styðja við markmið um
stöðugleika í efnahagsmálum og
bætt kjör launafólks.
Þrjú mál eru nú til umsagnar í
gáttinni, en þar má nú skoða drög
að lagafrumvarpi um skref til af-
náms verðtryggingar, áform um
lagabreytingar vegna jöfnunar líf-
eyrisréttinda og áform um stuðning
við öflun íbúðarhúsnæðis. Gefst
fólki kostur á að veita umsögn um
málin fram til 26. ágúst næstkom-
andi.
Vísitala án húsnæðis nú leyfð
Nái fyrirhugaðar breytingar á
lögum nr. 38/2001 um vexti og verð-
tryggingu fram að ganga verður
heimilt að notast við annaðhvort
vísitölu neysluverðs eða vísitölu
neysluverðs án húsnæðis. Segir í
nýjum millilið 14. greinar frum-
varpsins að grundvöllur verðtrygg-
ingar í neytendalánum og fast-
eignalánum til neytenda skuli vera
vísitala neysluverðs án húsnæðis.
Þá er sérstaklega tiltekið að láns-
tími verðtryggðra neytendalána og
fasteignalána til neytenda eigi að
vera á bilinu tíu til 25 ár, en þó
megi veita undanþágu frá þeim há-
markstíma ef lántaki er yngri en 44
ára eða skattskyldar tekjur lántaka
eru undir 4,2 milljónum hjá ein-
staklingum og 7,2 milljónum ef
fleiri en einn taka saman lán.
Lífskjara-
mál sett
í samráð
25 ára hámark á
verðtryggðum lánum
Morgunblaðið/Hari
Lífskjarasamningur Stjórnvöld
samþykktu að liðka til við gerð
kjarasamninga í apríl síðastliðnum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skráð atvinnuleysi í júní var 3,4%
samkvæmt áætlun Vinnumálastofn-
unar. Atvinnuleysið hefur því minnk-
að um 0,3% frá því í apríl er það náði
hámarki eftir gjaldþrot WOW air.
Samtals 688 einstaklingar fóru af
atvinnuleysisskrá í júnímánuði og
fóru þar af 365 í vinnu eða um 53%.
Minnkandi atvinnuleysi skýrist því
ekki fyrst og fremst af fjölgun starfa
nú yfir hábjargræðistímann.
Flugfélagið fækkaði þotum og
sagði upp hundruðum manna í des-
ember sl. Var það meginskýring
þess að atvinnuleysið jókst í 3% í jan-
úar. Gjaldþrot félagsins 28. mars er
svo meginskýringin á því að atvinnu-
leysið jókst í 3,7% í apríl. Vegna sam-
dráttar, einkum í ferðaþjónustu,
hafa fleiri fyrirtæki sagt upp fólki.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, segir aðspurður
að 3,4% atvinnuleysi í júní sé mikið í
samhengi síðustu áratuga á Íslandi.
Leita þurfi til samdráttarskeiðanna
1993-97 og 2003-4 og áranna eftir
efnahagshrunið 2009 til að finna
sambærilegar tölur um sumarið.
Meiri aukning hjá útlendingum
Að jafnaði voru 6.723 einstakling-
ar á atvinnuleysisskrá í júní. Það
voru 44 færri en í maí en 2.657 fleiri
en í júní í fyrrasumar. Spár um að
þúsundir myndu missa vinnuna með
falli WOW virðast hafa raungerst.
Af þessum 6.723 sem voru án
vinnu í júní voru 2.578 erlendir ríkis-
borgarar án vinnu sem samsvarar
7,4% atvinnuleysi meðal þeirra. Hef-
ur þeim fjölgað um 79 frá því í apríl.
Á sama tímabili hefur hlutfall ís-
lenskra ríkisborgara án vinnu lækk-
að. Að sögn Karls má gera ráð fyrir
að atvinnuleysið aukist í haust, eins
og jafnan gerist á Íslandi, og að það
verði síðan meira sumarið 2020 en í
sumar, eða í kringum 4%.
Færri hjá starfsmannaleigum
Alls voru 913 starfsmenn skráðir
hjá innlendum og erlendum starfs-
mannaleigum í júní og voru þeir á
vegum 26 starfsmannaleiga. Til sam-
anburðar voru 1.552 starfsmenn hjá
30 starfsmannaleigum, innlendum
sem erlendum, í júní í fyrrasumar.
Það er samdráttur um 41%.
Síðustu þrjá mánuði hafa verið
greiddir 5 milljarðar í hefðbundnar
atvinnuleysisbætur. Við það bætast
tæplega 600 milljónir króna í barna-
dagpeninga og tekjutengdar at-
vinnuleysistryggingar.
Atvinnuleysi minnkar milli mánaða
Var 3,4% í júní Um 5 milljarðar í
atvinnuleysisbætur frá apríl til júní
Atvinnuleysi í júnímánuði og spá fyrir 2020
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
1990 1992 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020
jan. feb. mars apríl maí júní
Atvinnuleysi frá áramótum
3,0% 3,1% 3,2% 3,7% 3,6% 3,4%
Atvinnuleysi
í júnímánuði
Meðaltal
1990-2018, 3,1%
Heimild: Vinnumálastofnun
Glitbrúsi, afar sjaldgæfur gestur, náfrændi him-
brima og lóms, hefur undanfarna daga haldið til
á vatni á Norðurlandi. Þessi fuglategund sást í
fyrsta sinn hér á landi í júlí 2016, svo óyggjandi
sé. Glitbrúsa er þó getið í íslenskum ritheim-
ildum frá því um og fyrir aldamótin 1900. Glit-
brúsi er á stærð við lóm. Nefið er samt ekki eins
uppsveigt og á hinum síðarnefnda, heldur líkist
fremur nefi himbrima, en er mun grennra.
Glæsilegur glitbrúsi á ferð fyrir norðan
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson