Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúum Akraness mun fjölga um þrjú
þúsund þegar lokið verður við að
byggja í þeim íbúðahverfum sem
skipulögð hafa verið eða eru á loka-
stigi skipulags. Verða íbúar þá orðnir
yfir 10 þúsund eftir áratug. Gangi
það eftir tvöfaldast íbúafjöldinn á 30
árum. Nú eru um 100 íbúðir í bygg-
ingu á Akranesi og tæplega 1.100
íbúðir verða á þremur nýjum bygg-
ingarreitum eða hverfum.
Nýjar íbúðir hafa selst vel á Akra-
nesi á síðustu árum og segir Sævar
Freyr Þráinsson bæjarstjóri að lóðir
sem tilbúnar eru til bygginga séu
uppseldar fyrir utan nokkrar lóðir í
Skógahverfi sem bærinn bíður með
úthlutun á vegna hugmynda um upp-
byggingu á íbúðakjarna fatlaðra.
Kemur það fram í því að íbúum hefur
fjölgað á hverju ári í langan tíma.
„Byggingaverktakar hafa verið að
brýna okkur til að vera tilbúnir með
nýjar lóðir.“
Nýir áfangar í Skógahverfi
Úthlutað hefur lóð fyrir 140 íbúðir
á Dalbrautarreit í miðbæ Akraness
og verktakinn hefur hafið fram-
kvæmdir við fyrsta áfanga hússins.
Akraneskaupstaður kaupir 1.400 fer-
metra á fyrstu hæð fyrir félagsstarf
og þjónustu við aldraða í bæjarfélag-
inu. Fljótlega kemur að því að hægt
verður að úthluta annarri lóð á Dal-
brautarreit en hún er hugsuð fyrir 50-
60 íbúða fjölbýlishús.
Unnið er að skipulagi framhalds af
Skógahverfi. Skipulagshugmyndir
hafa verið kynntar íbúum og segir
Sævar að formlegt skipulagsferli hefj-
ist þegar farið hefur verið yfir ábend-
ingar íbúa og reynt að mæta sjón-
armiðum þeirra. Í hverfinu verða
fjölbýlishús, parhús og einbýlishús.
Hann áætlar að hægt verði að hefja
úthlutun lóða eftir hálft ár eða svo.
Bæjarstjórn hefur ákveðið að
byggja nýjan leikskóla og er talið lík-
legast að hann verði í þessu hverfi. Þá
verður tekið frá pláss fyrir grunn-
skóla.
Þótt mikill áhugi sé á lóðum í
Skógahverfi er mesti spenningurinn
fyrir lóðum á svokölluðum Sements-
reit, þar sem Sementsverksmiðja rík-
isins var með starfsemi sína. Búið er
að fjarlægja verksmiðjubyggingar og
strompinn fræga og slétta svæðið.
Eftir standa sementstankarnir sem
enn eru í notkun. Svæðið er að verða
tilbúið til úthlutunar.
Ætlunin er að byggja þarna frekar
lágreista íbúðabyggð, aðallega 2-3
hæða fjölbýlishús, með alls 368 íbúð-
um. Svæðinu hallar á móti suðri og að
sjó. „Það gerir hverfið einstakt og eft-
irsótt. Það segja mér fjárfestar sem
hafa verið að banka á dyrnar að þetta
sé flottasta bygg-
ingarland sem í
boði er á landinu,“
segir Sævar.
Sementsreit-
urinn liggur að
gamla miðbænum
og er ætlunin að
framlengja hann
inn í hverfið. Lóð-
ir verða þar fyrir
verslun og þjón-
ustu og gert er ráð fyrir byggingu
hótels.
Stjórnsýsluhús á reitnum?
Deiliskipulag hefur verið afgreitt
og þess vegna hægt að hefja úthlutun
lóða. Sævar Freyr segir að ekki hafi
verið ákveðið hvernig staðið verði að
því. Til athugunar sé að byggja þar
stjórnsýsluhús fyrir bæinn, til þess
að flýta uppbyggingu miðbæj-
arkjarna, og hugsanlegt sé að gera
það í samvinnu við fjárfesta sem
byggja upp á svæðinu. Ekki verði
hægt að hefja úthlutun lóða fyrr en
ákvörðun hafi verið tekin um það.
Telur hann hægt að reikna með að
fyrstu lóðunum verði úthlutað fyrir
lok ársins sem þýðir að flutt verður
inn í fyrstu íbúðirnar á árinu 2021.
Bæta þarf sjóvarnir við Faxabraut
sem liggur við Sementsreitinn og
segir Sævar að það verði líklega gert
með því að hækka götuna. Vegagerð-
in sé að undirbúa framkvæmdina í
samvinnu við Akraneskaupstað og
hafi fengið 200 milljónir á fjárlögum
til framkvæmda en heildarkostnaður
er áætlaður 500 milljónir króna.
Áætla má að það taki 5-10 ár að
fullbyggja nýja hverfið.
Sævar Freyr telur að ekki verði
farið í útboð á lóðum á Sements-
reitnum, þótt þær séu eftirsóttar.
