Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
✝ Oddný LínaSigurvinsdóttir
fæddist á Ísafirði 1.
maí 1958. Hún lést á
heimili sínu 16. júní
2019.
Oddný ólst upp í
Bolungarvík fyrstu
uppvaxtarár sín en
fluttist suður við
sex ára aldur. Hún
bjó lengst af í
Reykjavík, þó með
nokkurra ára stoppi á Ísafirði
sem ung kona og sjö ár í Noregi
(1985-92).
Árið 2018 flutti hún aftur til
Bolungarvíkur. Foreldrar henn-
ar voru Aðalheiður Halldóra
Guðbjörnsdóttir, f. 9. nóvember
1938 á Ísafirði, d. 20. júní 2003,
og Sigurvin Jónsson, f. 13. ágúst
1937 í Bolungarvík, d 25. desem-
ber 2012. Systkini Oddnýjar eru
Guðbjörn Magnús Sigurvinsson,
f. 8. júní 1959, Viktor Jón Sig-
urvinsson, f. 13. júní 1961, Sig-
urvin Heiðar Sigurvinsson, f. 25.
nóvember 1962, Kolbrún Eva
Sigurvinsdóttir, f. 30. mars 1964,
d. 13. júlí 1964, drengur Sig-
urvinsson, f. 24. október 1965, d.
29. október 1965, Jón Ásgeir
Sigurvinsson, f. 21.
desember 1970.
Börn hennar eru
Oddur Andri
Thomasson
Ahrens, f. 12. des-
ember 1983 í
Reykjavík, og
Charlotta Rós Sig-
mundsdóttir, f. 16
nóvember 1990 í
Noregi.
Oddný kom víða
við á lífsleið sinni og má t.d.
nefna Sokkabandið, sem var ein
af fyrstu kvennahljómsveitum
landsins. Hún rak Auglýsinga-
stúdíóið og verslunina Lókal
ásamt barnsföður sínum. Hún
starfaði sem geðhjúkrunar-
fræðingur úti í Noregi og félags-
liði hér heima. Oddný hóf tvíveg-
is nám tengt geðrænum
vandamálum eða þroskaskerð-
ingu en varð frá að hverfa vegna
sinna eigin veikinda.
Útför Oddnýjar fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
13. júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 16. Lífsfögnuður
verður haldinn henni til heiðurs
á heimili hennar að athöfn
lokinni.
Engin orð geta lýst tilfinning-
um mínum við fráfall þitt, elsku
mamma. Þú varst mamma mín,
besta vinkona, trúnaðarvinur og
klettur.
Nú hefurðu fundið ró og frið.
Læt hér fylgja með sálm sem ég
veit að þér þótti ægilega vænt
um. Elska þig og sakna, mamma
mín.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Oddur Andri.
Oddný Lína
Sigurvinsdóttir✝ Sveinn Magn-ússon fæddist
á Ytra-Lóni á
Langanesi, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu,
17. apríl 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru Magnús Hlíð-
dal Magnússon, f.
11. júlí 1910, d. 13. maí 1995, og
Halldóra Súsanna Halldórs-
dóttir, f. 6. janúar 1913, d. 15.
maí 2003.
Alsystkini Sveins eru: Stúlka,
f. 1930, d. 1930; Baldur, f. 3.2.
1932, d. 5.6. 1967; Stefanía Arn-
Börn þeirra eru: Sveinn, f. 25.1.
1987, Viktor, f. 8.2. 1990, og
Emilía, f. 15.7. 1996. 2) Svan-
hvít, f. 6.10. 1968, gift Ásmundi
Vilhelmssyni, f. 20.7. 1968. Dæt-
ur þeirra eru: Ástrós Linda, f.
13.2. 1990, Stefanía Hildur, f.
3.12. 1993, og Gunnhildur, f.
24.11. 1995. Langafabarn
Sveins er Lísa Björk Sveins-
dóttir, f. 4.12. 2017.
