Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef haft áhuga áChurchill frá því ég var 12ára strákur. Það semkveikti fyrst áhugann hjá mér var þegar mér var gefin ævisaga Churchill eftir Thorolf Smith, en þar var farið mjög lofsamlegum orðum um manninn og ég heillaðist. Skömmu síðar hitti ég Magnús Er- lendsson sem sá Churchill þegar hann kom til Íslands 16. ágúst 1941. Hann lánaði mér umdeilda bók eftir líflækni Churchill, sem fjallar op- inskátt um heilsufar hans. Við það efldist áhuginn og þegar ég fór skipti- nemi til Bandaríkjanna 1984 komst ég í fleiri bækur um Churchill. Eftir því sem fram liðu stundir áttaði ég mig á að fleiri en ég hefðu áhuga á karlinum. Margir muna aðeins eftir litlum feitum karli með stóran vindil sem barði bresku þjóðinni kjark í brjóst í seinni heimsstyrjöldinni, en vita lítið um manninn sjálfan. Hann hafði margar hliðar og var gríðarlega áhugaverður persónuleiki. Hann var ekki aðeins stjórnmálamaður, hann hóf feril sinn sem hermaður, var stríðsfréttaritari og hafði verið stríðs- fangi. Hann barðist í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni og hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi á hestbaki í valdatíð Viktoríu Bretadrottningar. Hann endaði feril sinn sem fyrsti for- sætisráðherra Elísabetar núverandi drottningar, sem er langalanga- ömmubarn Viktoríu. Þá var Bretland kjarnorkuveldi, svo Churchill lifði ótrúlegar framfarir á sinni ævi. Hann sat á breska þinginu í 64 ár, lengst allra á tuttugustu öldinni,“ segir Árni Sigurðsson, prímus mótor í Churc- hill-klúbbnum á Íslandi, en hann ætl- ar að vera fararstjóri í ferð sem farin verður í haust á helstu slóðir Churc- hill í Lundúnum og nágrenni. „Öllum er frjálst að skrá sig í ferðina þó að hún sé á vegum klúbbs- ins, en Churchill-klúbburinn er hugs- aður sem fræðsluvettvangur fyrir ævi og störf Sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hug- rekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi ein- staklingsins,“ segir Árni og bætir við að klúbburinn sé aðili að Inter- national Churchill Society. Manndómsmerki ef drukkið var hraustlega og mikið reykt Árni segir að Churchill-klúbbur- inn hafi boðið upp á fræðslufundi og ferðir á þeim ellefu árum sem liðin eru frá því hann var stofnaður, og vissulega hafi hann verið spurður hversu marga fundi sé hægt að halda um einn mann. „Þetta er ótæmandi brunnur, ógrynni bóka er til um Churchill, til dæmis heil bók um hversu gott hon- um þótti að drekka og borða, en hann nýtti sér málsverði sem tæki til að hafa áhrif á menn og málefni. Hann mýkti menn upp með góðum mat og vínföngum og í framhaldinu byrjaði hann að semja. Hann vissi að leiðin að hjartanu liggur í gegnum magann,“ segir Árni og hlær. „Churchill var mikill lífsnautnamaður en á fyrri hluta síðustu aldar þótti manndóms- merki ef menn drukku hraustlega og reyktu mikið. Hann gerði í því að ýkja þetta, hann og Roosevelt Bandaríkja- forseti notuðu báðir áfengi á hverjum degi en þeir voru af þeirri kynslóð að það sá aldrei á þeim vín, þeir fóru hóf- lega með það. Ef menn urðu drukknir hjá þeim þá var þeim ekki boðið aftur, menn áttu að verða skrafhreifir og kunna að fara vel með vín,“ segir Árni og bætir við að Churchill hafi stund- um verið hvefsinn, en það hafi aldrei verið illa meint. „Hann var aldrei andstyggileg- ur, en þegar honum lá mikið á hjarta gleymdi hann stundum að sýna full- komna mannasiði.