Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 S U N N U D A G I N N 14. JÚL Í 16 :00 – 16 :30 Á morgun eru 230 ár liðin frá frönsku byltingunni. Þjóð- hátíðardaginn 14. júlí (Bastille-daginn), þjóðsönginn (la Mar- seillaise) og þjóðfán- ann þrílita (bláan, hvítan og rauðan) má rekja til frönsku bylt- ingarinnar 1789–1794. „Þegar uppreisnin var í algleymingi ruddi fjöldinn sér- hverri hindrun úr vegi. En þótt afl alþýðu væri í upphafi mikið var hún að lokum svikin af lævísum burgeisum, sem voru uppfullir af svikum og prettum. Hinir mennt- uðu og tungulipru svikarar voru í byrjun andsnúnir harðstjórunum en snerust síðan gegn alþýðu, svik- ust aftan að henni, notfærðu sér mátt hennar og létu hana lyfta sér í valdastól fyrrverandi harðstjóra. Þeir sem gerðu byltinguna og héldu henni til streitu voru lægstu stéttir þjóðfélagsins – dag- launamenn, handverksmenn, smá- búðaeigendur og leiguliðar, lýð- urinn – þeir ólánsömu menn, sem blygðunarlausir ríkisbubbar kalla canailles (hunda) og Rómverjar nefndu af óskammfeilni próletara (eiginlega þeir sem vinna ríkinu ekkert gagn nema að eiga börn). En hástéttirnar hafa alltaf leynt því að byltingin hefur eingöngu komið landeigendum, lögmönnum og bröskurum til góða“. Þannig lýsti læknirinn Jean Paul Marat, talsmaður hins fátæka vinnulýðs í Frakklandi, því sem gerðist í frönsku stjórnarbylting- unni. Þetta var rétt og sönn mynd af byltingunni, því þegar henni lauk hafði borgarastéttin náð póli- tískum og efnahagslegum völdum í Frakklandi. Forréttindum erfða- stéttanna hafði verið kollvarpað en forréttindum auðsins komið á. M.ö.o. byltingin var háborgaraleg, enda óhugsandi að hún hæfist með- al lágstéttanna. Óbreyttir verka- menn sem sáu ekki út fyrir verka- hring sinn voru ófærir um að hrinda henni í framkvæmd, hvað þá heldur að stjórna henni. Þeir kvört- uðu að vísu yfir lágum launum og vaxandi dýrtíð og áttu það til að stofna til uppþota, en þegar hér var komið höfðu þeir ekki öðlast vitund um að þeir væru stétt út af fyrir sig. Eymdin veldur stundum upp- þotum, en hún getur ekki vakið meiri háttar þjóðfélagsbyltingar. Þær spretta ávallt af misvægi milli stétta. Byltingin braust samt ekki út í örsnauðu landi, eins og einhver kynni að halda, heldur í nokkuð blómlegu ríki þótt tómahljóð væri í ríkiskassanum. Marat (1743-1793) var auðvitað ekki marxisti, enda myrtur aldarfjórðungi fyrir fæð- ingu Karls Marx (1818-1883). Samt gæti hver marxisti verið full- sæmdur af skilningi Marats á bylt- ingunni og aðdraganda hennar. Kapítalískir framleiðsluhættir höfðu þróast innan lénsskipulagsins smám saman eftir því sem borgara- stéttinni óx fiskur um hrygg. Sú stétt fór á stjá í siðbótarhreyfing- unni á 16. og 17. öld og völdin hrifsaði hún á Englandi með bylt- ingum þar 1640 og 1689 og í hinum ungu Bandaríkjum var borgara- stéttin sterkasta aflið. Með frönsku byltingunni fékk lénsskipulagið högg sem um munaði og borgara- stéttum annarra landa var gerð greiðari leið til valda. Mannrétt- indayfirlýsingunni, sem þingið sam- þykkti í ágúst 1789, og stjórnar- skránni, sem samin var 1789–1791 var ætlað, og sú var líka raunin, að túlka og standa vörð um hagsmuni borgarastéttarinnar. Í þessi plögg sóttu konservatismi, líberalismi, nationalismi og sósíalismi vopn í baráttu sína. Helstu fylkingar borgarastéttarinnar voru Girondínar og Jakobínar og síðar, eft- ir að Jakobínalýðveldið komst á laggirnar (Jakobínalýðveldið 2. júní 1793 28. júlí 1794), Fjallið og Sléttan. Þær hreyfingar er áttu hvað dýpstar rætur meðal lágstétta voru hins vegar Hébertistar og „hinir óðu“. Allt frá árinum 1789 létu byltingarsinnaðir kvennahópar að sér kveða í mörg- um borgum og börðust fyrir stjórn- málaréttindum kvenna og félags- legum umbótum. Þekktasti hópurinn af þessu tagi var stofn- aður í París árið 1793 og nefndist „Byltingarsinnaðar baráttukonur lýðveldisins“. Þessi félagsskapur átti að nokkru samleið með „hinum óðu“. Jakobínar vou flestir borg- araættar, eins og raunar Gírond- ínar einnig. Stéttastefna þeirra var því ekki runnin undan rifjum al- þýðunnar. Hún var hentistefna, „plebejísk aðferð til að vinna bug á kóngunum, klerkunum, aðlinum og öllum fjandmönnum byltingar- innar!