Sveinn ólst upp á Þórshöfn á
Langanesi. Um tvítugt flutti
hann með foreldrum sínum og
systkinum á Sveinsstaði í Mos-
fellsbæ. Árið 1967 byggðu hann
og eiginkona hans fjölskyldu
sinni hús í Markholti 8 og bjó
hann þar til æviloka. Sveinn
starfaði mestallan starfsferil
sinn í Mosfellsbæ, lengst af hjá
bæjarfélaginu.
Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
fríður, f. 8.10.
1934; Anna Mar-
grét Hlíðdal, f.
12.11. 1939; Hólm-
fríður Hlíðdal, f.
18.8. 1941; Þór-
arinn, f. 12.7. 1943;
Sigríður, f. 19.10.
1946; Jóhanna Sús-
anna Hlíðdal, f.
24.1. 1949; Magnús
Hlíðdal, f. 15.10.
1950. Uppeld-
isbróðir Sveins er Svanur Hlíð-
dal, f. 25.8. 1958.
Sveinn giftist 6. júlí 1960
Gunnhildi Valtýsdóttur, f. 2.7.
1941. Dætur þeirra eru: 1) Val-
dís Svava, f. 3.9. 1961, gift Þor-
geiri Þorgeirssyni, f. 26.2. 1960.
Við fráfall tengdaföður míns
langar mig að minnast hans með
örfáum orðum. Það var árið
1987 sem ég hitti Svein fyrst,
hann var faðir kærustu minnar
sem síðar varð eiginkona mín og
hefur verið til 27 ára. Sveinn var
mjög hjartahlýr og með góða
nærveru og hann tók mér strax
vel. Þegar við Svanhvít hófum
svo að búa saman og eignast
okkar fyrsta bíl leituðum við til
tengdapabba en hann var ein-
staklega handlaginn og klár í
öllum viðgerðum og fram-
kvæmdum. Sveinn starfaði á
þessum tíma sem verkstjóri í
áhaldahúsinu í Mosfellsbæ og
hafði starfað þar lengi. Hann
kenndi mér góðar aðferðir í bíl-
skúrnum við eitt og annað og
hjá honum lærði ég á flest verk-
færi. Hann var aldrei ráðalaus
þegar kom að ýmsu handverki
eða viðgerðum, „allt skal nú lag-
ið hafa“ sagði hann oft þegar
verkinu var lokið. Hann hafði
skemmtilegan húmor sem stytti
okkur stundir í skúrnum og
víða. Þessar stundir voru mér
afar kærar og fyrir þær er ég
óendanlega þakklátur.
Sveinn hafði allt fram á síð-
ustu dagana gaman að gesta-
þrautum, hann dundaði sér við
að leysa slíkar þrautir af miklum
áhuga og með þolinmæðina að
vopni. Hann hugsaði vel um lík-
amann og var í fínu formi eftir
gönguferðir um hverfið eða upp-
hífingar og armréttur í stofunni
eða eldhúsinu. Ferðir okkar með
honum og tengdamömmu vestur
á Fellströnd voru margar og eft-
irminnilegar enda fannst honum
alltaf gaman að koma vestur og
dunda sér þar við ýmislegt.
Sveinn var frábær afi og góð
fyrirmynd fyrir barnabörnin sex
og hafa þau alla tíð elskað hann
og dáð, enda hef ég ekki kynnst
öðrum eins öðlingi og það kunna
allir að meta, ekki síst börnin.
Minningar hrannast upp, t.d.
þegar hann kenndi öllum barna-
börnunum að ganga á tréstult-
um í Markholtinu í Mosfells-
bænum.
Sveinn var trausta manngerð-
in sem talaði aldrei um eigið
ágæti, bað ekki um hjálp og
kvartaði aldrei undan neinu.
