Morgunblaðið - 13.07.2019, Síða 29
MINNINGAR 29Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
✝ Margrét SóleyGuðmunds-
dóttir fæddist á
Neðra-Núpi í Mið-
firði 30. maí 1931.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands
Hvammstanga 3.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru þau Guð-
mundur Jóhann-
esson, bóndi á Urriðaá, f. 1903,
d. 1975, og Þóra Jakobína Sig-
urðardóttir, húsfreyja á Urr-
iðaá, f. 1905, d. 1998. Systkini
hennar voru Hörður, f. 1922, d.
1950. Salóme Fjóla, f. 1929,
maki Björn Guðbrandsson, f.
1930. Þau eru búsett í Kópavogi.
Heiðrún Brynja, f. 1942, gift
Benedikt Björnssyni, f. 1943, d.
börn, níu barnabörn og fjögur
barnabarnabörn.
Börn Margrétar og Magnúsar
eru 1) Agnes Björk, f. 1951, gift
Hallmundi Guðmundssyni, f.
1953, þau eiga fjögur börn, Að-
albjörgu, f. 1976, Margréti Sól-
eyju, f. 1978, Hafþór Atla, f.
1981, og Magnús Gunnar, f.
1992. Þau eiga þess til viðbótar
sjö barnabörn. 2) Guðmundur
Víðir, f. 1956. 3) Þóra Ösp, f.
1959, maki Haraldur Jón Ás-
geirsson, f. 1962, þau eiga fjög-
ur börn, Helgu Björk, f.1980,
Sigurð Þór, f. 1992, Rannveigu
Dögg, f. 1994, og Þóri Jón, f.
1999. Þau eiga sex barnabörn.
Í samvinnu við Magnús rak
Margrét stórt blandað bú að
Efri-Torfustöðum. Þau unnu all-
an sinn starfsaldur sem bændur.
Einnig var hún virkur félagi í
Kvenfélaginu Iðju í Miðfirði.
Frá árinu 2015 dvaldi Mar-
grét á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands Hvammstanga.
Útför Margrétar fer fram frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag,
13. júlí 2019, klukkan 14.
2017, búsett á
Neðri-Torfustöð-
um.
1944 fluttist hún
ásamt fjölskyldu
sinni að Urriðaá í
Miðfirði og bjó hún
þar til ársins 1950
en þá gekk hún að
eiga Magnús Bene-
dikt Gunnlaugsson
frá Efri-Torfustöð-
um, f. 1920, d. 2009.
Foreldrar hans voru Gunn-
laugur Pétur Sigurbjörnsson og
Agnes Magnúsdóttir. Margrét
og Magnús áttu allan sinn bú-
skapartíma saman að
Efri-Torfustöðum. Saman eiga
þau þrjú börn en Magnús átti
eina dóttur fyrir, Agnesi, f.
1947, gifta Gunnari Konráðs-
syni, f. 1943, eiga þau fjögur
Elsku amma mín.
Snemma morguns þann 3. júlí
sl. hringdi mamma í mig til að
segja mér að þú værir farin.
Maður getur aldrei undirbúið sig
fyrir þessar fréttir þó svo að
maður vissi að þetta væri í vænd-
um.
Elsku amma, það er rosalega
erfitt að hafa þig ekki hjá okkur
lengur og sakna ég þín endalaust,
en það sem huggar mig er að
núna ertu komin í sumarlandið til
hans afa og þegar þú ert með afa
þá veit ég að þér líður vel.
Takk fyrir að vera besta amma
í heimi. Takk fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og gefið. Takk
fyrir að hlæja með mér og hugga
mig. Takk fyrir að skamma mig
og hrósa mér. Takk fyrir að elska
mig og að leyfa mér að elska þig.
Amma mín.
Amma var mitt æskuvor,
alltaf; nótt sem degi.
Áttum glettin gleðispor,
á göng’ um lífsins vegi.
