Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Stjórnmálamenn ræða iðulegaum þessar mundir þörfina á að verja starfsemi frjálsra fjölmiðla og er ekki vanþörf á. Fjárhagsstaða og efnahagslegar aðstæður eru meðal þess sem rætt er og þá ekki síst hvernig skapa megi fjölmiðlum lífvænlegt starfs- umhverfi.    Stjórn-andi Stofnunar Reuters um rannsóknir í blaðamennsku, Ras- mus Kleis Nielsen, ræddi þetta á dögunum á ráðstefnu um varðstöðu um fjölmiðlafrelsi. Þar gagnrýndi hann að rafrænar útgáfur bæru fullan virðisaukaskatt í Bretlandi, 20%.    Á hverju skyldi gagnrýnin helsthafa byggst? Jú, á því að ann- að form blaðaútgáfu, það er að segja á pappír, ber engan virðis- aukaskatt í Bretlandi. Þetta taldi Nielsen ósanngjarnt, sem von er.    En það er ekki aðeins Bretlandsem leggur engan virðisauka- skatt á prentuð dagblöð; hið sama á við um fleiri ríki Evrópu. Og flest ríki álfunnar sem á annað borð leggja virðisaukaskatt á blöð hafa hann mjög lágan, aðeins örfá pró- sent.    Þetta er sú leið sem flest ríkihafa valið til að styðja við frjálsa fjölmiðla. Um leið gæta mörg þeirra að því að ríkisfjöl- miðillinn sé ekki að flækjast fyrir á auglýsingamarkaði.    Svona hefur þetta verið víða í ná-grannaríkjum okkar um árabil, öfugt við það sem hér þekkist. Hér er umræðan allt önnur og er ekkert annað en einmitt það; umræða. Umræðan hér og þar STAKSTEINAR Nokkuð hefur borið á hraðakstri á Suðurlandsvegi, milli Hveragerðis og Selfoss, en unnið er að fyrsta áfanga tvöföldunar vegarins. Til að hvetja vegfarendur til að draga úr hraðanum hafa Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) gripið til þess ráðs að setja upp hraðaskilti við vestari enda hjáleiðar um veginn. Hraðaskiltin eru í formi broskarla sem brosa og lýsa grænir þegar hraði bíla er undir hámarkshraða en gretta sig með fýlusvip og rauðum lit ef ekið er yfir hámarkshraða. „Við settum upp tvo broskarla fyrir tíu dögum og þeir virka mjög vel. Einhvern veginn virðist inn- byggt í fólk að sækjast eftir bros- karli en vilja ekki fýlukarl. Vilja ekki allir fá fallegt bros?“ er haft eftir Ágústi Jakobi Ólafssyni, yfir- verkstjóra ÍAV, í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Hann segir jafn- framt að einstaka bílstjóri hafi tekið fram úr á þessum kafla, sem er al- gerlega bannað. En að flestu leyti hafi umferðin gengið vel og öku- menn verið til fyrirmyndar. „Framkvæmdirnar ganga vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun þrátt fyrir einhverjar tafir og stefnum að því að klára verkið um miðjan októ- ber,“ segir Ágúst Jakob. sisi@mbl.is Broskallarnir virka vel á ökumenn  Breikkun Suðurlandsvegar er á áætlun hjá ÍAV  Verklok í október Ljósmynd/Vegagerðin Fjölmargar umsóknir bárust í fjögur laus embætti presta í Austfjarða- prestakalli. Þetta er nýtt sameinað prestakall fyrir nokkrar sóknir á Austurlandi. Eftirtaldir sóttu um. Sumir sóttu um fleiri en eitt hinna fjögurra prestsembætta: Alfreð Örn Finnsson guðfræðingur, Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðingur, séra Erla Björk Jónsdóttir, Dagur Fannar Magnússon guðfræðingur, Ingimar Helgason guðfræðingur og Jar- þrúður Árnadóttir guðfræðingur. Biskup Íslands skipar í embættin frá 1. september til 1. nóvember til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsemb- ættis og að fenginni niðurstöðu henn- ar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þá umsækjendur sem hljóta löglega kosningu. Prestakallið, sem er myndað með sameiningu fimm prestakalla á Aust- fjörðum, nær frá Brekkusókn í Mjóa- firði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri. Gert er ráð fyrir að tvö þess- ara embætta hafi sérstakar þjón- ustuskyldur við Norðfjarðar-, Brekku-, Reyðarfjarðar-, Eski- fjarðar- og Fáskrúðsfjarðarsókn, með sérstökum hæfniskröfum á sviði sálgæslu annars vegar og í barna- og æskulýðsstarfi hins vegar. Tveimur embættanna fylgja prestssetur með búsetuskyldu prest- anna, þ.e. á prestssetursjörðinni Hey- dölum í Breiðdal annars vegar og á Djúpavogi hins vegar. Sá prestur sem verður búsettur á Djúpavogi mun hafa sérstakar þjónustuskyldur við Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Berunessókn og Hofssókn. Allir prestarnir munu síðan þjóna prestakallinu í heild á grundvelli sam- starfssamnings og erindisbréfa. Þá voru tveir umsækjendur um embætti prests í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli, með aðsetur á Þórshöfn. Þeir eru guðfræðingarnir Alfreð Örn Finnsson og Jarþrúður Árnadóttir. sisi@mbl.is Margar umsóknir um laus embætti  Nýtt sameinað prestakall sókna á Austurlandi Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Guðshús Djúpavogskirkja hin nýrri. FORNUBÚÐUM 12, 220 HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.