Hann var og verður áfram mér
fyrirmynd í svo mörgu og hvern-
ig hann hafði góð gildi í heiðri
eins og þakklæti, nægjusemi,
æðruleysi, þolinmæði, örlæti og
gjafmildi eða hreinlega vera góð
manneskja sem elskar sína nán-
ustu af öllu hjarta án þessa að
ræða það neitt sérstaklega mik-
ið.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Sveini og átt með honum
margar gæðastundir þau 32 ár
sem við höfum verið saman í
ferðalaginu um lífsins veg. Þó
svo að sorgin og söknuðurinn
séu erfið glíma þá munu hlýjar
og kærar minningar um einstak-
an mann fylgja mér um ókomna
tíð.
Góða ferð á næsta stað, elsku
tengdapabbi, og hver veit nema
við hittumst síðar.
Takk fyrir allt.
Ásmundur Vilhelmsson.
Elsku besti afi og langafi okk-
ar. Afa mætti lýsa sem manni
sem byggði hús sitt á bjargi og
líf á traustum og góðum gildum.
Afi og amma voru einstakir
gestgjafar saman og skipa stóru
heimboðin um hátíðirnar og
bæjarhátíðir stóran sess í minn-
ingum okkar um afa. Í kaffitím-
anum var hans besti staður á
kollinum við eldhúsborðið í
horninu við gluggann. Hann
hafði sérstakar gætur á því að
gestir fengju nóg af kaffi og með
því. Þar hafði hann líka gott
sjónarhorn á aðra gestkomandi
og var snöggur til dyra, og sá
auk þess vel á hitamælinn, sem
var mikilvægt enda mikill
áhugamaður um veðrið. Afi hafði
gaman af að láta okkur glíma við
gestaþrautir og átti hann þó
nokkuð safn af þeim. Þá hafði afi
dálæti á bílum og öryggi í akstri,
en ætli maður verði ekki þannig
af því að vera bílstjóri ofurst-
anna í herliðinu á eftirstríðsár-
unum?
Við, barnabörn afa, tilheyrum
öll þúsaldarkynslóðinni sem ætl-
ar sér stóra hluti í framtíðinni.
Það er því sérlega hollt fyrir
okkur að minnast þeirra góðu
gilda sem afi hlúði að allt sitt líf.
Hann var nægjusamur og gætti
þess að lifa ekki um efni fram.
Hann vissi líka vel að það var
óþarfi að kaupa margar raðir í
lottó þegar stóri laugardags-
vinningurinn vinnst á einni röð.
Hann hlúði ávallt vel að hlutum
heima í Markholti og var stöð-
ugt að bera á húsgögn og dytta
að í bílskúrnum. Hann var mjög
meðvitaður um mikilvægi hreyf-
ingar fyrir heilsuna og stundaði
göngutúra á síðari árum. Áður
fyrr hafði hann gaman af skaut-
um og fimleikaæfingum í hringj-
um enda hreystimenni. Hann
sýndi okkur svo æfingar í stof-
unni á bambusstilkunum í Mark-
holtinu, svo öflugar að ömmu
leist ekki alltaf á blikuna. Af
öðrum mannkostum má nefna
hugulsemi og umburðarlyndi, og
af tali hans mátti heyra að hann
lagði áherslu á jafnræði og sann-
girni í samskiptum við náung-
ann.
Í hjólhýsinu fyrir vestan leið
afa vel. Ætli það sé ekki meðal
annars vegna þess að þar var oft
öll fjölskyldan komin saman
heilu helgarnar? Það var alltaf
gaman að koma vestur sem
barn, jafnvel þótt þar væri eng-
inn hoppukastali. Þar var útiver-
an í náttúrunni með fjölskyld-
unni aðalatriðið. Afi var fyrst og
fremst fjölskyldumaður sem
unni okkur öllum eins og við er-
um. Hann hugsaði alltaf svo vel
um okkur, og án þess að hafa
um það mörg orð, sýndi það í
verki að hann elskaði okkur öll.
Þetta eru aðeins brot af þeim
dásamlegu minningum sem við
höfum um afa og þá einingu sem
afi og amma í Markholti hafa
alltaf verið fyrir okkur.