Ef að þrautir sóttu sál
saman færðum þær á bug.
Ætíð reyndist einlægt mál
okkur veita fró í hug.
Við seinna deilum bros’ á brá
er berast saman gleðistundir.
Því þegar tíminn færist frá
fangast blíðir endurfundir.
(Hallmundur Guðmundsson)
Þín
Margrét Sóley Thorlacius
Hallmundsdóttir.
Margrét Sóley
Guðmundsdóttir
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi-
stund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar.
Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða
sönginn. Kristina Kalló Szklenár er
organisti. Kaffi og spjall eftir stund-
ina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl.
20. Ferming. Kór Bústaðakirkju syng-
ur, organisti er Þórður Sigurðsson.
Messuþjónar aðstoða. Prestur er
Pálmi Matthíasson. Hressing eftir
messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Gunnar Sigurjónsson messar. Org-
anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Boðið verður upp á kaffisopa í safn-
aðarsal eftir messu.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 er vigilmessa á
spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11,
minnum á bílastæðin við Alþingi.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Jóna
Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Ástvaldur Traustason leiðir
almennan safnaðarsöng.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi-
húsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sig-
urðardóttir prédikar og þjónar. For-
söngvari leiðir söng og organisti er
Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messufrí vegna
sumarleyfa. Næsta messa er 11.
ágúst kl. 11. Bent er á guðsþjónustur í
Bústaðakirkju öll sunnudagskvöld í
sumar kl. 20.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Helgistund kl. 20. Prestur er Karl V.
Matthíasson og organisti er Hrönn
Helgadóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11, gömlu
sóknarkirkju Hafnfirðinga. Vegna sum-
arleyfa er ekki messa í Hafnarfjarð-
arkirkju þennan sunnudag.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Hópur messu-
þjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Kjartan Jósefsson Ognibene. Alþjóð-
legt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl.
12 og sunnud. kl. 17. Johannes Zein-
ler frá Austurríki leikur. Fyrirbæna-
guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8 og
hádegistónleikar Schola cantorum kl.
12. Tónleikar Alþjóðlegs orgelsumars
fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Org-
anisti er Kristján Hrannar Pálsson,
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11.Translation into Engl-
ish. Samkoma á spænsku kl. 13.
Reuniónes en español. Samkoma á
ensku kl. 14. English speaking ser-
vice.
KLYPPSSTAÐARKIRKJA í Loð-
mundarfirði | Árleg messa á Klypps-
stað fer fram 14. júlí kl. 14. Prestar
eru Jóhanna I. Sigmarsdóttir og Þor-
geir Arason. Organisti er Jón Ólafur
Sigurðsson. Bakkasystur frá Borg-
arfirði leiða sönginn. Kirkjukaffi í
skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á
staðnum að messu lokinni.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjón-
ar fyrir altari og fer með hugleiðingu.
Þórður Sigurðarson organisti spilar á
orgel og leiðir alm. safnaðarsöng.
Kirkjuvörður er Lilja Þorsteinsdóttir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Sr.
Gunnar Sigurjónsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar
úr kór Neskirkju leiða söng. Organisti
er Steingrímur Þórhallsson og prestur
er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Blöð og litir fyrir yngri kynslóðina. Kaffi
og samfélag á Torginu eftir messu.
SELJAKIRKJA | Sumarmessa með
fermingu kl. 11, prestur er Jón Ómar
Gunnarsson, Kór Seljakirkju syngur og
Tómas Guðni Eggertsson leikur á org-
el, messukaffi í lokin.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs-
þjónusta 14. júlí kl. 11. Séra Skírnir
Garðarsson þjónar fyrir altari og pré-
dikar. Organisti er Jón Bjarnason.
Sönghópurinn Simultaneo frá Póllandi
syngur í athöfninni.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta
14. júlí kl. 14. Prédikun og alt-
arissakramenti. Þjónustuna annast
sr. Skírnir Garðarsson.
