Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fylgjenduraukinssamruna
innan Evrópusam-
bandsins í átt að
sambandsríki
binda vonir við
Ursulu von der
Leyen, varnarmálaráðherra
Þýskalands, sem tilnefnd hefur
verið næsti forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB. Hún
hefur talað í þá veru og er einn-
ig stuðningsmaður Evrópu-
hers.
Í frétt á mbl.is var vitnað í
Andrew Duff, forseta samtak-
anna Spinelli Group, sem vilja
að ESB verði að sambandsríki.
Fagnaði hann því að von der
Leyen liti líkt og Helmut Kohl,
fyrrverandi Þýskalandskansl-
ari, á Evrópusambandið sem
óklárað verkefni og lokatak-
markið væri sambandsríki.
Bætti hann því við að auðveld-
ara yrði að ná þessu lokatak-
marki eftir að Bretar hefðu
yfirgefið ESB, enda hefðu þeir
beitt sér gegn þessari þróun.
Með útgöngu Breta yrði
stærsta hindrunin fjarlægð.
Hætt er við að Duff sé þarna
kominn nokkuð fram úr sjálf-
um sér. Bretar eru ekki þeir
einu sem gjalda varhug við
auknum samruna innan sam-
bandsins og áfram munu verða
ýmsar hindranir á veginum.
Nægir þar að vísa í grein í nýj-
asta tölublaði vikuritsins The
Economist með fyrirsögninni
„Kapteinninn setur kúrsinn á
klettana“ þar sem spurt er
hvort Matteo Salvini, valda-
mesti maður Ítalíu, muni nota
völd sín til að rústa evrunni.
Í grein í blaðinu Financial
Times í vor var talað um að út-
ganga Breta úr Evrópusam-
bandinu, Brexit, hefði verið til-
raun fyrir efasemdarmenn
(kannski mætti kalla þá evra-
semdarmenn?) um aukinn
samruna. Sjónarspilið í kring-
um Brexit hefði hins vegar
kæft allar hugmyndir um að
feta í fótspor Breta. Betra væri
að vera áfram í sambandinu en
virða einfaldlega að vettugi
þær reglur sem ekki hentuðu.
Í greininni er eins og búast
mátti við sérstaklega talað um
Pólverja og Ungverja, sem til
dæmis neiti einfaldlega að upp-
fylla kröfur Evrópusambands-
ins um flóttamannakvóta. En
þeir eru ekki einir um óþekkt.
Blaðið bendir á að Ítalir og
Frakkar virði kinnroðalaust að
vettugi fjárlagareglur evru-
svæðisins og hnýtir svo í þá
fyrir að nýta sér þá lágu vexti
af lánum sem þeir njóti vegna
aðildar að því. Þá láti flest ríki
ESB tilskipanir sambandsins
um plastpoka sem vind um
eyru þjóta.
Af málflutningi stuðnings-
manna þriðja orku-
pakkans hér á
landi mætti ætla að
þessi mál væru
óumdeild í
Evrópusamband-
inu, ef ekki ástsæl,
en það er öðru
nær. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu fyrir skömmu
hefur framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins stefnt átta að-
ildarríkjum þess, þar á meðal
Frakklandi, fyrir að fara ekki
eftir reglum um skilyrðislaus
útboð á dreifingu orku. Þar á
bæ þykir greinilega ekki lyst-
aukandi að kyngja orkupökk-
unum með öllu tilheyrandi.
Reyndar eru Frakkar þekkt-
ir fyrir að líta á regluverk Evr-
ópusambandsins sem hlaðborð.
Þeir hafa fengið yfir sig marg-
ar stefnur frá framkvæmda-
stjórninni og bregðast iðulega
ekki einu sinni við þótt dómar
falli gegn þeim.
Í grein blaðsins kemur fram
að dregið hafi úr stefnugleði
framkvæmdastjórnar ESB á
hendur óhlýðnum aðildar-
ríkjum, annars vegar vegna
þess að hana skorti bolmagn og
hins vegar af ótta við harkaleg
viðbrögð í löndum þar sem
stjórnvöld eru gagnrýnin á
sambandið. Vissulega má velta
fyrir sér hvort þessi greining
sé rétt, því að Evrópusam-
bandið er tilbúið að ganga ansi
langt gagnvart sumum aðildar-
ríkjum, einkum ef stutt er síð-
an þau gengu í það, en lang-
lundargeðið er öllu meira
gagnvart meðlimum með
lengri aðildarsögu. Þannig er
látið óátalið þegar stjórnvöld
misnota dómskerfið á Spáni en
ekki má anda á dómstóla í Pól-
landi.
Þær hræringar sem raktar
eru í blaðinu eru hins vegar til
marks um það að þótt von der
Leyen – verði hún næsti forseti
framkvæmdastjórnar ESB –
sé hlynnt samruna sé það ekki
ávísun á að Bandaríki Evrópu
séu handan við hornið.
