Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
vinnu við góða á á Norðurlandi
næstu vikur bar sig þó vel í gær.
„Maður verður alltaf að vera já-
kvæður og þakklátur náttúrunni,“
sagði hann bjartsýnn. En vitað er
að í aðstæðum sem þessum reynir á
starfsfólk við árnar sem aldrei fyrr.
Fleiri stórir í Elliðaánum
Veiðimenn standa vaktina alla
daga við Sjávarfoss og Breiðu neðst
í Elliðaánum – enda lykilstaðir í án-
um fyrri hluta veiðitímabilsins – og
blasa þar við vegfarendum. Blaða-
maður heilasði í gær upp á Jón Þ.
Einarsson, veiðivörð við árnar, og
blaðaði í veiðibókinni. Göngur eru
lakari þar sem annars staðar á vest-
urhluta landsins, þó ekki eins og í
Borgarfirði, en 72 laxar veiddust í
Elliðaánum í liðinni viku saman-
borið við 97 í fyrra og 107 sumarið
2017. „Það hafa veiðst sjö til ellefu
laxar undanfarna morgna en seinni
vaktin er alltaf lakari,“ sagði hann.
„Laxinn er orðinn vel dreifður um
ána, menn hafa fengið laxa í Höf-
uðhyl, Símstreng, á Hrauni og í
Hundahyl, þessir staðir eru allir fín-
ir.“ Besti dagurinn var á miðviku-
dag en þá veiddust alls 17.
Jón segir 19 laxa hafa farið um
teljarann nóttina á undan en farið
sé að draga úr fjöldanum. Á fimmta
hundrað hefur farið í gegn og er það
lægri tala en sést hefur langa lengi.
Það hefur hins vegar glatt marga
veiðimenn í Elliðaánum undanfarið
að óvenju margir laxar hafa snúið í
ána, eftir tvo vetur í sjó, sem stór-
laxar. Allt upp í 90 cm langir. „Ég
hef veitt hér í hátt í fjörutíu ár og
man ekki eftir svona svakalegum
drellum hér,“ segir Jón.
Göngur eru líka rólegar í Ytri-
Rangá enn sem komið er, þótt þær
búi að miklu magni hafbeitarseiða.
Blaðamaður veiddi þar dag í vikunni
og á svæði sem fjórar stangir deildu
komu ekki nema tveir laxar á land.
En rígvænir sjóbirtingar neðst á
veiðisvæðinu hafa glatt suma.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 100 200 300 400 500
Staðan 10. júlí 2019
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
11. júlí
2018
12. júlí
2017
Urriðafoss í Þjórsá 4 502 718 531
Eystri-Rangá 12 405 216 145
Miðfjarðará 6 202 515 749
Blanda 14 175 417 514
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 164 401 570
Elliðaárnar 6 153 325 345
Þverá – Kjarrá 14 140 1.186 1.001
Haffjarðará 6 133 487 420
Brennan (í Hvítá) 3 122 229 168
Laxá í Aðaldal 17 114 175 171
Grímsá og Tunguá 8 94 301 361
Norðurá 15 83 834 794
Selá í Vopnafi rði 6 62 215 157
Flókadalsá 3 58 155 192
Víðidalsá 8 57 125 230
„Þetta er alveg skelfilegt“
Verulegur samdráttur í laxveiðinni á vesturhluta landsins enda augsýnilegt að smálaxagöngur eru
lélegar Laxveiði í sumum bestu ánum í síðustu viku ekki nema 10 til 30 prósent af veiði síðustu ára
Pattaralegur Kristinn Ágúst Ingólfsson hjá veiðileyfavefnum Veida.is með
bústinn 78 cm sjóbirting sem hann veiddi á neðsta svæði Ytri-Rangár.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Umræðuefni stangveiðimenna hvar
sem þeir hittast, ef þeir veiða lax, er
tregveiðin og sú mynd sem er óðum
að skýrast, að smálaxagöngur, og
þá einkum á vesturhluta landsins,
eru mjög lélegar. Tölurnar tala sínu
máli. Vissulega hafa einstakir
þurrkar aukið hressilega á erfiðleik-
ana en ef litið er til veiðisvæða sem
búa yfir ágætu vatni, eins og
Grímsá til dæmis, þá eru göngurnar
augsýnilega daprar. Í liðinni viku
veiddust í Grímsá 28 laxar á átta
dagsstangir, að meðaltali hálfur lax
á stöng á dag. Sömu viku í fyrra
veiddust 126 laxar, 128 í þessari
viku sumarið 2017. Og þetta er sag-
an í á eftir á sem horft er til; 28 lax-
ar veiddust líka í Norðurá í liðinni
viku en á mun fleiri stangir eða 15.
Það gerir 0,26 lax á stöng á dag, eða
lax fjórða hvern dag. Og þetta á að
vera besti veiðitími sumarsins.
Sama vika í Norðurá í fyrra gaf 277
laxa, og ári áður 219 laxa. Ef horft
er fjögur ár aftur í tímann þá veidd-
ust 408 laxar í þessari viku í Norð-
urá.
„Það verða engin veiðimet slegin í
sumar,“ var haft eftir Guðna Guð-
bergssyni, sérfræðingi hjá Haf-
rannsóknastofnun, hér í blaðinu í
gær.
„Þetta er alveg skelfilegt,“ sagði
vanur veiðimaður sem var við Norð-
urá í vikunni. Hann hafði áður lent
þar í litlu vatni en ekki svo fáum
gengnum fiskum um leið.
Leiðsögumaður sem var á leið í
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“