Orð dagsins: Verið
miskunnsamir
Morgunblaðið/Ómar
Stokkseyri Stokkseyrarkirkja.
(Lúk. 6)
✝ Jóhanna Elísa-bet Pálsdóttir,
alltaf kölluð Lísa,
fæddist 27. janúar
1935. Hún andaðist
á Landspítalanum
22. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Jó-
hannsson Snæfeld,
fæddur 12. janúar
1893, dáinn 19
ágúst 1989, og Guð-
laug Guðrún Bjarnadóttir, fædd
23. febrúar 1911, dáin 9. desem-
ber 1996.
Lísa átti sex systkini sam-
feðra, þau voru: Jóhann Snæ-
feld, fæddur 1919, dáinn 1977,
Ólafur Bjarni, fæddur 1920, dá-
inn 2015, og Ragnhildur, fædd
1922, dáin 2012.
Alsystkini Lísu eru Bjarni,
fæddur 1931, Diljá Sjöfn, fædd
1940, og Björn Haukur, fæddur
1950.
Lísa ólst upp í Reykjavík og
lauk þaðan skólagöngu, eftir
Snæfeld, fædd 1974, börn henn-
ar eru Margrét Ósk, fædd 1992,
faðir hennar er Víðir Kristjáns-
son, Björn Ísak, fæddur 1995, og
Natan Dagur, fæddur 1999, fað-
ir þeirra er Benedikt Viggósson,
og Aleksander Johan, fæddur
2013, faðir hans er Johan Nym-
an.
Lísa var að mestu heimavinn-
andi á meðan börnin voru lítil en
starfaði svo á leikskólanum í
Ólafsvík. Var það hennar uppá-
haldsvinnustaður því hún elsk-
aði að vera nálægt börnum og
þau löðuðust mjög að henni.
Stuttu eftir andlát Bubba
flutti Lísa til Reykjavíkur og fór
að vinna á Grensásdeild Land-
spítalans og starfaði þar um
tíma. Síðan réð hún sig sem
barnfóstra til hjónanna Grétu
Ingþórsdóttur og Gísla Hjart-
arsonar. Lísa elskaði það starf
og var það upphaf mikillar vin-
áttu og virðingar sem hefur
staðið allar götur síðan.
Lísa greindist með krabba-
mein í september og hún vildi
enga meðferð. Var sátt við að fá
að lifa í 84 ár og vildi að hún
fengi hvíldina sína á sem nátt-
úrulegastan hátt.
Að ósk Lísu var útförin í
kyrrþey 10. júlí 2019.
það vann hún við
ýmis störf, m.a. við
fiskvinnslu hjá Bæj-
arútgerð Reykja-
víkur.
Árið 1956 réð
Lísa sig til vinnu
hjá Kirkjusandi í
Ólafsvík. Þar
kynntist hún eigin-
manni sínum, Birni
Markúsi Leó,
Bubba eins og hann
var kallaður, og giftu þau sig ár-
ið 1958. Bubbi andaðist 1. júlí
1989.
Börn þeirra Lísu og Bubba
eru eftirfarandi: 1) Páll Snæ-
feld, fæddur 1959, sonur hans er
Leó Snæfeld, fæddur 1997.
Móðir hans er Berglind Bjarney
Ásgeirsdóttir. 2) Birgir Snæ-
feld, fæddur 1961, eiginkona
hans er Elínborg Lárusdóttir.
Dætur þeirra eru Eva Dögg,
fædd 1989, og Ástrós, fædd
1992, dóttir Ástrósar er Áróra
Líf, fædd 2014. 3) Hrafnhildur
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar í nokkrum orðum.
