Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
Hugsaðu vel um
húðina þína – alltaf
Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir
andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.
Ólína Thoroddsen, skólastjóri
Grunnskóla Seltjarnarness, og Soffía
Guðmundsdóttir, leikskólastjóri
Leikskóla Seltjarnarness, lögðust
báðar gegn því að stofnað yrði til
fimm ára deildar í Grunnskóla Sel-
tjarnarness. Þetta kemur fram í um-
sögn þeirra til skólanefndar Seltjarn-
arness en það var íbúi á Nesinu sem
lagði fram erindið um stofnun fimm
ára deildar við skólanefnd.
„Að baki þessu liggja bæði fagleg-
ar og praktískar ástæður. Þær fag-
legu má m.a. rekja til laga og aðal-
námskrár leikskóla, en þær
praktísku að hluta til þess að börnum
hefur nú fjölgað umtalsvert í Mýrar-
húsaskóla og á frístundaheimili fyrir
aldurshópinn 6-9 ára þannig að
Grunnskóli Seltjarnarness er ekki af-
lögufær um húsnæði, hvorki sem
stendur né á komandi árum,“ segir í
umsögn skólastjórnendanna. Þær
telja einnig að faglegt starf fyrir
fimm ára börn eigi að vera í sam-
ræmi vð aðalnámskrá fyrir leikskóla,
með áherslu á að halda í leikinn og
annað sem tilheyrir leikskólanum
sérstaklega. „Vissulega má finna
dæmi um ólík rekstrarform þar sem
börn á leikskólaaldri eru í skóla með
grunnskólabörnum, en þau geta
einnig ráðist af praktískum ástæðum
sem eiga ekki við á Seltjarnarnesi,“
segir ennfremur í umsögninni.
mhj@mbl.is
Vilja ekki 5 ára bekk í skólann
Faglegar og praktískar ástæður, segja skólastjórar
Morgunblaðið/Golli
Seltjarnarnes Fimm ára börn verða áfram í leikskóla á Seltjarnarnesi.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Enginn starfsmanna Efstadals II
greindist með E. coli-sýkingu en um
þriðjungur starfsmanna hefur verið
rannsakaður. Fjögur börn, 14 mán-
aða til fjögurra ára, greindust í
fyrradag og eitt bættist í gær í hóp
þeirra 12 sem áður höfðu greinst
með E. coli STEC-sýkingu. 17 börn
hafa nú þegar greinst með E. coli
STEC og þykir flest benda til að or-
sök sýkingarinnar komi úr ís sem
framleiddur og seldur var í Efstadal
II, skammt frá Laugarvatni.
Vona að allir jafni sig
Sölvi Arnarsson, sem rekur
Efstadal II ásamt systkinum sínum
og fjölskyldum, segir að þau hugsi
ekki um neitt annað en börnin sem
veikst hafi og aðstandendur þeirra.
„Hugur okkar er allur hjá börn-
unum og fjölskyldum sem lent hafa í
gríðarlegum áföllum og vanlíðan.
Samkenndin er öll hjá þeim og okk-
ar eina von er að allir komist heilir
út úr veikindunum, annað skiptir
ekki máli,“ segir Sölvi
Jóhannes Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir að upplýsingar
um stöðuna hafi verið sendar fé-
lagsmönnum í samráði við Embætti
landlæknis. Að öðru leyti felist hlut-
verk samtakanna í því að ráðleggja
félagsmönnum um góða viðskipta-
hætti og hvernig skynsamlegast sé
að koma upplýsingum til almenn-
ings. Upplýsingagjöfin fari eftir eðli
og alvarleika mála.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri lækninga hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
segir að álag hafi aukist á heilsu-
gæslustöðvarnar vegna fyrispurna
og fjölgunar saursýna sem komið sé
með, en sýnin eru send þaðan á
sýkladeild til ræktunar. Sigríður
segir að ekki sé tekið við saursýnum
nema beiðni um slíkt frá lækni fylgi
með og sýnið sé í sérstöku saur-
sýnisíláti. Best sé að hafa samband
við heilsugæslustöðvarnar ef fólk
finni til einkenna.
Allt gert sem hægt er
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segist áhyggjufullur yfir er-
lendum ferðamönnum sem komið
hafa í Efstadal II. Send hafi verið
tilkynning á ensku til Samtaka
ferðaþjónustunnar og Safe Travel
og þau beðin um að dreifa þeim
áfram til þeirra sem hafa verið á
þeirra vegum. Einnig hafi Sótt-
varnastofnun Evrópu og Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin, WHO,
verið upplýst um stöðu mála. „Við
erum búin að gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að ná sem
flestum sem höfðu viðkomu í Efsta-
dal II. En ég er hræddur um að það
sé óvinnandi vegur að ná í alla sem
hlut eiga að máli í þessum faraldri,“
segir Þórólfur, sem segir enga ein-
hlíta skýringu á því hvernig faraldur
sé skilgreindur. Venjulega komi upp
eitt til fjögur tilfelli hér og þar sem
ekki sé hægt að tengja. En í tilfell-
inu sem gangi yfir núna þar sem
hægt sé að tengja saman á litlum
stað mörg tilfelli sé það orðið far-
aldur og það fyrir löngu.
Þórólfur segir að ekki sé vitað
hvers vegna E. coli-bakterían valdi
alvarlegri einkennum hjá börnum
en öðrum. Þórólfur telur að hugs-
anlega gæti það verið út frá ónæm-
isfræðilegum þáttum og hugsanlegt
sé að á meðan við vöxum úr grasi
myndum við ónæmi fyrir þessum
bakteríum.