Með kærri þökk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur. Hvíldu í
friði elsku afi og langafi.
Ástrós Linda, Stefanía
Hildur, Gunnhildur,
Viktor, Emilía, Sveinn og
Lísa Björk barnabarnabarn.
Fallinn er frá elskulegur föð-
urbróðir minn, Sveinn Magnús-
son, eftir stutta sjúkdómslegu.
Sveinn, eða Mannsi eins og hann
var ávallt kallaður, var ekki
maður margra orða né maður
mikilla breytinga, bjó nánast
alla sína búskapartíð í Markholti
8 í Mosfellssveit, húsi sem þau
hjón byggðu sér og dætrum sín-
um tveimur, einhvern tímann
upp úr 1960, en þá höfðu for-
eldrar mínir byggt sitt hús sem
stóð skáhallt á móti, í Markholti
3, og var mikill samgangur á
milli heimila. Árum saman var
hann dyggur starfsmaður Mos-
fellshrepps, síðar Mosfellsbæjar,
og víst er að sjaldan vantaði
hann til vinnu. Mannsi og Gunný
konan hans voru mjög samhent
alla tíð og gerðu alla hluti sam-
an. Þau áttu sér afdrep á ætt-
arslóðum Gunnýjar á Fells-
ströndinni og þar nutu þau þess
að dvelja á sumrum meðan
heilsa beggja leyfði þau ferða-
lög. Við leiðarlok vil ég þakka
honum samfylgdina og vottum
við fjölskyldan Gunný, dætrun-
um og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Margrét Þóra Baldursdóttir
og fjölskylda.
Sveinn Magnússonog styðjum hvert annað í þessusorgarferli.
Við sem nutum glettni, kær-
leika og hlýju Guðmundar munum
áfram vera til staðar fyrir ykkur
bræður og fjölskyldur sem eftir
sitjið í tóminu. Fyllum tómið með
góðum minningum og andrúmið
með kærleika og ást.
Guðjón, Halla og stelpurnar.
Fátt býr okkur undir skyndi-
legt dauðsfall. Fimmtudaginn 27.
júní kom símtalið sem allir kvíða.
Samstarfsmaður okkar, Guð-
mundur Salómon Ásgeirsson, lést
í slysi við störf sín á Vestfjörðum.
Guðmundur kom til starfa sem
vélamaður hjá Vegagerðinni í
mars árið 2015 og átti þá langan
starfsferil að baki. Eins og aðrir
unglingar í sjávarþorpum fór
hann snemma að vinna, við fisk-
vinnslustörf og beitningu. Guð-
mundur starfaði hjá JFE bygg-
ingarfyrirtæki í Bolungarvík, á
vörubílum og gröfum, meðal ann-
ars við vegagerð og byggingu rat-
sjárstöðvarinnar á Bolafjalli.
Hann vann hjá Áhaldahúsi Ísa-
fjarðarbæjar á vélum og tækjum
og við akstur vöruflutningabif-
reiða milli Ísafjarðar og Reykja-
víkur sem þykir ein kröfuharðasta
flutningaleið á landinu. Hann ók
fyrir Eimskip, Ísafjarðarleið og
Landflutninga, og var verkstjóri
hjá afgreiðslu Landflutninga/
Samskipa á Ísafirði. Öll þessi
reynsla gerði hann að eftirsókn-
arverðum starfsmanni fyrir Vega-
gerðina.
Á þeim tíma sem Guðmundur
hóf störf hjá Vegagerðinni var
hann að ganga í gegnum mikla
erfiðleika en í júlí sama ár missti
hann eiginkonu sína Ingibjörgu
Sigríði Guðmundsdóttur eftir
snarpa baráttu við MND-sjúk-
dóminn. Hann hlaut góðan stuðn-
ing samstarfsmanna sinna á Ísa-
firði í öllum þeim erfiðleikum.