“ Tókst á við þunglyndið með því að mála olímyndir Churchill var líka bóhem, bæði rithöfundur og málari. „Hann naut þess að mála en hann byrjaði á því árið 1915 þegar hann þá ungur flotamálaráðherra öfl- ugasta flota veraldar þurfti að segja af sér eftir ófarirnar við Hellusund í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá sótti að honum gríðarlegt þunglyndi og til að komast í gegnum það byrjaði hann að mála. Hann náði góðum tökum á því og hélt því áfram allt sitt líf og eftir hann liggja um 500 olíumálverk. Þau verk hans sem enn ganga kaupum og sölum á almennum markaði seljast á offjár.“ Mesta afrekið að fá hana Clementine til að giftast sér Rætur Churchill í bresku kon- ungsfjölskyldunni lágu ansi djúpt, enda var hann góður vinur Bretlands- konungs Georgs 6. og náinn sam- starfsmaður. „Þegar Georg féll óvænt frá árið 1952 og Elísabet dóttir hans tók við þjóðhöfðingjaembættinu mjög ung, aðeins 26 ára leit Churchill á sig sem mikilvægan ráðgjafa til að hjálpa henni að komast vel af stað hennar fyrstu valdaár í drottningarstóli. Hann varð hennar fyrsti forsætisráð- herra og leit á hana með föðurlegum augum, nánast sem dóttur sína, enda átti hann sjálfur þrjár dætur á svip- uðum aldri og Elísabet,“ segir Árni og bætir við að hjónaband Churchill og Clementine konu hans hafi verið afar farsælt. „Churchill segir að sitt stærsta afrek í lífinu hafi verið að fá konu sína til að giftast sér og að hann hafi lifað hamingjusamlega upp frá því. Hún lék stórt hlutverk í hans ferli og var mikilvægur ráðgjafi fyrir hann. Hún var stoð hans og stytta og öll hennar orka fór í að styðja við bakið á honum. Þau eignuðust fimm börn, en misstu eitt mjög ungt. Í seinni heimsstyrj- öldinni sinnti hún allskonar hjálp- arverkefnum til dæmis fyrir Rauða krossinn. Churchill hefði ekki náð þeim árangri sem hann náði, án henn- ar.“ Facebook: Churchill-klúbburinn á Íslandi Hann hóf feril sinn á hestbaki Hann mýkti menn upp með góðum mat og vín- föngum og í framhaldinu byrjaði hann að semja. Winston Churchill var einn stórbrotnasti og lit- ríkasti stjórnmálamaður tuttugustu aldar. Árni Sigurðsson er fjölfróður um manninn og verður fararstjóri í haustferð á helstu slóðir Churchill í Lundúnum og nágrenni. AFP Með vindil milli vara Í seinni heimsstyrjöld 25. mars 1945, Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bret- lands, gengur á land á austurbakka Rínar í Frakklandi. Fyrir aftan Bernard Montgomery hershöfðingi (annar t.h.). Morgunblaðið/Eggert Árni Sigurðsson Hann er prímus mótor í Churchill-klúbbnum. Ljósmynd/Wikipedia/Yousuf Karsh Urrandi ljón Yousuf Karsh kallaði þessa ljósmynd sína The Roaring Lion, eða Öskrandi ljónið. Myndin var tekin 1941. Churchill-klúbburinn á Íslandi býður til haustferðar á slóðir Churchills í Lundúnum og nágrenni 11. til 14. október 2019: Föstudagur 11. okt: Komið til Lundúna um hádegis- bil. Skoðunarferð um breska þingið síðdegis. Laugardagur 12. okt: Hádegisverður í Blenheim-höll, þar sem Churchill fæddist, skoð- unarferð og gengið að gröf Churc- hills í Bladon steinsnar frá. Sunnudagur 13. okt: Churchill War Rooms (aðgerðar- stöð Churchills í Lundúnum) og Churchill safnið því tengt. Mánudagur 14. okt: Hádegisverður í Chartwell sem var sveitasetur Churchills í Kent, og hans sælureitur. Hús og garðar skoðað. Brottför til Íslands um kvöldið. Skráning í ferðina á netfangi: lilja@betriferdir.is Verðlækkun! Allt að... AFSLÁTTUR 50% facebook // verslunin.karakter instagram // karakter_smaralind

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.