Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 35

Morgunblaðið - 13.07.2019, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Elsku amma Didda, nafna mín, vinkona og gleði- gjafi, mikið á ég eft- ir að sakna þín. Það er erfitt að meðtaka það að þú sért farin frá okkur og að ég muni aldrei fá að kíkja í kaffi til þín í Bólstaðarhlíð. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn því það sem einkenndi þig var einlægur áhugi á öllum þínum nánustu. Þú varst ávallt tilbúin að hlusta, hvort sem við- fangsefnið var þungt eða á léttari nótunum. Þú varst líka fyndin og hreinskilin, en fyrst og fremst hlý og góð. Þegar ég hugsa til baka um all- ar góðu minningarnar sem ég á með þér þá eru þær svo ótal margar, en helst má nefna utan- landsferðirnar, árlegu jólaboðin, öll áramótin og fjölmörg önnur tímamót í fjölskyldunni. Mér finnst dásamlegt að þú hafir náð að mæta með pompi og prakt í brúðkaupið hjá Gullu systur og Hlyni núna í byrjun sumars. Eft- ir ræðuna mína í veislunni fór ég beint til þín og við hlógum saman því ég fór óvænt að gráta í miðri ræðu. Þessi dagur og myndirnar sem voru teknar af okkur saman þennan dag eru mér svo dýrmæt- ar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt akkúrat þig sem ömmu, lífsgildi þín og lífshættir veita mér inn- blástur um hvernig ég vil vera. Þú varst alltaf vel til höfð, allt snyrtilegt í kringum þig en fyrst og fremst hugaðir þú vel að því sem skiptir allra mestu máli, fjöl- skyldunni. Fjölskyldan er sannarlega fá- tækari án þín, en minningarnar og lífsgildi þín lifa áfram með okkur. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma. Sakna þín ávallt. Þín Hólmfríður (Fríða). Amma Didda kvaddi okkur þann 1. júlí síðastliðinn. Það er erfitt að trúa því að hún, sem hef- ur fylgt mér alla ævi, sé núna far- in. Það að amma Didda sé ekki lengur í Bólstaðarhlíðinni er erf- itt að meðtaka. Hún var einn af föstu punkt- unum í lífinu. Alltaf var hægt að kíkja í heimsókn til ömmu Diddu, setjast í eldhúskrókinn og fá sér kaffi og spjalla um allt milli him- ins og jarðar. Amma var nefni- lega svo minnug og áhugasöm, þá sérstaklega um afkomendur sína. Árið 2010 fluttum við litla fjöl- skyldan, ég, Hlynur og Egill, í íbúðina við hliðina á ömmu. Þetta var okkur ömmu báðum afar dýr- mætt. Fyrir mig, sem var nýflutt að heiman, var gott að hafa ömmu til trausts og halds og ekki síst vegna félagsskaparins. Fyrir ömmu var öryggi í því að hafa okkur Hlyn í sama húsi, ef hún skyldi þurfa á aðstoð að halda. Á milli okkar ömmu skapaðist einn- ig nánara og öðruvísi samband en hafði áður verið, hún var ekki lengur bara amma mín heldur eignaðist ég góða vinkonu í henni og hún í mér. Einnig þykir mér einstaklega vænt um að börnin mín fengu að trítla yfir stigapallinn til lang- ömmu sinnar til að fá kex og mjólk í eldhúskróknum og kíkja svo aðeins í leikfangakassann. Alltaf tók amma Didda á móti Hólmfríður Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir ✝ HólmfríðurSigurbjörg Gunnlaugsdóttir fæddist 13. mars 1925. Hún lést 1. júlí 2019. Útför hennar fór fram 12. júlí 2019. þeim með opnum örmum. Þau voru líka fljót að átta sig á að í langömmu- fangi var gott að vera. Amma spilar líka stórt hlutverk í æskuminningum mínum. Á árunum sem við fjölskyldan bjuggum í Svíþjóð kom hún stundum í heimsókn til okkar eða kom með okkur í frí suður á bóginn. Minning sem stendur upp úr er frá því ég var 5-6 ára og amma Didda kom með okkur í frí til Frakklands. Í þessari ferð var Fríða systir mikið lasin og því þurftu mamma og pabbi að sinna henni. Amma Didda fékk það hlutverk að hafa ofan af fyrir mér þessa daga. Í minningunni sat amma Didda með mér á svölun- um, klukkutímum saman, og spil- aði lönguvitleysu við mig. Ég átta mig á því núna að um mikið þol- inmæðisverk var að ræða, og fyr- ir það er ég þakklát elsku ömmu. Þegar við systur komum svo í heimsókn til Íslands á sumrin, var alltaf mikið tilhlökkunarefni að komast til ömmu Diddu, þar sem við fengum pönnukökur með bláberjasultu og miklum rjóma. Margt er hægt að taka sér til fyrirmyndar frá ömmu. Hún var mjög snyrtileg og mikið prúð- menni. Aldrei mátti sjá óþarfa drasl heima hjá henni, en hver hlutur átti sinn stað. Röð og regla var ávallt höfð í fyrirrúmi og hún sjálf var alltaf vel tilhöfð, sama hversu lítið tilefnið var. Síðast en ekki síst má nefna þrautseigjuna í henni síðustu mánuði, en hún var ákveðin í því að vera viðstödd brúðkaup okkar Hlyns þann 1. júní síðastliðinn. Hún stóð við það og mætti, glæsileg að vanda, og fagnaði með okkur fram á kvöld. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát, eins og fyrir allar aðrar stundir með ömmu. Takk, elsku amma, fyrir allan tímann sem við fengum saman, ég mun sakna þín um ókomna tíð. Guðlaug Gylfadóttir. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt þetta jarð- ríki og verður þín sárt saknað. Í lífi okkar ömmubarna og ekki síst langömmubarna hefur verið dýr- mætt að eiga þig að öll þessi ár. Kaffi í eldhúskróknum hjá ömmu er nokkuð sem við eigum öll eftir að muna og sakna. Þar hittumst við oftast stórfjölskyldan en stundum náði maður þér einni í gott spjall. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá þér á menntaskóla- árum mínum, þá nýfluttur heim frá Noregi, og eru það ómetanleg ár. Við höfðum gott hvort af öðru á þeim tíma. Þú fékkst ungan orkubolta á heimilið og ég kynnt- ist þínu reglubundna hversdags- lífi. Mér er minnisstætt hvað þú varst vanaföst. Kvöldmatur var alltaf á sínum tíma, allir hlutir áttu sinn stað á þínu heimili og þvottur var þveginn á fimmtu- dögum. Þú varst ávallt skemmti- lega hreinskilin og líka sérstak- lega nýtin og sparsöm. Ekkert fór til spillis. Þetta eru allt kostir sem ég hef lært að meta með ár- unum. Hjá þér kynntist ég ís- lenskum mat upp á nýtt og voru kálbögglar og nætursaltaður fiskur reglulega á kvöldverðar- borðinu. Þú studdir við mig í námi og varst eins og klettur ef eitthvað bjátaði á. Elsku amma, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allt sem þú kenndir mér. Hvíl þú í friði. Hrafn Steinarsson. Elsku amma. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa2) María Rún og Ásgeir Arnar. Nú hefur þú yfirgefið þennan heim, elsku amma. Eftir lifa minningar um hjartahlýjustu og yndislegustu manneskju sem við höfum kynnst. Minningarnar um allar stundirnar á Hjarðarhaganum og síðar í Garðabænum munu lifa með okkur alla tíð. Hvergi fannst manni maður jafn vel- kominn og hjá ykkur afa. Enda snérist allt um að láta okkur barnabörnunum líða eins vel og mögulegt var. Allir skápar og skúffur voru fullar af því sem okkur fannst gott. Grænu frostpinnarnir standa upp úr og munu alltaf minna okkur á þig, amma. Það var svo gaman að gista hjá ykkur og leika með píanó- bókina, litabækurnar, kúluspilið og spila á spil við ykkur afa. Það var alltaf búið að taka upp barnaefnið sem við horfð- um á, og heimilið fullt af ljós- myndum af okkur og allri fjöl- skyldunni. En best var að finna hversu ótrúlega mikið þú elsk- aðir okkur, dýrkaðir og dáðir. Í Guðrún Reynisdóttir ✝ Guðrún Reyn-isdóttir fædd- ist 28. júní 1934. Hún lést 6. júlí 2019. Útför Guðrúnar fór fram 12. júlí 2019. hvert einasta skipti sem við hittumst. Þú varst einstak- ur gestgjafi, hvort sem það var jóla- boð, páskar, laufa- brauðagerð eða lítið kaffiboð þá settir þú alltaf alla aðra í fyrsta sæti. Tókst ekki í mál að setjast niður fyrr en þú hafðir séð til þess að allir aðrir væru fullkomlega sáttir við sitt og búnir að fá nóg að borða. Þegar við urðum eldri og samverustundunum fækkaði varð samt alltaf jafn gott að hitta ömmu og afa. Í hvert sinn sem mamma hringdi og bauð okkur í mat og sagði að amma og afi myndu koma hlýnaði verulega um hjartarætur og all- ir hlökkuðu til að hitta ykkur. Eftir að veikindin byrjuðu svo að láta á sér bera og síðar ágerast áttum við áfram margar frábærar stundir. Þó að skammtímaminnið hafi verið farið að gefa sig var alltaf hægt að opna myndaalbúm og tala um gömlu tímana, sem var ómetanlegt undir það síðasta. Það gleður okkur líka óend- anlega að þú hafir átt stundir með barnabarnabörnunum. Fyrst nokkur ár með Victori og þessi fáu skipti með Köru Mar- gréti eru og verða alltaf ómet- anleg. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú lifir í hjörtum okkar að ei- lífu. Halldór Árnason, Elín Árnadóttir, Guðmundur Örn Árnason. Í dag kveðjum við elskulega móðursystur okkar, hana Rúnu eins og hún var alltaf kölluð. Mamma og Rúna voru mjög nánar en þær gengu ungar í gegnum þá miklu sorg að missa bæði móður sína og einkabróð- ur með nokkurra ára millibili. Þessi stóru áföll gerðu það að verkum að þær sóttu styrk hvor til annarrar og það leið senni- lega aldrei sá dagur að þær töl- uðu ekki saman. Þegar við systkinin vorum að alast upp var mikill samgangur milli fjöl- skyldnanna og eigum við ótal minningar um hlýja, fallega og góða frænku sem alltaf sá það besta í okkur og öllum öðrum í kringum hana. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir allan þann stuðning og elsku sem Rúna sýndi mömmu í hennar áföllum og veikindum, án hennar hefðu þessi spor verið ennþá erfiðari. Við þökkum alla þá væntum- þykju sem hún sýndi okkur systkinunum en eftir lifa minn- ingar um ljúfa og yndislega konu. Margrét, Magnús, Sverrir og Pétur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐJÓN BJÖRN FRIÐJÓNSSON fjármálastjóri, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 10. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 17. júlí klukkan 13. Guðbjörg Svana Runólfsdóttir Lára Gunnvör Friðjónsdóttir Atli Gunnar Eyjólfsson Birgir Örn Friðjónsson Hulda Jónsdóttir Friðjón Reynir Friðjónsson Elizabeth Lay barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA LILJA SIGURJÓNSDÓTTIR, Lindasíðu 25, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri umvafin ástvinum sínum. Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Haraldsdóttir Haukur Jóhannsson Þórunn Anna Haraldsdóttir Örn Jóhannsson Erla Margrét Haraldsdóttir Grétar Jónasson ömmu- og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín og besti vinur, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 9. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey. Starfsfólki á deild 11E sendum við sérstakar þakkir. Þorsteinn V. Þórðarson Tryggvi Þorsteinsson María Marta Sigurðardóttir Aðalheiður Þorsteinsdóttir Jón Ragnar Harðarson og barnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG J. HERMANNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 5. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Hákon Axelsson Arnheiður Anna Elísdóttir Daníel Hrafn Magnússon Íris Björk Hilmarsdóttir Melkorka Magnúsdóttir Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir Bríet Davíðsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGA GEIRSDÓTTIR, Smáratúni, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli föstudaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju fimmtudaginn 18. júlí klukkan 13. Sigurður Eggertsson Anna B. Sigurðardóttir Jón Valur Jónsson Ingibjörg E. Sigurðardóttir Stefán E. Sigurðsson Inga K. Guðlaugsdóttir Eggert Ó. Sigurðss. Öhrnell Johanna Öhrnell Arndís S. Sigurðardóttir Ívar Þormarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, fóstra, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HEIÐBJÖRT LILJA HALLDÓRSDÓTTIR, áður til heimilis á Mýrarbraut 9, Blönduósi lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi mánudaginn 1. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. F.h. aðstandenda, Halldór Árnason Bragi Árnason Svandís Torfadóttir Sólveig Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SR. ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 95, Rvk, lést miðvikudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. júlí klukkan 15. Ólafur Bergmann Svavars. Esther A. Óttarsdóttir Stefán Sturla Svavarsson Inga Ingólfsdóttir Pétur Gautur Svavarsson Berglind Guðmundsdóttir og ömmubörnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.