“ – eins og Karl Marx orðaði það. Jakobínar voru svo sannarlega ekki samstæð heild skoðanalega. Það er út í hött að nefna í sömu andránni, án frekari umfjöllunar, þá Marat, Robespierre og Danton eins og sumum hættir til, Marat einlægan málsvara lágstéttanna, Robespierre „fyrsta læriföður lýð- ræðisins, ímynd göfgi veglyndis og hreinlyndis í Frakklandi byltingar- innar“, svo notuð séu orð hins þekkta franska sagnfræðings, Al- berts Mathiez, og Danton, mútu- þægan, hentistefnumann á kafi í vafasömu fjármálavafstri, eins kon- ar samnefnara þess þjóðskipulags, sem franska byltingin fæddi af sér, sjálfs kapítalismans. Ýmsir áhrifavaldar í Frakklandi hvöttu til styrjaldar, af ýmsum ástæðum. Hægfara öfl trúðu því að styrjöld myndi fylkja þjóðinni um konung. Ýmsir róttæklingar hvöttu til stríðs í því skyni að breiða bylt- inguna út til annarra landa. Loks litu konungur og ýmsir útlagar svo á að styrjöld auðveldaði þeim að afla sér bandamanna til að brjóta byltinguna á bak aftur. Allir höfðu þessir aðilar rangt fyrir sér. Robe- spierre og samherjar hans vöruðu einir allra við stríði. Robespierre taldi að byltingin gæti ekki orðið að útflutningsvöru og „vopnaðir trú- boðar hafa aldrei verið neinir au- fúsugestir“, sagði hann. Þann 26. júlí 1794 flutti Robespierre hvass- yrta ræðu gegn andstæðingum sín- um. Þeir skildu það svo, að ekki væri lengur til setu boðið. Næsta dag samþykkti þjóðþingið handtöku Robespierre, Saint Just og Georges Couthons en Francois Hanriot kom með þjóðvörðinn og leysti þá úr haldi. En frelsi þeirra varð skamm- vinnt, því að kvöldi 28. júlí 1794 voru þeir félagar leiddir undir fall- öxina ásamt Augustin Robespierre (bróður Maximilens Robespierre) og Hanriot og 17 öðrum. Franska stjórnarnbyltingin hafði runnið sitt skeið á enda. Mikilvæg- um kafla í sögunni var lokið – en samt ekki lokið því að áhrifin voru gríðarleg og segja má að sagan allt til okkar daga fjalli um framhald frönsku byltingarinnar. Heimssögulegur dagur – 14. júlí Eftir Ólaf Þ. Jónsson Ólafur Þ. Jónsson » Áhrif frönsku byltingarinnar voru gríðarleg og segja má að sagan allt til okkar daga fjalli um framhald hennar. Höfundur er fv. vitavörður. Með Orkupakka 3 (OP3) myndaði Evr- ópusambandið (ESB) yfirþjóðlegt stjórnkerfi á orkusviði með því að setja á laggirnar orku- stofnun sína, ACER. Skrefið frá OP2 til OP3 er bæði stórt og örlaga- ríkt fyrir Íslendinga, þótt öðru sé haldið fram. Enn skýrar verð- ur með OP4, að fyrirkomulagið, sem upphaflega gaf EES-samninginum lögmæti í EFTA-löndunum, „tveggja stoða kerfið“, er að hverfa af orku- sviðinu. Við blasir eftirfarandi stjórn- kerfi ESB á raforkusviði: a) Landsreglarinn, LR, (National Energy Regulator) verður æðsta stjórnvald raforkumála í landinu, óháður innlendum stjórnvöldum, þiggur einvörðungu fyrirmæli frá ACER og gefur skýrslur þangað, með ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sem millilið. b) Markaðurinn á að sjá um raf- orkuvinnsluna og raforkusöluna undir eftirliti LR. Mikil hlutdeild ríkisins í raforkuvinnslu á Íslandi og víðar verður brotin á bak aftur. c) Raforkuflutningar innanlands eru einokunarstarfsemi og verður í strangri gæzlu, nánast handstýrt af LR. Hvatar eru lagðir inn í regluverk- ið fyrir Landsnet, LN, sem auðvelda virkjanaframkvæmdir. Gjaldskrár LN munu hækka með OP3-4. d) Dreifiveiturnar munu fá sérleyfi undir stjórn LR. Aðkoma þings og ríkisstjórnar að gjaldskrám verður engin. Sameiginleg stjórn dreifiveitna innan EES verður stofnuð. Reynslan af stjórn LR á dreifiveitum, t.d. í Sví- þjóð, er mikil hækkun gjaldskráa. e) Heildsala raforku mun fara fram í orkukauphöll. Engin reynsla er af uppboðskerfi