Alþjóðastofnanir látnar vita
Sautján E. coli STEC-smit staðfest Faraldurinn tilkynntur til WHO og Sótt-
varnastofnunar Evrópu „Hugur okkar hjá börnunum og fjölskyldum þeirra“
Morgunblaðið/Hari
Efstidalur II Margir hafa átt góðar stundir í návígi við dýrin í Efstadal.
Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir segir að ekki megi
skapa ofsahræðslu gagnvart
bakteríum. Þær séu lífs-
nauðsynlegar til þess að við
lifum og þar á meðal séu E.
coli-bakteríur í þörmum. Mann-
fólkið setji í sig alls konar
bakteríur á hverjum degi en
verði sjaldnast veikt, því þann-
ig sé sambýlið við náttúruna
og bakteríur.
Þórólfur segir að E. coli
STEC sem börn hafa sýkst af
að undanfarið standi fyrir
shigatoxin-myndandi E. coli
sem geti valdið breytingum í
þörmunum, oft blóðugum nið-
urgangi og alvarlegum breyt-
ingum eins og nýrnabilun,
blóðleysi og krampa, sér-
staklega hjá börnum, og erf-
iðleikum hjá fullorðnum. E. coli
sé samheiti yfir ákveðnar bakt-
eríutegundir en noro sé veira
og salmonella sé baktería sem
valdi m.a. niðurgangi og geti
valdið blóð- eða liðasýkingum.
E. coli-bakt-
eríur nauðsyn
BAKTERÍUR
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Hún er á batavegi. Nýrun eru farin
að taka við sér. Við tökum einn dag í
einu,“ segir Áslaug Fjóla Magnús-
dóttir, móðir tæplega þriggja ára
stúlku, sem hlaut nýrnabilun eftir að
hafa smitast af E. coli í Efstadal um
miðjan júní en einkennin komu fram
í lok júní.
Stúlkan þurfti að fara í kviðskil-
unarvél og lá þungt haldin á sjúkra-
húsi um tíma. Hún fékk að fara heim
í helgarleyfi í gær en mætir aftur á
sjúkrahúsið á sunnudagsmorgun,
það er að segja ef henni hrakar ekki
heima hjá sér. Áslaug er vongóð um
að hún útskrifist fyrir þriggja ára
afmælið sem er 28. júlí næstkom-
andi.
Barnið hefur verið á sjúkrahúsi í
16 daga en hún var lögð inn 26. júní.
Síðustu þrjá daga hefur rofað til og
líðan hennar hefur verið nokkuð
stöðug og hún hefur ekki þurft að
nota kviðskilunarvél. „Matarlystin
er að koma og hún er að braggast,“
segir Áslaug.
Ekki er hægt að segja til um
hvort hún eigi eftir að ná sér alveg
eftir eitrunina. „Það er ekki hægt að
segja til um það strax hvort hún nái
sér að fullu eftir þessa eitrun.
Læknarnir segja að það sé hægt í
fyrsta lagi eftir ár. Næsta árið verð-
ur hún undir eftirliti,“ segir Áslaug.
Gulnaði upp í fangi föður síns
Síðustu tæpar þrjár vikur hafa
verið fjölskyldunni vægast sagt erf-
iðar. Talsverðan tíma tók að greina
E. coli-bakteríuna í barninu og á
meðan þjáðist hún af krömpum og
miklum verkjum. Þegar nýrun
biluðu kom það fljótlega í ljós.
„Þetta var hræðilegur tími,“ segir
Áslaug og bætir við að á sjötta degi
eftir að einkennin komu fram hafi
nýrun gefið sig mjög snögglega
sunnudaginn 30. júní í miklu maga-
krampakasti. „Ég sé hana gulna upp
í fanginu á föður sínum, þá var þetta
að gerast. Sem betur fer vorum við á
sjúkrahúsinu og læknar og hjúkr-
unarfólk þyrptist að og allt fór í
gang,“ segir Áslaug.
Stúlkan þurfti að fara í bráðaað-
gerð, þar sem kviðskilunarlegg var
komið fyrir í kviðarholinu á henni.
Þá þurfti hún að vera á gjörgæslu-
deild fyrsta sólarhringinn meðan
leggurinn var að gróa, en ekki er
hægt að nota hann fyrr til að
hreinsa nýrun. Það varð að gera
kviðskilunina handvirkt fyrst um
sinn ef svo má að orði komast til að
bjarga lífi hennar áður en hægt var
að tengja hana við vélina,“ segir Ás-
laug. Þegar nýrun biluðu varð bjúg-
söfnun við hjarta og önnur líffæri en
heilinn slapp.
Áslaug bendir á að HUS-eitrun af
völdum E. coli-bakteríunnar sé lífs-
hættuleg, dæmi eru um að börn hafi
látist af völdum hennar. Bráð nýrna-
bilun og blóðleysi stafar meðal ann-
ars af því að E. coli gefur frá sér eit-
ur sem lætur blóðið storkna í æðum
líkamans, sérstaklega í nýrunum.
17 börn hafa greinst með E. coli-
bakteríuna á síðustu dögum. Áslaug
hvetur foreldra þeirra barna til að
hafa samband við sig. „Við erum að
ganga í gegnum það sama og það er
alltaf gott að miðla af reynslunni,“
segir hún og er fegin að komast
loksins heim til sín í skamma stund
með dóttur sína, Anítu Katrínu.
Taka einn dag í einu eftir E.coli-smit
Verður undir
eftirliti næsta árið
vegna smitsins
E. coli Stúlkan var þungt haldin og þurfti að fara í kviðskilun.