Bærinn hafi þá stefnu að selja lóðir á
kostnaðarverði til þess að spenna
ekki upp fasteignaverð. Hann segir
að húsnæðisverð á Akranesi sé al-
mennt 25-40% lægra en á höfuðborg-
arsvæðinu. Munurinn samsvari því
að fólk sem kaupir 100 fermetra íbúð
sé að greiða um 70 þúsund krónum
minna á mánuði af lánum.
Lóðirnar á Sementsreit verða eitt-
hvað dýrari en lóðir í öðrum hverfum
bæjarins, að sögn Sævars, vegna
þess að lagt er í meiri kostnað við að
gera þær byggingarhæfar. Á móti
kemur að nýtingarhlutfall verður
hærra.
Ekki vaxtarverkir
Íbúum bæjarins hefur fjölgað á
hverju ári í mörg herrans ár. Útlit er
fyrir stór stökk á næstu árum og
íbúafjöldinn fari yfir 10 þúsund íbúa
markið eftir 6-10 ár. Sævar segir að
sú öra fjölgun sem framundan er
þurfi ekki að hafa í för með sér vaxt-
arverki.
Bærinn þarf ekki að ráðast í miklar
framkvæmdir við skóla fyrr en íbúa-
fjöldinn fer yfir 10 þúsund manns.
Hægt er að þróa grunnskólana tvo
næstu árin og taka þar við fleiri börn-
um. Byggja þarf leikskóla sem reikn-
að er með að verði í Skógahverfi.
„Grunnskólar eru með dýrustu fram-
kvæmdum sveitarfélaga og því er
mikilvægt að tímasetja þær þannig
að þær verði sem hagkvæmastar fyr-
ir sveitarfélagið,“ segir Sævar.
Í vor var opnuð glæsileg frí-
stundamiðstöð við golfvöllinn og ver-
ið er að huga að næstu skrefum við
uppbyggingu á íþróttasvæðinu á Jað-
arsbökkum.
„Það er ekkert endilega markmiðið
að vaxa umfram almenna fjölgun
þjóðarinnar. Fyrir Akranes er það
nauðsynlegt eins og staðan er núna.
Við höfum þá sérstöðu að vera með
autt svæði í miðju bæjarins eftir að
verksmiðjan var rifin og þar verðum
við að byggja upp svo ekki verði lengi
sár í miðju bæjarins,“ segir Sævar.
Hann bætir því við að ákveðin
stærðarhagkvæmni sé í rekstri sveit-
arfélaga. Yfirbyggingin breytist lítið
þótt íbúunum fjölgi að ákveðnu marki
og því hægt að nota fjármunina frek-
ar í beina þjónustu við íbúana. Loks
nefnir hann að mikilvægt sé að bæj-
arfélagið sé sjálfbært og opið fyrir
nýliðun. Það fáist með því að fjöl-
skyldufólk flytji í bæinn og vilji búa
þar.
Hugað að gagnaveri
Ekki er ætlunin að gera Akranes
að dæmigerðum svefnbæ þar sem
íbúarnir vinna mest annars staðar.
Stórir vinnustaðir eru í bænum og í
næsta nágrenni hans þótt HB Grandi
hafi flutt fiskvinnslu sína annað. Sæv-
ar segist hafa áhuga á að efla nýsköp-
un og þróun í bæjarfélaginu. Akranes
er talið einn af ákjósanlegustu stöð-
um landsins til að byggja upp gagna-
ver, ekki síst vegna góðra tenginga
við rafmagnsframleiðslu. Verið er að
ráða erlenda ráðgjafa til að undirbúa
sókn á því sviði. Þá er litið til upp-
byggingar í ferðaþjónustu.
Nú þegar er Akranesviti vinsæll
áfangastaður ferðafólks og baðstað-
urinn Guðlaug á Langasandi hefur
slegið í gegn. Áhugi er fyrir að þróa
þessa atvinnugrein áfram, meðal
annars með úthlutun lóðar fyrir hót-
el. Loks nefnir Sævar að nýtt svæði
fyrir atvinnuhúsnæði hafi verið
skipulagt, Flóahverfi, og reiknar með
að tilkynnt verði á næstunni um
fyrstu framkvæmdirnar þar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sementsreitur Sement var framleitt í húsum sem stóðu þar sem flagið er núna. Efsti hluti verksmiðjustrompsins stendur í miðju flagi. Hann mun gegna einhverju hlutverki í hverfinu.
Þróun íbúafjölda á Akranesi fram til 2029
Þúsundir íbúa 1. janúar 1998-2019 og áætlun fyrir 2029*
12
10
8
6
4
2
1998 2003 2008 2013 2018 2019 2029
Heimild: hagstofa.is, Akraneskaupstaður
5,1
6,4
7,3
5,6
6,6
7,4
10,0*Áætlun miðuð við áframhaldandi uppbyggingu íbúða
Sævar Freyr
Þráinsson
Stefnt að 10 þúsund íbúa markinu
100 íbúðir eru í byggingu á Akranesi og skipulögð eru hverfi fyrir tæplega 1.100 íbúðir
Sementsreiturinn í miðju bæjarins er líklegur til að verða eitt eftirsóttasta íbúðahverfi landsins
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
VERÐ FRÁ 69.900 KR.
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
Allt um
sjávarútveg