raforku við sambæri- legar aðstæður. f) Tengingum inn á Innri raforku- markað ESB verður stjórnað af LR og ACER. Ríkisstjórnir eða þjóðþing hafa enga aðkomu að þeim málum samkvæmt Evrópurétti eftir sam- þykkt OP3, og það er undirstrikað með OP4. Að mati ESB og ESA kveður þjón- ustutilskipun 2006/123/EB á um, að vatnsréttindum ríkisins beri að úthluta á mark- aðsverði. Ekki er vitað til, að íslenzka iðnaðar- ráðuneytið hafi hreyft andmælum. Norska orkuráðuneytið hefur þó harðlega andmælt þess- ari markaðsvæðingu vatnsorkuvera, því að hún kollsteypir lög- bundinni stefnu Norð- manna um 2/3 opinbert eignarhald vatnsvirkj- ana yfir 5,0 MW. Deilan mun sennilega verða til lykta leidd fyrir EFTA-dómstólnum. M.v. þró- unina í ESB má í kjölfarið búast við, að vatnsorkuver í eigu ríkisins lendi í eigu stórfyrirtækja innan EES, en um slíkt getur enginn friður ríkt, hvorki á Íslandi né í Noregi. Í rafmagnstilskipun, RT, OP4, #2019/944, eru gefnar nákvæmar reglur um leyfisveitingar fyrir ný vind- og vatnsorkuver. Taka á tillit til framlags virkjunar til markmiða ESB um vaxandi hlutdeild endurnýj- anlegra orkulinda, og LN verður gert skylt að tengja öll slík orkuver inn á stofnrafkerfi landsins. Umframkostn- aðinn greiðir LN. LR hefur vald til að tryggja virkni raforkumarkaðarins með ákvörð- unum, sem hafa bein áhrif á hags- muni orkufyrirtækjanna. Þannig get- ur LR sektað þau, sem ekki fylgja RT, samkeppnislögum eða ákvörð- unum LR eða ACER. Landsnet Samkvæmt RT í OP4 ber LN ann- að hvert ár að senda LR 10 ára áætl- un með tímasetningu allra verkefna sinna. LR á að bera hana saman við Kerfisþróunaráætlun ESB og til- kynna ACER um minnsta misræmi. Ef LN hefur ekki leiðrétt kúrsinn innan þriggja ára, tekur LR völdin. Stjórn LN verður þá stillt frammi fyrir þremur kostum: að fara í fjár- festinguna; að láta aðra sjá um fjár- festinguna; að fá fjárfesta með sér í verkefnin. Til að tryggja rækilega að Lands- net fylgi reglum ESB verður á vegum stjórnar LN stofnað til starfs sam- ræmingarstjóra, SS (compliance offi- cer), sem á að vakta LN. LR fær starfslýsingu og ráðningu til sam- þykktar. SS sendir fjárfestingar- áætlun um kerfi LN til LR og ACER, um leið og hún fer til stjórnar LN. SS tilkynnir um misræmi við 10 ára áætlun ESB til LR. SS fær leyfi til að mæta á alla fundi innan LN, er varða kerfisaðgang. Stofnað verður til svæðisbundinna samræmingarmiðstöðva í Evrópu, RCC, sem sennilega þróast í kerfis- stjórnir, og kostnaðurinn fyrir Ísland af þessu viðbótar stjórntæki ESB leggst á gjaldskrár LN. Millilandatengingar Reglugerð, RG#2019/942 í OP4 ásamt RG#347/2013 veita ACER rétt og raunar skylda hana til ná- kvæms eftirlits með millilandaverk- efnum. Þegar bakhjarlar verkefnis telja það „nægilega þroskað“, senda þeir ósk um fjárfesta að verkefninu til landsreglara sitt hvors enda. Verði þeir ekki einhuga um eignarhlutina, úrskurðar ACER. Ef LR kemst að reglubrotum varðandi millilandatengingar, og málið er óleyst að fjórum mánuðum liðnum, fer það til ACER til úr- skurðar. Forstjóra ACER hlotnast aukin völd með OP4. Til að sinna verk- efnum ACER á „góðan og skilvirk- an“ hátt, getur forstjórinn ákveðið að staðsetja einn eða fleiri embættis- menn í aðildarlandi án samþykkis yfirvalda viðkomandi lands. Sé for- stjóri ACER ekki ánægður með framvindu raforkumála einhvers staðar, fær hann með OP4 leyfi til að koma sporhundum sínum þar fyrir. ESB hefur nú aflað sér heimilda til að knýja fram stjórnkerfi raforku- mála, sem brýtur stjórnarskrá Ís- lands, verður landsmönnum stór- skaðlegt og hentar engan veginn íslenzkum aðstæðum. Fyrirætlun ESB á orkusviðinu Eftir Bjarna Jónsson » Landsreglarinn fær alræðisvald yfir Landsneti og getur knúið fyrirtækið til að setja tengingu sæ- strengs á dagskrá. Bjarni Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur á eftirlaunum https://bjarnijonsson.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.