Þær vekja einnig til umhugs-
unar um það hvað allt sem frá
Brussel kemur er tekið bók-
staflega hér á Íslandi, hvort
sem það er auðmýkt þorra
þingheims í garð þriðja orku-
pakkans eða að hengja sig í
langsóttar, lagatæknilegar
ástæður til að knýja fram um-
hverfismat á breikkun Vestur-
landsvegar um Kjalarnes þeg-
ar ljóst er að áhrifin eru engin
og vegurinn orðinn það hættu-
legur að framkvæmdin þolir
enga bið.
Á tímum Sovétríkjanna var
sagt að hnerruðu menn í Kreml
fengju Búlgarar kvef. Það er
óþarfi að íslenska stjórnkerfið
fái lungnabólgu þótt kommiss-
ararnir hnerri í Brussel.
Bókstafshyggja á
Íslandi er á skjön við
hentistefnu aðildar-
ríkja ESB gagnvart
regluverkinu}
Hin óstýrilátu
F
jölmiðlarekstur, flutninga-
starfsemi, fjármálaþjónusta, póst-
burður, orkuframleiðsla, orku-
sala, heilbrigðisþjónusta og
verslunarrekstur. Allt eru þetta
dæmi um starfsemi sem einkaaðilar eru full-
færir um að sinna – enda gera þeir það á hverj-
um degi. Á sama tíma á ríkið beina aðkomu að
öllum þessum atvinnugreinum, í flestum til-
vikum í samkeppni við einkaaðila.
Það vekur oft athygli – og furðu – hversu
áköf ríkisfyrirtækin eru í samkeppni við einka-
aðila og á það sérstaklega við hin opinberu
hlutafélög (ohf.) Isavia rekur bílastæði við flug-
stöð og reynir að hrekja í burt samkeppni, Ís-
landspóstur undirbýður sendibílastöðvar til að
keyra út vörur fyrir IKEA og RÚV þurrkar
upp auglýsingamarkaðinn fyrir stóra viðburði.
Þessi opinberu hlutafélög gefa ekkert eftir og
ganga jafnvel harðar fram í samkeppninni en nokkurt
einkafyrirtæki myndi gera. Ekkert af þessu hefur þó með
almannaþjónustu að gera. Það er ekki nauðsynlegt fyrir
ríkið að selja nærföt og sælgæti í flugstöðinni eða sinna
bílastæðum við hana, svo tekin séu dæmi.
Hin opinberu félög haga sér oft eins og ríki í ríkinu og
kæra sig lítið um það að stjórnmálamenn hafi skoðanir á
því hvernig þau haga sér. Staðreyndin er þó sú að stjórn-
málamenn eru kjörnir fulltrúar almennings, hins raun-
verulega eiganda félaganna. Ríkisfyrirtækin eiga sig ekki
sjálf og eru þar síður í eigu stjórnenda þeirra.
Það þarf ekki að nálgast ríkisrekstur eins og trúar-
brögð, annaðhvort vera með eða á móti. Það er
þó í raun engin ástæða fyrir ríkið að veita alla
þá þjónustu sem það gerir í gegnum fjölmörg
fyrirtæki sín ef að einkaaðilar eru til þess falln-
ir að veita hana. Ríkið þarf ekki að reka fjöl-
miðil, það þarf ekki að reka póstþjónustu, flug-
stöð þarf ekki að vera í ríkiseigu og ríkið þarf
ekki að reka fjármálafyrirtæki. Ríkið ætti
frekar að einbeita sér að því að forgangsraða í
þá grunnþjónustu sem við höfum komið okkur
saman um að ríkið sinni.
Við sem staðsetjum okkur hægra megin við
miðju megum ekki vera feimin við að nefna
þetta. Markmiðið er skýrt; við viljum að hér
búi fólk við framúrskarandi lífskjör, njóti fjöl-
breyttra tækifæra og hafi aðgang að öflugri
grunnþjónustu. Með það að markmiði er mik-
ilvægt að forgangsraða verkefnum ríkisins –
ekki síst til að gæta þess að stíga ekki á tær
einkaaðila í samkeppnisrekstri. Það ætti aldrei að vera
hægt að réttlæta atvinnurekstur ríkisins í samkeppni við
einkaaðila. Ef einkaaðilar eru ekki að sinna tiltekinni þjón-
ustu, þá fyrst getum við rætt hvort og hvernig ríkið ætti að
sinna henni.
Við stjórnmálamenn þurfum að hafa burði til þess að
búa til umhverfi þar sem fjölbreyttur atvinnurekstur
þrífst og samfélag þar sem verðmæti eru sköpuð.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Nærbuxnaverslun ríkisins
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heil-brigðisráðherra staðfesti ífyrradag samkomulagSjúkratrygginga og Rauða
krossins (RKÍ) um framlengingu á
samkomulagi um kaup og rekstur
sjúkrabíla til ársins 2022. Svandís
skrifaði í pistli í Morgunblaðinu í gær
að öllum ágreiningi hefði verið „ýtt til
hliðar og hagsmunir almennings og
heilbrigðiskerfisins settir í forgang.“
Samningaviðræður milli RKÍ og
ríkisins hafa staðið frá því að samn-
ingstímabili samnings sem tók gildi
2012 lauk í árslok 2015.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, sagði að afstaða
stjórnvalda hefði breyst frá árinu
2015. Þá hefðu þau litið til þess að
ljúka samstarfinu en hefðu á síðustu
mánuðum sannfærst um að það væri
ekki rétt leið. „Stjórnvöld hafa fengið
betri yfirsýn yfir málið og verið tilbúin
að skoða það á víðari grunni en áður.