Við kynntumst í gegnum
frænku mína nokkuð löngu áður
en ég kynntist manninum mínum
og þú sagðist eiga fínan strák fyr-
ir mig, sýndir mér gamla hallær-
islega mynd af honum og ég
móðgaði þig rosalega með því að
segja „heldurðu að ég taki bara
hvað sem er“. Löngu seinna
kynntist ég Bigga og þegar ég fór
að venja komur mínar heim til þín
sagðir þú „ertu bara farin að taka
hvað sem er“ þannig að það var
geymt en ekki gleymt.
Við byrjuðum að búa á neðri
hæðinni hjá ykkur Bubba, þar var
alltaf glatt á hjalla og mjög mikið
hlegið. Okkar samskipti fyrstu
árin voru oft erfið, við vorum báð-
ar ráðríkar og særðum oft hvor
aðra með óþarfa skotum eins og
oft er algengt hjá tengdamæðg-
um. Biggi var augasteinninn þinn
og það var erfitt að sleppa takinu
Þegar Bubbi greindist með
krabbamein aðeins rúmlega
fimmtugur varst þú og Palli son-
ur ykkar hans stoð og stytta.
Bubbi andaðist 1989 og aðeins ör-
fáum vikum síðar andaðist faðir
þinn. Að missa manninn sinn og
pabba með svo stuttu millibili tók
mjög á þig, en þú varst dugleg en
lokaðir á tilfinningarnar og í þá
daga var engin áfallahjálp.
Það var erfitt fyrir þig að flytja
til Reykjavíkur eftir að Bubbi dó
en þú vildir vera yngsta barninu
þínu til stuðnings þegar hún fór í
hárgreiðslunám þangað. Sjálf-
stæð varstu og keyptir þér íbúð í
Gautlandi og bjóst þar allar götur
síðan.
Þegar við hjónin eignuðumst
svo lifandi trú á Jesú Krist
breyttist allt. Ég fór að biðja fyrir
þér og biðja Guð að blessa sam-
bandið okkar og það er minn
stærsti vitnisburður um Guð að
hann kom inn í okkar kringum-
stæður og gaf okkur skilyrðis-
lausa ást hvorri til annarrar. Við
höfum verið óaðskiljanlegar vin-
konur síðan og talað saman á
hverjum degi.
Það tók mjög á þig þegar þú
greindist með krabbamein í sept-
ember í fyrra og ekki skrýtið þar
sem þú hafðir misst bæði eigin-
mann og föður með mjög stuttu
millibili úr sama sjúkdómi.
Þú varst samt alltaf sterk og
vildir ekki láta vorkenna þér,
tókst á við veikindin af stakri ró
og vildir alls ekki fara í neinar
meðferðir. Þegar svo fór að halla
undan fæti í vor vildir þú vera
sem lengst heima og á sonur þinn
hann Palli heiður skilið fyrir að
hafa verið til staðar svo að þér
gæti orðið að ósk þinni. Sjúkra-
húsvistin var ekki nema rétt tæp-
ar tvær vikur.
Elsku hjartans yndislega Lísa
mín, ég á eftir að sakna þín mjög
mikið og allra samverustundanna
sem við áttum og það verður
skrýtið að koma í Gautlandið og
fá ekkert knús og rembingskoss.
Ég kveð þig með sorg í hjarta
en þó þá von að við hittumst aftur.
Ég er þess fullviss að frelsar-
inn Jesús Kristur hefur tekið vel
á móti þér með útbreiddan faðm-
inn.
Þú varst hetjan mín og ég mun
alltaf elska þig.
Svo segir Drottinn:
Á tíma náðarinnar bænheyri ég þig,
á degi hjálpræðisins hjálpa ég þér,
…
(Jes. 49:8)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég til ættingja og
vina og bið algóðan Guð að blessa
ykkur og styrkja í sorginni.
Elínborg Lárusdóttir (Ellen).