Guðmundur var fastráðinn í
janúar 2016 sem verkstjóri. Hann
var frábær starfsmaður, hægt að
treysta á hann í öll störf og gekk
hann í þau óhikað.
Það er ljóst af samtölum við vini
Guðmundar og samstarfsmenn að
hann var mjög vel liðinn og góður
samstarfsmaður, félagi og vinur.
Fólk minnist hans af hlýju og oft
er brosað og hlegið þegar Guð-
mundur berst í tal, enda var hann
þannig maður, léttur og kátur.
Hann var mikill pabbi og afi í sér,
en hann átti þrjá syni, þá Ásgeir,
Arnar og Aron, tvær tengdadætur
og þrjá sonarsyni.
Dauði Guðmundar er öllu
Vegagerðarfólki harmafregn en
hugurinn er ekki síst hjá sonum
hans, fjölskyldu og vinum. Við
vottum þeim okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Vegagerðarinnar,
Bergþóra Þorkelsdóttir.
Góður og traustur félagi er fall-
inn frá.
Félagar í karlakórnum Erni
hafa nú misst mikilvægan liðs-
mann, Guðmund S. Ásgeirsson.
Guðmundur, sem var afbragðs-
söngmaður, söng í fyrsta tenór.
Hann naut þess að syngja og var
léttur og skemmtilegur kórfélagi.
Hann féll vel í hópinn allt frá upp-
hafi og það er félögum hans hugg-
un harmi gegn að hann var með í
söngferð kórsins til Edinborgar á
vordögum. Ekki alls fyrir löngu
var Bítlasyrpan flutt af kórnum og
var unun að heyra sterka rödd
Guðmundar þar, enda dró hann
ekkert af sér. Bítlarnir voru
greinilega í uppáhaldi hjá honum.
Sú harmafregn að Guðmundur
hefði látist af slysförum var sem
reiðarslag og verður hans sárt
saknað af kórfélögum hans.
Karlakórinn Ernir þakkar Guð-
mundi fyrir einstaklega ljúfar og
gefandi stundir. Jafnframt eru
sonum hans, tengdadætrum,
barnabörnum og öðrum ástvinum
færðar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd karlakórsins Ernis,
Guðjón Torfi Sigurðsson,
Ívar Kristjánsson og
Hlynur Hafberg Snorrason.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN RÓSA EINARSDÓTTIR,
Melteigi 19, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 2. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 17. júlí
klukkan 13.
Gestína Sigurðardóttir
Kristín Rósa Sigurðardóttir Þórður K. Magnússon
Bjarni Sigurðsson Guðríður Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona
og tengdadóttir,
OLGA STEINUNN WEYWADT
STEFÁNSDÓTTIR,
lést mánudaginn 1. júlí á líknardeild
Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 19. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarsjóð fyrir börnin (kt. 080480
4909, reikningur 0370-22-015051).
Gísli Álfgeirsson
Stefán Sævar Weywadt Gíslason
Gísli Snær Weywadt Gíslason
Sóley Diljá Weywadt Sigurðardóttir, Bjarki Björnsson
Sigurlína H. Axelsdóttir Stefán Ólafsson Weywadt
Ólafur Weywadt Stefánsson Anna Gísladóttir
Eygló Jónsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson
Sævar Kristinsson Ólöf Kristín Sívertsen
Álfgeir Gíslason Guðný Sigrún Eiríksdóttir
Stjúpfaðir minn, afi, langafi og langalangafi,
MAGNÚS GUÐNASON,
fv. rafmagnseftirlitsmaður,
Árskógum 6,
Reykjavík,
andaðist á hjartadeild Landspítala
föstudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá
Seljakirkju mánudaginn 15. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið.
Jón Steinar Snorrason Guðrún Grímólfsdóttir
Jóhanna Bjarney Jónsdóttir Sigurður Ormarsson
Svava Jónsdóttir
Jón Sindri Sigurðsson Helena Ericsson
Magnús Ólafur Sigurðsson
Valdemar Steinar Jónsson
systkinabörn og aðrir ættingjar