Rauði krossinn hefur sett bíla, búnað
og fjármuni inn í þetta verkefni um
áratuga skeið og þegar það er skoðað
með sanngjörnum hætti verður þessi
niðurstaða til,“ sagði Kristín. Hún
sagði að Rauði krossinn hefði alltaf
viljað annast rekstur sjúkrabílanna.
Hann væri samofin sögu félagsins.
„Við höfum alltaf sagt að vilji rík-
ið fela öðrum þetta verkefni látum við
það af hendi, en þá þarf að gera sam-
starfið upp og gera upp við okkur,“
sagði Kristín. Hún sagði að í viðræð-
unum við ríkið hefði aldrei komið fram
hver ætti að taka við rekstri sjúkra-
bíla, ef hann yrði færður frá Rauða
krossinum. „Á meðan voru sjúkrabíl-
arnir reknir frá mánuði til mánaðar og
allt frá árinu 2016 var búnaður end-
urnýjaður en bílarnir ekki, því við
höfðum ekki samþykkta fjárfest-
ingaáætlun sem er hluti af samningi
um reksturinn.“
„Mér finnst að nú hafi náðst far-
sæl lausn. Við erum nú með samning
sem gildir út árið 2022. Það liggur
ekkert fyrir um það hvort við höldum
áfram eftir þann tíma, enda nægur
tími til að hugsa það. Einn stærsti
kosturinn við nýja samkomulagið er
að sú staða að hafa bara samning til
eins mánaðar getur ekki komið upp
aftur. Hér eftir mun samningurinn
framlengjast um eitt ár í senn séu báð-
ir aðilar sammála um það. Með þessu
móti getum við gert fjárhagsáætlanir
og keypt nýja sjúkrabíla þegar þörf
er á.“
Staðan metin í árslok 2021
Kristín sagði að gert hefði verið
samkomulag um að samningurinn
sem gilti milli Sjúkratrygginga og
RKÍ til loka 2015, og unnið hefur ver-
ið eftir síðan, gilti áfram. Ákveðið er
að meta stöðuna í árslok 2021 þegar
ár verður eftir af samkomulaginu.
Hvor aðili um sig getur óskað eftir
breytingum. Óski annar hvor eftir að
slíta samstarfinu gefst ár til þess en
vilji hvorugur gera breytingar fram-
lengist samningurinn sjálfkrafa í eitt
ár.
Kristín sagði að mikil ánægja sé
á meðal sjúkraflutningamanna og
fleiri með nýja samkomulagið. Upp-
söfnuð þörf sé fyrir endurnýjun
sjúkrabíla og nú verði farið að vinna
að henni af krafti. Hún benti á að
sjúkrabílarnir væru vinnutæki
sjúkraflutningamanna og einnig mik-
ilvægt öryggistæki fyrir alla sem
væru veikir eða slösuðust og þyrftu
að komast sem fyrst undir lækn-
ishendur. Það væri ekki hægt að una
við það að sjúkrabílar biluðu í útkalli.
Á höfuðborgarsvæðinu tæki
skamma stund að fá sjúkrabíl
í staðinn en úti á landi væri
staðan önnur og alvarlegri
ef sjúkrabílar biluðu í út-
kalli.
Ríkið skipti um skoð-
un um sjúkrabílana
Opnun tilboða vegna kaupa á 25
nýjum sjúkrabílum hefur verið
frestað fjórum sinnum. Nú er
ákveðið að tilboðin verði opnuð
í ágúst nk. Kristín S. Hjálmtýs-
dóttir, framkvæmdastjóri RKÍ,
segir að RKÍ muni ganga inn í
útboðið og kaupa bílana á
grundvelli nýgerðs sam-
komulags við ríkið. „Við fögnum
því að fá nýja sjúkrabíla þó að
það verði ekki fyrr en á næsta
ári,“ sagði Kristín. „Það er mikil
þörf fyrir endurnýjun.“
Engir nýir sjúkrabílar hafa
bæst við frá árinu 2016. Samn-
ingur RKÍ og ríkisins
kveður á um að í
landinu séu 68
sjúkrabílar í
rekstri, en þeir eru
nú 84. Því ræður
aukið álag og nauð-
syn þess að hafa
ætíð tiltæka vara-
bíla.
Tilboðin opn-
uð í ágúst
NÝIR SJÚKRABÍLAR
Kristín S.
Hjálmtýsdóttir
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Sjúkrabílar Tilboð í 25 nýja sjúkrabíla verða opnuð í ágúst. Talin er þörf á
að endurnýja 6-10 sjúkrabíla á ári til að viðhalda sjúkrabílaflotanum.