Ég held að Lísu hafi verið ætl-
að að koma inn í líf okkar Gísla. Í
árslok 1998 vorum við að leita að
konu til að passa Emmu okkar og
fyrir röð tilviljana var hún allt í
einu mætt með Helgu Gunnars,
þáverandi samstarfskonu minni
og vinkonu Lísu. Hún er búin að
vera í lífi okkar síðan og var löngu
orðin amma Lísa.
Hún átti ljúft samband við
börnin okkar og hafði einstakt lag
á að ræða við þau á þeirra for-
sendum. Hún vissi um vinina og
áhugamálin, hvað dúkkurnar
hétu, hvaða föt þær áttu og hvað
þær vantaði. Hún var endalaust
að prjóna og föndra og gaukaði fí-
neríi að Döddu dúkku og vinkon-
um hennar. Hún fór með krakk-
ana í Húsdýragarðinn, fór með í
leikhús eða bíó, mætti árum sam-
an í jóla- og páskaföndur í þrálát-
um forföllum foreldranna og var
til í að passa, ýmist heima hjá sér
eða okkur. Hún var til taks þegar
á þurfti að halda.
Lísa átti stærstan þátt í lífi
Emmu, sem var bara hálfs árs
þegar Lísa byrjaði að passa hana.
Þvílíkt lán að fá alla athyglina,
mjúku knúsin, sögur, vísur og alls
konar örvun. „Hún er svo geðrík,
þessi elska,“ sagði Lísa um
Emmu. Einhver annar hefði
kannski sagt að hún mætti nú
bara róa sig í frekjunni. En ekki
Lísa. Þær voru bestu vinkonur og
víst er að Lísa saknaði Emmu eft-
ir að hún dó. Hún skildi svo vel
hvað Emmu lá á og var mikið
niðri fyrir. Á dánarstundinni var
eins og Emma biði eftir Lísu
sinni. Það voru allir komnir til að
kveðja nema Lísa, sem sagðist
ekki treysta sér. Svo kom hún,
settist hjá Emmu og talaði aðeins
við hana og eftir smástund skildi
Emma við.
Greipur og Halldóra áttu at-
hygli hennar óskipta. Lísa sat og
litaði eða teiknaði og ræddi við
þau um öll þeirra hjartans mál.
Við eigum myndband af Halldóru
að spjalla við Lísu í síma áður en
hún var almennilega farin að tala.
Þetta var langt samtal og Lísa
skildi allt.
Lísa gladdist ákaflega þegar
sonur Baldvins, fyrsta barna-
barnið okkar, kom í heiminn. Hún
var ekki nógu hress til að vera við
skírnina en vildi endilega fá
Braga litla í heimsókn. Af henni
varð sem betur fer nú í maí og við
náðum að mynda Braga í fanginu
á ömmu Lísu. Hún sat með hann
miklu lengur en hún hafði í raun
krafta til en var alsæl.
Lísa var félagslynd og mætti í
handavinnuna í Gullsmára eins
lengi og hún gat, fór í ferðir með
eldri borgurum, var með fasta
miða í báðum leikhúsum og
keyrði litla bílinn sinn út um allan
bæ langt fram á síðasta ár. Lísa
vildi ekkert mikið vera að tala um
krabbameinið eða aðra erfiðleika
sem hún hafði svo sannarlega
fengið sinn skerf af á lífsleiðinni.
Hún sagði frá sínu fólki og spurði
um okkar þegar við hittumst,
bara eins og vanalega.
Lísa var Baldvini, Emmu,
Greipi og Halldóru sem besta
amma og skildi flestum öðrum
betur söknuðinn eftir Emmu sem
hún deildi með okkur og gátum
við setið löngum stundum og rifj-
að upp sögur af henni. Við þökk-
um af öllu hjarta fyrir að hafa
fengið Lísu í líf okkar og sam-
fylgdina við hana í meira en 20 ár.
Afkomendum og öðrum aðstand-
endum sendum við samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Lísu.
Gréta Ingþórsdóttir.
Jóhanna Elísabet
Pálsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar