Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hann sagðist í samtali við mbl.is
aðeins geta upplýst að skjólstæðing-
urinn væri „bandarískur fjárfestir
með áratuga reynslu af fjölþættum
flugrekstri“.
Þá segir Páll Ágúst í sama samtali
að áform fjárfestisins hafi verið í
kynningu hjá íslenskum stjórnvöld-
um sem tengd séu flugrekstri, en
ekki sé vitað hvenær stjórnvöld ljúki
við að afgreiða erindið.
Í samtali Morgunblaðsins við aðila
á flugmarkaði var getum leitt að því
að lýsingin á hinum bandaríska aðila
gæti átt við Indigo Partners, sem
átti í ítarlegum viðræðum við WOW
air síðustu mánuðina í rekstri félags-
ins. Í frétt vefsíðunnar Turisti.is í
gær var hins vegar haft eftir tals-
konu Indigo að félagið hefði engar
eignir keypt úr búi WOW air.
Fréttavefur Viðskiptablaðsins,
vb.is, greindi svo frá því um miðjan
dag í gær að heimildir blaðsins
hermdu að kaupandi eignanna væri
auðug kona frá Virginíuríki í Banda-
ríkjunum, Michele Ballarin, og félag
henni tengt, Oasis Aviation Group. Á
Linkedin-síðu Ballarin kemur fram
að hún sé stjórnarformaður félags-
ins, sem starfi mest í Afríku og sé
með bækistöð í Sómalíu. Páll Ágúst
gat ekki staðfest þessar fregnir í
samtali við mbl.is í gær.
Á vef OAG kemur fram að fyrir-
tækið er með aðsetur í skrifstofuhús-
næði að 45025 Aviation Drive við
Dulles-flugvöll í Washington. Fyrir-
tækið er hins vegar í fyrirtækjaskrá
Vestur-Virginíuríkis og var skráð
þar 21. ágúst 2017.
Með einstaka forsögu
Í samantekt mbl.is um Ballarin
segir að stjórnandinn og líklegur
eigandi OAG sé með einstaka for-
sögu, en hún hefur meðal gefið tilefni
til fjölmiðlaumfjöllunar fyrir að hafa
reynt að miðla lausnargjaldi þegar
sjóræningjar undan ströndum Sóm-
alíu tóku skip og áhafnir í gíslingu.
Fram kemur í umfjöllun Wash-
ington Post um Ballarin að hún hafi
rætt um að hún væri með áætlun um
það hvernig væri hægt að koma á
friði í landinu. Sjóræningjarnir eru
sagðir hafa gefið henni nafnið Amira,
sem þýðir prinsessa á arabísku.
WOW selt Bandaríkjamönnum
Morgunblaðið/Eggert
Rekstur WOW air gæti byrjað að fljúga aftur sem lággjaldafélag.
Fréttirnar höfðu mikil áhrif á verð bréfa í Icelandair Ekki fengist staðfest
hverjir keyptu Áformin sögð hafa verið kynnt íslenskum stjórnvöldum
Flug
» WOW air varð gjaldþrota í
lok mars sl.
» Margir hafa sýnt áhuga á að
reisa félagið við og hefja aftur
rekstur lággjaldaflugfélags.
» VB.is segir að Michele Ball-
arin og félag henni tengt, Oasis
Aviation Group, séu kaupandi
eigna úr þrotabúi WOW air sem
tengjast flugrekstri.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Gengi bréfa flugfélagsins Icelandair
lækkaði mikið í Kauphöll Íslands í
gær, eða um rúm 7% í 190 milljóna
króna viðskiptum, eftir að greint
hafði verið frá því í Fréttablaðinu að
stór bandarískur aðili hefði keypt
allar eignir þrotabús flugfélagsins
WOW air sem tengjast flugrekstri,
en þar er um að ræða vöru- og mynd-
merki WOW, lén, hugbúnað og ýms-
an annan búnað hins fallna félags.
Sveinn Andri Sveinsson, annar
skiptastjóra þrotabús WOW air,
staðfesti fréttirnar við fjölmiðla, en
sagt er í fréttinni að kaupverðið
hlaupi á hundruðum milljóna króna.
WOW air varð gjaldþrota í lok
mars sl. eftir að þreifingar höfðu ver-
ið um margra mánaða skeið við ýmsa
aðila um að koma að rekstri félags-
ins, þar á meðal Icelandair. Frá því
félagið var lýst gjaldþrota hafa
reglulega borist fregnir af aðilum
sem áhuga hafa sýnt á að reisa félag-
ið við og hefjast rekstur lággjalda-
flugfélags undir merkjum WOW air.
Sagt var frá því nú síðast fyrr í
vikunni að tveir fyrrverandi lykil-
starfsmenn WOW hefðu stofnað fé-
lögin WAB og Neo og hygðu á að
stofna nýtt flugfélag. Þeir eru ekki í
hópi þeirra sem kaupa eignir WOW.
