Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Alls sóttu 47 konur, karlar og börn frá 16 löndum um alþjóðlega vernd hér á landi í júnímánuði. Það eru umtalsvert færri en í sama mánuði í fyrra þegar 87 sóttu um vernd. Flestar umsóknir komu frá fólki með ríkisfang í Írak og Vene- súela, sjö frá hvoru landi, fimm komu frá Íran og jafnmargar frá Sýrlandi. Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, segir að miklar sveiflur séu jafnan á milli mánaða í umsóknum. Ekki sé hægt að draga ályktanir um fjölgun eða fækkun umsækjenda af fjölda um- sókna í einstökum mánuðum. Alls bárust 369 umsóknir um al- þjóðlega vernd á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 322. Í ár hefur 46 umsækjendum verið veitt vernd hér á landi og 55 hafa fengið svokallaða viðbótarvernd, sem er veitt þeim sem eiga á hættu dauðarefsingu, pyntingar eða ómannúðlega meðferð af einhverju tagi. Tíu fengu mannúðarleyfi. Samtals eru þetta 111 einstakling- ar; 28 konur, 45 karlar, 21 stúlka og 17 drengir. Fleiri umsóknir frá Moldóvum 118 hefur verið synjað um dvalar- leyfi það sem af er árinu, 99 sendir úr landi á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar, 88 hafa fengið vernd í öðru ríki og 84 mál eru skráð sem önnur lok. Það þýðir að um- sækjandi hafi dregið umsókn sína til baka eða horfið frá henni áður en Útlendingastofnun tekur ákvörðun um umsóknina. Fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem koma frá svokölluðum öruggum ríkjum, sem eru lönd þar sem talið er að grundvallarmannréttindi séu virt. Í ár hafa 49 umsóknir borist frá borgurum slíkra ríkja, en fyrstu sex mánuði ársins í fyrra voru þær 58. Eina örugga ríkið þaðan sem um- sóknum hefur fjölgað er Moldóva, þær eru 18 það sem af er þessu ári en voru þrjár fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Þórhildur segir ástæð- ur þeirrar fjölgunar ekki liggja fyrir, slíkar umsóknir komi í bylgjum. Í hópi þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi í ár eru fjórir fylgdarlausir drengir sem komu frá Afganistan, Albaníu, Sómalíu og Jemen. Engar stúlkur hafa komið hingað án fylgdar í ár. Frá árinu 2016 hafa alls 67 fylgdarlaus börn komið hingað til lands samkvæmt tölum Útlendingastofnunar, 62 drengir og fimm stúlkur. „Þetta er fjöldi þeirra sem hafa sagst vera fylgdarlaus börn við komuna til landsins, en þau hafa síðan ekki öll reynst vera það,“ segir Þórhildur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ýmist búsettir á Ásbrú sem er búsetuúrræði á vegum Út- lendingastofnunar á gamla varnar- liðssvæðinu eða í húsnæði í þeim þremur sveitarfélögum sem eru með samning við stofnunina; Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þór- hildur segir að reynt sé að aðskilja fjölskyldur frá einstaklingum þannig að fjölskyldufók búi oftast á vegum sveitarfélaganna, einstaklingar séu á Ásbrú. „Það er vegna þess að fé- lagsþjónustur sveitarfélaganna eru betur í stakk búnar að veita fjöl- skyldum þá þjónustu sem þær þurfa,“ segir hún. Sendir brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar Fengu vernd í öðru ríki Skráð sem önnur mál 99 88 84 Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi Þjóðerni umsækjenda um alþjóðlega vernd í júní Það sem af er ári Heimild: Útlendingastofnun 47 sóttu um alþjóðlega vernd í júní Afgreiðsla umsókna Veitt leyfi til dvalar Synjanir 46 55 10 Hafa fengið vernd Hafa fengið viðbótar- vernd Hafa fengið mann- úðarleyfi Karlar KonurDrengir Stúlkur 45 28 17 21 Írak: 7 Sómalía: 1 Afganistan: 2 Senegal: 1 Marokkó:2 Íran: 5 Pakistan: 1Tyrkland: 2Kína: 4 Georgía: 3 Hvíta-Rússland: 1 Nígería: 3 Venesúela: 7 Albanía: 2 Úganda: 1Sýrland: 5 Flestir frá Írak og Venesúela  Færri umsóknir frá öruggum ríkjum Þórhildur Hagalín & 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Garðatorg 2, 210 Garðbæ 73,2 fm – 2ja herb – laus strax Afar falleg og björt 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með afgirtri verönd og stæði i bílskýli. Íbúðin skiptist í gott anddyri, eldhús, stofa/borðstofa sem eru opin og samliggjandi rými, baðherbergi, svefnherbergi og baðbergi. Frábær staðsetning í miðbæ Garðabæjar. Stutt í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, frístunda og íþróttaiðkun, heilsugæslu, verslanir, apótek, bókasafn ofl. 44.800.000,- 71.500.000,- 163,9 fm – bílastæði Glæsileg 150,4 fm íbúð í ásamt stæði í bílageymslu í góðu lyftuhúsi við Borgartún 30a. Lyftan opnast beint inní íbúðina. Þvottahús er innan íbúðar. Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott eldhús, flísalögð sólstofa með útgengi á svalir, mjög stórar samliggjandi borðstofu/setustofur, gestasalerni, hjónasvíta með baðherbergi, fataherbergi og þvottahúsi innaf. Afar glæsileg íbúð á eftirsóttum stað. Borgartún 30a, 105 Reykjavík 47.000.000,- 2ja herb. útsýnisíbúð á 7. hæð Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús-borðstofu, setustofu með útgengi á útsýnissvalir, baðherbergi. Frábær staðsetning, stutt í alla helstu verslun og þjónustu. Kringlan verslunarmiðstöð hinum megin við götuna. Í húsinu er rekin þjónstumiðstöð fyrir eldri borgara á vegum Reykjavíkurborgar. Heitur matur í hádeginu, ýmis dægradvöl. Hárgreiðslustofa og snyrtistofa eru einnig starfræktar í húsinu. Hvassaleiti 58, 105 Reykjavík 74.900.000,- Strandvegur 6, 210 Garðabær Aukin lofthæð – 4 svefnherb – bílastæði Glæsileg og vel skipulögð 5 herbergja íbúð á efstu hæð í góðu húsi við Strandveg. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er með aukinni lofthæð að hluta sem gefur henni mikla sérstöðu. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni. Þvottahús er innan íbúðar. Eignin er 137,7 fm - þar af geymsla 6,7 fm. Opið hús mánud. 15. júlí 17:15 til 17:45 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlands- vegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin verður kærð til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Kærufrestur rennur út á næstkomandi mánudag, 15. júlí. Að mati Vegagerðarinnar er ákvörðunin ekki í samræmi við fyrri fordæmi og túlkun laga um mat á umhverfisáhrifum hvað snertir matsskyldu framkvæmda þegar ver- ið er að breikka veg úr tveggja ak- reina vegi í 2+1 veg. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu hennar. Nauðsynlegt sé því að fá frekari umfjöllun um ákvörðunina með tilliti til fordæmisgildis gagnvart öðrum sambærilegum framkvæmdum. „Ákvörðunin eins og hún er fram sett getur að mati Vegagerðarinnar valdið vafa um hvernig meðhöndla eigi aðrar slíkar framkvæmdir með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Vegagerðin mun samhliða flýta undirbúningi verkefnisins eins og kostur er þannig að framkvæmdir tefjist sem allra minnst,“ segir í fréttinni. Fyrr í vikunni fól bæjarráð Akra- ness bæjarstjóranum, Sævari Frey Þráinssyni, að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar. Helstu rök Skipulagsstofnunar voru þau að með framkvæmdunum yrði Vesturlandsvegur breikkaður umtalsvert. Og með tengdum fram- kvæmdum yrði rask talsvert meira vegna endurbóta á núverandi hliðar- vegum auk lagningar nýrra hliðar- vega, allt að 11 kílómetrar. Þá væri ótalið rask vegna annarra tengdra framkvæmda eins og reiðvega og göngu- og hjólastíga. Vegagerðin unir ekki ákvörðun  Flýtir undirbúningi á breikkun vegar Morgunblaðið/Ómar Umferðin Á álagstímum er bíll við bíl á Vesturlandsvegi og slysahætta. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Undirbúningur fyrir bæjarhátíðina Bryggjudaga á Þórshöfn stendur sem hæst en yngsta kynslóðin tekur þar fullan þátt og vinnur baki brotnu í kassabílasmiðju af því tilefni enda verður kassabílarallýið opnunar- atriði Bryggjudaga. Hátíðin hefst á fimmtudaginn 18. júlí með því að þessir rennilegu kassabílar bruna um bæinn og fjög- ur börn verða að jafnaði með hvern bíl. Kassabílasmiðjan er nýbreytni í aðdraganda Bryggjudaga en hún er staðsett í húsnæði smíðafyrirtækis í bænum undir leiðsögn húsasmíða- meistara og annarra laghentra svo öll börn sem áhuga hafa geta mætt í smiðjuna og tekið þátt í rallýinu. Dagskrá Bryggjudaga er metn- aðarfull og hefur nefndarfólk unnið af kappi við að hafa hana sem fjöl- breytilegasta og fyrir sem breið- astan aldurshóp. Börnin bíða spennt eftir „búbblubolta“ og froðufjöri sem er löðrandi sápurennibraut, hoppu- kastali verður á svæðinu og börnum boðið á hestbak. Dorgveiðikeppnin á bryggjunni hefur einnig mikið að- dráttarafl og kjötsúpa verður á boð- stólum við höfnina á föstudags- kvöldi. Síðar um kvöldið mæta á bryggjuna kraftmiklar drossíur og reykspóla þar af krafti en bíla- áhugafólk lætur sig aldrei vanta á „burnout“. Þá er ótalinn Brekkusöngur á laugardagskvöldið við íþróttahúsið og stórdansleikur sama kvöld þar sem hljómsveit Tomma Tomm ásamt og Regínu Ósk og Magna sér um fjörið. Kassabílarallý á Bryggjuhátíðinni Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Smíðað Húsasmíðameistarinn Kristján Úlfarsson aðstoðar unga bílasmiði. Rannsókn á hnífstunguárásinni í Neskaupstað á miðvikudagskvöldið miðar vel áfram að sögn Jónasar Wilhelmssonar Jensen, yfirlög- regluþjóns hjá lögreglunni á Aust- urlandi. Einn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag en mað- urinn hyggst kæra gæslu- varðhaldsúrskurðinn til Lands- réttar. Sagði Jónas í samtali við mbl.is í gær að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði komið austur og aðstoðað lögregluna á Austurlandi við vettvangsrannsókn í fyrradag. Jónas sagði að málið væri annars á viðkvæmu stigi og því væri ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar eða málsatvik að svo stöddu. Í gæsluvarðhald vegna hnífstungu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.