Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 27

Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Hannes Hlífar Stefánssonvarð einn efstur á lok-aða alþjóðlega mótinu íBudeejovice í Tékk- landi sem lauk um síðustu helgi. Hannes hlaut 6 vinninga af níu mögulegum og varð ½ vinningi á undan Tékkanum Jan Vykouk sem 5½ vinning. Frammistaða Hann- esar er glæsileg einkum fyrir þá staðreynd að hann tapaði tveim fyrstu skákum sínum, vann þá fimm í röð og klykkti út með tveim jafnteflum. Í svipinn man greinarhöfundur ekki eftir mörg- um mótum þar sem sigurvegarinn byrjar á því að tapa tveim fyrstu skákum sínum. Sigur Alexander Beljavskí í Tilburg árið 1986 kem- ur þó upp í hugann. Í gær hóf Hannes taflmennsku í hollensku borginni Leiden í Hollandi en þar fer fram alþjóðlegt með sama sniði og í Tékklandi, 10 skákmenn tefla allir við alla. Meðal þekktra meistara sem eru á meðal kepp- enda eru Predrag Nikolic frá Bosníu og heimamaðurinn John Van der Wiel en stigahæsti kepp- andinn er Indverjinn Babu Lalith. Hannes er þriðji stigahæstur. Björn og Stefán á toppnum í Portoroz Íslenskir skákmenn hafa verið iðnir við kolann á alþjóðavettvangi undanfarið. Björn Þorfinnsson og Stefán Bergsson stefndu skónum á opna mótið í Portoroz sem hófst 6. júlí sl. Þessi litli bær við strend- ur Adríahafsins hefur mikið að- dráttarafl meðal íslenskra skák- manna ekki síst vegna þess að þar komst Friðrik Ólafsson í hóp kandídata árið 1958. Birni og Stefáni hefur báðum tekist að blanda sér í toppbarátt- una, Björn vann fjórar fyrstu skákir sínar og er sem stendur í 2.-6. sæti með 5½ vinning af 7. Efstur er Ítalinn Luigi Pier Basso með 6 vinninga. Tefldar verða níu umferðir og lýkur mótinu um helgina. Stefán Bergsson komst í hóp fimm efstu manna með með sigri í 6. umferð en tapaði í 7. umferð. Stefán teflir djarft og skemmti- lega og hikar ekki við að taka mikla áhættu. Í sjöttu umferð gekk dæmið upp hjá hinum í stuttri skák við einn af stigahæstu keppendum mótsins: Opna Portoroz-mótið 2019: Nenad Fercec – Stefán Bergs- son Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. f3 Hægfara leikur í vinsælu af- brigði sikileyjarvarnar. 8. … Be7 9. 0-0-0 b5 10. Df2 Bb7 11. Kb1 Hc8 12. g4 Rxd4 13. Bxd4 b4 14. Ra4 Allt með kyrrum kjörum. 14. … Rxe4?! Þessi leikur er ekki alls kostar réttur. Kannski vissi Stefán það. 15. fxe4 Bxe4 16. Bd3 Bxh1 17. Bxg7? Hvítur gat leikið 17. Hxh1 sem svartur getur svarað með 17. … Dc6 en þá kemur 18. Hf1! og ekki gengur 18. … Dxa4 vegna 19. Dxf7+ Kd8 20. Bb6+ og vinnur. Betra er 18. … f6 en hvíta staðan er betri. 17. … Hg8 18. Bd4 Dc6 19. Hf1 f6 20. Bxf6 Hf8 21. g5 Be4 22. Bxe4 Dxe4 23. b3 a5 24. h4 Hc6! 25. Rb2 Bxf6 26. gxf6 Hxf6! Glæsilegur lokahnykkur sem byggist á hugmyndinni 27. Dxf6 Dxc2+ 28. Ka1 Dc1+! og mátar. Hvítur gafst upp. Áttundi sigur Magnúsar í röð Heimsmeistarinn Magnús Carl- sen vann glæsilegan sigur á stór- mótinu í Zagreb í Króatíu. Hann gaf ekkert eftir á lokasprettinum og vann Vachier-Lagrave í síðustu umferð. Lokastaðan varð þessi: 1. Magnús Carlsen 8 v. (af 11) 2. So 7 v. 3.-4. Aronjan og Caruana 6 v. 5.-7. Ding, Nepomniachtchi og Giri 5½ v. 8. Karjakin 5 v. 9.-11. An- and, Mamedyarov og Vachier Lag- rave 4½ v. 12. Nakamura 4 v. Hannes Hlífar vann mótið í Tékklandi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Vann fjórar fyrstu Björn er ½ vinningi frá efsta manni í Portoroz. Karvel Pálmason (Karvel Steindór Ingimar) fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1936. For- eldrar hans voru Pálmi Árni Karvelsson sjómaður þar í bæ og Jónína Eggertína Jóels- dóttir ráðskona. Karvel stundaði fjölbreytt störf í Bolungarvík á árunum 1950-1971. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1971 fyrir Frjálslynda vinstrimenn. Hann sat á þingi til ársins 1991. Hann var for- maður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á árunum 1974-1978. Karvel var formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur um árabil, varaforseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, sat í mið- stjórn Alþýðusambands Ís- lands og var um tíma varafor- maður Verkamannasambands Íslands. Karvel sat í hrepps- nefnd Hólshrepps á árunum 1962-1970, í Rannsóknaráði ríkisins árin 1971-1978 og í stjórn Fiskimálasjóðs frá 1972- 1989. Hann átti sæti í stjórn Byggðastofnunar á árunum 1991-1995 og sat í flugráði um tíma. Eftirlifandi eiginkona Kar- vels er Martha Kristín Svein- björnsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Karvel lést 23. febrúar 2011. Merkir Íslendingar Karvel Pálmason Það er staðreynd að ætíð skal fram sótt á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins og aldrei að missa trúna á því að unnt sé enn betur að gjöra. Þetta á alveg sérstaklega við um vel- ferðarmál öll svo og kemur þar til hin sí- gilda togstreita um þjóðarauðinn, þar sem svo alltof mörgum þyk- ir rétturinn til að hrifsa til sín auð langt umfram nauðsyn sjálfsagður, þó að allir eigi að sjá að þetta fé sé frá öðrum tekið. Þarna þarf vissulega að taka enn betur til hendi, jafna kjör og aðstæður fólks og hreinlega taka til baka frá þeim sem ofgnótt eiga. Þeirra auður hefur nefnilega verið frá öðrum tekinn, því ekki er hann sjálfs- prottinn. En burtséð frá þessu eina mikilvægasta hlutverki stjórnvalda að jafna lífskjör fólks, þá fer það af- skaplega í mínar gömlu, gigtveiku taugar þegar látið er að því liggja að ástand velferðarmála hafi aldrei aum- ara verið. Ég tek málefni fatlaðra sem dæmi þar sem ég þekki hvað bezt til mála, þar má alltaf betur gera, svo misjöfn og ólík sem fötlunin er og þar er bezt að hafa það að leiðarljósi að gjöra bezt við þá sem glíma við erfiðustu hömlunina. Samt er það svo að ekki þarf langt til baka að líta til að sann- reyna það hversu mikil umbylting hefur víða orðið. Ég heimsótti á löngu liðnum árum heimili þroskaheftra einstaklinga, en heimili sannast sagna alltof gott orð um þær að- stæður er þar blöstu við. Ég þekkti lika um árabil til að- stæðna annarra fatlaðra einstaklinga og sárnaði mjög sinnuleysi alltof margra sem málum réðu. Það væri hollt fyrir marga að líta þar til baka, ekki til að leggja árar í bát, heldur til að sjá hvað áunnist hefur og hvernig áfram skal halda. Við eigum að gleðj- ast yfir þeim miklu framförum sem orðið hafa, aldrei tala þær niður eins og oft sézt og heyrist, jafnvel eins og ekkert hafi gerzt til bóta og eins og sumir halda fram ástandið aldrei verra verið. Þetta á bæði að vera til hvatn- ingar en ekki síður til að fara yfir sviðið í alvöru. Ég las á dögunum eitthvað um aukningu á útgjöldum Sjúkratrygg- inga Íslands til ferða- laga fólks á landsbyggð- inni til að leita sér læknisþjónustu og ann- arrar heilbrigðisþjón- ustu í Reykjavík og ekk- ert nema verulega gott um það að segja, þar er oft nauðsynin rík, getur bæði lengt líf fólks og bætt svo og að fólk fær þannig bót sinna meina. Ég heyrði það líka um daginn að þetta væri alltof lítið og lélegt og aldrei verið verra en nú. Vel mætti þarna betur gjöra eins og víðar, en það eru ekki margir áratugir síðan þessi þátttaka var leidd í lög svo dýr- mæt sem hún nú er. Sjálfur man ég eftir því að hafa á Alþingi viðrað þessa hugmynd um stuðning við fólk sem ég sagði í ræðu og þingmáli, að væri sjálfsögð rétt- arbót og enn man ég að það var gjört grín að þessu: Nú gæti fólk fengið sér far til Reykjavíkur til að frílysta sig að þarflausu en með vottorð upp á vasann frá góðhjörtuðum lækni! Það er svo áreiðanlega rétt munað hjá mér að í kjölfar þessa hafi Tómas Árnason, fjármálaráðherra 1978- 1979, gripið þessa hugmynd á lofti og það myndarlega og síðan hafi fólki verið tryggð þátttaka hins opinbera í þessum ferðum, svo háöldruð telst þessi sjálfsagða réttarbót ekki vera. Gæta skal þess í þessu sem öðru að tala ekki niður fyrri tíma sóknarsigra eins og alltof oft er gjört. Þess vegna er þetta ritað. Aldrei tala niður það sem þó hefur áunnist Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Fer það afskaplega í mínar gömlu, gigt- veiku taugar þegar látið er að því liggja að ástand velferðarmála hafi aldrei aumara verið. Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.