Varðist allra frétta
Páll Ágúst Ólafsson, lögfræðingur
þeirra bandarísku aðila sem keypt
hafa eignir úr þrotabúi WOW air,
varðist allra frétta af því í gær um
hvaða aðila væri að ræða, þrátt fyrir
fyrirspurnir mbl.is þar um.
efnahagshrunið árið 2008 auk þess
sem ræddar voru leiðir til að stuðla
að auknum fjármálastöðugleika.
Fengnir voru seðlabankastjórar
frá öðrum smáum ríkjum í Evrópu
til að flytja erindi og taka þátt í um-
ræðum. Ýmislegt var sameiginlegt
með aðstæðum ríkjanna í kringum
hrunið og var ráðstefnan nýtt til
skoðanaskipta og upplýsingamiðl-
unar. Meðal gesta á ráðstefnunni
voru Patrick Honohan, fyrrum
seðlabankastjóri Írlands, Ilmars
Rimsevics, seðlabankastjóri Lett-
lands, Carlos da Silva Costa, seðla-
bankastjóri Portúgals og Esther
George, forstjóri ríkisbanka Kan-
sas City, auk Jon Nicolaisen, seðla-
bankastjóra Noregs.
Tilgangur ráðstefnunnar var
fyrst og fremst að miðla þeirri
þekkingu sem skapast hafði í kring-
um hrunið fyrir rúmum tíu árum. Í
erindum nær allra ræðumanna kom
fram að gífurlega mikilvægt væri
að vitneskjunni yrði komið til skila
svo hægt væri að læra af reynsl-
unni. aronthordur@mbl.is
Fjöldi merkismanna var saman-
kominn á Grand Hóteli í gær þar
sem ráðstefna á vegum Seðlabanka
Íslands var haldin. Ráðstefnan bar
yfirskriftina: „Horft aftur og fram í
tímann: Hvernig viðhöldum við
stöðugleika?“
Ráðstefnan var tvískipt en fyrri
partur fundarins var nýttur til um-
ræðna um krísustjórnun og endur-
uppbyggingu fjármálakerfis í
smáum Evrópuríkjum. Síðari hlut-
inn snerist að mestu um breytingar
á reglugerðum eftir alþjóðlega
Mikilvægt að miðla reynslunni áfram
Fjöldi seðlabankastjóra var samankominn á ráðstefnu Seðlabanka Íslands
Morgunblaðið/Aron Þórður
Ræða Seðlabankastjóri Portúgals.
● HB Grandi hf. hefur keypt allt hlutafé
í sölufélögum Útgerðarfélags Reykja-
víkur (áður Brim) í Japan, Hong Kong
og á meginlandi Kína, sem og þjónustu-
félagi á Íslandi sem tengist framan-
greindum félögum. Kaupverðið sam-
svarar alls 31,1 milljón evra, eða
jafnvirði um 4,4 milljarða íslenskra
króna. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá HB Granda.
Sagt var frá fyrirætlununum í Við-
skiptaMogganum á miðvikudag, en þar
var haft eftir Kristjáni Þ. Davíðssyni,
stjórnarformanni HB Granda, að með
kaupunum sköpuðust möguleikar á að
sækja af meiri krafti inn á mjög stóran,
verðmætan og ört vaxandi markað.
„Lífskjör fólks í þessum heimshluta fara
ört batnandi, og með vaxandi kaup-
mætti eykst eftirspurnin eftir hágæða-
vöru eins og íslensku sjávarfangi.“
HB Grandi kaupir sölu-
félög ÚR á 4,4 ma. kr.
13. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.58 126.18 125.88
Sterlingspund 157.75 158.51 158.13
Kanadadalur 96.2 96.76 96.48
Dönsk króna 18.949 19.059 19.004
Norsk króna 14.683 14.769 14.726
Sænsk króna 13.372 13.45 13.411
Svissn. franki 127.3 128.02 127.66
Japanskt jen 1.1606 1.1674 1.164
SDR 173.77 174.81 174.29
Evra 141.5 142.3 141.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.8707
Hrávöruverð
Gull 1423.1 ($/únsa)
Ál 1811.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.81 ($/fatið) Brent
● Hagfræðideild
Landsbankans spá-
ir því að verðbólg-
an lækki um 0,1%
á milli júní og júlí.
Verðbólgan var
3,3% í júní, en
bankinn spáir því
að hún verði 3,2% í
júlí.
Í júní hækkaði
verðbólgan um
0,38% milli mánaða.
Samkvæmt bráðabirgðaspá bank-
ans verður verðbólgan í október 2,9%.
Júlímæling vísitölu neysluverðs verð-
ur birt 22. júlí nk. tobj@mbl.is
Spá lækkun ársverð-
bólgu úr 3,3% í 3,2%
Mæling Verðbólga
gæti lækkað.
STUTT
Fallegar 3ja og 4ra herbergja
íbúðir í nýbyggingu
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070
eða eignasala@eignasala.is
Sýningar-
íbúðir
tilbúnar
Bókið skoðun
Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ
VERÐ FRÁ KR. 29.900.000